Nýi tíminn


Nýi tíminn - 10.06.1954, Page 5

Nýi tíminn - 10.06.1954, Page 5
t Fimmtudagur 10. júní 1054 — NÝI TÍMINN — (5 czráttcin íyrir iriði ©g frelsisbcsráftci þjóBmmu verðnr sundnr skilin Fundur heimsíriðdrráðsins í Berlín gerði ályktanir um barátiuna gegn vetnissprengjunni, um öryggi þjóða og aukin menningartengsl ■ ■•■laatxoiatiiiaaaigiijiBiiMKiiiiiiaiiaaMigitiiaiiiiimtgfBiiaiaiiaiiiiiiiiiiiiKaMiiiDiiiiaaiaiaiiiiiMaiDiiiiii Kristinn E. Andrésson skýrir frá fundi heimsfriðarráðsins og rœðir gildi friðarhreyfingarinnar fyrir frelsisbaráttu kúgaðra pjóða Þrír íslendingar, Kristinn E. Andrésson, Sigríður Eiríksdóttir og Marinó Erlendsson sátu fund heimsfriðarráðsins i Berlín í sl. inánuði. Kristinn og Sigríður eiga, ásamt Halldóri Kiljan Lax- ness, sæti í ráðinu, en Marinó fór sem fulltrúi Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar. Fréttamaður frá Nýja tíman- um bað Krístin að segja nokk- uð af fundinum, og fer frásögn hans Hér á eftir: — Fundur heimsfriðarráðsins stóð dagana 23.—-28, maí, og sátu hann hátt á fimmta hundrað rrianns, meðlimir heimsfriðar- ráðsins og gestir þeirra, frá 65 löndum. Einna fjölmennastar voru sendinefndirnar frá Vestur- Þýzkalandi, Indlandi og Japan. Settu fulltrúar Indlands, Japans og Suður-Ameríkuríkja áberandi svip á þennan fund, auk þeirrl þjóða sem til þessa hafa mesi látið að sér kveða í hreyfing- unni. — Hver voru aðalviðfangsefni fundarins? —> Segja má að fundurinn hafi mest mótazt af tvennum at- burðum, vetnissprengjutilraun- unum og Genfarráðstefnunni. Aðalmálin á dagskrá fundarins voru vetnissprengjuliættan og öryggi þjóðanna. Voru ályktanir gerðar um þau mál, svo og um aukin menningarsamskipti þjóða. — Var ekki margt heims- kunnra manná meðal fundar- manna? — Nefna mætti aðalræðumenn fundarins, en meðal þeirra var enski lögfræðingurinn frægi Pritt, Kuo Mo-jo forseti Vísinda- akademíu Kína, atómfræðingarn- ir Infeld frá Póllandi og Hirano frá Japan, en hann flutti skýrslu um afleiðingar vetnissprengjutil- raunanna og áhrif þeirra í Jap- an; og formaður indversku sendinefndarinnar Sokhey lækn- ir. Skáldin Bertolt Brecht, Jean Paul Sartre og Nikolaj Tikonoff fluttu merk erindi. Áhrifamiklar kveðjur bárust frá Paul Robe- son og Indverjanum dr. Saifudd- in Kitehelew. — Héldu íslenzku fulltrúarn- ir ræður á þinginu? — Þegar rætt var um öryggi þjóðanna flutti ég stutta ræðu, og ræddi þar um vandamálin frá sjónarmiði íslendings. — Hvernig metur þú gildi friðarhreyfingarinnar fyrir ís- lendinga? — Ómetanlegt gildi friðar- hreyfingarinnar er að hún mót- ar almenningsálitið í heiminum, en það þrýstir aftur á ríkis- stjórnir landanna að láta undan kröfum almennings. Einkum er þó gildi heimsfrið- arhreyfingarinnar mikilvægt fyr- ir smáþjóðirnar. Þær eiga vísan stuðning hennar og á þingum hreyfingarinnar og' ráðstefnum geta þær jafnt stórþjóðunum komið fram með sjónarmið sín og túlkað málstað sinn. Mér hefur frá upphafi verið ljóst, að íslandi er hinn mikil- vægasti stuðningur í heimsfriðar- hreyfingimni. Hún er sá vett- vangur, þar sem okkur ber að Professor Joliot-Curie Kristinu Andrésson. flytja ákærur okkar og skýra málstað okkar og frelsisbaráttu fyrir heiminum. Á þeim vett- vangi getum við skapað það alheimsálit með okkur, að það verði ekki mögulegt fyrir Bandaríkin til lengdar að halda okkur í hernámsfjötrum. — Og málflutningur þinn þá í samræmi við það álit? — Á hinum alþjóðlega vett- vangi og hvar sem er álít ég það skyldu mína við land og þjóð að skýra afstöðu okkar til hemámsins og ákæra Bandaríkin fyrir hinar imper- íalistisku aðgerðir þeirra gegn íslandi og hagnýtingu landsins til undirbúnings árásarstriðs á hendur Evrópu. , Á ráðstefnur og þing friðar- hreyfingarinnar koma allsstað- ar að úr heimi, frá hverju landi, forystumenn í frelsis- baráttu og friðarbaráttu þjóð- anna, þeir sem áhrifamestir eru og verða hver með sinni þjóð, og með þvi að kjmna þeim hina hættulegu aðstöðu okkar í hemumdu landi, fáum við al- menningsálit heimsins og sam- úð með okkur i frelsisbaráttu okkar, og þá einnig hjá banda- rísku þjóðinni, sem hatar yfir- gang bandaríkjaauðvaldsins á hendur öðrom þjóðum. Og þó ekki séu margir fulltrúar frá Bandaríkjunum á friðarráð- stefnum, fær bandariska þjóðin allt að vita sem gerist á þess- um ráðstefnum, eftir margs konar leiðum. Og hjá engum hef ég fuhdið heitari samúð með baráttu okkar gegn her- námi íslands en einmitt hjá þeim fulltrúum frá Bandaríkj- unum, sem ég hef hitt.' — Hvað viltu segja frekar um þessa kynningu á málstað ís- landinga? •— Ég tel það skyldu mína að ákæra yfirgang Bandaríkja- anna gegn íslandi, en hins veg- ár hlífist ég alltaf við á erlend- um vettvangi að bera landa mína, ríkisstjórn eða aðra stjórnmálamemi sökum, heldur legg ég áherzlu á að draga fram allt það sem jákvætt er í baráttu þjóðarinnar, svo heim- inum verði kunnugt um að hér lifir þjóð, sem hvað eftir ann- að hefur mótmælt herstöðvum og hernámi, og ber í brjósti sér þrá til að vera frjáls og sjálfstæð. Ennfremur ber einlægt að hafa í huga, að bandaríska þjóðin ber ekki sök á þessum aðgerðum. Þeir sem kúga aðrar þjóðir og leggja þær undir sig eru alltaf verstu kúgararnir við sína eig- in þjóð. Um leið og við erum að berjast fyrir frelsi sjálfra Chaptin. okkar gegn yfirgangi Banda- ríkjaauðvaldsins, erum við að berjast með bandarlsku þjóð- inni, fyrir frelsi hennar. Norð- ur-Kóreuhermennirnir, sem af dæmalausum hetjuskap vörðu frelsi sinnar þjóðar, voru jafn- framt að berjast fyrir frelsi allrar alþýðu Bandaríkjanna, á sama hátt og íbúar Viet-nam nú. — Þú tengir þannig saman friðarbaráttuna og frelsisbar- áttu þjóðanna? — Friður í heiminum og frelsisbarátta þjóðanna er svo nátengt, að ekki verður að skil- ið. Meðan nokkur þjóð er her- numin af annarri eða í ný- lendufjötrum, er friður í heim- inum ekki hugsanlegur. Barátt- an fyrir þjóðfrelsi og friði er því eitt og hið sama og verð- ur að fylgjast að. Einangruð þjóðfrelsisbarátta án skilningf á nauðsyn baráttu fyrir friði á aiþjóðavettvangi kemur ekki nema að hálfu gagni. Ef leys- ast eiga frelsismál hverrar þjóðar er friðsamleg lausn allra alþjóðlegra deilumála lífs- nauðsyn. Mér finnst Íslendingar enn sem komið er ekki hafa gefið þessu nógu mikinn gaum. Okk- ur ber einmitt nauðsyn til að samræma þjóðfrelsisbaráttu okkar hinni alþjóðlegu friðar- baráttu og hefja þar með frels- isbaráttu okkar á hærra stig og gefa henni dýpra innihald. — Er friðarhreyfingin enn að vaxa að fylgi og áhrifum? — Eftir aðeins fimm ára starfsemi er friðarhreyfingin að ná til meginhluta mannkynsins. Að henni stendur allur heimur sósíalismans, Sovétríkin, Kína og önnur alþýðulýðvetdi en einnig Indland að heita má óskipt með Nehru í broddi fylkingar. Auk þess öll frelsishreyfing nýlenduþjóða og undirokaðra í Asiu, Afríku, Suður-Amei<iku, og frelsisöfl þeirra þjóða í Evrópu; ’sem á- sælni og yfirgangur auðvalds- ins knýr fram. Friðarhreyfingin er sterkustu samtök, sem nokkru sinní hafa til orðið á jörðunni, og felst styrkur hepnar einkum í því, að hún mótar almenníngsálít- ið í heiminum með sínum ein- földu kjörorðum, svo sem þeim að það sé á valdi mannkynsins sjálfs að hindra styrjaldir, að öll deilumál milli ríkja megi leysa með samkomulagi, banna verði framleiðslu vetnissprengju dg annarra kjarnorkuvopna og beitingu þeirra í hernaði, kjarnorkuna beri að nota í frið- samlegum tilgangi til að útrýma fátækt í heiminum og skapa mannkjminu farsæld og ham- ingju. Sérstaklega hafa nú síðustu mánuðina vetnissprengjutil- raunir Bandarikjastjórnar vak-- 'ið samvizku mannkjmsins og ýtt af' stáð hreyfingu meðal þjóðanna til að hindra þessar tilraunir. Japanar ög aðrar Asiuþjóðir hafa fyllst sárri reiði, svo að segja má að öil japanska þjóðin, allir stjórn- málaflokkar Japans, heimti að þessum tilraunum, sem ógna lífi alls mannkyns, sé hætt taf- arlaust. — Eru ný viðhorf áð mymd- ast í baráttu friðarhreýfingar- innar? — Með v’etnissprengjunnl hefur í rauninni sú brej’ting á orðið í heiminum, eins og jap- anskur vísindamaður komst að orði á friðarráðstefnunni, að takmörk milli styrjaldar- og friðartíma eru þurrkuð út, og mannkynið er einnig á friðar- tímum í hættu að vera afmáð af jörðunni um árþúsundir. Hlutverk friðarhreyfingarinn- ar sem þess afls, sem mest ér á jörðu hér, er hvi ekki leng- ur einungis það, að vernda Sosíakovitsj. friðinn í heiminum, heldur og líf mannkynsins fyrir endur- teknum tilraunum með vetnis- sprengju og kjamorkuvopn, sem stofna lífi þess á jörðinni í hættu. Og hér er, eins og þýzka skáldið Bertold Brecht komst að orði, mannsandinn sjálfur, samvizka mannkjmsins, það eina afl sem hjálpað getur. Nú stoða ekki lengur hervarnir eða virki eða flugvarnir, ekkert nema mannvitið sjálft, sam- vizka mannkymsins, getur orðið til bjargar. Það er því heilög skylda hvers manns á jörðinni, hvert land sem hann byggir, hvaða stöðu sem hann skipar, hverrar trú- ar sem hann er, að láta rödd samvizku sinnar hejmast, að útskýra fyrir þeim sem hann umgengst þá hættu, sem þjóð- irnar eru nú staddar í, afla sér vitneskju um evðingaraf- leiðingar vetnissprengjutilraun- Framhald á 11. siðu.

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.