Nýi tíminn


Nýi tíminn - 21.05.1953, Side 2

Nýi tíminn - 21.05.1953, Side 2
2) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 21. maí 1953 Cuðmundur I. heimtar beitiland Vatnsleysu- strandarbænda til skotæfinga fyrir herinn Heiðin írá Grindavíkumgi aift inn hjá Keili á að vera bannsvæði fyrir íslendinga Guðmundur í. Guðmundsson ,varnarmálanefndar'- maður í Gullbringu- og Kjósarsýslu og fcúngmaður Alþýðuflokksins fer nú hamförum við að aíhenda bandaríska hernum lönd Suðurnesjamanna. í júní í fyrra skýrði Nýi tíminn frá því að banda- ríski herinn hefði gert kröfu til að fa til sinna um- ráða Reýkjanesið frá Keflavíkurflugvelli allt suður til Grindavíkur, og síðan að fyrirhúgað væri að her- inn teygði umráðasvæði sitt lengra inn eftir nesinu. Svæðið milli Grindavíkur og flugvallarins hefur bandaríski herinn haft til umráða síðan í fyrrasumar og það er nú einnig komið á daginn að umráðasvæði hersins sé teygt inn eftir skaganum. Síðasta afrek Guðmundar í. Guðmundssonar við að leggja lönd Suðurnesjamanna undir bandaríska herinn er það að afhenda hernum beitiland Vatns- leysustrandarbúa frá Grindavíkurvegi að vestan allt austur hjá Keili. Að norðan eru takmörkin skammt ofan við Vatnsleysustrandarbyggðina, að sunnan lína frá Skógfellinu austur með Fagradalsíjalli til fSTBECOfLEEStKIFtK * > 7t4! V P iíU i ir c e mft i* Herraþjóðar- merki rétt við Keflavíkurvegimi upp á Stapaun að austanverðu — við grunn gamla herspítalans. Keilis. Eins og skýrt er frá annars- staðar í biaðinu er bandaríski- lierinn nýbúinn að afmarka bannsvæði á landi Vogamanna ög hefur m.a. tekið skógræktar- svæði Suðurnesjamanna0 undir s'kotæfingar sinar. En það var ekki aðeins að bandaríski herinn tæki s'kóg- ræktarsvæðið heldur raðaði hann bannmerkjum sínum allt frá Stapanum og skammt fyrir ofaia byggðina inn móts við vit- ann í Ásláksstaðahverfinu á Vatnsleysuströndinni. Til suð- urs frá Stapanum var bann- merkjunum raðað fast við Grindavíkurveginn allt suður hjá Arnarsetri. Guðinundur í. í lándvihn- ingahug. Að liðnum uppstigningardegi skrapp fréttam. Nýja tímans á fund Suðurnesjamanna til að kynna sér landvinninga Guð- mundar I. Guðmundssonar og ibandarís'ka hersins. Jú, Vatns- leysustrandarbúar sáu það frá húsum sínum að komin voru merki nokkuð fyrir ofan sem bönnuðu þeim að stíga fæti sín- ,um ofan við vissa línu. Fyrir um það bil mánuði lét Guðmundur Á Guðmundsson, sýslumaður og alþingismaður .einn starfsmann embættis síns spyrja Vatnsleysustrandarbúa um landamerki og hreppamörk. Hvers vegna var Guðmundi í. allt í eitiu orðið svona annt um; landamerki? Jú, elsku Kaninn | þurfti að fá meira land undir skotæfingar. Og Guðmundur I var þjónustusamlegast reiðu- búinn að heimta meira land af Suðurnesjamönnum handa bandaríska liemum. Það var hersins að skipa — Suðurnesjamanna að hlýða. Forsvarsmönnum Vatns- leysustrandarbúa var tjáð að land það sem bandaríski herinn hefði nú litið girndarauga væri í línu frá Litla-Skógfelli (sem er á leiðintii til Grindavíkur) til Keilis og frá suðausturenda Stapans einnig til Keilis. Var Vatnsleysustrandarbúum boðið að tilnefna fulltrúa sinn við landaafsal þetta og skyldi hann sitja í gerðardómi til að meta leigu fyrir landið. Vilja elcki afsala landi. Þegar landeigendur á Vatns- leysuströndinni ræddu þetta mál kom strax fram það sjón- armið að neita þessari landa- kröfu. Völdu þeir sem málsvara sinn mann af Vatnsleysuströnd- inni, sem nú er bús'ettur í Rvík. Hann neitaði hinsvegar að eiga þátt að landaafsali þessu og setjast í slíkan gerðardóm. Til að byrja með var Vatns- leysustrandarbúum tjáð að elSku Kaninn þurfi land þetta ekki nema haust og vor, 6 vikna tíma á vorin, jafnlengi á haust- in. Þyrftu bændur að smala bú- smala sínum brott, —• og reka hann hvert?! Heriiin setur upp bann- merki. Fyrir fáum dögum kom svo bandaríski herinn á vettvang og .raðaði upp bannmerkjum sem á var letrað: ? Bannmerki þessi setti hann upp frá útvarpsstöðinni sinni alræmdu á Stapanum og fast með Grindavíkurveginum suður móts við Arnarsetur, skammt frá Stóra-Skógfelli, en línan þaðan til Keilis liggur fast við norðurhlíð Fagradalsfjallsins. Beitilandið tekið. Samskonar merki setti herinn upp fast við Keflavíkurveginn fyrir ofan gamla herspítala- grunninn austast á Stapanum. En frá austurenda Stapans var merkjalínan ekki í stefnu á Keili, eins og upphaflega hafði verið látið í veðri vaka, heldur þvert á móti inn strönd- ina í átt til Hafnarfjarðar, skammt fyrir ofan Vatnsleysu- strandarbyggðina — innsta merkið- sem frá veginum sást ofan við Ásláksstaðahverfi. Hvað langt inn eftir ströndinni að fyrirhugað er að herinn teygi sig hefur enn ekki verið upp- skátt látið. Þegar fréttam. Nýja tímans kom frá Grindavík höfðu merk- in er áður stóðu við vcgbrúnina verið færð spölkorn austnr í hraunið. Ilér sést einn stríðs- maðurinn vera að rífa það sein- asta upp. Skrýtinn feluleikur. Þegar fréttamaður Nýja tím- ans leit þarna suður eftir í fyrradag voru öll bannmerkin þar sem þau höfðu upphaflega verið sett af herraþjóðinni, og eru meðfylgjandi myndir sýnis- horn- af þeim. Síðan skrapp fréttamaðurinn til Grindavíkur, en þegar hann kom til báka eft- ir skamma viðdvöl í Grin'davík höfðu merkin, er áður stóðu fast við veginn til Grindavíkur, verið færð nokkurn spöl austur í hraunið. Aðeins eitt merki stóð enn uppi, var það rétt við veginn austan við Seltjöraina, þ.e. í lægðinni milíi hraunsins og Stapans. En um sama leyti komu þar Bandarikjamenn í bíl, hljóp einn þeirra út úr bílnum, réðist á merkið og fleygði því niður fór svo inn í bílinn aftur! — Hin merkin höfðu verið flutt þangað sem þau voru ekki eins áberandi frá veginum! Þar á ekki að slaka til. Merkin sem áður voru uppi á Stapanum höfðu einnig verið felld, en þótt merkin við Grinda víkurveginn hefðu verið færð, þá var bannmerkjálínan inn ströndina ófærð með öllu. Þar virtist ékki ætlunin að hopa hið minnsta. Guðmundur 1. Guð- mundsson Bandaríkjafógeti Nýja tímanum barst nýl. svo- hljóðandi tilkynning um þetta frá utanríkisráðuneytinu: Bangana 13. til 25. apríl var haldin ráðstefna í Genf á veg- um Efnahagsnefndar Evbópu, til að ræða möguleika á áukn- um viðskiptum milli landa í V.- Evrópu og Austur-Evrópu. Rík- isstjórnin ákvað að taka þátt í þessari ráðstefnu, aðallega í því augnamiði að reyna að koma á aftur viðskiptasam- bandi við Sovétríkin í fram- haldi af fyrri tilraunum ríkis- stjómarinnar í þá átt. Fulltrúi íslands á ráðstefn- unni var Þórhallur Ásgeirsson, virðist ekki geta hugsað sér að færa það bannsvæði hóti fjær byggðinni. Verða þeir hraktir brott? Vatnsleysustrandarbúar tóku sauðfé aftur á sl. hausti. Auk þess eiga þeir hross og kýr. Landið sem Guðmundur í. og bandaríski hermn liafa nú gert að bannsvæði fyrir þá er beiti- landið fyrir búsmalann. Auð- vitað te'kur enginn mark á því að herinn noti ékki landið nema nokkrar vikur haust og vor. En segjum að svo væri. Hvar eiga bændumir að geyma búsmala sinn á meðan herinn rótar upp beitilandinu með byssum sín- um? Hver vi!l eiga búfé sitt á skotæfingasvæði hers? Og hver vill smala skotæfinga- svæði (þótt herinn heiti því að skjóta ekki rétt á með- an) ? skrifstofustjóri, og ræddi hann þar við fulltrúa Sovétríkjanna um sölu á íslenzkum afurðum og kaup á vörum frá Sovétr. í framhaldi af þessum viðræð um hafa nú borizt skilaboð fyr- ir milligöngu sendiráðs Sovét- ríkjanna í Reykjavík, um að verzlunarstofnanir í Sovétrikj- unum séu reiðubúnar til að hefja samningaviðræður við hlutaðeígandi ísletizka aðila á þeim grundvelli, sem rætt var um í Genf. Fulltrúar frá hlutaðeigandi ís- lenzkum aðilum miinu fara til Moskva innan skamms til samn !nga viðræðna. Þetta bannmeri ha'fði verið se< við brún Keílaví urvegarins þa sem vegurinn ni ur að gamia spíl alagrunninum I'ggur. — Síða um daginn háfí það verið rifí upp og íleygt íú ur, eins og sést myndinni í liorn inu að ofan ti hægri. Framhald á 11. síðu. inn viðsldptasamnínga Sendinefnd á föium fil Moskvu innan skamms Á næstunni mun fara liéðan sehdinefnd til Moskva til við- viðskiptasamninga \ið Sovétríkin. Er cmi ókunnugt hverjir verða valdir tii fararinnar, en hér er greinilega um undanhald að ræðá frá þeirri stefnu sem Bandarikin fyrirskipuðu íslenzk- um stjórnarvöldum með marsjaHsamnhign'um, en þá voru öll \ iðskiptatengsl íslands og Sovétríkjanna rófin til óútreiknan- legs tjóns fyrir íslenzka framleiðendur og þjóðina í heild.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.