Prentarinn - 01.06.1956, Blaðsíða 2

Prentarinn - 01.06.1956, Blaðsíða 2
3. þing Alþjóðabandalags bókiðnaðarmanna V. (Mi.) Síðustu tvo daga þingsins voru fundir í öllurn þremur iðndeildunum sameinuðum. Snerust um- ræðurnar í fyrstu aðallega um þriggja ára skýrslu framkvæmdanefndar bandalagsins og tóku, sem von var, langan tíma, því að hún er nrjög umfangs- mikil og í rauninni eins konar handbók um ástand og ástæður í iðngreinum bandalagsins i fjölda landa. Sem vænta mátti, var mikið rætt um brottför frakk- neska bókiðnaðarmannasambandsins úr bandalaginu, sem allir hörmuðu, þótt enginn sæi neitt óbrigðult ráð til að bjarga því við. Varð það að lokum niður- staða, sem enskur fulltrúi orðaði, að frakkneska sambandinu stæðu dyr bandalagsins opnar, hvenær sem væri, þegar frakkneska sambandið vildi gang- ast undir grundvallarsetningar og samþykktir banda- lagsins. Afstaða alþjóðaritarans í vandamáli þessu og aðgerðir hans til að greiða fyrir afturhvarfi frakkneska sambandsins hlutu og fulla viðurkenn- ingu af hálfu þingsins. Lögð hafði verið fyrir þingið skýrsla um rann- sókn um óheilbrigða samkeppni í bókiðnaði þjóða í milli, er undirnefnd úr framkvæmdanefnd hafði annazt um. Rannsóknin hafði leitt í ljós þá gleði- legu niðurstöðu, að fremur lítil brögð væru að slíku framferði milli þeirra þjóða, er að bandalag- inu stæðu. Af þessu tilefni ályktaði þingið að minna stjórnir sambanda og félaga í bandalaginu á stefnu þess í samtakamálefnum bókiðnaðarmanna og skoraði á þær að hafa gát á tilraunum til óheil- brigðrar samkeppni og láta alþjóðaskrifstofuna tafarlaust vita, ef þær verði slíks athæfis varar. Einróma var samþykkt tillaga frá vesturþýzku fulltrúunum í þá átt, að alþjóðaskrifstofa banda- lagsins léti landssamböndunum í té sem ítarlegasta staðtalnafræðilega vitneskju um tæknilegar breyt- ingar i bókiðnaðinum, um gernýtingarráðstafanir, atvinnuleysi, vinnutímastyttingu o. s. frv. Til hægari verka sakir naums tíma til sérstak- legrar meðferðar var það til ráðs tekið að fela nefnd að búa undir ályktun í einu lagi allmargar Þá er þess að geta, að samkomulag varð um það, að niður félli bannið við því, að menn ynnu af sér laugardaga, þann tíma, sem þeir eru unnir. Magnús Astmarsson. tillögur, er fram höfðu komið frá ýmsum full- trúum, svo sem frá hinum vesturþýzku um „jafn- hátt kaup fyrir jafngilda vinnu“, frá hinum sömu um að ganga eftir því við Alþjóðavinnumálastofn- unina að setja á laggirnar sérstaka fastanefnd til meðferðar málefna varðandi vandamál bókiðnaðar og pappírs- og pappa-iðnaðar og frá norsku full- trúunum um frumkvæði alþjóðabandalagsins að stuðningi við fyrirætlanir um afvopnun. Þá hafði indverski fulltrúinn lagt fram á þinginu níu til- lögur um ýmisleg efni, en sex af þeim tók hann aftur, er þær 'þóttu bera of mjög keirn af alþjóð- legu stjúrnmálaþrasi. Hinar þrjár, er vörðuðu sam- búð hvítra manna og litra, stuðning við alþjóða- samtök hinna síðarnefndu og sjálfstæðisbaráttu þeirra, fengu jákvæða meðferð ásamt tillögum hinna áður nefndu fulltrúa í þingsályktunartillögu nefndar- innar, er síðan var samþykkt í einu hljóði. Undan því hafði verið kvartað, að iðnaðarsam- böndin (þau, sem allar þrjár iðnstéttirnar eru í) hefðu tiltölulega rýrari rétt til fulltrúavals á þing bandalagsins en iðnarsamböndin (þau, sem hver iðnstétt er út af fyrir sig í). Var úr vöndu að ráða. Komu fram tvær tillögur, er hvor hafði til síns ágætis nokkuð, önnur frá Vesturþjóðverjum, sem eru í iðnaðarsambandi, og þó þeim í óhag, en hin frá enskum fulltrúa, og var hún samþykkt. Frarn kom ósk urn það urn hendur indverska fulltrúans að setja á stofn aukaskrifstofu á Ind- landi fyrir suðaustanverða Asíu, og var talið, að það myndi verða mjög til eflingar vinnustéttar- samtökum og lýðræðishugsjónum í þeim hluta heimsins. Af fjárhagsástæðum þótti ekki fært að ráðast í þetta að þessu sinni, en framkvæmdanefnd falið að athuga, hvern stuðning væri unnt að veita málefninu að öðru leyti. Rætt var nokkuð um að hækka gjöld landssam- bandanna til bandalagsins sakir þess, að sífellt fjölgar viðfangsefnum, sem ekki er unnt að sinna svo vel, sem vert væri, en allt veldur einhverjum tilkostnaði. Þó var horfið frá því að þessu sinni, þar eð það gæti valdið ýmislegum örðugleikum, sem betra væri að þurfa ekki að eiga við. Alþjóðaritarinn, Ch. Woerler bókbindari, flutti að þessurn umræðum loknum erindi um eflingu stéttarfélaga í öðrum heimsálfum, sem hann kvað 10 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.