Nýi tíminn


Nýi tíminn - 10.06.1954, Side 6

Nýi tíminn - 10.06.1954, Side 6
6) — NÝI TÍMINN — Fhnmtudagur 10. júní 1954 NYl TÍMINN l'tgefandi: Samelnlngarflokkur alþýdu — Sósíalistaflokkurlno. Kitstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson Greinar 5 blaðið sendist til ritstjórans. Adr.: Afgreiðsla Nýja tímans, Skólavörðustíg 19, Reykjavík Afgrelðsla og auglýsingaskrifstofa Skólav.st. 19. Slmi 7500. Áskriftargja'd er 30 krónur á ári. Prentsmiðja Þjóðvlljans h.f. Hvsuær birtast reglarnar? Nú er senn liðinn hálfur mánuður síðan Kristinn Guð- mundsson utanríkisráöherra birti hinn síðborna samning sinn við Bandaríkin, en plagg það var sem kunnugt er .-jafn marklítið og það hefur verið lengi á leiðinni. Og í þokkabót voru ýms fróðlegustu atriði samninganna alls ekki birt þar. Einn kaflinn í plagginu hljóðaði t.d. á þessa leið: ,,Gera skal girðingu um dvalarstaði varnarliðsmanna á Eeflavíkurflugvelli og annars staðar, í pvi skyni að auð- velda hvers konar eftirlit og löggœzlu (p.á.m. tollgæzlu) í sambandi við pessi svæði. Samtímis hefur verið gert samkomulag milli íslenzku ríkisstjórnarinnar og yfirmanns varnarliðsins um á hvern hátt feröir varnarliðsmanna út af samningssvœðum og ferðir íslendinga inn á samningssvœði skuli takmarkaðar eftirleiðis, og gengur pað samkomulag í gildi nú pegar. Er pess að vœnta, að hinar nýju reglur leysi á viðunandi háít pau vandamál sem zippi hafa verið í samskiptum jsiéndinga og varnarliðsmanna á samningssvœðunum og uian peirra. Hafa íslenzk yfirvöld aðstöðu til að sjá svo um að eftir pessum reglum sé farið“. Svo mörg eru þau orð', og almenningur er engu nær um hverjar þær nýju reglur eru sem eiga að „leysa á viðun- ahdi hátt þau vandamál sem uppi hafa veriö í samskipt- um íslendinga og varnarliðsmanna“. Þetta hljóta þó aö vera hin merkustu nýmæli ef orð ráðherrans eiga við ein- hver rök að styöjast og því dularfyllra aö hann skuli ckki flýta sér að koma þeim fyrir almennings sjónir. Auk þess er það alkunna að það er einmitt aöhald al- mennings sem er traustasta eftirlitið með því að reglum sé fylgt. Ef reglur þessar eru birtar mun ekki standa á þjóðinni að hafa eftirlii með því að þær séu haldnar og koma öllum brotum á framfæri. Ef ráðherrann he'fur á- hnga á því að svo veröi, ætti því síður að standa á hon- um að birta reglurnar. Þögnin um reglurnar er hins vegar grunsamleg, enda er reynsla þjóðarinnar af slikum plöggum ekki beisin. Mönnum er t.d. í fersku minni þegar Bjarni Benediktsson íár.n upp þaö snjallræði að láta hermennina fara í borg- araleg klæði áður en þc.ir kæmu í bæinn og þóttist með þvi „leysa á viðunandi hátt þau vandamál sem uppi hafa verið í samskiptum íslendinga og varnarliðsmanna“. Eru hinar leynilegu reglur Kristins ef til vill eitthvert. liliðV stætt bragð? Þannig mun verða haldið áfram að spvrja meðan ráðheirann kýs að fela afrek sín af furðulegu yfir- læiisleysi. „11 draifa Eins og Nýi tíminn benti á 1 upphafi fela samn- ingarnir við Bandavíkin það í sér að ríkisstjórnin hefuv lcfað aö vinna að því að hernámsliðið fái að leggja undir sig Njarðvík, og hefur þessi skilningur verið staðfestur í Tírnanum undanfarna daga. Jaínframt hefur blaðiö reynt á.c lýsa þessu nýja afsali landsréttinda sem hagsbót fyrir Euðurnesin! Það er því ástæða til að rifja upp dóm þessa sarna blaðs fyrir einu ári í umræðum um mælingar Bandaríkjamanna í Njarðvík. Þaö sagði að uppskipun hergagna í Reykjavík „gœti aukið árásarhættuna héf' og því hefði ríkisstjórnin „hvatt herinn til hafnarbyggingar á .Suðurnesjum“. Framkvæmdir hersins þyrftu að vera þannig „að pœr miði að pví að dreifa hættunni frá hinum fjölbyggðustu stöðum, ezns og Reykjavík, ef til stríðs skpldi koma“. Þannig var mat Tímans þá á aöstöðu íbúanna í Njarö- Vik: það átti að fórna þeim í stað Reykvíkinga! Og þessi lysing blaðsins gaf einnig góða mynd af þeirri „vernd“ sem hemáminu fylgir — og er nú ekki lengur bundin við lilíítá landsins, heldur landið allt, eins og reynslan af vetnissprengjunni sannar bezt. Verður Norður-Afrika nfff Indé Kina? Hermdarverk magnast, skœruhernaSur hafinn i frönsku nýlendunum ar voru elcki seinir á sér að 'ffT'kki er að efa að afieiðingar banna alla starfsemi hans og þeirrar ráðstöfunar verða fangelsa forystumennina eða enn magnaðri hjaðningavíg, gera þá útlæga. Marokkóbú- dráp og hefndardráp. Land Cprenging á ráðhústorgi ^ Marrakesh í Marokkó og skothríð í fjöllum Túnis í sið- ustu viku minntu á það a& víðar en í Indó Kína er ný- lenduveldi Frakka að liðast í sundur. I Marrakesli var Auguste Guillaume hershöfð- ir.gi að kveðja áður en hann lét af embætti og fór heim til Frakkiands. Meðan hann var inni í ráðhúsinu ásamt mekt- armönnum staðarins sendi andspyrnuhreyfing iands- manna honum kveðju sína með sgrengju sem grafin hafði verið niður í grasfiöt á torginu og drap og særði yfir 40 manns, flest hermenn úr heiðursverði landstjórans. í Túnis réðust skæruliðar að afskekktum býlum franskra landnema, drápu fimm þeirra og lögðu eld í húsin. Því er víða spáð að brátt geti rekið að því að Norð- ur-Afríka verði nýtt Indó Auguste Guillaume Kína, þar brjótist út allsherj- ar uppreisn gegn Frökkum, sem ráða löndunum Túnis, Alsír og Marokkó með 20 milljónum íbúa. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra eru Márar, einu fjölmennu þjóðirnar sem játa múhameðstrú og ekki hafa enn öðlazt sjálfstæði, hvorki í orði né á borði. Sjálf- stæðisbarátta í löndum þess- um hófst fyrir alvöru i iok heimstyrjaldarinnar síðari og hefur síðan magnazt jafnt og þétt. Frönsku nýlenduyfirvöld- in hafa svarað með valdbeit- ingu jafnframt lítilfjörlegum tilslökunum og árangurinn er sá að skálmöld ríkir bæði í Túnis og Marokkó og í Alsír virð'st ætla að sækja í sama horfið. ]t/farokkó er stærsta og auð- ■*-’*ugusta lahdið af þessum þremur. Þar hefur keyrt um þverbak síðan í fyrra þegar Guillaume landsstjóri rak Sidi Mohamed Ben Youssef soldán fr.í völdum og sendi hann á- samt öllu skylduliði í útlegð, fyrst til Korsíku og síðan til smáeyjar í Indlandshafi. Leppur Fralcka, Sidi Mohamed Een Moulay Arafa, var gerð- ur soldán i lians stað en nýt- ur engrar virðingar. Sjálfstæð Lshre>'fing Marokkóbúa kom fyrst fram í stjómmálaflokki sem nefnist Istiqlal en Frakk- ar eiga þess því engan kost að berjast fyrir kröfum sínum á stjórnmálasviðinu og afleið- ingin er sú sama og af allri nýlendukúgun, ofbeldi er mætt með ofbeldi. Síðan Ben Youssef var rekinn frá vöid- um hefur einn Frakki eða leppur þeirra verið veginn á dag að meðaltali, járnbrauta- lestir hafa verið sprengdar og önnur skemmdarverk unnin. Moulay Arafa, le psoldáni Frakka, hafa verið sýnd tvö banatilræði. Guiilaume laud- stjóri hefur látið handtaka þá menn þúsundum saman sem grunaðir eru uin þátttöku í sjálfstæðishreyfingunni og flytja í fangabúðir en fyrir hvern einn sem er fangelsaður spretta margir upp. iQvipaða sögu er að scgja frá ^ Túnis. ITabib Bourguiba, foringi stjórnmálaflokksins Néo-Destour, sem berst fyr- ir sj-álf3tæði landsins og hef- ur fýlgi alls þorra landsbúa, er fangi á eynni Gaux undan strönd Bretagne. Flestir aðr- ir foringjar flokksins eru Erl end tíðindi einnig í útlegð eða fangelsi. Mannvígum og skemmdar- verkum hefur ekki linnt hin síöari ár. Flestir hinna vegnu eru innlendir lep ar Frakka en franskir landnemar hafa eirmig skipulagt hermdar- verkasamtök, sem nefnast Hvíta höndin og bera ábyrgð á morðum þjóðernissinhaðra Túnisbúa svo sem Fehrat Ilached, foringja verkalýðs- sambands landsins. Bæði í Túnis og Marokkó saka franskir landnemar, sem hafa auðgazt á því að mergsjúga nýlenduþjóðirnar, nýlenduj'f- irvöldin og yfirmenn þeirra í París um að taka á and- spyrnuhrevfingunum með silki hönzkum. Þegnr Pierre Voiz- ard, landstjóri í Túnis, kom frá París í síðustu viku, gerðu landnemar hundruðum saman aðsúg að honum á flugvellin- um. Hafa þeir nú haft það fram að þeim verða afhent vopn úr vopnabúrum franska hcrsins. nemarnir frönsku eru einung- is lítill hluti af íbúum nýlendnanna í Norður- Afríku en þeir hafa fleytf rjómann af landsgæðum og hafa vegna auðlegðar sinnar mikil áhrif á frönsku borgara- flokkana. I Marokkó eru land- nemarnir 400.000 en lands- menn átta milljónir. í Alsír eru hliðstæðar tölur ein millj. og átta milljónir. Þar hafa frönsku landnemarnir sölsað undir sig tvo fimmtu af rækt- anlegu landi og það eru aað- vitað frjósömustu blettirnir. Stórjarðaeigendur í hópi þeirra hafa safnað gífurleg- um auði, því að ko.up innbor- inna landbúnaðai"/erkamanna er um tólf krór.ur á dag. Op- inberar skýrslur nýlenduyfir- valdanna sjálfra frá 1948 bera með sér að 60 af hundr- aði af fjölskyidum Mára lifa í sárustu örbirgð. Af 60.000 opinberum starfsmönnum í Alsír eru 5000 múhameðstrú- ar og af þeim hcpi eru 4998 dyraveroir, götusóparar cða í öðrum lægstu störfunum. Tvær milljónir barna múha- meðstrúamianna eru á skóla- skyldualdri en ekki nema fjórður.gur þeirra á þess kost að ganga í skóla. Kjör Mára í Marokkó eru þó enn verri en í Alsír. Þar eru einnig 2 milijónir barna á skólaskyldualdri en skólar eru ekki til nema fyrir tíunda Ilabib Bourguiba (í miðið) hvert. Þar að auki er kennsl- an á frönsku nema tíu stund- ir á viku, landsmenn fá ekki að nota sitt eigið mál í nein- Framhald á II. síðu.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.