Prentarinn


Prentarinn - 01.06.1950, Síða 7

Prentarinn - 01.06.1950, Síða 7
hvern hluta dagsins, og þótt gott sé að eiga gilda sjóði, þá er enn betra að eiga góða og óþreytta menn í fylkingarbrjósti, þegar mest á reynir. S. E. Fornleg nýbreytni. Prentaranum hefir borizt grein með uppástungu um nýbreytni, sem er þó í hina röndina heldur en ekki fornleg, um skiptingu orða milli lína. Ekki vill hann að svo stöddu leggja neinn dóm á uppá- stunguna, en telur sjálfsagt að koma henni á fram- færi við prentara, sem hún á sérstaklega erindi við, og þóttí vænt um að fá hana til birtingar. Það er ekki svo oft, að utanstéttarmenn leggja orð í belg hans. Fer greinin nú hér á eftir: Vel metinn vélsetjari á hugmynd þá varðandi ný- breytni við setning lesmáls, sem hér verður komið á framfæri, því að fráleitt hirðir hann um að gera það sjálfur. Mun hvort tveggja vera, að sjálfur hafi hann takmarkaða trú á nýbreytninni og enn minni trú á því, að takast megi að vinna henni það fylgi, sem ti! þess þarf, að hún verði tekin upp. Kemur hér til greina hin alkunna íhaldssemi hverrar atvinnustéttar um sjálfrar sín vinnubrögð. Reyndar eiga tvær stéttir hér hlut að máli: annars vegar setjarar og hins vegar bóka- og blaða-gerðarmenn, og má gera ráð fyrir, að það auki á tregðuna. Nú hittist setjari, sem væri tilleiðanlegur að víkja frá venjunni samkvæmt hugmyndinni, en þá líklegra en hitt, að hann eigi við að etja bóka- eða blaða- gerðarmann, sem tæki því fjarri, og eins hina leiðina. Hugmyndin er þessi: Hatta s\al að skjpta orðitm milli lína ejtir at\vœðum, hcldur gera ö/l bil sem jöjnust í línu og s/^ipta þar orði, sem að þemur. Ekki þarf að eyða orðum að því í málgagni prentara, hve mjög þetta myndi létta vinnubrögð, bæði setningu og prófarkalestur, að ógleymdum rúmsparnaði og áferð lesflatarins. Einkum sæi þess þó stað, þegar um er að ræða stuttar línur eins og í dálkum dagblaðanna. Væri góðra gjalda vert, að dagblöðin ein tækju upp þennan hátt i mjódálkum sínum. Lestur myndi þetta ekki baga, því að alkunnugt er, að læst fólk les ekki orð eftir atkvæðum (jafnvel lestur ekki kenndur svo lengur), heldur orðin í heild, ef ekki heilar setningar. I línum, sem eru ekki því lengri, og með vissu í dálkum dagblaðanna sjá menn í einni sjónhendingu orð og orðhluta í lok línu og upphafi hinnar næstu, svo sem í einni línu væri. Þeir, sem af lofsverðri rækt við venjur um með- ferð tungunnar kunna að láta sér fátt um þessa uppástungu finnast, mættu hugleiða, að í hinum fornu handritum vorum er orðum einmitt skipt á milli lína án tillits til atkvæða, og þeim sið héldu jafnvel hinir vandvirkustu handritarar fram á vora daga. I prentuðum bókum mun hinn nýi siður ekki hafa verið tekinn upp, fyrr en komið var fram á átjándu öld. Til glöggvunar og samanburðar sting ég upp á, að hér á eftir verði tvísett stutt grein í mjóum dálkum, hlið við hlið. I öðrum dálkinum sé orðum skipt á tíðkanlegan hátt, en í hinum samkvæmt uppástungunni. Svo ræðst, í hvern jarðveg er sáð. 18. apríl ’49. V. /. Vel metni vélsetjarinn, sem í greininni er talinn eiga hugmyndina, hefir sett skýringarmynd af henni, og lítur hún svo út: „Hvar er mamma mín núna?“ spurði fermingardreng- urinn, þegar hann kom heim. „Hún er að skammta mat- inn,“ var þá svar- að, nokkuð dimmum rómi. „Hvar er inam- ma mín núna?“ spurði ferminga- rdrengurinn, þeg- ar hann kom hei- m. „Hún er að s- kammta matinn,“ var þá svarað n- okkuð dimmum r- ómi. 510 óra afmœli prentlistarinnar er um þessar mundir. I föðurlandi uppfinnandans er afmælis listarinnar árlega minnzt af iðkendum hennar á nafndegi hans, Jónsmessu, eða næsta dag helgan með ýmislegum hátíðabrigðum, og kallast þá Jónshátíð (Johannisfest). Hér var nú farin skemmtiferð að sveitarsetri stéttarnnar í miðjum dali í Laugardali. 1 stað minningargreinar má vísa til sögukaflans í Spurningakverinu. PRENTARINN 15

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.