Prentarinn - 01.06.1978, Side 6

Prentarinn - 01.06.1978, Side 6
/ BOBST EUROCAT 130 Umboðsmenn: S. Árnason&Co. ________________________________/ Svisslendingar eru löngu kunn- ir fyrir háþróaðan iðnað, sem nýtur góðs af aldagamalli hefð. Á DRUPA árið 1972 kynnti eitt stærsta iðnfyrirtæki Sviss, J. Bobst& Fils S.A. nýja deild innan fyrirtækisins, Bobst Graphic. Nú fimm árum siðar hefur Bobst Graphic haslað sér völl meðal helztu framleiðenda filmu- setningarvéla i heiminum. Bobst Graphic réði til sin Louis Moyroud, afburðasnjallan verk- fræðing, sem við annan mann fann upp fyrstu eiginlegu ljós- setningarvélina, (Photon 200) fyr- ir meira en þijátiu árum. Afrakstur starfa Moyrouds var kynntur á Drupa 1977 og vakti geysimikla athygli hjá evrópskum prentiðnaðarmönnum. Bobst Graphic er nú eina evrópska fyrirtækið, sem getur séð prent- smiðjum af öllum stærðar- gráðum fyrir nýtizku ljóssetning- arvélum við þeirra hæfi. Ein athyglisverðasta vélin sem Bobst kynnti á Drupa siðastliðið vor er Eurocat 130. Þessi vél er nú að koma á islenzkan markað, og fer þvi hér á eftir stutt lýsing á henni: Aðaleiningar Eurocat 130 kerf- isins eru tvær, Autoset og Photo- set. Autoset er innskriftarborð með skermi, sem sýnir 2400 stafi á 24 linum. Auk þess eru tvær linur efst á skerminum sem gefa upp- lýsingar um t.d. leturtegund, punktastærð, linulengd, fót o.s.frv. Á leturborðinu eru 123 lyklar, sem veita aðgang að 126 letur- táknum, 45 stjórntáknum, full- komnum leiðréttingarbúnaði og allt að 30 táknröðum 1 geymslu (íormats). Áður hafa vélar af sambæri- legri stærð aldrei sýnt meira en 650 stafi á skermi og þar af hefur helmingur yfirleitt verið óvirkur þ.e. tvær textalinur sjást á skermi, þar af er önnur þegar komin i vinnslu, og þess vegna hvorki hægt að virða hana fyrir sér i samræmi við texta sem á undan eða eftir fer, né leiðrétta hana. Þessu er öðruvisi farið á Auto- set. Setjarinn hefur fullan aðgang að þeim 2400 táknum sem sjást á skerminum, og enginn texti fer i vinnslu fyrr en gefin er skipun þar að lútandi, eða skermurinn fyllist. Photoset er hin eiginlega ljós- setningartölva Eurocat 130 kerf- isins. Leturstærðir eru 5—36 punkt- ar, og er notazt við linsublokkir með 8 linsum hverri. Raða má leturstærðum að vild i blokkir. Notuð er ein linsa fyrir hverja punktastærð (i stað zoom-linsu) til að tryggja skarpan fókus og jafna áferð. Letur eru á glerdisk- um og eru 8 leturtegundir á hverjum diski. Gleri hættir mun siður til að dreifa ljósi en öðrum efnum, og gefur þvi skarpasta mynd. Enn eitt atriði sem eykur á skarpleika sátursins er, að ljós- gjafinn (Xenon-ljós) lýsir beint á pappirinn. Þetta felst i þvi að i stað þess að nota bogaspegla til að beina Ijósgeislanum eftir lin- unni, færast diskur, linsur og lampi lárétt á tveimur öxlum. Minnsta lárétt hreyfing er 1/36 EM. Til að auka enn við hin 126 tákn sem eru i hverjum fonti, hefur Photoset aukalampa (auxiliary light source). Hann er notaður til að lýsa filmuræmur með allt að 8 sértáknum hverri, sem eigendur geta útbúið sjálfir, eða pantað frá Bobst Graphic, samkvæmt eigin óskum. Þessum pi-fontum má stýra frá Autoset. EUROCAT 130 6 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.