Prentarinn - 01.06.1956, Síða 8

Prentarinn - 01.06.1956, Síða 8
373 blöð með 66 línum víðast, og eru enn til af honum 25 eintök, prentuð á bókfell eða pappi'r. Það, sem gefur þessum Katholikon alveg sérstak- lega mikið gildi, eru hin stórmerkilegu niðurlags- orð hans, þar sem Gutenberg án þess að nefna sjálfan sig talar í fyrsta sinni um uppfundning sína opinberlega og raunar með þeirri hógværð, sem jafnan er merki hins sanna mikilleika. Niður- lagsorðin, skráð á latínu ef til vill af vini Guteri- bergs og bjargvætt í neyð, dr. Humery, hljóða þannig í þýðingu: „Með hjástoð hins hæsta, sem tungur hinna ómálgu fá mál fyrir bendingu hans og oft opinberar smælingjum það, sem hann dylur fyrir vitringum, hefir þessi ágæta bók, Katholikon, á 1460. ári hingaðburðar herrans í hinni blessuðu borg Mainz, einni af borgum hinnar frægu þýzku þjóðar, sem hylli guðs hefir virzt að ágæta fram yfir aðrar þjóðir með svo háu andans Ijósi og frjálsri náðargjöf, verið prentuð og lokið að fullu ekki fyrir hjálp reyrs, ritals eða fjaðrar, heldur fyrir undursamlega samstilling, samsvörun og jafn- mæli fyrirmynda og móta.“ Uppfundning prentlistarinnar hafði feiknamikil áhrif á alia andlega menning og einkum á alþýðu- menntunina, því að ailt þangað til voru visindi og menntun einkaeign rétthærra flokks lærðra manna og andlegrar stéttar. Ollum almúga var fyrirmunað að verða aðnjótandi hinna æðstu gæða mannkyns- ins. List Gutenbergs breiddi út birtu, þar sem myrkur hafði ríkt; hún var merkisberi í þjónustu fræðsl- unnar á sviði trúar, vísinda og þess, er áhrærði stofnanir ríkja og samfélaga. Um leið og hún gæddi hina þöglu hugsun orðum, birtist hún mannkyn- inu svo sem frelsari þess frá andlegum þrældómi, hjátrú og siðmenningarleysi, og henni var alls staðar heilsað með fögnuði, þótt klerkdómurinn, heillaður af stirfinni trúfræði, berðist á hinn bóg- inn á móti henni af kappi. Prentlistin hlaut að koma; hún var sprottin af mikilli þörf tímanna, var nauðsyn, sem allir fundu til, og einungis þannig verður skiljanleg hin ótrúlega hraða útbreiðsla hennar — ekki einungis í Þýzkalandi, heldur og í öðrum löndum. Mun í næsta kafla verða reynt að fræða lesarann stuttlega um það. (Frh.) Samtök bókbindara 50 óra. Hinn II. febrúar síðastliðinn voru fimmtlu ár liðin frá því bókbindarar hér á landi stofnuðu fyrst til stéttarsamtaka sín á milli. Saga þeirra er ekki óslitin fram á þennan dag, því fyrstu árin var það erfiðleikum bundið fyrir svo fámenna stétt að halda uppi félagsstarfsemi, en þótt dauðir punktar mynd- uðust við og við, var félagið ávallt endurvakið. Til að minnast afmælisins hefir Bókbindarafélagið gefið út vandað afmælisrit, þar sem meðal annars er rakin saga samtakanna og birtar myndir af þeim, sem mest koma við sögu þeirra. Einnig efndu bókbindarar til afmælishófs að Röðli 11. marz síðastl. til þess að minnast þessa merka áfanga. Vinnukaup frá 1 . júní 1956 . Grunnkaup Með vísi- tölu 178 Vélsetjarar .... 657,00 1169,46 Setjarar og prentarar .... 623,00 1108,94 Kvenfólk fyrstu 6 mán .... 177,00 315,06 Kvenfólk næstu 6 mán .... 213,00 379,14 Kvenfólk næstu 6 mán. . . .'. .... 247,00 439,66 Kvenfólk næstu 6 mán .... 281,00 500,18 Kvenfólk fullnuma ... 367,00 643,26 Kvenfólk eftir 3 ár .... 405,00 720,90 Kvenfólk eftir 5 ár .... 474,00 843,72 Nemar 1. ár (30%) .... 186,90 332,68 Nemar 2. ár (35%) .... 218,05 388,13 Nemar 3. ár (45%) .... 280,35 499,02 Nemar 4. ár (50%) .... 311,50 554,47 Hlaupavinnumenn á dag .. .... 110,00 195,80 Þar sem handsetjarar eru hraðari en setningarvélar. Japanska dagblaðið „Mainichi Shimbun“, stærsta blað Japans, með 6 000 000 eintaka upplagi daglega, er enn I dag aðallega handsett. Raunar eru þar til sérstaklega útbúnar setningarvélar með 4 typpa- borðum með 500 typþum hvert, en vinna við þær er svo umsvifamikil, að einungis 1 800 leturmerki (orðstíla) er unnt að setja á klukkustundu, en lipur handsetjari japanskur getur raðað saman 2 500. í því landi reynist handavinna þá fremri tækninni. Setningarvélarnar eru enn um sinn á talraunastigi. Þó má 'búast við, að unnt verði að bæta þær svo, að þær geti afgreitt að minnsta kosti sama sátur- magn sem handsetjarar. Avinningurinn myndi þá vera í því fólginn, að úrköstun sáturs félli burt. 'X. (Þýtt úr G R Ö.) ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H.F. — VITASTÍG 16 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.