Nýi tíminn - 21.05.1953, Side 3
Fimmtudagur 21. mai 1953 — NÝI TÍMINN — (3
Fyrsta almenna bændaíör Búnaðar-
félags íslands
staS aeð I
iia s ryrraaag
Meðal farþega með m. s. Guí fossi til Norðurlanda 19. maí voru
þáttíakendur í fyrstu almennu bændaförinni, sem Búnaðarfélag
íslands gengst fyrir til útlanda.
iHu.gmyndinni um félagsferð
íslenzkra bænda til Norðurlanda
var fyrst 'hreyft fyrir ^^árum, en
ekkert varð þá af framkvæmdum.
í fyrra sumar átti svo Gísli
Kristjánsson, ritstióri, tal um
þessa hugmynd við nokkra af
bændafulltrúum frá hinum -Norð-
urlöndunum, sem hér voru þá á
fundi, og hvöttu þeir eindregið
til þess að í förina yrði ráðizt.
í marz s. 1. var ákveðið að efnt
skyldi til farar, ef næg þátttaka
fengi-st og hefur Gísli Kristjáns-
son síðan unnið að undirhúningi
fararinnar og er hann far-
arstjóri.
Áð fararstjóra meðtöldum eru
þátttakendur 29 og hefur engum
verið synjað um þátttöku, en
þessi fjöldi er annars hámark
þess, sem gert var ráð fyrir.
Búizt var við að fleiri myndu
sækja um þátttöku í förinni, en
ýmislegt veldur því að svo varð
ekki m. a. kosningarnar i sumar.
Einnig hafði verið gert ráð fyrir
að þátttakendur' yrðu úr flest-
um eða helzt öllum sýslum lands-
ins, en sú hefur raunin ekki á
orðið, því að úr nokkrum sýsl-
um hafa engir sótt um far, t. d.
engir úr Þingeyjarsýslum. Flest-
ir eru þátttakendur úr Árnes-
sýslu 10 og úr Gullbringusýslu
ásamt Reykiavík 5. Elzti þátttak-
andinn er 70 ára en sá yngsti
24. Af hóp þessum eru 18 bú-
andi bændur, 8 vinnumenn og
bændur hættir búskap, einn kjöt
iðaðarmaður og einn múrari.
Förin hófst eins og áður grein-
ir 18. maí og verður farið með
Gullfossi til Frederikshavn á Jót-
landi og komið þangað aðfara-
nótt hvítasunnudags. Þaðan
verður farið suður Vestur-Jót-
land til Askov, en síðan um
Fjón og Sjáland til Khafnar.
Frá Khöín yfir Eyrarsund og um
Svíþjóð allt norður til Jamta-
lands,. en síðan haldið til Nor-
egs. Dvalizt verður viku í hverju
landi. í lok ferðarinnar um Nor-
eg dveljast þátttakendur 2 sól-
arhringa í Osló, en halda síðan
heimleiðis þaðan með Gullfaxa
hinn 14. júní n. k.
Á ferð, sinni um Norðurlönd-
in fer hópurinn ekki venjulegar
ferðamannaleiðir, heldur verða
viðkomustaðirnir fyrst og frernst
venjuleg bændabýii og svo. ýms-
ar stofnanir, sem snerta
bændur og búskap. Ferðin er sem
sagt öll miðuð við að hún gefi
þátttakendum sem mesta fræðslu
og 'hagnýt umhugsunarefni, en
að litlu leyti til skemmtunar. Hún
á að vera kynnis- og fræðsluför
bændanna.
**
« o r
1|
Það slys vildi til á Akrancsi
s. I. Iaugardag að sjómaður
drukknaði þar í liöfninni.
Var hann að róa kajak, en
kajaknum hvolfdi. Skipverjar á
Akurey fóru sjómanninum til
hjálpar, en hann var drukknað-
ur þegar hann náðist.
Sjómaðurinn hét Thormod
Larsen, Norðmaður, búsettur á
Siglufirði, kvæntur íslenzkri
konu og áttu þau þrjú börn.
Vetrarlegt a
Fljótsdaishéraði 16. maí. Frá
fréttaritara Nýja tímans.
Svo virtisf sem vetur væri að
ganga hér í garð á föstudaginn.
Gerði þá norðaustan snjókomu
og er nú um að litast eins og á
mið-þorra. Frostlaust er á lág-
lendi, þrátt fyrir snjókomuna.
Vegurinn til Rcyðarfjarðar var
mokaður fyrir nokkru og er orð-
inn fær.
ÁB-ienn á Seylsfirði
urðssyni
lóhann Fr. Guðmundsson heSur þegar lagí
íram frambcð sitt.
Fyi’ir nokkru tilkynnti AB-blaðið að Jón Sigurösson,
framkvæmdastj óri þrífylkingarstjórnarinnar í Alþýðu-
sambandinu, yrði í framboöi fyrir flckkinn á Seyðisfirði.
Nú nýveriö hefur Jóhnan Fr. Guðmundsson, sem var
frambjóðandi AB-manna á Seyðisfirði í síðustu kosning-
um, ákveðið að bjóöa sig þar einnig fram fyrir AB—
flokkinn og hefur Jóhann þegar lagt.fram framboö sitt.
Framboð Jchanns Fr. Guð-nfélaga og sundrungarstarfi í
mundssonar er stutt af 24 sevð-
firzkum AB-mönnum en það er
hæsta 'tilskilin tala meðmælenda.
Má segia að það sé kaldhæðni
örlaganna að sérfræðingur AB-
klíkunnar í klofningi verkalýðs-
s
Þv
onrt'etta
sins
Á öðru kvöldi Þjóðarráðstefnunnar kom fyrir skemmtilegt at-
vlk. Stjórnandl fundarins, Pétur Pétursson útvarpsþulur, til-
kynntl í hljóðnemann að Sigríður Sæland ljósmóðir væri beðin
að fara í s.natri suður í Haínarfjörð; það væri að fæðast nýr
Þveræingur. Um kvöldið orti Jóhannes úr Kötlum soimettu
þá sem hér fer á eftir og flutti liana ráðstefnunni kvöidið eftir.
Vor eyja er fögur, vor eyja er dýr,
í eldi þar jöklarnir bræðast,
til ljóssins hver elfur afl sitt knýr,
við ilmjurtir sárin .græðast.
En við bað hlið sem í vestur snýr
er varnarsveit dauðans að læðast
og herjum myrkursins hugar frýr
að hvetja bað vopn sem er skæðast.
En látum bann anda sem 1 iósið flýr
að lífinu sjálfu hæðast.
— Eyiunnar framtíð í barninu býr,
— því barni sem kann ekki að hræðast.
Kom, ljósmóðir norðursins, liúf og hýr,
og lát oss vorskrúði klæðast:
í hugskoti bessarar bióðar er nvr
Þveræingur að fæðast.
verkalýðshreyfingunni skuli nú
verða fyrir því að fá gegn sér
mótframboð eigin flokksmanna á
Seyðisfirði.
Ástæðan til þessa klofnings í
liði AB-manna á Seyðisfirði mun
vera sú að framboð Jóns, sem
Seyðfirðingar þekkja vel frá því
hann var erindreki Alþýðusam-
bandsins, var afráðið og auglýst
af flokksstjórninni í Reykjavík
án þess að AB-menn á Seyðis-
firði fengju. almennt að láta
vilja sinn i ljós. En þessi vinnu-
brögð flokksstjórnarinnar áttu
hinsvegar rót sína að rekja til
þess að Jón taldi sig sjálfsagðan
ofarlega á listanum í Reykjavík
og hélt sér óspart fram. Það
fékk hinsvegar engar undirtekt-
ir í liði AB-manna hér og ætl-
aði flokkss'tjórnin þá að reyna
að hafa Jón góðan með því að
senda hann á Seyðisfiörð og taldi
'honum trú um möguleika á upp-
bótarsæti þar!
Reynd gamalkunn aðferð?
Forkólfar AB-flokksins munu
leggja fast að Jóhanni Fr. Guð-
mundssyni og fylgismönnum
hans að draga framboðið til
baka. Og ef að líkum isetur verð-
ur ekki sparað að gera Jóhanni
góð boð. En litlar líkur eru tald-
■ar á að það 'heppnist og reynist
svo ganga rúmlega 100 ABnmenn
á Seyðisfirði til kosninga í tveim
fylkingum þann 28. júní n. k.!
Er þessi atburður enn ein
sönnunin fyrir þeirri almennu
upplausn sem ríkjandi er i liði
AB-flokksins.
Bandaríkin hafa margfaldlega grætt marsjall-„gjafir”
sínar til íslendinga með kauplækkunuin ]>eim sem eru
afleiðing gengislæltliananna og mcS því að losna algerlega
\ ið tolla, skatta og útsvör á Islandi. Engu að síð'ur kyrja
hernámsblöðin stöðugt lofgerðar- og þakkarrollu sína út
af þessum ,.gjöl'um“, enda eru ákvæði um slíkt þakk-
lætí í marsjallsamningnum sjálfum.
En þessi iiiðurlæging er raunar engin nýung í sögu
íslendinga. Meðan Islendingar voru bundnir af einokunar-
verzlun Dana var henni lýst sem miklum velgerningi við
Jijóðina. Við Vitum nú að liún var blóðugt arðrán og við
undrumst að forfeður okkar skuli ekki hafa skilið það;
en það er staðreynd — þótt ótrúlegt sé — að Jieir þökk-
uðu dönsku einokunarkaupmönnunum 'fyrir að halda í
sér lífinu! Á Iíálfatjarnarþingi, sem haldið var fyrir
sunnan Hafnarfjörð, 1699 var svefelld ályktun borin
fram:
,,Upp á ofanskrifaða ósk oq beaering er vort
andsvar og opinber vitnisburður að kaupmað-
urinn Knud Strom hefur umgengizt frómlega
og friðsamlega við sérhvern mann og sína
kauphöndlun haldið og gjört í allan máta eft-
ir Konunglegrar Majesíatis taxta og forordn-
ingum og sérhvers manns nauðsynjum jaín-
an góðviljuglega gegnt og tilbærilega hjálpað
og fullnægt með aóðri kauDmannsvöru í all-
an máta- svo sem sérhver óskað heíur og sér-
hverium af oss er vitanlegt. Hvers vegna yér
skylduglega viljum þessari hans tilbærilegu
begeringu vel og kristilega gegna og gjarnan
óska að fyrr velnefndur kaupmaður mætti vel
og lengi með lukku cg blessan sömu höndlan
íramhalda og hljóta bæði hér á landi og ann-
ars staðar guðs náð cg gleðileg velfelli til lífs
og sálar æ jafnan fvrir Jesum Christum."
Ályktun þessi var staðfest með aíir.ennu lófataka. Til
frekari skýringar á framferði þessa velnefnda kaup-
manns ska-I þess getið að á þessu sama þingi var Hólm-
fastur Guðmundsson húðstrýktur fyrir að hafa selt öðr-
nm kaupmanni þrjá fiska, þegar Storm vildi ekld kaupa
þá sjálfur!
Sagan endurtekur sig. íslenzkir menn láta enn hafa
sig til að lofsyngja þá sem kúga þjóðina. En sú saga
mun einnig endurtaka sig að Islendingar hrundu af sér
einokuniniii fyrri.
í Hagtíðindum er birt tala búfjár hér á landi í lok áranna
1949 til 1951, samlivæmt búnaðarskýrslum Hagstofunnar.
Samkvæmt skýrslu þessari var
tala nautgripa, sauðfénaðar og
hrossa hæst í árslok 1950. Naut-
gripir voru þá 44.505, en 43.041
í lok ársins 1949 og 43.842 1951.
Sauðfé var alls 410.894 í árslok
1951,- tæplega 5 þús. f'ærra en á
sama tíma árið 1950, en hins
veigar um 10 þús. fleira en 1949.
Hross voru 41.411 talsins í árs-
lok 1951, sem er svipuð tala og
árið 1949, en heldur lægri en
1950.
Hænsnum hefur fækkað um
rúm 27 þúsund á árunum 1950—
51. Refir eru í árslok 1951 að-
eins taldir 68 og fer stöðugt
fækkandi, sama er að segja um
minka.
Flestir nautgripir voru í árslok
1951 í Árnessýslu 7566, Rangár-
va'Ilasýslu 4940 og Eýjafjarðar-
sýslu 4716, en fæstir í Austur-
Skaftafellssýslu 563 og Stranda-
sýslu ^07.
Sauðíé var flest um sömu ára-
móit í Þingeyjarsýslu 53936,
Húnavatnssýslu 50264 og Norð-
ur-Múlasýslu 45364. iHefur sauð-
fé fjölgað nökkuð ,í tveim fyrr-
töldu sýslunum, en heldur fækli-
að í Norður-Múlasýsllu.
Um búfjáreign kaupstaðarbúa
er þess að geta, að í Reykjavík
voru 529 nautgripir í árslok 1951
og hafði fækkað um 82 á ái'inu.
í Keflavík var á þessum sama
tíma aðeins 7 nautgripir, en í
Vestmannaeyjum 253.
Dómari í Siena á Italíu dæmdi
fyrra mánudag Emilo nokkurn
Bencci í þriggja missera fang-
elsisvist fyrir að kyssa Irmu
Ricciardelli. Ungfrúin bar það
fyrir réttinum að hún hefði
verið kysst gegn vilja sínum
og iþá voru örlög illræðismanns-
ins ráðdh.