Prentarinn - 01.06.1956, Qupperneq 4
„Svívirðing íslenzkrar prent-
listar".
I tveimur greinum, sem Arnbjörn Kristinsson
ritar í Prentarann á síðastliðnu ári, kemur fram
allþung ádeila á íslenzka prentarastétt og þá ekki
sízt þá, sem við dagblöðin starfa.
Því ber vissulega að fagna þegar fram kernur
gagnrýni á störf okkar og er ekki fyrir það að
synja, að allt of lítið er gert að því í blaði okkar,
sem er einmitt mjög heppilegur ■ vettvangur fyrir
slíkt. Margir eru þeir smíðisgallar á verkum okkar,
sem auðvelt ætti að vera að koma í veg fyrir og
er ekkert betur til þess fallið en 'hógvær gagnrýni,
sett fram af rökvísi og að vel athuguðu máli; en
aðeins slík gagnrýni á rétt á sér.
A þetta virðist mér skorta í hinni þungorðu gagn-
rýni, sem Arnbjörn setur fram í fyrrnefndum
greinum sínum, einkum að því er varðar prentun
íslenzkra dagblaða, enda þótt mér sé það fyllilega
ljóst, að þar mætti finna hinum þyngstu ádeilum
stað.
Aftur á móti er ég Arnbirni sammála í því, að
mjög skortir á að vandað sé til prentunar íslenzkra
bóka eins og aðstæður leyfa, og ber vissulega að víta
það. Hitt ber að þakka, sem vel er gert, og er ekki
nema sjálfsagt, að á það sé minnzt. Langar mig í
þessu sambandi að minnast hér á tvær andstæður
á þessu sviði, sem mér hafa borizt í hendur og ég
hefi mikið farið höndurn um. Þar á ég annars
vegar við kjörbókaflokk Máls og menningar. Mér
virðist að til þeirra bóka sé vandað eins og fram-
ast er unnt, og að þær séu fyllilega samkeppnis-
færar við það bezta sem út er gefið af bókum ti!
almenningsnota. Þar má segja að saman fari hugur
og hönd, bæði hvað snertir prentun og band. Þetta
ber að þakka. Hins vegar á ég við heildarútgáfu
af verkum Halldórs Kiljans Laxness, sem Helga-
fell gefur út. Þar er um algjöra andstæðu að ræða.
Þessi útgáfa leyfir sér ekki aðeins að senda frá
sér bækurnar með sitthverri leturtegundinni, heldur
er þar notað letur, sem jafnvel mundi vera talið
óhæft til notkunar í dagblöðum, og er þá langt
til jafnað. Má þar sem dæmi nefna Heimsljós. A
þeirri bók er letrið, fyrir utan hvað það er ljótt
sem meginmálsletur á bók, svo slitið, að stafirnir
hoppa upp og ofan i línunum og blýagnirnar spýt
ast upp með svo að segja hverjum staf. Nú getur
þessi útgáfa ekki afsakað sig með því að ekki hafi
unnizt tími til að útvega nýtt letur á þessar bækur
og aðrar, sem þaðan korna, því ekki hefir þessi
heildarútgáfa verið skemur á leiðinni en 6 ár og
er þó enn ekki öll. Um smekkvísi í einu eða öðru
er ekki að ræða. Bandið sem slíkt er að vísu hvorki
verra né betra en gengur og gerizt, en með fá-
dæmum ósmekklegt á heildarútgáfu af bókum,
sem mikið eru handfjatlaðar. Finnst manni frá-
gangur þessara bóka því átakanlegri að útgáfan
auglýsir sig sem Nóbelsverðlaunaútgáfu. Þetta ber
að víta.
Annars var það einkum ádeila Arnbjarnar á
blaðaprentara, sem mig langaði að færa ögn til
betri vegar, að svo miklu leyti sem það er hægt,
því það er skoðun mín að þeirri gagnrýni hafi verið
kastað fram meira af fljótfærni en að athuguðu
máli.
Nú dettur mér ekki í hug að halda því fram,
að prentun blaðanna sé til fyrirmyndar og ekkert
sé við þau að athuga. Síður en svo. Mér er það
fyllilega ljóst, að dagblöðin eru langt frá því að
vera vel unnin og að miklu væri hægt að gera
þar betur. En til þess þyrfti að vera hægt að leggja
í þau meiri vinnu og að hafa til þess lengri tíma.
Að öðrum kosti stórum bætt tæki. Dagblöðin til-
heyra að mínu áliti algjörlega sérflokki innan
prentverksins og tel ég mjög hæpið að flokka þau
undir hugtakið „svartlist".
Arnbjörn spyr: Hvort eru vélarnar svona lélegar?
Ég svara: Víst eru þær lélegar. Sem dæmi nefni ég
prentvél Þjóðviljans. Sú vél er nú orðin rúmlega
hálfrar aldar gömul og að sjálfsögðu löngu orðin
úr sér gengin. Og ef dæma skal eftir útliti hinna blað-
anna, virðast vélarnar þar engu betur á sig komnar,
enda þótt nýrri séu. Mér er nær að halda, að þessi
gerð véla, milli flatprents og rotasion, séu heldur
illa gerðar til framleiðslu góðrar prentunar. Þess
vegna er mjög vafasamt að bera saman prentun
dagblaðanna nú og fyrir 15 árum, þegar blöðin
voru prentuð í bókapressum, þar sem hægt var að
tilrétta myndir og slitin letur eftir því sem með
þurfti. En nú eru blöðin orðin það umsvifamikil
að stærð og upplagi, að ekki væri viðlit að notast
við slíkar vélar til að prenta þau á þeim stutta
tíma sem til umráða er. Prentarinn verður að vinna
verk sitt á aðeins 4—5 tímum og má því ekki
rnikið út af bera, ef það á að takazt. A þessu sviði
erum við enn langt á eftir erlendum dagblöðum
sem prentuð eru í milljónaupplögum og ráða yfir
nýtízku vélum. Að hinu leytinu stöndum við jafn-
fætis hinum minni dagblöðum, sem sakir smæðar
sinnar verða að notast við sams konar vélar og við
12 PRENTARINN