Prentarinn - 01.06.1956, Síða 3
örðugt að ná sambandi við, ekki sízt sakir þess,
að þjóðir Asíu og Afríku sérstaklega væru á öðru
menningarstigi en Norðurálfuþjóðir, en enginn vafi
léki á því, að þær myndu bráðlega ná Norðurálfu-
þjóðunum, er þær hefðu öðlazt nauðsynlegt sjálf-
stæði. í>á myndu stéttarbræður þar skjótlega sann-
færast um nauðsyn þess að efna til stéttarfélaga.
Bæri alþjóðabandalaginu skylda til að 'hvetja þá og
styðja í þessu efni og sýna þeim með því, að hvorir
tveggja, hvítir menn og litir, ættu sörnu hagsmuna
að gæta og að sörnu hugsjónum að starfa. Það væri
hvítra manna að brjóta það niður, er nú skilur
þessi mannkyn, og taka þátt í baráttu hinna litu
fyrir bættum kjörum. Ella myndu hjól sögunnar
velta yfir hina hvítu — þrátt fyrir yfirburði þeirra.
Launaði þingheimur alþjóðaritaranum erindi hans
með almennu lófaklappi.
Þá skýrðu forsetar deilda þingsins frá störfum
þeirra, og hefir hér áður verið sagt frá athöfnum
prentaradeildarinnar.
Fóru síðan fram kosningar í framkvæmdanefnd
bandalagsins um næstu þrjú ár. Voru alþjóðaritar-
inn, forseti og varaforseti kosnir með almennu lófa-
klappi, jafnskjótt sem nöfn þeirra voru nefnd. Er
ritarinn bókbindari, forsetinn steinprentari og vara-
forsetinn prentari. Af prentara hálfu voru kosnir
í nefndina Belgi, Svíi og Englendingur, af bók-
bindara hálfu Englendingur, Þjóðverji og Dani og
af steinprentara hálfu og prentmyndasmiða Svíi,
Þjóðverji og Englendingur. „Það þýðir ekki að
þylja nöfnin tóm.“ Þess skal að eins getið, að ritar-
inn er hinn sarni og áður (endurkosinn), Ch.
Woerler, og forsetinn heitir Fritz Segessenmann, en
varaforsetinn Ernst Leuenberger, en þeirra allra hefir
áður verið getið.
Þegar kosningar voru um garð gengnar, fluttu
fulltrúar úr öðrum heimsálfum kveðjuávörp, en ekki
kom „sjötta heimsálfan" við þá sögu, enda hafði hún
áður lokið sér af. Fulltrúi frá Afríku flutti banda-
laginu kveðju landssambands síns og þakkaði stuðn-
ing bandalagsins við sambandið, sem í væru með
jöfnum rétti og skyldum svartir menn og hvítir.
Fulltrúi frá Astralíu þakkaði skemmtiferðina um
Svissland, er honum hefði sem öðrum fundizt mikið
til um. Hann gat þess, að í stéttarsambandi hans
væru allir, sem störfuðu í bókiðnaði, og þótt þeir
hefðu nú þegar 40 stunda vinnuviku, hefðu þeir
góða von um að fá vinnutímann styttan enn meira.
Fulltrúi frá Indlandi kvað kjör stéttarsystkina þar
hafa batnað nokkuð á síðari árum, en stjórn ríkis-
ins yrði að heyja harða baráttu gegn fátækt og
Þrjár „útvaldar þjóðir“ (,,þrjú stór 1“): Indvcrji, íslendingur,
Israelingur. Janás ritstjóri ljósmyndaði.
skorti á lestrarkunnáttu. Kvað hann sér þykja mjög
vænt um þann stuðning, er bandalagið veitti sam-
tökunum austur þar, og vottaði því þakklæti þeirra
með ósk um nánara samstarf eftir því, sem efni
leyfðu. Allar þjóðir þyrftu að stefna að sem nán-
astri samvinnu án tillits til kynstofns eða litar.
Þá er ávörp þessi höfðu verið flutt og að af
loknum erfiðum störfum þakkaði forseti öllum vel
unnin störf og þolinmóðlega þingsetu og sérstak-
lega skipulagsnefnd þingsins og nánasta aðstoðar-
fólki sínu, er hefði orðið að inna af höndum mikil
verk. „Látum oss halda áfram að vinna að hinu
mikla hlutverki voru að þjóna vinnustétt bókiðn-
aðar allra landa og hlutazt til um, að vinnandi
fólk njóti fulls mannréttar síns og manngildis, hvað
sem líður lit og uppruna," mælti hann að lokum
og sleit þinginu klukkan fimm síðdegis á jafn-
dægri á hausti, föstudaginn 23. september árið 1955.
Ef hentugleikar og rúm leyfa, er gert ráð fyrir,
að einn kafli komi enn til viðbótar þessari frásögn,
og því skrifast hér: (Ni.).
H. H.
Kínverska á Linotype.
Fjölletrunarstofnunin í Moskvu er að fást við
vélræna framleiðslu á kínversku sátri, og hefir
þegar búið til forlíki setningarvélar með 2 025 typp-
urn. Nú er líka búið að gera frumdrætti að setn-
ingarvél af svipaðri gerð og Linotype, sem 2 550
typpi eru á fyrir 8 (orð)stíla hvert.
(Eftir -x í GR Ö.)
PRENTARINN 1 1