Nýi tíminn


Nýi tíminn - 10.06.1954, Síða 7

Nýi tíminn - 10.06.1954, Síða 7
Fimmtudagur 10. júní 1954 — NÝI TÍMINN — (7 26. júní 1869 — 1. júní 1954 Kveðja írá Sameiningar- flokki alþýðu — Sósíalistaflokknum Martin Andersen Nexö er látinn. Sósíalistísk alþýöa íslands sendir ekkju hans og að- standendum, flokki hans, Kommúnistaflokki Ðan- merkur, og danskri alþýðu sínar innilegustu samúðar- kveðjur. Verkalýður íslands, mun cetíð geyma í hugskoti sínu endurminninguna um skáldið, sem með ómót- stæðilegri hjartans list gaf verkalýðshreyfingu verald- arinnar hennar ógleyman- legu förunauta: Dittu, Mort- en og Pella, er fylgja munu alþýðunni á sigurbraut hennar fram til þess sam- félags mannanna, þar sem allri kúgun stétta og þjóða er útrýmt. Martin Andersen Nexö var jafnt í lífi sínu sem list sú hetja alþýðunnar, er aldrei brást, sem engar ofsóknir fengu bugað, eng- inn áróður villt. Með óvið- jafnanlegu hugrekki beitti hann snjöllum penna sínum alla œvi til þess að boða sósíalismann og frelsi al- þýðu allra landa. Verkalýður veraldarinnar mun ætíð unna þessum mikla sjáanda, af því hann elskaði undirokaða alþýðu mannfélagsins og máttkaði hana og stœkkaði með list sinni. Nú er hún voldug og sterk og sækir fram í farar- broddi mannkynsins til þess mannfélags, er hann boðaði. ísland átti í Nexö alltaf vin, sem skildi frelsisbar- áttu vora og unni þjóðvorri. Þegar hann kom hingað til iands 1909 fann hann með nœmleika skáldsins hvað hér var að gerast: íslend- ingar eru „það sem dásam- legast er alls, þjóð sem er að lifa æsku sína.“ „Við leggjum af stað til þess að koma að sögulegri gröf — og við rekum okkur i þess stað á þjóðarvöggu“ — var dómur hans þá um ísland. Oq með skilningi sósíalist- ans á þjóðfreisiskröfum annarra hvatti hann Dani þá tU að láta að sjálfstœð- ískröfum íslendinaa. Dönsk alþýða kveður í dag einn sinn bezta son. Hún má vera stolt af hon- um. Hann ávann henni virðingu og ást allrar stríð- andi alþýðu heimsins með list sinni og lífi. íslenzk al- þýða vottar henni og virð- ingu sína og samhug. Mar- tin Andersen Nexö treysti einnig með lífi sínu og starfi þau bræðrabönd milli danskrar og íslenzkrar al- þýðu, sem aldrei munu bresta. Martin Andersen Nexö er látinn. hans í opinberri veislu í Osló fyrir tuttugu og fjór- um árum, þar sem svo axl- aðist til að við urðum sessu- nautar; einsog ég sá hann fyrst hef ég altaf séð hann síðan. Seinna jókst í þessa mynd á friðarþíngi í Am- sterdam 1932, á ferðalagi yfir Evrópu í samfylgd hans, marga glaða stund í hópi sameiginlegra vina í Kaupmannahöfn eða í gesta- boði heima hjá sjálfum hon- um á Sjálandi, á þjóðhátíð í Moskvu; semsé, margra ára vinátta, þar sem hann var gefandi en ég þiggjandi, stuðlaði að því að fullgera þessa mynd, hann eldri starfsbróðir, ævinlega reiðubúinn að koma til liðs við ýngra mann og greiða götu fátæks vinar með handtökum sem reyndar hvergi finnast bréfuð, en mun af þeim sem þar naut góðs verða minst í þökk meðan ævin treinist. Á áttatíu ára afmæli hans, sem minst var í al- þjóðlegri veislu í Moskvu 1949, sagði Jack Lindsay svo í ræðu sinni, að eing- lendíngar hefðu ekki kynst Martin Andersen Nexö af því að lesa bókmentasíð- ur fyrirmyndardagblaða, heldur fyrir tilverknað^ verklýðshreyfíngarinnar. Að því sinni hafði ég þann heiður að koma fram með þá athugasemd, að ef ein- Martin Andersen Nexö En hvar sem smælinginn enn á um sárt að binda, mun rödd hans hljóma, per- sónurnar, sem hann skóp, hvetja til baráttu fyrir betra og fegurra lífi. Og hvar sem alþýðan öðlast völd, mun hún geyma minninguna um hann sem einn af þeim beztu, er braut hennar ruddu. Svipmót ættarhöfðíngja, — mér er í fersku minni hin viðhafnarmikla persóna hver spyrði mig hversu skáldsögu skyldi gera á vorri tíð, mundi ég svara: leitið fyrst skilníngs á frumatriðum mannlegs fé- lags og lærið hið skýlausa boðorð mannlegs samneytis, einsog Martin Andersen Nexö, og verið aldrei frem- ur en hann útlendíngar gagnvart hinu heita hjarta mannkynsins; og mun sá öðrum fremur ná áheyrn alþýðu manna um heim all- an, og fólk ekki aðeins lesa bækur hans, heldur og skilja slíkan höfund og Nexö í hópi barnanna er léku í kvikmyndinni sem gerð var eftir sögu hans, Dittu Mannsbarni. unna honum. Vera má að þessum bókum verði eigi á loft haldið sem æsilegum tíðindum í bókmentadálk- um stórblaða, en þó mun þar koma að gagnrýnendur sjái sig til knúða að kynn- ast slíku verki, nema það og læra að auðsýna því virðíngu — þó ekki væri nema vegna þess að það hefur reynst vera bók- mentir þjóðarinnar, bækur áls heimsins, á þeim sama degi og flestar hinar æsi- legu bókmentanýúngar fyrirmyndardagblaða hafa eignast blífanlegan sama- stað í glatkistunni. Þú öflugi stríðsmaður fyrir málstað hinna af- skiftu, ættarhöfðínginn meðal þeirra höfunda sem aðhyllast framvindu mann- kyns, elskaði háttvirti vinur minn og meistari, innilegar kveðjur og þakkir. Halldór Kiljan Laxness. H. K. L. ritaði grein þessa handa Landi og fólki vegna 85 ára afmælis Nexös, sem átti að halda 26. júní, en að kvöldi þess dags er greinin var samin og send á stað, barst andlátsfregn skáldsins. Afi Martins Andersens Nexös klauf eldspyturnar sínar í tvennt, að þær ent- ust honum helmingi leng- ur en ella. Svona var hann fátækur. Sonarsonur gam’a rrannsins virtist heldur ekki eiga margra kosta völ í æsku. Svo rætt- ist þó úr að, hann varð einn mestur sigurvegari aldar sinnar. 1 dag, þegar hann er borinn til grafar, mun hjarta alþýðu manna vítt um heim slá hcift og þungt við kistu hans Hann var sá maður er um daga sína varpaði einna skær- ustu ljósi á líf þeirra sem þurfa að kljúfa eldsnvturn- ar fyrir fátæktar sakir, um leið og hsnn leitaðist við að vekia þá til vitundar um aö það væru nógar eld- spýtur í heiminum handa okkur öllum. Hann naut æ vaxandi fylgdar í lííinu —• og hugir okkar munu fjöl- menna í hinatu för hans í dag. Það er ekki nóg að hug- sjónin hafi einhverntíma orðið til, ef enginn er síð- an til að túlka liana og berjast fyrir henni. Scsíal- isminn er boðskapur um hamingjukosti hins ó- brotna manns, um gildi hans — og um vald hans er vex af baráttu. Áður en þjóðfélaginu verði skipað eftir hagsmunum og þörf- um fjöldans verður að fara fram mikið vakningarstarf meðal hans. Hinum lang- kúgaða þegni verður að gerast ljóst manngildi sitt. Þaö er þetta vakningar- starf er Martin Andersen Nexö vann. Skáldskápur hans allur á sér vettvang meðal alþýöunnar. Hann er, ásamt Maxím Gorkí, mesta skáld sem öreigarnir hafa eignazt cskipt á þessari öld. Þeir borgaralegir menntamenn, sem einkum leggia fyrir sig að rita um bækur og höfunda, hafa ekki gert sér tíörætt um Martin Andersen Nexö og skáldskap hans. Þeim þyk- ir hann of pólitískur og of fábrotinn, hugarneimur hans ekki nógu myrkur, sálarstríð höfundarins ekki nógu afskaþlegt, og guð minn gcður: það eru eng- ar geðflækjur. Sjúkleikur- inn er efirlætisviöfangs- c-íni þeirra. Og þaö er rétt: Martin Andersen Nexö var frarnar öllu heilbrigður maður, og það lýsir sér í h’í rg hann var í sam- hljóman við framsóknaröfl tímans. Skáldskapur hans er gæddur hinum sannar- lega einfaldleik, eins og höfuðlínur framþróunar- innar eru einfaldar og ljós- ar þeim er virðir þær fyr- ir sér ótrufluðum augum. Framh. á U. síðu.

x

Nýi tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.