Nýi tíminn - 05.03.1953, Blaðsíða 4
4) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 5. marz 1953
Hemámsflokkamir
og ljóðiri
Hinn nýkjorni ráðsmaður
Benjamínsbankans, Gylfi Þ.
Gíslason, skýrði svo frá í út-
varpi nýlega að liann hefði
áhyggjur strangar af þvi að
ungir íslendingar kynnu fátt
ljóða þeirra sem verið hefðu
hjartfólgnust eldri kynslóð-
inni. Æskufól!: brygði grön-
uni þegar minnzt væri á
Bjarna, Jónas, Þorstein,
Stephan G., Einar og skáld-
■bræður þeirra en kynni hins
vegar utanað frygðarhljóð
þau sem þrástagazt er á
daginn endilangan í útvarps-
stöð þeirri sem hernáms-
flokkarnir láta starfrækja á
Keflavíkurflugvelli. Svo
slæm sem hljóð þessi væru á
erlendum tungum væru þau
þó enn ambögulegri á ís-
lenzku, og hafði ráðsmaður
■bankans af þessu miklar á-
hygjur, sem vonlegt er.
Ræddi hann margt um göf-
ugan skáldskap, tungu og
þjóðemi og menningu og
þann mikla háska sem öllum
megindyggðum væri búinn ef
ungt fólk færi með síbaba-
síbaba í staðinn fyrir Bí bí
og blaka.
•
Hinn ágæti bankaráðs-
maður hefur áður búið við
þungar áhyggjur. Nú eru t.
d. sem næst fjögur ár síð-
an hann flutti á þingi minn-
isstæða ræðu, og komst þá
m.a. svo að orði: ,,Af setu
erlends hers í landinu á
friðartímum mundi stafa
stórkostlegur þjóðernisháski.
Islenzkri tungu og íslenzkri
menningu hlyti að verða
stefnt í voða, ef hér yrði er-
lendur her að staðaldri, og
sjálfstæði landsins yrði
nafnið eitt, ef aðrar þjóðir
kæmu liér upp víggirðingum
og gættu þeirra .... Islend-
ingar eiga og aldrei að leyfa
erlendum her dvöl í landinu
á friðartímum og aldrei þola
þar neinar erlendar herstöðv-
ar, enda er landfræðileg lega
landsins þantiig að á slíku
er sem betur fer ekki þörf
til varnar landinu gegn árás
úr þeirri átt sem ísland
myndi fyrst og fremst ótt-
ast. Hið aukna öryggi sem
aí því leiddi myndi og hvergi
nærri vega gegn þeirri gíf-
urlegu hættu, sem slíkt hefði
í för með sér fyrir sjálf-
stæði og þjóðerni Islendinga
tungu þeirra og menningu.“
Slíkar voru þá áhyggjur
Gylfa Þ. Gíslasonar. E>, rétt-
um tveimur árum síðar sett-
ist hann á leynifundi ásamt
Hanníbali Valdimarssynj og
41 öðrum þingmanni til þess
að kalla allt það yfir þjóð-
ina sem hann hafði varao á-
kaflegast við.
•
Þessi ívitnun er ekki birt
Iíér einu sinni enn til þess
að vara vð því að Gylfi Þ.
Gíslason kunni senn að
verða kallaður á nýjanleyni-
fund til þess að löghelga
vestræn frygðarhljóð í stað
íslenzkra kvæða, þótt sízt
skuli dregið í efa að hann
brygðist jafn vel við því
kalli og hinu fyrra, heldur
kann hún að vera nokkur
skýring á því hvers vegna
gengí íslenzkra ljóða virðist
ekki mikið um sinn hjá ungu
fólki. Þau kvæði sem viðhlut-
um í arf frá skáldum þeim
sem uppi voru á 19. öld og
í upphafi þessarar aldar eru
flest hugsjónaljóð, þau túlka
kenaingar um sjálfstæði og
frelsi, samúð með undirok-
uðum, dirfsku og áræði í at-
hafnalífi. Þau eru mikill og
dýrmætur arfur, og ráða-
menn hernámsflokkanna
fengu hann til varðveizlu;
óg veit þeir kunna margir
mikið af ljóðum, ég hef oft
heyrt þá vitna í þau mér til
sárrar skapraunar. Því það
eru ekki til snarpari and-
stæður en gerðir þessara
manna og ljóðin sem þeir
kunna.
•
Það er sízt að undra þótt
þeir menn sem hafa ofur-
selt Island erlendum her eigi
erfitt með að ‘kenna börn-
um sínum forn ljóð um sjálf-
stæði og frelsi. Það er ekki
með neinum ólíkindum að
þeim gangi torveldlega að fá
afkomendur sína til að festa
í mitini kvæði um frélsisbar-
áttu undirokaðra þjóða á
sama tíma og þeir eru aðilar
að Kóreustríði óg hampa
þeim mönnum sem mestri
fyrirmynd sem hafa gert sir
þá iðju að lífsframfæri að
svipta lífi fátækt fólk hin-
um megin á hnettinum. Það
er ek'ki ófyrirsynju þótt
þeim mönnurn gangi illa að
kenna næstu kynslóð kveð-
skap um dirfsku og áræði í
athafnalífi sem sjálfir eru að
hefta allar innlendar fram-
kvæmdir til þess að nægilegt
vinnuafl sé tiltækt handa er-
lendum her. Sjálfur veru-
leikinn sem blasir við ungu
fólki er í nöprustu andstöðu
við ljóð þjóðskáldanna.
•
Ráðamenn hernámsflokk-
anna fengu ljóðin í arf. Þeir
hafa sjálfir ekki fest mörg
kvæði á pappír, en þeir hafa
fært næstu kynslóð annan
arf: hernumið og f jötrað
land. Slíkar aðstæður móta
sín sórstöku menningarfyr-
!
irbæri með aðstoð sjoppu-
lífs, bandarískra kvikmynda
og heraámsútvarps á
Keflavíkurflugvelli. Það er
af þessum ástæðum sem
ljóðin á skáldanna tungu
breytast í bibbidíbobbidíbib-
bidíbobbidíbibbidíbobbidíbú.
Og Gylfi Þ. Gíslason gerð-
-'ist sjálfur höfundur slíkra
danstexta þegar hann sett-
ist á leynifundina vorið
1951 til þess að stefna ís-
lenzkri tungu og íslenzkri
menningu í voða og leiða
gifurlega hættu yfir sjálf- ,,
stæði og þjóðerni íslendinga, ,,
svo að vitnað s* til orða
hans sjálfs. Það er sá sér- •>
stæði skáldskapur sem síðar
mun talinn eitt helzta ein- “
kenni á valdaskeiði hernáms-
(flokkanna. Færi vissulega
Hrel á því að ráðamenn þeirra
Íilíkuðu eftirlei’ðis votti af
sómatilfinningu með þv-í að ,,
Háta þjóðskáldin í friði næst ,,
þegar þeir halda ræðu og
.hefðu í staðinn yfir dægur-
lagatexta þá sem ráðsmanni ,.
Benjamínsbankans eru hug- •■
stæðastir. Þá væru ívitnan- ••
irnar í fyllsta samræmi við •■
verkin, og á væri komin sú ••
feining athafna og menning-
ar sem eftirsóknarverðust
er talin. Væri Gylfa Þ. Gisla-
syni t. d. vart skotaskuld
úr því að finna samsetning
þann sem hæfði vígslu ,,
Benjamínsbankans á sínum ,,
tíma, og ætti sízt að standa ,,
á honum að taka að sér for- ,.
söngihn.
•
Það er ekki að undra þótc ••
þeir menn sem námu við ••
móðurkné hugsjónaljóð "
þjóðskáldanna en hafa sjálf-
ir orðið til þess að móta
fáránlegasta þruglkveðskap
fyllist leiða og vonleysi og ,,
haldi að dýrustu 1 jóð þjóð- ,.
arinnar séu að glatast. Slík- ..
ur uggur hefur áður heyrzt. •■
Þegar Rask kom til hins • •
lágkúrulega íslenzka þorps "
Reikevig 1813 fullur óhuga
og aðdáunar á íslenzku þótti ^ ■
honum óvænlega horfa. ••
Hatin skrifaði í bréfi til ís- "
lenzks vinar síns: „Annars "
þér einlæglega að segja held
ég að íslenzkan bráðum muni
útaf deyja, reikna ég að
varla muni nokur skilja hana ,,
í Reykjavík að 100 árum ..
liðnum, en vart nokkur i land ••
inu þar upp frá, ef allt fer ••
eins og hingað til og ekki "
verða rammar skorður við
reistar; jafnvel hjá beztu
mönnum er annaðhvort orð
á dönsku; hjá almúganum
mun hún haldast lengst við.“ ..
Þannig var þá reisn yfir- ••
stóttarinnar í Reykjavík "
og dægurkvæði hennar voru "
sízt merkari en þau sem
nú tíðkast. En frá almúg-
anum spratt sú endurreisn
máls og ljóða sem sóp- ,,
aði burt hisminu og spilling- t
unni, og svo mun enn verða.
En bibbidíbobbidíbú þessara
ára mun geymast til minn-
ingar um hernámsflokkana .,
og andlega reisn forsprakka ,.
þeirra, og fer vel á því að á ..
legsteina þeirra verði letruð •■
þau frygðarhljóð sem nú eru • •
hvíuð af mestu offorsi í út- "
varpsstöð
vestrænnár
menningar
á Keflavík-
urflugvelli.
„títvarpið minnir á dag og
veg drottins“,' sagði séra
Gunnar Árnason á mánudags-
kvöldið, og segið þið svo, að
aldrei séu góðir brandarar
sagðir á vegum Ríkisútvarps-
ins. Sumir hneykslast á því,
hve mikið er rætt um sveitirn-
ar og sveitalífið í Útvarpið í
tíma og ótíma. Landbúnaðin-
.um er beinlínis ætlað þar
meira rúm en öllum öðrum
atvinnuvegum þjóðarinnar
samanlagt, og svo koma end-
urminningar úr sveitinni og
hugleiðingar um sveitina, um
framtíð sveitanna og niður-
lægingu sveitanna, um erfið-
leika sveitamannsins og van-
rækslu þjóðfélagsins við
sveitamanninn. Dagur og veg-
ur séra Gumnars var trega-
þrungin kveðja til sveitarinn-
ar, sem hann hefur þó ekki
kvatt í stærri stíl en það, að
vera sálusorgari í víðernum
Kópavogsumhverfis, þar sem
engin stórhýsi eru enn farin
að byrgja fyrir sólu.
Mér þykir alltaf vænt um
þessa sveitaást. Úg. held hún
só mikill siðferðilegur stuðn-
ingur á villigjörnum vegum
þessara tíma. Þjóðarsálin á
engan annan eðlilegri jarðveg
til að lifa í og hrærast, þegar
frá eru dregnar hugsjóna-
lieimar framtíðarinnar, en bit-
ur reynsla lífsins hefur fært
manni heim sanninn Um það,
að það er aldrei stór lilut-
fallstala syndugra manna, sem
er þess megnug að sjúga úr
þeim jarðvegi megin síns and-
lega og siðræna viðurværis.
Hið nýja þjóðlíf okkar er of
mengað drottinvaldi ger-
spilltustu og lítilsigldustu yf-
irstéttar heims, til þess að
venjulegur smáborgari geti
þangað sótt mæringu sóma-
samlega siðrænu lífi.
Liðin vika færði okkur á
öldum ljósvakans tvo ágæta
fyrirlestra um ágætisefni.
Séra Sigurbjörn Einarsson tal-
ar á sunnudag urfl forna lær-
dóma um frelsi og jöfnuð og-
snýst aðallega um lýðraéðij
Forn-Grikkja, á þriðjudag tal-
ar Sverrir KristjánssCm um
Perikles og lýðræðið í Aþenu.
Séra Sigurbjörn er sennilega
listfengasti pródikari nútím-
ans, enda hefur honum orðið
liált á því. En alltaf hlýði ég
á hann angurværum huga, því
að list hans í vopaaburði hins
talaða orðs er alltaf list
vopnaburðar á undanhaldi. Þá
er annað um Sverri að segja.
Þar er listin annars konar,
en þó sízt minni. En þótt elcki
geri hana annað en að lesa
úr tuga alda slcræðum, þá
leiftrar sóknin af hverri hljóm
sveiflu. Þess vegna er Sverrir
ekki_ aðeins ástsælasti út-
varpsmaður mér og mínum
líkum, heldur einnig allri al-
þýðu manna, hvort menn eru
fjær eða nær Sverri um við-
horf gagnvart brennandi við-
fangsefnum samtíðarinnar.
Því að innstu rök lífsins er
ástin á sókn.
Skemmtilegasti búnaðarþátt-
ur um langt skeið var á mánu-
daginn, enda komst Gísli
Kristjánsson svo lítið að fyrir
skröltinu í vélum Mjólkur-
stöðvarinnar. Það var leiðin-
legt, þar sem um svo ágæta
og látlausa frásögn var að
ræða og hjá þeim Pétri Sig-
urðsson og Stefáni Björns-
syni, að Pétur skyldi þurfa
að segja; mælirarnir, kælirarn
ir og geymirarnir, í staðinn fyr
ir mælarnir, kælarnir og geym
arnir. Þetta þarf að taka til
nánari athugunar, að sérfræð-
ingar i atvinnugreinum okkar
læri að beygja rétt nöfn á
tækjum þeim, er þeir hafa
með höndum. Þó eru þessar
beygmgarskekkjur ákaflega
saklausar máli okkar móts við
þau ósköp, sem yfir dynja,
þegar lcomið er á vettvang
Sameinuðu þjóðanna og far-
ið er að tala um fréttamenn
úr . öllum „hornum heims“.
Það verður upp á líf og dauða
að koma í veg fyrir það, að
svona djöfulsins svívirðing við
íslenzkt mál geti átt sér stað
í Ríkisútvarpinu
Hér er ekki aðein.s um venju-
lega málskemmd að ræða, hér
spriklar hrá hugsun einu ó-
vinaþjóðarinnar, sem við eig-
um. íslendingar hafa aldrei
talað um horn á heiminum,
heimurinn hefur heilsað þeim
úr ýmsum áttum en ekki nein-
um helvítis hornum. En hvers
er að vænta, þegar hleypt er
inn á þráð blaðasnáp, sem
hlotið . hefur móðurmáls-
fræðslu sína og ást sína á
móðurmálinu hjá Morgunblað-
inu og gefur sig svo undir
herstjórn bandarísks anda af
lífi og sál. Það verður að gera
■þess háttar mönnum það skilj-
anlegt, að svo ómögulegt mál
geti þeir talað, að þráðar-
spotta þeirra sé alls ekki hægt
að bjóða íslendingum. Þetta á
fréttamaður íslenzka útvarps-
ins vestur þar að sjá um, og
sé hann elcki fær um það, þá
verður að kalla hann heim og
láta pabba hans kenna hon-
um betur. Og verði eklci hægt
að kenna honum betur, þá má
til að senda einhvern annan.
Gunnar Benedikísson
Handfökur
/ Teheran
Zahedi hershöfðingi, sem áð-
ur ihefur geg.nt embætti innan-
ríkisráðherra • í íran var hand-
tekinn í Teheran í gær. Frétta-
stofufregn hermdi að jafnframt
hefði aðrir tuttugu verið hand-
teknir.
Mossadegh ásakaði Zahedi í
nóvember s. 1. fyrir að hafa
setið á svikráðum við s.ig ,og
tekið þátt í ileynimakki með
brezkum erindrekum með það
fyrir augum að steypa stjóm
sinni af stóli.