Prentarinn


Prentarinn - 01.06.1950, Síða 2

Prentarinn - 01.06.1950, Síða 2
þrætueplið. Liggja jafnaðarmenn ekki á liði stnu til þess að velta honum, en vinnst lítið á. Og hver er ástæðan til þess, að kommúnistar hafa náð yfirráðunum? Er þessi meiri hluti Brauers í stjórninni því að kenna, að danskir prentarar séu í raun og sannleika kommúnistar, sem kallað er? Þeir, sem ekki fylgjast daglega með í félagsmál- um hér, gætu ætlað, að svo væri. Annars gæti Brauer ekki haldið á taumunum áfram árlega. En þetta er ekki svo. Meiri hluti danskra prent- ara í Kaupmannahöfn er ekki kommúnistar. Astæð- urnar til fylgis við þá í stjórn deildarinnar eru allt aðrar. Oll stríðsárin og fram á þennan dag hefir prent- smiðjueigendafélagið verið mjög óþjált í öllum samningum við prentara, hefir eiginlega aldrei vilj- að semja um neitt og allt af sagt blátt nei við að- alkröfunum, launabótum. A stríðsárunum gat ekki verið um verkföll að ræða, eins og ástæður allar voru. Þessi þverúð og þrái atvinnurekenda, þessi sí- felldu neikvæði þeirra við öllum kröfum prentara hefir kveikt hatur hjá prenturum og þráa, sem hefir farið vaxandi með hverju ári. Prenturum finnst, að stétt þeirra hafi stórhrakað síðustu tíu árin að launum og öðrum þægindum, borið saman við aðrar iðnstéttir, á meðan atvinnurekendur jusu upp fé á þeirra kostnað eða að minnsta kosti án þess, að prentarar nytu nokkurs góðs af hinni miklu atvinnu meðal stéttarinnar og hinum mikla gróða prentsmiðjueigenda. Bókiðnaður hér í landi hefir aldrei átt sér aðra eins gullöld og þá, sem verið hefir hér síðustu tíu árin. Prentsmiðjueigndur sjálfir neita því ekki heldur, að þeir hafi haft góð- æri, en gera þó minna úr því en verkamenn, Ráðið til þess að fá atvinnurekendur innan stétt- arinnar til þess að breyta um baráttuaðferð töldu prentarar það að koma í stjórn félagsins mönnum, sem greiddu hart með hörðu, og kommúnistar gátu ekki fengið betri jarðveg að sá í en það, sem prentsmiðjueigendur höfðu lagt upp í hendurnar á þcim, og juku á hatrið innan stéttarinnar með stór- yrðum um neitun atvinnurekenda við öllum sann- gjörnum kröfum prentara og urn stórgróða prent- smiðjueigenda. Hatrið var kveikt, og kommúnistar héldu áfrarn að bera við að þeim eldi. Og er talað var um stjórnarkosningar í félaginu, hrópuðu kommúnistar hæst og buðu hæst. Og færði maður það í tal við félaga sína að kjósa ekki menn á lista þeirra, þá klöppuðu þeir félaga sínum á axl- irnar og sögðu, að hlutaðeigandi væri c/(!(i komm- únisti; hann væri góður félagi, ákveðinn í skoðun- um og fastur fyrir, og því bæri að kjósa hann, en þ'egar hann svo hafði verið kosinn, þá vantaði ekki að básúna það, að hann væri kommúnisti og hefði aldrei verið annað! Þessi baráttuaðferð kommún- ista hefir fengið margan auðtrúa félaga til þess að gefa þeim atkvæði sitt, og það er þetta svefnmók, sem jafnaðarmenn heyja svo harða baráttu við. En það „saxast nú á limina hans Björns míns“, þótt hægt fari. Spurningin er að eins þessi: Hve langan tírna tekur þa'ð að drepa drekann og hreinsa út? Um Brauer sjálfan er það að segja, að hann getur verið formaður félagsins eins lengi og honum sjálfum sýnist. Hann hefir verið formaður í svo mörg ár, að enginn er kominn enn þá, sem líkur eru til að geti fellt hann. Hann er skynsamur mað- ur, þekkir orðið alla hluti út og inn, hefir þroskazt vel á þessum árum, en valið sér rangan bás að vera í. Hann er vel látinn, enda viðkunnanlegur og ljúfur í framkomu og mesti reglumaður. Honurn verður örðugt að velta, en meðstjórn- endum hans úr flokki kommúnista mun fækka; — það er eins víst eins og að sólin rís aftur á morgun! Það er engum blöðum urn það að fletta, að hefðu prentarar staðið einir sér við síðustu samninga og ekki háðir öðrum iðngreinum, hefði orðið verkfall innan stéttarinnar um land allt. En það hefði ekki verið rétt að gefa kommún- istum ein\ttm sök á, ef svo hefði farið. Þeir hefðu að vísu borið við að þeirn eldi eftir mætti. Prent- smiðjueigendur báru sína sök. Það eru þeir, sem hafa sáð óánægjunni meðal prentara, — óánægju, sem er að verða að 'hatri, vegna ólystar þeirra á að sernja við jafnréttháa aðilja eins og verkamennina sjálfa, — prentarana. Eg skal svo í næstu grein segja frá launum og öðrum fríðindum stéttar vorrar hér í landi. Launin eru ekki gullkistur, er lifað verði hátt á, og baráttan fyrir launahækkun er að valda ágreiningi innan stéttarinnar, sem ekki Iýkur á samheldni, sem þó ætti að vera óskrifuð lög innan stéttar vorrar. Friðriksbergi, 21. maí 1950. Ykkar Þorfinnur Kristjánsson. Jan Tschichold kom til Stokkhólms 25. maí til þess að halda þar námsskeið um bóklist og stílletrun. Námsskeiðið var fullskipað. (..Svenstt Typograftidning.") 10 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.