Nýi tíminn - 02.04.1953, Blaðsíða 2
2) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 2. apríl 1953
Fzamsóknarolía
Á innlendum sióðum
Bandarísk- íslensk njósnastarfsemi
Það var mikil byting á íslandi
þegar olíuiamparnir leystu gömlu
grútartýrumar af' hólmi: Það er
ekki lengra síðan sú bylting
gerðist en svo að ömmur okkar
háðu sina baráttu við skamm-
degismyrkrið hlóðaeldhúsum
með grútarlampa að vopni. Þó
hefur það reynzt nsegjanlega
langur itimi til þess =að við höf-
um nú flest brotið. eða týnt
gömlu grútarlömpunum — og
kaupum nú fínar eftirlikingar til
að hengja hjá okkur upp á sport,
en einkum þó til þess að njóta
þeirrar ljúfu tilfinningar hve yið
séum miklu duglegra og fuli
komnara fólk en það sem var
að kveðja um miðja öldina sem
■leið.
Það væri æ.rin ástæða til að
balda að flytjendur krafts hins
nýja Ijóss: oliusalarnir, hefðu
verið elskaðir og dáðir á ís-
landi. Svo undarlegt sem það
kann að virðast verður þess elrki
vart að svo hafi verið. Einhver
fyrstu kynni íslendinga af olíu-
sölum voru af danska félaginu
D.D.P.A.. sem íslenzk alþýða
kallaði Danskur Djöfull Pínir
Alþýðuna. Slíkar voru þakkir
fslendingsins fyrir það, að nú
voru Danir farnir að flytja olck-
•ur ljós, í stað þess að flytj'a
ljósmeti íslands til brennslu í
kóngsins Kaupinhafn.
Engilsaxneskt Ijós
Það var dýrt að brenna dönsku
ijósi. Danir vildu skiljanlega fá
gott verð fyrir svo gbtt Ijós.
,,Sainviiuiu“foringinn Vilhjálm-
ur Þór.
íslendingnum var sagt að fram-
leiðsla . hans væri harla lítils
virði. Lslenzkur fískur var ekki
nógu fínn -i Danskinn. Það var
dónaskapur að minnast á íslenzk-
an grút.
fslendingar brutust því undan
oki D.D.P.A. og sömdu við eng-
ilsaxa um olíu. Gleðin yfir þeim
skiptum entist þó ekki iengi.
Það íeynist svo að fleiri en
Dan'ir kunnu að leika igrátt í
Ijós kom að einu gilti undir
hvaða nafni olíufélögin gengu,
öll reynast þau fingur á sömu
hendi: — krumiu hinna alþjóð-
legu olíuliringa.
Þá sagfti Vilhjálmur:
verfti ljósJ
En þá sagði Vilhjálmur ■ Þór
verði ljós, íslenzka olíufélagið,
„Olíufélagið h. f.“ var stofnai
með pomp og prákt, — og Fram-
'SÓkrtaroLían byrjaði að streyma.
iLoksins höfðu fsLendingar elgn1-
iazt sitt eigið olíufélag. Það var
ekki aðeins íslenzkt- hhttaíé, held
■ur var það „samvinnu“htutafé.
Nú skyldu íslendinigar fá að
kynnast ofurlitlum gróðurreit er
værl dæmi um „þjóðfélag sam-
vinnustefnunnar“, eins og Tíma-
menn komust svo frumlega að
orði nýlega. Auk Landbúnaðar
skyldi Framsókn nú ekki aðeins
umlykja súkkulaðigerð og fisk-
kaupmennsku heldur einnig
sjálfa oliuna.
Tvær göfugar stofnanir,
samboðnar iivor annarri
Já, sjálfur „samvinnu“foring-
inn Vithjálmur Þór hafði sagt:
verði Ijós. En - þótt'ölíáþ ,sé. Órð7
v .
ín ensk-oándarisk er margt
furðu svipað og á dögum D.D.
P.A. Enn sem fyrr er íslendingn-
um sagt að framleiðsla hans sé
harla lítils virði. íslenzkur fisk-
ur er nú ekki nógu fínn í Ensk-
inn. Hann neitar að leyfa flutn-
ing slíkrar vöru á land hjá sér
— og segist eiga fiskinn í paxa-
flóa. Og þótt islenzkt lýsi sé
of gott fyrir „óæðri þjóðir Aust-
ur-Evrópu er það ekki nægjan-
•lega gotit fyrir Engilsaxa svo þeir
felli það ekki á verði. Mjólkin
fy.rir laustan má lita Hvitá enn
hvítari því, vegna baráttukjarks-
ins, mega „verndararnir" okkar
ekki leggja sér slíkan drykk tll
munns. Og blessað dilkakjötið
auglýsia þeir fyrir kjölturakka.
Tvær göfugar stofnanir,
samboftnar hvor annarri
En hv.að um það, Vilhjálmur
Þór hefur sagt: verði Ijós. Og
upp hefur risið á Kefiavíkur-
flugvelii afgreiðsla hins „ís-
lenzk!a dlíulíilags‘1 og verzlar
þar með flugvélabenzín, sem
er ámóta göfugra olíu og olía
er dýrmætari grút. Mikilvægi
þessarar stofnunar verður bezt
skilin af því að hún afgreiðir
benzín til .stríðsvéla guðseigin-
þjóðar á Keflavíkurflugvelli.
Tvær göfugar stofnanir, sam-
boðnar hvor annarri.
Dómur um ránsfeng
Tveir eru þeir atburðir í sögu
þessa félags Vilhjálms Þórs er
sögulegastir hafa orðið. Rúmsins
vegna sleppum við forsögunni
að því >að 22. des. s.l. var kveð-
inn upp dómur og sljórnendur
Oliufélagsins h. f., þeir Vil-
hjálmur Þó-r, Kai'vel Ögmunds-
son, Skúli Thorarensen, Ástþór
Matthíasson og Jakob Frímanns-
son voru dæmdir til að endur-
greiða ríkissjóði rúma hálfa
■aðra milljón kr. eða kr. 1600
165.05 ólöglegan gróða er fyrr-
greint félag þeirra hafði dregið
sér. Áður höfðu þeir endur-
'greitt kr. 65 503.80. Segir i for-
sendum dómsins að liklegt sé
að tipphæð sú er félagið dró sér
ólöglega hafi verið hærri, þótt
sannanir skorti.
Alls var OLíufélagið h f. dæmt
til nær tveggja millj. kr. greiðslu
vegna máls þessa, þvi fyrrver-
andi framkvæmdastjóri þess var
dæmdur í 100 þús. kr. sekt, —
eða 9 mánaða varðhald, og nú-
verandi framkv.stj. í 10 000 kr.
sekt, eða tveggja mánafta varð-
Viald og Haukur Hvannberg,
framkvæmdastjóri Hins ísilenzka
stemolíuhlutafél.ag3 í 30 þús. kr.
sekt eða fjögurra mánaða varð-
hald.
Hami rak upp ‘skræk
Hver margir sem rekið hafa
upp i einrúmi sársaukavein út
af dómi þessum var þó ekki
nema einn
maður látinn
skrækja opin-
berlega. Sá
heitir Þórarinn
Þórarinsson,
ritstjóri Tím-
ans. 'Hann var
látinn tala dig-
arbarkalega
am það í Tím
anum, ,að
Valdimar Stef-
Hann rak upp
skræk þegar
Olíufélagift var
ins.cm og dæmt fyjtr ó.
Rannveig Þor- íögegan gróða'.
■steinsdóttir,
(Tíma-rannveig) væru ekikí'
mennii-nir til að kveða upp fulln
aðardóm í slíku máli.
Bandariskar njósnir
í byrjun þessa árs herti banda-
ríski herinn allverulega á njósná
starfsemi. sinni. M. a. voru allir
„sem ekki eru bandarískir ríkis-
bongarar og sækja um atviimu
hjá varnarliðinu" látnir útfylla
skjal er njósnaþjónustan iiaffti
útbúið, þar sem þeir áttu áð
gefa upplýsingar um hátt upp í
hundrað atriði, þar fi meöal
upplýsingar um ýmsa nðra en
sjálfa sig.
Nokkru síðar lagði Esso slik
eyðublöð frá hérnum fyrir bíl-
stjóra sln.a á flugvellinum til út-
fyllingar. Bílstjóramir álcváðu
að útfylla ekki skjal þetta. Við
ætlum ekki að sáekja um vinnu
hjá herhum. Okkur kemur þetta
því ekki v.ið, sögðu þeir.
,r njósnir
Það eru einkum tveir fyrir-
menn þessa félags sem kunnir
eru á flugvellinum, Haukur
Hvannberg og Knut Hoyer. Þeg-
ar séð þótti að bílstjóramir
ætluðu að þverskallast gegn
hinni fyrrnefndu bandarísku
siðabót var gripið til þess ráðs
að ræða við þá einslega og segja
hverjum um sig ,að bann einn
ætti eftir að 'útfyll.a bandaríska
plaggið. Það bar þann árangur
að nokkrir útfylltu það. í hópi
þeirra er neituðu að útfylla fékk
einn uppsögn svo að segja um
hæl.
Það skildi ráftherrann
Bílstjórarnir reiddust brott-
relcstri félaga síns, og leyndu
því elcki, og heimtuðu leiðrétt-
ingu. Fyrir brottrekstriniúh varð
maður í nánum tengdúrh við
einn dugmesta Framsóknarrrtann-
inn á Suðurnesjum og .igekk sá
á fund ráðherra sinna og baðst
Framh. á 8. síðu
Þjóðareining gegn her í landi VII.
t bílnum
I
Síðastliðið sunnudagskvöld,
þ. 15. marz, átti ég leið í bæ-
inn og renndi bílnum mínum
að benzínstöð í Austurbænum.
Þar voru tveir bílar fyrir, þeim
þriðja hafði verið ekið um
tvær faðmslengdir frá dælun-
um og beið þar meðan einhver
ráðamaður borgaði benzínið.
Það var hermannabíll. Hann
var auri drifinn líkt og honum
hefði verið þrælekið um mold-
arbrautir og ekki linnt á
hverju setn valt. Þetta vakti
sérstaka athygli mína, því að
veðri var þannig báttað, að út-
sunnan éljum hafoi lcastað hér
sunnanlands, svo að föl var á
jörðu og mjallhreint umhverfi
Reykjavíkur.
Á meðan ég beið afgreiðslu
í 3—4 mínútur, horfði ég á það
sem gerðist í herbílnum. í aft-
ursætunum var hermaður og
íslenzkt stúlkubarn, sem ég
ályktaði að væri 15 til 16 ára,
en get þó elcki sannað aldur-
inn. Þetta var fríð stúlka,
dökkhærð, hýr á svip og iðaði
höfðinu .Ilún var með rauða
gilkislæðu um háls og lá hyrn-
an aftur á herðarnar. Hermað-
urinn var svarthærður, noklc-
uð þeldökkur í andliti. Ég sá
aðeins á vanga, hans: lcinnin
var rjóð, nefið beint, brúnin
svört. Hann fitlaði við silki-
slæðuna og losaði hana af
hálsi Stúlkunnar, svo sveipaði
hann slæðunni á loft og brá
henni yfir kolla þeirra og bjó
til tjald yfir þau. Ég.sá svo vel
á móti birtu Ijóskersins, hvern-
ig telpan hló um leið og hún
hvarf undir skjól silkislæð-
unnar. Rétt í þeirri andrá kom
hermaður sá, er greiddi ben-
zínið, og við hlið hans geklc
unglingsstúlka, sem ég lcann-
aðist við af götusýn. Ég veit
eklci nafn hennar, en hún vek-
ur athygli sökum þess hve hún
hefur ákaflega bjartleitt hár
og ákaflega hrokkið. Ég sá
hana stundum siðastliðið sum-
ar í bláum nankinsbuxum,
brettum upp að hnjám. Þau
brugðu sér inn í bílinn og
síðan var ekið af stað og sveigt
til suðurs. Og mér flaug í húg:
— ef til vill er ekki eins mjall-
hreint um suðurnes sem hér,
— ef til vill er þessi bíll í hrað-
férðum milli Keflavíkur og
Reykjavíkur til þess að sækja
stúlkur, sem Bjarni ráðherra
hefur ekki sett á svartan lista
fordæmingarinnar, — eitthvað
þarf að koma í skarðið íyrir
hundraðlð hans.
Það má undárlegt virðást, áð
fyrir nálega ári var ég áhorf-
andi að samskonar atburði ein-
mitt við. þessa benzínstöð. En
sá var þó munur, að þá var þar
íslenzkur bíll með islenzlcan
bílstjóra. Meðan benzínið rann
á bílinn hans horfði ég á í aft-
ursætunum hengu tveir
drukknir hermenn yfir 14—15
ára gömlum telpum. Þeir
höfðu dömur sinar út við
gluggana og lágu yfir þeim. Sá
ég engum bregða; þó að áhorf-
andi kæmi að. Skömmu síðar
renndi bíllinn út í myrkrið.
Þegar ég kom heim sunnu-
dagskvöldið fyrrgreinda, fletti
ég upp í reglum, sem Bretar
veifuðu sér til varnar hér á
hernámsárunum, þegar þeir
voru ákærðir fy.rir mök við
telpur, allt niður í 12 ára ald-
ur. Þar segir m.a.:
1. Það er brot á brezlcum
lögum að eiga mök við stúlkur
innan 16 ára aldurs, jafnvel
þótt athæfi þetta sé framið ó-
afvitandi.
2. Konum er bannáðúr að-
gangur að hermannabúðum.
Hermaður, sem fer með konu
inn í hei’búðir, er sekur um
afbrot.
3. Hermönnum er bannað að
bjóða stúlkum innan 16 ára
aldurs á hermannadansleiki og
fyndust þær þar, myndu þær
látnar fara.
Mætti nú spyrja heiðraðan
lögreglustjóra Keflavíkurvall-
ar, háttvirtan sýslumann Gull-
bringusýslu, velvirtan lög-
reglustjóra Reykjavíkur og
hæstvirtan dómsmála- og ut-
anríkismálaráðherra landsins
tveggja spurninga: — Hefur
varnarliðið á Keflavíkurvelli
engin fyrirmæli í samræmi við
fyrrgreindar reglur Breta? Eru
slík ákvæði ekki í bandarísk-
um lögum? Sé varnarliðið
undir slíkum reglum, hvernig
má það þá ske, að fyrrgreindir
embættismenn og allir þjónar
þeirra loki augunum fyrir
þeirri sannanlegu siðspillingu,
sem á sér stað í samneyti her-
manna við stúlkuböm islenzk.
— En sé það hinsvegar svo, að
Bandaríkin hafi engin slík lög
og hermenn megi leika sinn
leik átölulaust, frjálsir og í
fullum rétti, mætti þá ekki
benda hernum á reglur Breta.
Og hverjum er skyldara að
bera fram s(ika ábendingu
heldur en fyrrgreindum
embættismönnum. Fyi'ir öðru
hvoru þessara atriða, auk
margs annars, verða þeir að
standa ábyrgir, þegár þjóðin
kallar þá í sinn dómssal. Og
þess er skammt að bíða.
Ðifreiðastjóri frá Hréyfli
ságði mér frá eftirgreindu at-
viki: — Ég var sendur að húsi
í Vesturbænum. Þar komu í
bílinn hermaður og íslenzk
stúlka. Þau báðu mig að aka
út úr bænum. Hvert? Bara
eitthvað í rólegheitum. Ég ók
suður á Hafnarfjarðarveg og
lét lulla suðurundir Vífils-
staðabraut, þá sneri ég til bæj-
arins aftur. Nú fór mér að líða
heldur i'ila, sökum þess er
gerðist fyrir aftan mig, — ég
jók hraðann og þegar ég var
kominn á Öskjuhlíðina hleypti
ég á rjúkandi ferð, þar til ég
kom niður á Hringbraut. Þá
stöðvaði ég bílinn skýndilega,
brá upp Ijósum, sneri mér við
í sætinu og sagði: — Út með
yklcur og borgið tafarlaust eða
ég elc ykkur niður á stöð og af-
hendi ykkur lögreglunni. Ég
leigi mig ekki til slíks athæfis.
— Þau borguðu og gneyptust
út.
Sennilegd eru fáar stéttir
settar í jafnmiicinn vanda i
samskiptum við_ herinn sem
bifreiðastjórar. Þeir gegna á-
byrgðarmeira starfi en þjóðin
gerir sér almennt ljóst. Þeir
þurfa því á fyllsta stuðningi
að halda í þjóðernislegum og
siðlegum anda. Vafalaust vilja
þeir flestir hrinda af sér því á-
byrgðaroki, er fylgir þjónust-
unni við herinn. En sá grunur
leikur þó á, að sumir bilstjórar
veiti út í æsar þá þjónustu,
sem sögumaður minn svipti
slæðunni af. En mundi sá, er
slíkt gerir, vilja láta drukkið
aðskotadýr njóta systur sinn-
ar í sætinu fyrir aftan sig? Eða
mætti tæpa á þeirri spurningu,
hvort hann vildi aka dóttur
sinni í þeim tilgangi að láta
ókenndan mann í herklæðum
spjalla hana að sér sem áhorf-
anda í spegli? Það stappar
nærri móðgun að slá slíkri
spurningu fram. Og ég þarf
elcki að efast um hið neitandi
svar. En hvers vegna þá að aka
út í foraðið með litla dóttur
vinar þíns eða frænda, ferm-
ingarbróður, nágrannans, hins
daglega viðskiptavinar eða
nokkurs annars íslendings?
Vafalaust vilja margir bíl-
stjórar hrinda nf sér okinu.
Við stöndum með þeim, hinn
mikli fjöldi, sem ér andvígúr
hernum.
Við erum að vísu fædd í
veikleika, en stýrkur okkar
vex í satheinuðu átaki gegn
siðspillingu hersins.
Þar til markinu er náð verð-
ur að vera okkar fyrsta orð að
morgni og síðasta áð kvoldi:
Þjóðareining gegn her á ís-
lándi. Uppsögn herverndar-
samningsins.
G.M. M.