Nýi tíminn


Nýi tíminn - 21.05.1953, Side 11

Nýi tíminn - 21.05.1953, Side 11
Fimmtudagnr 21. maí 1953 — NÝI TÍMINN — (11 Indverjar fylgja eftir Framhald af 1. síðu. nefndanna, sir Gladwyn Jebb og Henry Cabot Lodge. Einkum brjú atriði AP-fréttastofan segir, að það séu einkum þrjú atriði í síðustu tillögum Bandar.íkjamanna, sem indverska stjórnin setji fyrir sig. í fyrsta lagi fellst hún ekki á að einungis kínverskir fangar verði settír í gæzlu ; vopnahlés- nefndarinnar og föngum frá Norður-Kóreu verði 'sleppt ur haldi i Suður-Kóreu,'þ. e. fengn- ir fasistasveitum Syngmans Rhee í Ihendur. í indversku tillögunni, sem 54 ríki samþykktu á allkherjarþingi SÞ í desember — þeirra á meðal Bandaríkin — var gert ráð fyr- ir, að allir fangar yrðu sendir heim. Ef þeir viidu ekki snúa heim, var gert ráð fyrir, að ákvörðun yrði tekin um, framtíð þeirra sem eftir yrðu á ráðstefnu stjóm- málafulltrúa deiluaðilja. samningamannanna. I neðri deild ibrezka þingsins • spurði einn af þingmönnum Verka- mannaflokksins, Henderson, sir Winston Churchill forsætisráð- herra, hvort ekki væri heppileg- ast, að indversku tillögurnar sem samþykktar voru á þingi SÞ yrðu lagðar til grundvallar frekari umræðum og sir Wins- ton svaraci, að hann mundi taka þetta til athugunar, enda hefði hann sjálfur haft þetta i huga. Morðingi ÍHÉsunda Einfaldur meirililuti ráði Indverska stjórnin getur í öðru lagi ekki fallizt á þá kröfu Bandaríkjanna, að 'hlutlausa nefndin, þar sem Svíþjóð, Sviss, Pólland, Tékkóslóvakía og Ind- land eiga að fá sæti, megi því aðeins taka ákvarðan,ir, að allir fulltrúar séu sammála. Hún legg- ur á það áherzlu, að fylgt verði itillögum hennar um að einfald- iur meirihluti ráði. Fyrir því er einnig gert ráð í síðustu tillögum norðanmanna. Síðast en ekki sízt leggur ind- verska stjórnin áherzlu á, að haldið verði fast við hugmynd- ina um stjórnmálaráðstefnu að loknum •vopnahléssamningum til að skera endanlega úr um fram- tíðarhlutskipti fangánna. Harri- son, formaður ibandarísku samn- inganefndarinnar, sleppti ekki einungis þessu atriði úr tillögum sínum; hann hefur ibeinlínis þvertekið fyrir að málinu^ yrði skotið fyrir slíka ráðstefnu, enda þótt hún væri eitt af meginat riðunum í indversku tillögunum sem iBandaríkin samþykktu á þingi SÞ. iHarrison hershöfðingi hefur dvalizt í Tókió síðan á laugar- dag til viðræðna við Mark Clark yfirmann Bandaríkjahers í Kór- eu, og var fundum samninga- nefndanna frestað þangað til 20. maí að beiðni hans. Það þyk- ir líklegt, að hann hafi fengið fyrirskipun um að slá af kröf- um s’inum. Bæði Churehill og Attlee lýstu þvi yfir í ræðum sínum í brezka þinginu i síðustu viku, að þeir álitu síðrístu tillög- ur norðanmanna vel fallnar til að mynda umræðugrundvöll og stjórn Kanada hefur látið.sendi- herra sinn i Washington til- kynna Bandaríkjastjórn, að full- trúar hennar i Kóreu hafi ,,'hlaupið á sig“, þegar þeir höfn- uðu tillögum norðanmanna. Burt með Harrisoní Daily Herald, aðalmálgagn brezka Verkamannaflokksins, sagði í gær, að ef ekki gengi betur I Panmunjom á fúndi samninganefndanna á morgun, yrði að taka til athúgunar hvort ekki væri heppilegra að einhver aðíli sem heyrði beint undir SÞ tæki að sér að semja við uorð- Framhald af 10. síðu. þýzka her, sem á að gegna for- ustuhlutverki í hinni nýju „krossferð gegn bolsévisman- um“. „®g vil láta í ljós þá von, að allir þeir sem enn hafa ekki fengið frelsi sitt aftur veroi brátt látnir lausir". Von Alanstein var dæmaur af herrétti í Hamborg árið 1949 í 18 ára fangelsi. Siðan var dómnum breytt í 12 ára fangelsi og nú hefur hann ver- ið látinn laus eftir 8 ára fang- elsisvist. Hvað var von Man- stein gefið að sök og fyrir hvað var hann dæmdur? [ Ákæran á hendur honum var að mestu leyti byggð á opin- berum þýzkum skjölum, sem féllu Bretum og Bandaríkja- mönnum í hendur við fall Þýzkalands. Þau leiddu í ljós að hermcnn undir stjórn hans og með hans vitund og vilja höfðu misþyrmt þúsundum Pólverja, óbreyttum borgur- um sem liermönnum; að hann liafði sem yfirmaður þýzka hersins í Donhéraði fyrirskipað morð og misþyrm- ingar á sovétstríðsföngum og átt sök á að margir þeirra létu lífið vegna ills aðbúnað- ar, hungurs og sjúkdóma; að hann hafði þvingað sovét- fanga til liernaðarvinnu og neytt þá í þýzkar hereiningar sem börðust gegn löndum þeirra; að hann bar ábyrgð á fjölda- morðum á meira en 100.000 Gyðingum, sígaunum og öðr- um með því að láta skjóta þá, drepa í gasklfefum og drekkja; að hann liafði fyrirskipað slátrun 7000 óbreyttra borg- ara Sovétríkjanna og aftöku 30 stjórnmálafulltrúa án dóms og laga; að hann hafði selt óbreytta sovétborgara í nauðungar- vinnu á fremstu vígstöðvum þýzka hersins og látið flytja þá nauðugíega í þrælavinnu í Þýzkalandi; og að I'okum, að hann hafði látjð her sinn reka óbreytta borgara á undan sér, þegar hann var á undanhaldi og jafnað síðan heimili þeirra við jörðu. Næg gögn voru lögð fram í réttinum til að- sanna allar þessar ákærur, og því var dóm- urinn, 18 ára fangelsi, svo væg- ur, að ástæða var til að undr- ast. Nú hefur þessi fjöldamorð- ingi verið látinn laus. Það er þörf fyrir menn með hans reynslu til að verja „vestræna Guðrn. í. G. Framhald af 2. síðu. AHt fram á þennan dag hafa \rerið að finnast ó- sprungnar sprengjur frá skotæfingum er fram fóru á stríðsárunum, og oft hafa híotizt af þeim slys. Á sú saga nú að endurtaka sig? Með því að taka beitiland Vatnsleysustrandarbúa und- ir sliotæfir.gar hersins, gera það að bannsvæði fyrir bændunum sem þarna búa er ekki annað sýnilegt en ætl- únin sé að hrekja þá á brott af jörðum sínum; — en um þetta verður meira rætt síð- ar. Léleg vertíð í Griodavík 'Grindavík. — Frá fréttarit- ara Nýja tímans. Vertíðin í Grindavík hefúr far- ið fremur illa á vetur, og bátar hafa tvo þriðju til þrjá fjórðu af því sem meðalafli gæti talizt. Fyrírhugaðar eru nú aðgerðir í höfninni. Er verið að flytja tvö steinker inn á hana, og er fyrir- hugað að sökkva þeim til . að lengja bryggjuna. Verður hafizt handa við það verk . innan skamims, því ætlunin er að því verði lokið þegar síldarvertíð hefst. Voiverk „varnarliðsins" haiin: Hafa lagt undir sig skógræktar- svæli Suðnmesjamaiiiia Háibjalli heitir skógræktarsvæði Suðurnesjamanna. Senu líður að því ;tð Suðurnesjamenn fari að sæltja sér plöi.tur til að koiiia þeim í mold, en aliar líkur benda til þess að þeir verði að reyna að fá sér eitthvert annað skógræktarsvæði í framtíðinni en það sem þeir voru byrjaðir á, því nú hefur þessi framtíðarþjóðgarður Suð- uriiesjamanua verið afgirtur með hættumerkjum frá heinum. Hefur verið raðað merkjum með stuttu milli- bili með tilk.vnningum til „innfæddra“ að lífshætta sé fyrir þá að álpast inn á hið fyrirhugaða þjóðgarðssvæði sitt. Nýi tíminn liefur margoft rætt fjTÍrætlanir banda- ríska hersins um ;;ð teygja yfirráð sín innar eftir skag- airnni. Nú þegar er það komið á daginn,því fram að þessu hefur yfirráðasvæðl hans verið sunnan Grinda- 'víkuvvegarins, en nú er hann kominn inn á Háabjalla, — inn á Stapa í áttina að Vogummi. anmenn stað bandarísku menningu“. Erlend tíðindi Framh. af 6. síðu. ar um vesturþýzka hervæðingu stæðu í stað meðan slík ráð- stefna væri undirbúin og fseri fram. Bandaríkjastjóm leggur hins vegar allt kapþ á að koma hervæðingu Vestur-Þýzkalands í framkvæmd. Nýr þýzkur her undir stiórn bandarísks yfir- 'hershöfðingja A-bandalagsins er að hennar dómi nauðsynleg for- senda þess að hún geti sett Sovétstjórninni kosti. Glæfraspil þetta skelfir hverja einust'U þjóð i Vestur-®v- rópu oig ríkisstjórnirnar eru knúðar til að taka tillit til ótta almennings. Andlát Stalíns gef- ur þeim tækifæri til að breyta um afstöðu til samningaboða Sovótríkjanna eins og skýrt kom fram í ræðu Churohills er hann sagði að þeir sem tekið hefðu við af Stalín væru að leggja inn á nýjar leiðir bæði i utanríkis- o,g innanlandsmá'l- um. Bandarískir ráðamenn saka hinsvegar rikisstjórnimar í Vestur-Evrópu um að nota and- lát Stalíns fyrir átyllu til að svíkjast undan merkjum í ki-oss ferðinni gegn kommúnismanum. Stuðningsmenn Eisenhowers í forsetakosningunum í Banda- rikjunum í fyrra töldu honum það meðal annars til ágætis að forysta hans í utanríkismálum Bandaríkjanna yrði til þess að stjórnir annarra auðvaldsríkja myndu hlíta forvstu Banda- ríkjanna af auðsveipni. Raunin hefur orðið sú að uppreisnin igegn bandariskri yfirdrottnun hefur. sífellt magnazt síðan Eisenhower og Dulles tóku við stjórnartaumunum í Wash'ng- ton og nú er svo komið að Churchill gerir sig lík’legan til að taka að sér forystuna fyrir uppreisnarmönnunum......... M. T. Ó. ins á Húsavik Mikill áhugi íyrir að gera sigur Jónasar Arnasofiai sem mest&n Húsavík. Frá fréttaritara Nýja tímans. Sósíalistafiokkurinn hélt almennan stjórnmálafund í sam- komuhúsinn á Húsavík sl. miðvikudagskvöld. Á fundinum mætti Lúðvílc Jósepsson alþingismaður og ræddi hann ýíarlega stjórn- málaástandið og kosningarnar. Fundurinn var vel sóttur og máli Lúðviks tekið með ágæt um af fundarmönnum. Auk þess sem hann ræddi stjórn- málaástandið almennt og al- þingiskosningartiar scm fram ur.dan eru gerði hann sjávarút- vegsmálunum sérstaklega glögg skil. Auk Lúðvíks tók til máls Arnór Kristjánsson vara- formaður Verkamannafélags Húsavíkur og flutti heita hvatningarræðu til fundar- manna um að vinna öfluglega að sigri Sósíalistaflo'kksins í alþíngiskosningunum. Undirtektir fundarmanna báru það greinilega með sér að Þingeyingar og þá ekki sízt Húsvíkingar eru ráðnir í því að fylkja sér fast um Sósíal- istaflokkinn í kosningunum og gera sigur Jónasar Árnasonar, frambjóðanda flók'ksins í sýsl- unni, sem glæsilegastan. Á föstudag boðaði Sósíalista- flokkurinn til stj'órnmálafund- ar á Siglufirði og mætti Lúð vík Jósepsson einnig þar. Viðfdið viS Gerður Helgadott- ir sýnir í Þýzka' landi Á siðustu lielgi opnaði Gerður Helgadóttir sýningu á verkum sínuni í Wupperthal-Elbenfeld í Þýzkalandi. Þetta e.r að mestu leyti sama sýningin og Gerður hafði í Briis- sel fyrir skömmu og fékk þá ágæta dóma í belgiskum blöðum. Sýningin mun verða opin hálfan mánuð. Framhald af 7. síðu. ingu og híbýiarnenningu að nokkru leyti, en þjóðernislega hef é.g ekki trú á því að við verðum á skömmum tíma fyrir þeim áhrifum af Bandaríkja- mönnum að það verði til þess að gerspilla okkur. Oft þegar skandínavar tala um amerí- kaníséringú og ég spyr hvað þeir meini, svara þeir: Eruð iþið ekki t. d. farnir að tyggja gúmmí? Ég segi þá alltaf sög- una frá því I stríðinu um Banda iríkjamanninn sem var svo ást- fanginn af dslenzkri stúlku að •hann sendi 'henni 40.000 stykki af tyggigúmmíi, en auðvitað bauð stúlkunni svo við þessum óþverra að hún bar hann sem skjótast niður í kjallara. Annars sakna ég þeirra ágætu Bandaríkjamanna sem ég hef þekkt, ég hef kannski þekkt fleiri menntaða og gáfaða menn þarlenda en af nokkurri ann- arri þjóð. En það er eins og ibúið sé að láta alla þessa menn ofan í poka og binda fyrir og maður heyrir ekkert annað en æðisgengin öskrin i þessum stjérnmála'gösprurum. — Að lokum: ertu byrjaður á nýju verki? — Ég er að skrifa uppkast að skáldverki, en veit ekki ennþá hvaða form það tekur á sig; 'þetta eru enn lauslegir frumdrættir hjá mér. — Verðum við að bíða eins lengi e’ftir því og Gerplu? — Nei, þáð er ekki nærrí eins vandskrifað eða mikið í vöfum og Gerpla. M. K.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.