Prentarinn


Prentarinn - 01.06.1950, Qupperneq 5

Prentarinn - 01.06.1950, Qupperneq 5
SPURNINGAKVER PRENTLISTARINNAR. Greinargerð. A Þýzkalandi hefir um alllangt skeið prentnem- um verið kennt „samkvæmt áætlun“, svipaðri þeirri, er nefnd, kjörin af prentarafélaginu og prentnema- félaginu, sarndi hér fyrir nokkrum árum. Þar eru og til margar kennslubækur í prentlist af ýmislegri gerð, svo sem einnig með spurningakvers-móti, vænt- anlega í því skyni að auðvelda nemum að koma orð- um að þekkingu sinni í munnlegu prófi. Eitt slíkt spurningakver, sem er í tveimur bindum, hið fyrra um setningu, hitt um prentun, léði fangamarki minn, félagi Haukur Herbertsson, mér einhverju sinni, og hafði ég fyrra hlutann með mér, er ég eitt sinn í orlofi hafðist við í tjaldi á fæðingarstað mín- um, sem cr í eyði, og gamnaði mér við að snúa því á íslenzku í baðstofutóftinni, þegar gott var veður, sleppti ýrnsu, er ætla mátti að illa gengi í Islendinga, en jók öðru, er betra væri að hafa en vanta, svo sem undirstöðuatriðum ýmsum og íslenzkum atburð- um í prentlistarsögu. Hafa ýrnsir prentarar litið yfir þetta í handriti og ekki fordæmt. Er nú dálítill kafli birtur hér á eftir, svo að allri stéttinni gefi á að líta, og spurningarnar settar með hálffeitu bergletri, því að þær eru hörkulegar, en svörin með grönnu ská- letri, því að þau eiga að vera mjúkleg. H. H. FYRRI HLUTI. SETNING. FYRSTA NÁMSÁR. I. ÚR SÖGU PRENTLISTARINNAR. HvaSa prentunartœkni þekktist fyrir daga Gutenbergs? Viðartöfluprent með m'tð. Hver fann upp prentlistina? fóhann Gutenberg. Hvaða ór og í hvaða landi og hvaða borg var prentlistin fundin upp? I Þýz\alandi og í borginni Mainz árið 1440. Hvencer og hvar fœddist Jóhann Guten- berg? Jóhann Gutenberg (\ominn af höfðingjacettinni Gensfleisch-Gutenberg) fœddist í Mainz um árið 1400. í hverju er afrek Gutenbergs fólgið, og hvers vegna er hann kallaður uppfinnandi prentlistarinnar? Mcnn telja Gutenberg uppfinnanda prcntlistarinn- ar, af þiá að 1. hann steypti cinstaþa bóþstafi (lausa stíla) úr blýi í steyputcekj, setn hann hafði fundið upp, 2. hann setti saman prentunarsamfellu af lausum stílum, 3. hann notaði prcntprcssu í staðinn fyrir tiúð, 4. hann prentaði báðum megin á pappir gagnstœtt því, sem áður var. Hvaða tveir menn gerðust aðstoðarmenn Gutenbergs? Aðstoðarmcnn Gutenbergs voru fóhann Fust og Peter Schöffer. Hverja sérstaka verðleika hafa þessir tveir menn óunnið sér áhrœrandi prentlist- ina? Fust var auðugur maður, er lét sér annt um söltt bó\a, Peter Schöffer var dugandi letursþrifari og dró og s\ar fyrstu prentletrin, sem eru frteg sakjr fegurð- ar sinnar. Hvaða atburður ýtti mest undir útbreiðslu prentlistarinnar? Það ýtti mest undir altnenna útbrciðslu prentlist- arinnar, að Adolf frá Nassan hertó\ borgina Maittz árið 1462. Þá brann prentsmiðja Fusts og Schöffcrs, er Fust hajði tc\ið af Gutcnberg til s\uldalú\ning- ar árið 1455, og sveinar hennar, er þá urðu atvinnu- lausir, töldu sig neydda til að flytjast burtu. Þeir fluttu hina nýju list til ýmissa landa ncer og fjcer og stofnsettu þar prentsmiðjur í ýmsum borgum. Hverjir eru kunnustu prentgripir Guten- bergs? Þessir: 1. Mahnung der Christenheit wider die Túr\en (As\orun \ristninnar móti Tyr\jum). 2. 42 lína biblían. 3. 36 lina biblían. 4. Catholicon. Hvencer kom prentlistin til Islands? Scens\ur prentari, fón Matthíasson, \om að tilhlut- un fóns bis\ups Arasonar með fyrstu prentsmiðjuna til Islands \ring um árið 1530, sennilega þó árið 1525. PRENTARINN 13

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.