Nýi tíminn


Nýi tíminn - 20.09.1951, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 20.09.1951, Blaðsíða 4
4) — NÝI TÍMINN — Firr.rntudagur 20. scptember 1951 NÝI TÍMiNN Útgefandl. Samelnlngarfiokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundnr Sigurðsson Áskriftargjald er 25 krói/ur á ári. Grelnar i blaðiS sendist til ritstjórans. Adr.: Afgreiðsla Nýja timans, Skólavörðustíg 19, Reykjavík Afgreiðsla og auglýsinga:3krifstofa Skólav.st. 19. Sími 7500. Prentsmiíja Þjóðviljans h.f. Framsókn er samsek Framsóknarflokkurinn hefur lifað á því alllanga og oftast grugguga ævi að leika tveim skjöldum. Með meira og minna róttækum vígorðum hefur hann biðlað til fylgis lieiðarlegra vinstri manna í landinu og oft fengið já, en jafnframt haldið samstarfi við afturhaldsöflin, og hét Hriflu-Jónas snemma íhaldinu liðsinnis ef verkalýðshreyf- ingin á íslandi yrði svo sterk að burgeisarnir teldu veru- lega ástæðu að óttast hana. Oft hefur forusta flokksins gert þennan tvískinnung að aðalatriði baráttuaðferðar sinnar, nokkur hluti hennar látinn leika einskonar , rót- tækni“ og jafnvel halda uppi hvassri gagnrýni á ríkis- stjórn sem Framsókn bar fulla ábyrgð á; í ýmsum úrslita- málum hefur þingflokkur Framsóknar skipt sér í því skyni að einhver hluti flokksins gæti sagt sig hrsinan af óþrifaverkum afturhaldsins sem verið var að fremja. En margt bendir til að Framsókn veitist ekki auðvelt að leika þann loddaraleik öllu lengur. Flokkurinn hefur 1 sívaxandi mæli orðið háður Sjálfstæðisflokknum, með hverju ári tengzt sterkari blóðböndum (blóðsuguböndum væri sjálfsagt réttara" orð) við einokunarklíku afturhalds- ins íslenzka. Með vaxandi valdi íhaldsins yfir Framsókn- arflokknum hefur Thórsurunum og Bjarna Ben. þótt rétt að gsra hann samsekan* helzt allan, um óþrifaverkin, og Framsókn hefur verið nuddað dyggilega í óþrifin af samningunum um uppgjöf landsréttinda, bandarísku hetlistefnunni og þeim árásum á lífskjör fólksins isem stjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Alþýðuflokks- ins sömdu um jafnframt marsjallölmusunum. Og foringi þess hluta Framsóknarforustunnar sem falið hafði verið að halda í heiðarlegt vinistri fólk með uppgerðarróttækni, var dreginn inn í ríkisstjórn með Ólafi Tryggvasyni Thórs og Bjarna Ben. og bannaö að flotta sig með neinni sér- stöðu, einnig hann skyldi gerður samsekur um allan óþverrann, öll landráðin, allar árásirnar á lífskjör alþýð- nnnar, einnig hann skyldi verða hluttakandi í heimsmeti dýrtíðaraukningarinnar. Og allt varð þetta auöveldara vegna samleiks þeirra valdamanna beggja flokkanna sem nánast sambandið hafa við hina bandarísku húsbændur og mynda einokunarklíku þá sem undanfarið hefur bann-. aö íslendingum flestar bjargir. Einnig hinni erlendu ríkisstjórn, sem segir stjórn Steingríms Steinþórssonar íyrir verkum. þótti vissara að hafa alla forustu Fram- sóknar samseka um hernámið og bandarísku betlistefn- una svo þar væri síður nokkurrar forustu von fyrir þá miklu óánægju er ríkir meðal flokksmanna með undir- lægjuháttinn við íhaldið og erlent vald. Það sézt nú daglega á Tímanúm að stjórn Fram- sóknarflokksins finnur hve langt hún er komin, finnur að úr þessu muni það veitast illmögulegt að leika tveim skjöldum og látast vinstrisinnuð og andstæð íhaldi og afturhaldi viö hátíðleg tækifæri. Frammi fyrir allri þjóð- mni hefur Eysteinn Jónsson, Hermann Jónasson og öll íorusta Framsóknarflokksins gerzt samsek um verstu og vesælustu afturhaldsstjórn sem nokkru sinni hefur setið við völd á íslandi og látið þurrka flokki sínum upp úr öllum óþrifum hennar. Heiðarlegir Framsóknarmenn, sem hvað eítir annað hafa sýnt að þeir vilja að Framsókn fylgi vinstri stefnu, standi við stóru orðin um baráttu við fjárplógsvald afturhaldsins á íslandi, hafa liorft eins og ringlaðir á þessa niðurlægingu flokks síns. En sú ringl- un er óðum að breytast í réttláta reiði gegn þeim foringj- um sem leitt hafa flokkinn í svaðið. Hræðsla flokksfor- ustunnar við flokksmennina skín út úr greinum Tímans, sem undirbýr nú gömlu brelluna, aö finna einhver rhinni háttar ágreiningsmál við hitt íhaldiö, rjúfa stjórriarsam- starfiö með brauki og bramli, ganga til kosninga sem róttækur flokkur, og skríða svo í ríkisstjórn með íhaldinu strax að kosningum loknum. Þaö er ekki einu sinni víst að Framsókn verði leyft svo mikið" „sjálfstæði", og hitt er þó í enn meiri óvissu hvort íslenzkir alþýðukjósendur láti enn bjóða sér þá brellu. Frumleg fri ðarráðstefna eru ■*°fn’en sum eru jafnari enn önnur" var itjörorðið í dýraríki Or- w'ells, en ómögulegt er að verj- ast þeirri hugsun, að við und- irbúning friðarsamníngs síns við Japan hafi Bandaríkja- stjórn vikið þessu dálítið við og farið eftir reglunni: „Öll ríki eru jöfn, en sum eru jafn- ari en önnur“. Ekki þarf að taka það fram, að spekingarn- ir í Washington hafa áltið það augljós sannindi, að allra ríkja jafnast væri guðs eigið land, enda hegðuðu þeir sér sam- kvæmt því. Bandaríkjamenn hafa löngun stært sig af þvi, að þeir séu allra þjóða fúsastir til að taka upp nýjar starfsað- ferðir, á ýmsum sviðum, og hver veit nema Acheson og Truman dreymi um það, að þeirra verði minnzt sem braut- ryðjenda nýrra vinnubragða við gerð a’þjóðasamninga eins og Fords sáluga fyrir vinnu- skipulagninguna í iðnaðinum. Aðferðin var sú, að Truman forseti sendi John Foster Dulles, ráðunaut Achesons ut- anríkisráðherra, á það sem jafnvel „New York Times" kemst ekki hjá að nefna „ó- venjulega sendiferð". Dulles heimsótti nokkrar höfuðborgir í Evrópu og Asíu og tilkynnti ríkisstjórnunum þar, að Banda- ríkjastjórn væri að hugsa um að taka sig til og semja frið við Japan. Ekki knúði Dulles dyra hjá öðrum . ríkisstjórnum en þeim, sem hann taldi sæmi- iega hlýðnar við Bandaríkin. Eftir heimkomuna til Waghing1- ton úr þessu ferðalagi samdi Dulles uppkast að friðarsamn- ingi við Japan, sem síðan var sent rúmlega fimmtíu ríkis- stjórnum til yfirlesturs. Ýmsar þeirra sendu athugasemdir og breytingartillögur, en Dulles einn réð því, hverjar teknar voru til greina í nýju uppkasti, sem var í fáu frábrugðið því fyrra. Þetta uppkast tilkynnti Bandaríkjastjórn svo að önnur ríki sem átt höfðu í styrjöld við Japan mættu náðarsam'egast undirrita á ráðstefnu í San Francisco. Hinsvegar mættu þau helzt ekki ræða það og harðbannað væri að fremja þau helgispjöll t Andrei Gromiko að bera fram breytingartillög- ur við allra hæstan vilja John Foster Dulles og yfirboðai-a hans. JgFTIR þessar aðfarir, eftir að búið var að útiloka önnur ríki, en þau sem eru í náðinni í Washington, frá að hafa áhrif á ákvæði samnings- uppkastsins og eftir að Banda- ríkjastjórn hafði '5tekið sér einræðisvald til að ákveða, hverjar af tillÖgum þeirra, sem fengu að segja álit ,sitt, .skyldu teknar til greina og hverjum hafnað, risu þeir Acheson og Dulles upp í San Francisco og sögðu án þess að þeim stykki bros, að öll ríki hefðu fengið sömu aðstöðu til að móta frið- arsamninginn við Japan og því væri óþarfi að ræða hann og goðgá að gera við hann breyt- ingartillögur. Við samnings- gerðina höfðu sem sagt ö'.l ríki verið jöfn, Bandaríkin voru bara jafnari en önnur. Ekki þarf að taka fram, að þessar aðfarir eru algert einsdæmi í alli’i sögu milliríkjaviðskipta. Er þess skemmst að minnast, hvernig farið var að, er friður var saminn 1946 við bandalags- ríki Þýzkalands í Evrópu. Þá komu fulltrúar stórveldanna fjögurra fyrst saman á langa fuxjdi og gengu frá samnings- uppkasti. Að því búnu var köll- uð saman a'menn friðarráð- stefna i París og þar var ekki verið að hespa hlutina af á fjórum dögum einsog friðar- samninginn við Japan í San Francisco. Umræður voru ó- takmarkaðar og fjöldi breyt- inga gerður á samningunum enda þótt uppköstin, sem lögð voru fyrir ráðstefnuna, væru árangur af samstarfi fjögurra rikja en ekki valdboð eins rikis einsog uppkastið, sem lagt var fram i San Francisco. ■ff viðbót við þessar frumlegu starfsaðferðir lét Banda- ríkjastjórn sig ekki muna um það, að beita sér fyrir því að Vesturveldin frömdu hvert samningsrofið á annað ofan með samningsgerðinni við Jap- an. Þau sömdu sérfrið við landið enda þótt þau hefðu hátíðlega lýst því yfir 1. janú- ar 1942, áð bandamannaríkin skyldu standa saman og ekki semja sérfrið við neitt af ó- vinarikjum sínum. 1 Potsdam- yfiriýsingunni, sem Vesturve’d- in og Sovétríkin undirrituðu, var skýrt tekið fram, að allt hernámsliö ætti að \ærða burt úr Japan þegar friður hefði verið saminn við landið, en engu að síður ákvað Banda- ríkjastjórn að halda . hernámi Japans áfram og var beinlinis gcrt ráð fyrir því í friðarsamn- ingnum. Svona mætti lengi telja. Hitt j,er þó enn ósvífn- ara, að Eandaríkin og fylgi- ríki þcirra ákváðu að meina Ivína algerlega aðild að undir- búningi friðarsamningsins og friðarráðstefnunni. S’ik fram- koma er svo fáránleg, að engu tali tekur. Kína er næsta ná- grannaland Japans og sterkasta veldið í Asiu. Kina átti í styrj- öld við Japan þrisvar sinnum lengur en nokkurt annað ríki og varð fyrir þyngstum bú- sifjum af hendi Japana. Friðar samningur\við Japan sem gerð- ur er ekki aðeins án þátttöku Kína heldur þvert á móti vilja Kínverja, gefur afdrei verið annað en skrípaleikur, eða „að leika Hamlet en sleppa Dana- prinsi" einsog fréttaritari „New York Times" í Tokyo kemst að orði. rpiILGANGUR Bandarí kja- JLiL stjornar með skrípafriðar- samningnum við Ja.pan og öil- um tilburðunum í kringum hann er augljós. Jafnframt samningnum er gérður hern- John Foster Dulles aðarbandalagssamningur milli Bandarikjanna og Japans, sem heimilar Bandaríkjamönnum hernám landsins eins lengi og þeim þóknast. Japan á að vera „jarðfast flugvélaskip" undau strönd Asíu einsog Bretland og Island í Atlanzhafi. Búið er í haginn fyrir japanska her- væðingu og ákveðið að jap- anskur iðnaður sku’i á ný verða þungamiðjan í atvinnu- lífi þeirra landa í Kyrrahafi og Suðaustui'-Asiu, sem eru undir áhrifum Bandaríkjanna. Markmiðið er að gera Japan að þungamiðju hernaðarkerfis, sem beint er gegn sósíalistisk- um meginlandsrikjum Asiu. Hervætt Japan á að gegna sama hlutverki - og. það gerði í andkommúnistabandalagi Hitlers, sáluga. Þetta er játað opinskátt . í bandarískum blöð- um. „(Japan) fylgdi þeirri stefnu, að halda valdi Sovét- ríkjanna í skefjum löngu áður en Bandaríkjunum datt það orðati'tæki í hug“, segir James Reston í „New York Times" 4. september. En aðrar Asíuþjóð- ir og Japanar sjálfir eru ekki ginkeyptir fyrir hernaðaráætl- unum bandaríska herráðsins. Indland og Burma þverneituðu að eiga aðild að hinum banda- ríska friðarsamningi. Indónes- ía, Ástraiia, Filippseyjar og Nýja Sjáland. gengu sárnauðug til leiksins í San Francisco. Verkalýðshreyfing Japans öll og sterk öfl innan borgarastétt- arinnar kröfðust þess, að eng- inn friðarsamningur væri gorð- ur nema Sovétríkin og ICína væru aði’ar að lionum engu siður en Vesturveldin og mót- mæltu eindregið áfi'amhaldandi hernámi Bandarikjamanna. Það var ekki bara Gromiko í San Francisco, sem sagði að friðar- sa.mningur Bandaríkjastjórnar stofnaði .friðnum í Asiu í voða. Hið sama sögðu Evatt, hinn mikilsvirti sósíaldemókratafor- ingi og fyrrverandi utanrikis- ráðherra Ástralíu og Nehru forsætisráöherra Indlands." M. T. Ó.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.