Nýi tíminn


Nýi tíminn - 10.06.1954, Síða 4

Nýi tíminn - 10.06.1954, Síða 4
4) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 10. júní 1954 Viðsklptaherlurncir í Austurev- rópu sýna að hægt er að tryggja örugga iífsafkomu Vestfirðinga Sósialhtar á VestfjörSum héldu ráSstefnu IsafirBi 29.-30. mai Sósíalistafélögin á Vestfjörðum héldu ráðstefnu á ísa- firði um helgina 29.—30. maí. Voru þar rædd ýmis vandamál og hagsmunamál landsfjórðungsins. Meðal annars voru rædd hin nýju viðhorf sem skapazt hafa af hinum stórfelldu samningahorfum við Austur- Evrópulöndin og samþykkt ályktun þar sem lýst er yf- ir því að slíkir samningar geti tryggt örugga lífsafkomu Vestfirðinga. Halldór Ólafsson bókavörð- ur, formaður Sósíalistafélags Isafjarðar, setti ráðstefnuna og bauð gesti veikomna. For- setar ráðstefnunnar voru Haraldur Guðmundsson og Halldór Guðmundsson en rit- arar Ágúst Vigfússon og Guð- mundur Árnason. Meðal fund- armanna voru mættir tveir af elztu og beztu brautryðjend- um sósíalismans á Véstfjörð- xim, Magnús Guðmundsson og Eggert Lárusson, og voru þeim þökkuð mikil og góð störf. Var Magnús heiðurs- gestur ráðstefnunnar. Af ályktunum þeim sem geröeOr voru má nefna þessar: Atvinnumál. „Ráðstefna vestfirzkra sósí- alista fagnar þeim stórauknu sölumöguleikum sem fyrir hendi eru á hraðfrystum fiski og fleiri sjávarafurðum til Sovétrikjanna og annarra landa Austurevrópu. Telur hún brýna nauðsyn að ríkis- stjórnin geri þegar ráðstafan- ir til að hagnýta af fremsta megni þessa markaðsmögu- leika, sem geta tryggt örugga lífsafkomu Vestfirðinga. Sjávarútvegurinn hefur staðið að mestu leyti undir gjaldeyrisöflun þjóðarinnar, en þess hefur ekki verið gætt að skapa honum aðstöðu til þess að sinna þessu hlut- verki sem vera bæri. Hefur hann sjálfur borið skarðan hlut frá borði af þjóðartekj- unum en verið rúinn af fjár- plógsmönnum og milliiiðum. Tryggir markaðir fyrir sjáv- arafurðir ættu að auðvelda þær sjálfsögðu ráðstafanir sem gera ber til að tryggja starfrækslu sjávarútvegsins og afkastaaukningu, en slíkt verður aðeins gert með ger- breyttum viðhorfum stjórnar- valdanna til þessa undirstöðu- atvinnuvegar þjóðarinnar. Verður tafarlaust að tryggja rekstrargrundvöll útgerðar- innar og veita sjómönnum þau fcjör sem gera sjómennsku og sjósókn eftirsóttari atvinnu- grein en aðrar. Lýsir ráðstefn- an stuðningi við tillögur sósí- alista á Alþingi, þar sem bent hefur verið á leiðir til úrbóta í; þessu efni. Ráðstefnan vill benda á þá staðreynd að stækkun friðun- arlínunnar hefur leitt af sér _&ukinn ágang á veiðisvæð- i'T úti fyrir Vestfjörðum, svo áði fvllilega er ástæða til að ætla að sjávarútvegur Vest- firðinga líði undir lok áð ó- breyttum aðstæðum. Er nauð- synlegt að friða landgrunnið fyrir veiði erlendra togara og skipuleggja veiði íslenzku tog- aranna með það fyrir augum að vernda fiskstofninn. Þetta ‘ hlýtur að verða meginkrafa Vestfirðinga, enda hagsmuna- mál þjóðarheildarinnar að komið verði í veg fyrir ger- eyðingu þessara fyrrum feng- sælu fiskimiða. Þá ber jafnframt að gera ráðstafanir til aukinnar hag- nýtingar aflans hér á Vest- fjörðum með byggingu stór- virkra og fullkominna fisk- iðjuvera og bættri aðstöðu til vinnslu aflans. Verði látin fara fram rannsókn á nauð- syn fjárfestingar til atvinnu- aukningar hér á Vestfjörðum með tilliti til þarfa íbúanna. Þá er og brýn ástæða til að bæta úr raforkuþörf Vest- firðinga, en á því sviði hafa þeir verið afskiptir til þessa. Er það krafa Vestfirðinga að framkvæmd verði lög um raf- orkuver fyrir Vestfirði frá síð asta Alþingi.“ Hernámið. Samþykkt var svohljóðandi ályktun, borin fram af Egg- erti Lárussyni: „Ráðstefnan mótmælir harðlega hersetu á íslandi og telur að segja beri upp herverndarsamningnum svonefnda; sömuleiðis að segja skilið við Atlanzhafs- bandalagið, því aðild að þeim félagsskap er ekki samboð- in íslenzku þjóðinni." Verklýðsmál. „Ráðstefnan telur að stefna beri að því að sameina öll vinstrisinnuð öfl innan verk- lýðshreyfingarinnar með það sem höfuðsjónarmið að úti- loka áhrif þau sem auðstétt: in hefur nú innan samtak- anna. Með. því einu móti mundi verkalýðurinn ná þeirri aðstöðu sem honum er nauðsynleg til bættra lifs- kjara og menningarlegra franifara." „Ráðstefnan telur brýna nauðsyn að telcnar yerði upp atvinnuleysistryggingar í sam ræmi við frumvarp þeirra Sig- urðar Guðnasonar og Einars OIgeirssonar.“ Rætt var ýtariega um sam- starf sósíalistafélaganna á Vestfjörðum og hvernig það yrði bezt eflt. Var samþykkt ályktun um að félögin skyldu halda ráðstefnu á ísafirði ár- lega, komið yrði á gagnkvæm- um heimsóknum einstakra félaga og útgáfa Baldurs skyldi efld og stefnt að því að gera hann að málgagni allra Vestfjarða. Þá var eftirfarandi ályktun samþykkt á ráðstefnunni; „Ráðstefna sósíalista á Vestfjörðum, haldin á ísafirði 29. og 30. maí 1954, lýsir á- nægju sinni yfir þeirri ákvörð- un Sigfúsarsjóðs og Sósíal- istaflokksins að kaupa húsið Tjarnargötu 20 í Reykjavík og fagnar því hve fjársöfnun til þeirra kaupa hefur gengið með miklum glæsibrag. Skor- ar ráðstefnan,, á sósíalista á Vestfjörðum að taka þátt i söfnuninni með því að leggja fram fé eftir beztu getu. Þá lýsir ráðstefnan sig samþykka þeirri hugmynd að Sósíalistafélag ísafjarðar komi sér upp húsi fyrir starf- semi sína, sem jafnframt yrði þá miðstöð fyrir sósíalista á Vestfjörðum, og skorar á alla sósíalista í þessum landshluta að leggja því máli lið.“ Páll Arason Framhald af 2. síðu. til Frankfurt og þaðan suður Rínardalinn til Köln. Síðan fór- um við til Hamborgar og það- an til Kaupmannahafnar og heim með Gullfossi. Svaf í tjöldum — Eldaði sjálft. í för með Páli voru 10 manns auk hans. Var vega- lengdin sem farin var í „Pál- ínu“ rúmlega sex þús. km. Hafði fólkið tjöld með sér að heiman svo og nokkuð af mat og eldaði sjálft og varð förin því miklu ódýrari en ella. Á heimleiðinni um Jótland mætti Pffll og félagar Ferðaskrifstofu bílnum, en stjórnendur hans höfðu ekki fyrir því að stoppa, svo Páll gerði sér litið fyrir og sneri við og elti þá til að heilsa upp á „landana" að heiman. önnur Evrópuferð í liaust — til Áfríku í marz. 19. n.m. leggur Páll af stað í fyrstú sumarferðina hér heima, er þáð'ferð í Mývatns- sveit og upp i Öskju. 3. júlí hefst fyrrir hrngferð hans um landið i sumar. En Páll ann sér nú engrár hvildar, því i en aðeins styttri en nú. Um svártasta skammdegið ætlar hann að vera heima, en strax í marz ætlar hann í nýjan leið- angur og þá suður um Afríku ! suður í Evrópu, svipáða leið, september ætlar hann aðra ferð — Og það er líklega vissara að fara að pawta- far! Á þriðjudaginn kom þriðja og síðasta erindi Gisla Jóns- sonar alþingismanns um kristna trú og bamavernd. Það fjall- aði um framkvæmdahlið sið- gæðilegrar gæzluverndar ung- menna. Sagði þar til sín fram- kvæmdasemi þessa dugnaðar- forks. Var erindið mótað af næmri tilfinningu fyrir þeirri ógæfu, sem siðspilling æsku- fólks er þjóðinni, og heilsteypt- um áhuga fyrir úrbótum. Hygg ég, að við værum betur komin í þessum efnum en raun er á, ef fleiri væru þeir hinir 'hátt- settu vandlætarar þessa lands sem vildu líta eins raunsætt á' ástand og aðgerðaþörf og Gísli Jónsson. Nú veittist mér loks tæki- færi að hlýða á erindi Unn- steins Stefánssonar um sjó- rannsóknir, og harma ég mjög að hafa misst af hinum fyrri erindum hans. Unnsteinn er einn í hópi þeirra fræðimanna okkar, sem unun er á að hlýða. Hann hefur það einkenni góðra vísindamanna að geta tekið umræðu um fræðiefni sitt þeim tökum, að þau verða ljós öll- um almenningi og skemmtileg á að hlýða. Málfar hans og rödd er hvorutveggja prýðilégt. Á föstudagskvöldið kom nýr þáttur, sem hóf göngu sína með ágætum. Hann hét hinu al- kunna heiti ,Perðaþáttur“. En það var ferðaþáttur nýr í snið- um. Þar fórum við útvarps- hlustepdur í ferðalag undir leiðsögn Bjöms Þorsteinssonar sagnfræðings. Þetta var kennslustund í landafræði, sögu og náttúrufræði, öllu í senn, svo sem vera ber, því að- svo er það ein heild hvert með öðru, svo sem bein, hold og taugar í mannlegum líkama. — íslenzkir útvarpshlustendur vita, að Björn er mikill og ekki hversdagslegur sagnfræð- ingur, og aðrir vita það enn betur eftir öðrum leiðum. En nú er hann orðinn meira en sagnfræðingur, hann er list- fengur í blöndun frásagnar- efnis og er að ná fullkomnum tökum á kryddi kýmninnar í háfræðilega rétti sína. Erindi frá útlöndum var eitt hið bezta, sem flutt hefur verið, og var það flutt af Jóni Magn- ussyni, fréttastjóra. Það fer ekki milli mála, að hann er mikilhæfastur þeirra manna sem annast þann þátt, og er reyndar ekki mikið ságt, því að hinir eru allir gersamlega ómögulegir, nema ef Axel slys- as.t á að þýða úr brezku riti góða grein. En það dylst aldrei, að Jón kann skil á efninu, og mér finnst hann eigi álltaf að láta útvarpshlýðeúdur njóta þess á sama hátt og á föstu- daginn. — Dagur og vegur var ekki viðfelldinn hjá Helga Hallgrímssyni. Hann kom víða við og sagði sitt af hverju at- hyglisvert. En skapið í flutn- ingi er allt of mikið og óþægi- legt. Af öðrum erindum skulu þessi nefnd: Ami Óla ræddi um áfengismál. Ámi er meðal okkar beztu útvarpsmanna, og hefur aflað sér mikilla vin- sælda fyrir alþýðleg fræðier- indi í sambandi við byggð og sögu þessa lairds. Nú var hann með áróður, sem sumum finnst alveg óhæft að eigi sér stað í Útvarpi, nema þegar ráðherr- ar og þeirra illþýði þarf að gera þjóðinni einhverja bölv- un. En ég kann alltaf vel við áróður fyrir góðum málefnum, óg með þess háttar áróður var Árni Óla, rökstuddan af heil- um huga, og það þykir mér lika mikill kostur. — Búnaðar- þáttur Sigsteins á Blikastöð- um var með því bezta af því tagi. Hann lýsti því, er hann hafði sjálfur séð af búnaði grannþjóða. Og það gerði hann fjaslaust og blátt áfram og hefur greinilega næmleika fyrir því, hvað máli skiptir. — Sá er megingalli við vel- meintar prédikanir Snorra Sig- fússonar, hve gegnsósa sál hans er af lífsskoðun Framsóknar- flokksins. En það er lífsskoð- un, sem ekki ristir djúþt og því sérstaklega óhæf til að byggja á í uppeldismálum. — Uppistaða erindisins var byggð á brezkum aðstæðum. Rökrétt afleiðing af orðum hans hefði verið sú, að íslendingar hefðu átt að gera sig ánægða með þann sparnað og þá fjárfest- ingu, sem nægt hefði til að vera kominn á nútíma stig að 200 árum liðnum. Það er sá tími, sem hin brezka þjóð hafði til sinnar þróunar. — Snorri leggur áherzlu á sparnað sem undirstöðu fjárfestingar og þar með efnahagslegra framfara í þjóðlífinu. — En þá verður það að koma skýrt fram, hverj- ir það eru,„ sem eiga að spara frá því sem nú er. íslenzk al- þýða þefur sparað geysimikið undanfarin ár. Það er afrakst- ur hennar vinnu, sem framfar- ir til lands og sjávar hafa byggzt á, á meðan verulegur hluti hennar hefur lifað við sult og seyru. Og hún hefði viljað vinna miklu meira, til að geta lagt miklu meira til hliðar í fjárfestingu. — Nú eru togarar að stöðvast um leið og batnandi fara markaðsmögu- leikar. — Það vekur sára með- aumkun í brjósti manns, þeg- ar frómar sálir fara að vand- lætast út af því, að fátækur maður skuli ekki leggja til hliðar einn tíkall, sem orðinn er að túkalli innan lítils tíma, en þessar sömu frómu sálir koma hvorki auga á truflun framleiðslu af völdum spilltra stjórnarvalda né milljónafjár- flótta né óhóflega svalleyðslu gráðugrar yfirstéttar. — f garðyrkjuþáttinn kom maður, sem ekki er altalandi og mál hans ögt og krökkt af vill- um, það sem það var. Hann gróðursetur plöntum. Þetta er ekki hægt, séra Jakob, að ræða skrautgróður jarðar á ljótu og afbökuðu máli. Jón Björnsson, Óli Valur og Axel Magnússon (að því er mér hef- ur verið tjáð), töluðu allir mjög skemmtilega um þetta hugljúfa efni, en tveir eru komnir stórhneykslanlegir. Það verður að hindra, að það gerist í þriðja sinn. — Kristmann Guðmundsson kynnti norska skáldið Herman Wildenvey smekklega og framsögn Krist- manns er ein virðulegasta,. er Framhald á 10. siðú.

x

Nýi tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.