Nýi tíminn


Nýi tíminn - 10.06.1954, Page 1

Nýi tíminn - 10.06.1954, Page 1
Lesið viðtaiid' við Kristinn Andrésson á 5. síðu. Kimmtndagur 10. júní 1954 — 14. árgangur — 22. tölublað LESIO: greinina „Bolgaralanö; á 9. síðii. HeimsSpISarráSIS markar steSn< una i baráttunnl lyrir friði MarkmiBin eru: Vopnahíé i Indó Kina, lausn þýzka vandamálsins, bann kjarnorkuvopna Heimsfriðarráöið hefur setiö á fundi í Berlín. í lok fundarins samþykkti það tvær ályktanir, þar sem mörkuð er stefnan í friðarbaráttunni. Fyrri ályktunin fjall- aði um bann við vetnissprengjunni og Öðrum múgdráps- tækjum en hin, se mer almennara eðlis, fer hér á eftir: „Hótanir um bandaríska hernaðaríhlutun í stríðið í Indó Kína, en hún mundi auka líkur fyrir nýrri lieimsstyrjöld; á- herzlan sem lögð er á að koma á stofn Varnarsamtökum Evr- ópuþjóða, sem myndu stað- festa endurvopnun Þýzkalands; skipting Evrópu og Asíu í hernaðarbandalög; liinar end- urteknu vetnissprengjutilraun- ir, en markmið þeirra er m.a. að hræða og þvinga — allt þetta hefur gefið fólki sem hafði öðlazt nýja von við samn- inga stórveldanna gildar ástæð- ur til uggs og kvíða. Sterkt almenningsálit meðal þjóða he'msins, sem tryggði vopnahlé í Kóreu og upptekn- ingu samninga um vandamál Evrópu og Asíu, getur trj'ggt: — hagstæðan árangur Genf- arráðstefnunnar, þ. e. a. s. vopnahlé í Indó-Kína, og friðsamlegar endalyktir styrjaldanna í Indó-Iíína og Kóreu; 40.000 itiesm Vfet Minh nálgast Hanoi MaSotolf krefst að stjómmálahllð málefna Indó Kma verði ræód í Genf Franska herstjórnin í Indó Kína hefur skýrt frá því að mikið lið sjálfstæöishersins sæki nú að Rauðárdalnum, eina blettinum í noröanverðu landinu, sem enn er á valdi Frakka. Segja Frakkar að herinn sem tók Dienbienphu sæki nú í átt- ina til Hanoi, stærstu borgar- innar á þessum slóðum, úr mörgum áttum. Herstjórn Frakka telur 40.000 manna lið sjálfstæðishersins komið að varnarlínu hennar og séu sum- ar sveitirnar ekki nema 15 km frá Hanoi. Opinn fundur. I fyrrad. var haldinn opinn fundur um Indó Kína á ráðstefn unni í Genf í fyrsta skipti í þrjár vikur. Bidauit, utanríkis- ráðherra Frakklands, tók fyrst- ur til máls. Sagði hann tölu- vert hafa áunnizt á ráðstefn- unni, samkomulag væri um að gera vopnahlé í öllu landinu samtímis og flytja til heri stríðsaðiia. Ágreiningur væri hinsvegar um eftirlit með vo ona hlénu og eftir að semja um til- flutning herjanna í einstökum atriðum. Molotoff, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, sagði að það sem tefði vopnahlé væri við- leitni ákveðinna ríkisstjórna til að búa í haginn fyrir hernaðar- íhlutun í Indó Kína. Þetta væri markmiðið með hernaðarbanda- lagi. nýlenduveldanna, sem Bandaríkjastjórn væri að reyna að koma á laggirnar. Molotoff kvað tíma til kom- inn að taka að ræða stjórn- málahlið málefna Indó Kína jafnframt hjnum hernaðarlegu viðfangsefnum. Gerði hann það að tillögu sinni að rætt yrði um viourkenningu fullveldis ríkjanna þriggja í Indó Kína, frjálsar kosningar og brott- flutning alls erlends hers. Umræðum um Indó Kína í franska þinginu var í gær frest- að þangað til í dag svo að Bidault gæfist kostur á að koma frá Gcnf og taka þátt í þeim. Mj':g þykir tvísýnt að rík isstjórnin lifi af umræðurnar. — kornið í veg fyrir stofn- un Yarnarsamtaka Evrópu- þjóða og komið til leiðar enðurupptölm samninga um friðsamlega Iausn þýzka vandamálsins; — Iryggt samkomulag milli ríkisstjóma stórveldanna um að hætta ölium tiiraunum með vetnis- og kjarnorku- sprengjur og banna notkun þeirra. Þrátt fyrir mismunandi efna hags- og þjóðfélagskerfi hafa allar þjóðir sameigLnlega hags muni. Þessa sameiginlegu hags- muni er ókleift að vernda, og öryggi og sjálfstæði þjóðanna er ekki hægt að tryggja með atómsprengjuógnunum og skipt- ingu heimsins í hernaðarbanda- lög. Á sama hátt er þessum sameiginlegu hagsmunum unn- inn skaði með því að kúga nið- ur þjóðfrelsishreyfingar eða með íhlutun eins ríkis í innan- ríkismál annars. Ein þjóð getur því aðeins tryggt öryggi sitt að öryggi annarra sé tryggt um leið. Ör- yggi allra rikja þarf að skipu- leggja, fyrst og fremst þó í Asíu og Evrópu, með þátttöku allra hlutaðeigandi ríkja, hvert svo sem stjórnmála- eða þjóð- félagskerfi þeirra er“. Á 5. síðu í bíaðinu í dag birtist viðtal við einn af full- trúum íslendinga í ráðinu, Kristin E- Andrésson. 29Ö.000 kr. effir — Lokasóknirt hafin Xíu dagar eru eftir af söfnun-) Um hvítasunnuna söfnuðu memn artímanum or 290.000 kr. vantar i heildarupphæðlna; þetta er það relkningsdæml sem rið verðum að g:lfma við næstu daga og. rétt út-| koma verður að fást í síðasta) lagi 17. júní. En tii þess þarf að hefja lokasóknina af fullu kappi og slaka hvei-gi á fyrr en fuliur sigur er unuinn. Or til j þess þarf þátttöku allra, hvers eins og einasta manns sem vili leggja hönd að þessu mikla verki. Þar við ligrgur ekki aðeins nauð- syn og sómi íslenzkrar alþj'ðu- hreyfingar heldur heiður hvers cinasta sósíalista, þinn og minn. 829 farþegar Fí um Iivítasuununa Flugvélar Flugfélags íslands fluttu samtals 829 farþega um hvítasunnuna, þar af 713 innan- lands. Á laugardag ferðuðust 413 manns á innanlandsflugleiðum félagsins, en þá voru m. a. farnar 8 ferðir til Vestmanna-j eyja. Á hvítasunnudag voru engar innanlandsflugferðir en á mánudag voru fluttir á fjórða hundrað farþegar í innanlands- og millilandaflugi. Voru flug- vélar flugfélagsins þá á ferð- inni fram á nótt við að flytia fólk til Reykjavíkur, sem eytt hafði frídögunum úti á landi. Farþegaflutningar Flugfélags ísfands hafa aldrei áður verið ^ svo miklir um eina helgi, og til | samanburðar má geta þess, að fyrstu þrjú árin, sem félagiðj starfaði, komst farþegatalan! aldrei j'fir 800 á ári. 1 kröftum, og í gær bárust 38.000 kr., þannig að helldarupphæð<n er komln upp í 710.000. Við enim komin meira en sjö tíundu hfata að markl, og þrír fjórðu hiufcar leiðarinnar biasa við á nresta leiti. Iívað miðar okkur áleið’s í dag? Flytur crindi á •> safirði Dr. Richard Beck og frú hans flugu í gær til Isafjarðar í boði Stórstúku íslands og nokkra vina þeirra hjóna á ísafirði. Flytur Richard Back erindi þar á miðvikudagskvöld- ið og ennfremur flytur hann erindi og kveðjur að Vestan á stórstúkuþinginu á ísafirði. Friðrík efsiur eftir sjötfu Á föstudaginn, þegar tefldar höfðu verið se:c umferðir á slcákmótinu í Praha, var Friðrik Ólafs- son efstur með fimm vinn- inga. Næstur var Ung- verjinn Szabo með 4 og eina biðskák og þriöji Tékkinn Pachman með 3% og tvær biðskákir. Tuttugu slcákmenn tefla á ^ mótinu. ias¥@iinr ¥eronr siegERn s Akureyri. Frá fréttaritara Nýja tímans. Eiðsvöllur og fleiri stórir grasblettir hér á Akureyri voru slegnir 20. maí og dagana þar á eftir. Nú er aftur ltomið svo mikið gras á Eiðsvöll að lítið mun vanta á að hann flekki sig og mun hann verða sleginn næstu daga. Sláttur er almennt ekki hafinn enn, en mun hef jast á næstunni inni í firði. títi með firðinum er hinsvegar minni spretta. Ósvífixt íhlutun Evrópuráðsins í íslenzkt innan rxkismái yinaþjóÓirnar' hefja nýja sókn gegn friÓ- un fiskimiÓanna umhverfis Island ý Tíminn, málgagn utanríkisráöherrans, skýrði frá því 2. þ.m. að Evrópuráöið heföi ákveðiö að taka á dagskrá um- ræður um landhelgi íslands. Var tillaga um þetta efni borin fram af fulltrúum Belga, Breta, Hollendinga og Frakka, en allar þessar þjóðir hafa mótmælt nýju friðun- ailínunni og reynt að kúga íslendinga til að láta af henni. Er þessi ákvörðun Evrópuráðsins hrein ósvífni, því hér er um íslenzkt innanríkismál að ræða sem enginn erlend- ur aðili hefur neinn rétt til að fjalla um. Evrópuráðið er sem kunnugt er * skrafskjóðusamkunda og hefur engin völd. Hins vegar hefur því verið beitt í áróð- ursskyni í ýmsum málum, og augljóst er að nú er ætlunm að hefja nýja sókn gegn hinum mjög svo takmörkuðu aðgerð- um íslendinga í landhelgismál- inu. Er þetta atferli mjög í samræmi við aðra framkomu hinna vestrænu „vinaþjóða" sem mest er státað af. Bretar hafa staðið í viðskiptastyrjöld vjð íslendinga, Bandaríkja- menn eru að ræða um að stöðva innfiutning til sín á íslenzkum fislci og ósvífin mót- mæli hafa borizt frá Hollend- ingum, Belgum og Frökkum. Það hefur vcrið háttur ís- Ienzkra stjórnarvalda að senda á skrafskjóðuþingið stjórnmála- rnenn sem orðið hafa fyrir á- föllum og þurfa huggunar við, en þjóðin hefur borgað brús- ann. Undanfarið hafa dvalizt í Strassbúrg Jóhann I>. Jósefs- son, fyrrv. ráðherra, Rannveig Þorsteinsdóttir fyrrverandi al- þingismaður og Stefán Jóhann Stefánsson fyrrverandi alþing- ismaíur og flokksforingi. Tím- inn skýrir frá því að þau þre- menningarnir hafi lýst yfir því. að þau „hefðu ekkert við það að athuga, að mál þctta væri tekiö á dagskrá þingsins". og' fc-r sú röggsemi eftir öðru. Að sjálfsögðu bar þeim að mót- mæla eindregið svo ósvífinni íhlutun í íslenzk innanríkismál. Þátttaka íslands í skraf- skjóðuþinginu er gagnslaus, en. til þessa hefur hún verið til- tölulega meinlaus ef þjóðin hef- ur efni á því að standa straum af bágstöddum stjórnmúla- mönnum á þennan hátt. En ef ætlunin er að beita Evrópu- ráðinu til árása á Island og íhlutunar í innri mál þjóðar- innar ber ríkisstjórninni að snúast við af fullri djörfung og segja sig úr samtökura þessum.

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.