Nýi tíminn - 10.06.1954, Síða 11
■ ---—------Fimmtudagur 10. júní 1954 — NÝI TÍMINN.'— (11
MARTIN ANDERSEN NEXÖ
Mgaraland
Framhald af 9. síðu.
keisarar að láta þeim í té
lönd og óðul.
IV.
Búlgarar gerðust brátt
menntaðir og allvel kristnir.
Svo segir Gibbon í riti sínu
„Hnignun og hrun rómverska
keisaraveldisins“ um Búlgaríu
á stjórnarárum Semjóns (S93-
927) að hún „hófst til t’gnar
á moðal siðmenningarþjóða
heimsins“, en Formósus páfi
viðurkenndi Semjón sem keis-
ara og einvaldsherra „allra
Búlgara og Grikkja“, enda
náði veldi hans allt til Adría-
hafs. Mælt er að Semjón hafi
í æsku vanist múnklífi; kveða
sagnar'.tarar hann hafa verið
konungsættar, en að hann
hafi ungur verið til mennta
settur í Miklagarði, og numið
þar mælskulist Demosþeness
og syllógisma Aristóteless.
Eigi er nú vitað hversvegna
Semjón lét munkakufl fyrir
konungsskrúða, en þó ao hann
muni í flestu hafa verið líkur
Gissuri b:skupi ísleifssyni er
ckki víst að hann hefði náð
jafn miklum árangri í heilag-
leika sem hemaði. Semjón er
á fornum bókum nefndur
Hálfgrikki að aatt, en ekki
rann honum blóð til þeirrar
skyldu, því að fáir léku
Grikki verr í stríði en hann.
Um Miklagarð settist hann og
þvingaði keisarann til samn-
inga við sig, og sagði einn
upp kosti. Fyrir daga Sem-
jóns höfðu konungar Búlgara
kallazt „knés“ á máli lands-
ins, en hann tók fyrstur upp
tignarheitið „tsar“ (keisari),
og Miklagarðskeisarar hétu
að ávarpa hann og eftirmenn
hans keisaraheitinu „basíl-
eus.“
Eftir daga Semjóns hnign-
aði ríki Búlgara og lá það
alllengi berskjaldað fyrir ýms-
um árásum. Hófst þó brátt
Framhald af 5. síðu.
anna, kunngera þær öllum,
komast sjálfur í skilning um
það sem er að gerast, veita
öðrum fræðslu og vekja sam-
vizku þeirra sem sofa.
— Hvað er þá helzt til ráða?
— Hver þjóð verður nú að
rísa upp og láta rödd sína og
mótmæli heyrast, knýja stjórn-
málamenn sína til aðgerða,
beita áhrifum sínum á hvern
félagsskap, ,sem mepn eru
í til að heimta tafarlaust
bann við framhaldi þessara
glæpsamlegu tilrauna, heimta
að stórveldin komi sér saman
um slikt .bann og komfð sé á
ströngu alþjóðlegu eftirliti með
framkvæmd þess.
— Svo aftur sé vikið að
fundi heimsfriðarráðsins í Ber-
Hn. Hér hafa verið fluttar frétt-
ir af friðarverðlaunum.
— Já, friðarhreyfingin veitir
í ár tvenn friðarverðlaun, rúss-
neska tónskáldinu Sostakovitsj
og Chaplin, kvikmyndamannin-
um fræga. Var Sostakovitsj á
þinginu, en Chaplin hefur á-
kveðið að gefa verðlaunin til
friðarstarfs í London, Vín og
Genf.
— Hverjir sáu um fundinn
í Berlín?
— Það var þýzka friðar-
vegur þess að nýju, og mun
hagsæld þess hafa einna mest
orðið á miðölöum í stjórnar-
tíð Ivans Asen n. (1218—
1241). ívan þessi er talinn
hafa verið réttlátastur stjórn-
andi Búlgaríu hinna fyrri
konunga, siguveæll herstjóri,
en mildur og mannúðlegur
landsstjórnarmaður. Um hans
daga stóðu vísindi, listir og
bókmenntir með miklum
blóma í Búlgaríu. Segja má
að bókmenning Búlgara hvíli
mjög á þeim grunni sem þá
var hlaðinn, eins og ritlist
vor hvílir á undirstöðu Sturl-
ungaaldar, en þeir Snorri voru
mjög jafnaldrar og létust
sama árið. Af ferðabókum og
annálum krossfara má ráða
að menning Búlgaríu hefur um
þessar mundir fyllilega staðið
menningu Vesturlanda á
sporði.
Happtaitii Baxitaspítaia-
sjóðs
Hinn 10. maí var dregið í
happdrætti því, er kvenfélagið
Hringurinn efndi til, til ágóða
fyrir Barnaspítalasjóðinn, og
komu þess númcr upp:
1. Málverk eftir Kjarval 8001
2. Málverk eftir Jóh. Jóh. 6518
3. Þvottavél .......... 10764
4. Flugfar til Hamborgar 338
5. Gólfteppi (inaverskt) 14053
6. Radering eftir Baron .. 7397
7. Broiler rafmagns-
steikarofn ........... 8451
8. Hárþurrka ........... 4960
9. Strokjárn ........... 6519
10. Kökuspaði (ítalskur) 4157
Vinninganna má vitja í verzl-
unina Aðalstræti 4, h.f.
Eina mínítu at
dauða, takk!
Vín er selt í minútum í Douala
í Frönsku Kamerún í Vestur-
Afríku. Viðskiptavinurinn fær
eins mikið og hann getur sogið
á tilsettum tíma um gúmmí-
slöngu frá vínámunni.
nefndin, og var öll skipulagn-
ing fundarins framúrskarandi
og móttökur fulltrúa og gesta
hinar beztu. Borgarstjóri Ber-
línar, Ebert, setti fundinn, og
forseti þjóðþingsins og mennta-
málaráðh. buðu fundarmönpum
til veizlu. En ógleymanlegast af
því sem utan fundarins bar
fyrir okkur í ferðinni var há-
tiðasýning sovétbállettsins, sem
staddur var í Berlín. Var það
stór flokkur beztu balletlista-
manna frá Moskvu og Lenín-
grad, þeirra á meðal Galina
Úlanova, Natalía Dúdinskaja og
Konstantín Sergejeff. Þarna
voru með þau Issakova og
Kúsnetsoff, sem hingað komu
í fyrra.
Var flokkurinn undir stjóm
Sergejeffs, en tónlistarstjóri J.
F. Fajer. Sýndur var 3. þáttur
Rómeu og Júlíu eftir Prokofieff
og þættir úr fjölda verka, bæði
klassiskum og nýjum. Er varla
haegt að hugsa sér að lengra
verði komizt i þessari listgrein
en þarna var sýnt.
— Hvað er helzt framundan
í friðarhreyfingunni?
— í undirbúningi er að al-
þjóðlegt friðarþing verði í
Stokkhólrni í sumar og alþjóða-
þing. rithöfunda í janúar næsta
ár í París.
Framhald af 7. síðu,
Meö’ þessu er ekki gefið’ i
skyn aö skáldsögur Nexö
séu pólitísk stefnuskrárrit.
Á það verður ekki lögö
nógsamleg áherzla aö hann
var sannarlegt skáld, einn
þeirra seyi fæddir eru und-
ir stjörnu náðarinnar. Sög-
ur hans eru þesskonai
skáldskapur sem hjálpar
okkur til aö skilja lífiö
betur en áður: manninn
og baráttu hans. Honum
auönaöist aö túlka þannig
veruleik hinna umkomu-
lausu í þjóðfélaginu, líf
þeirra í örbirgö og sulti, í
Ijósum draumi og jákvæöri
baráttu, að þeir þekktu
sjálfa sig í perscnum hans
hvar sem bækur han's fcru
Fyrir kunnáttu síná að
leið'a hið almerinp af hinu
sérstaka er hann eirin víó-
lesnasti höfundur aldar-j
innar; verk hans heyrir
fyrir lcngu til þeim heims-
bókmenntum er skrifaöar
hafa verið síðastiiöin sex-
tíu ár. Þau hlutu kraft
sinn, fyllingu sína, af veru-
leik fólksins eins og hann
brann á hans eigin skinni í
æsku, eins og hann sá
hann síöar björturn hug-
sjónaaugurn símim. Hon-
urn var ekki annað hug-
leikið en ef.Í3 alþýðumann-
inn til baráttu fyrir rétti
sínum og hamingju. Verk
hans varö einfalt eins og
frumlögmál þeirrar bar-
áttU' —cr gegnsætt eins óg
andrúmsloftið og stjörnu-
djúpið.
Hann varð gamall mað-
ur aö árum. Fyrir löngu
átti hann þess kost að setj-
ast í helgan stein og kalka
þar á friðstóli. Ölgeröar-
menn og aðrir máttarstólp-
ar dansks þjóöfél. mundu
þá hafa linnt rcgi sínum;
og nasistar hefðu kannski
ekki taliö ómaksins vert aö
stinga honum í tugthús lif-
andi dauðum. En hann gat
aldrei litiö svo á aö verki
sínu væri lokiö — fremur
en baráttunni; þessvegna
kaus hánn sér hlutskipti
Rickaxd Beck
Framhald aí 2. síðu.
þeirrar innan háskólans, sem
hefur á hendi kennslu í norræn-
um frseðum.
2 hæstavéttavrtómarav af
5 íslenzkir
Richard Beck eat þess í gær í
sambandi við frama Vestur-ís-
lendinga að nýlega hefði Nels
G. Johnson verið skipaður dóm-
ari hæstaréttar í ríkinu Norður-
Dakqta. Ættu þá tveir íslending-
ar, báðir fæddir á íslandi, sæti
í dómstólnum, en dómarar þar
eru alls fimm. Hinn hæstarétt-
ardómarinn af íslenzku bergi
brotinn er sem kunnugt er Guð-
mundur Grímsson, en hann hef-
ur gegnt þ.ví starfi lengi.
Einnig má geta þess að Vest-
ur-íslendingur, Ásmundur Ben-
son að 'nafni, var nýlega út-
nefndur héraðsdómari í Norð-
ur-Dakota, en það er samskonar
ernbætti og Guðm. Grímsson
hafði á hendi áður en hann var
skipaður dómari hæstaréttar.
eldhugans unga allt til
loka: aö fara fremstur í
fylkingu, standa óhvikull
á varðbergi tímans. Hann
óskaöi þess ekki aðeins í
leynum hjarta síns aö rétt-
ur mætti ríkja og mannleg
viröing vaxa, heldur stríddi
hann fyrir þær hugsjónir
tii efsta dags. Hann nam
ekki nauösyn réttlætis af
bókum, heldur af sínu eig-
in lífi: af sulti og kröm
æsku sinnar, af óhamingju
hinna örbirgu. Vitund hans
var samvitund hins kúg-
aða lýös um allar álfur. Aö
eins bar hann giftu til aö
ljá mál hugsunum hins
nafnlausa fjölda er um
aldir kraup þögull í myrkr-
iriu. Aðeins gæddi hanii ör-
lögum liina örlöglausu
farþega auöu sætanna. Að-
eins tókst honum aö’ túlka
framþróun samtímans —
Framh. af 6. síðu.
um skiptum við frönslu: yfir-
völdin. Funöafrelsi, félaga-
frelsi og prentfrelsi er ails
ekki til í landinu. Engin refsi-
löggjöf er tii, dómsvaldið er
í höndurn hreppsstjóra sem
Frakkar ski'a og þurfa ekki
að fara eftir öðru en geð-
þótta sínuxn og vilja nýiendu-
stjórnarinnar. Níu af hverj-
um tíu Máimm kunna livorki
að lesa né skrifa, einungis
tólf Márar hafa átt þess
kost að afla sér læknis-
menntunar og innbornir verk-
fræðingar eru jafn margir.
1 hópi 45.000 opinberra starfs-
manna eru 60 Márar. Þeir
fáu sem tekst að afla sér æðri
menntunpr fá alls ekkert að
starfa í lieimalaudi sínu.
Tilslakanirnar sem Frakkar
hafa boðið íbúum nýlendn-
anna í Norður-Afríku eru svo
lítilfjörlegar að þeim hefur
verið hafnað. Oft eru þær iíka
verri en engar, til dæmis er
það föst regla að frönsku
landnemarnir, sem allstaöar
cm margfalt færri en Márar,
eiga að hafa helming fulltrúa
í bæjar- og sveitastjórnum.
Marokkómenn áttu að t'á að
ganga í verkalýð3félög að þvi
tilskildu að allir stjórnendur
þeirra væru Frakkar. Þar sem
leyfa átti sveitastjórnarkosu-
ingar með mjög takmörkuðum
kosningai-étti. áskildi nýlendu-
stjórnin sér rétt til að velja
frambjóðendurna. Aðalástæð-
an til að Ben Youssef soldán
var sendur í útlegð var að
liann neitaði að undirrita til-
skipanir um þessar „réttar-
bætur“. Márar í Marokkó og
Túnis hafa líka dæmið fi'á
Alsír fyrir augumun. Eftir
blóðug átök í borginni Con-
stantine á sigurdaginn vorið
1945 þar sem um hundrað
Frakkar og allt að 30.000
Márar voru drepnir, varð.
frönsku stjórnarvöldunum það
ljóst að eitthvað þurfti að
gera. Þingið í París setti lög
sem veittu Alsír fylkisþing
kjörið ,í almennum kosningum.
Nýlendustjórnin liefur séð
um það »ð utan stærstu borg-
anna eru þessar kosningar
ekki annað en skrípaleikur. 1
kosningumun 1951 kusu til
þau öfl sem bera heiminn
fram á við. Mannhygöin
var sterkasti þáttuiinn í
list hans og lífsskoöun.
Sósíalisminn var honum
sigurleið mannhygöarinn-
ar.
Martin Andersen Nexö
var einn af stórmennum
aldarinnar. Nú er hann
fallinn í valinn. Það' er sem
snöggvast hafi slegið þögn
á streng 1 brjósti manns,
eins og stundum verður
þegar sólin hnígur á kvöld-
in. En það þýöir ekki aó’
deila við náttúrulögmálið
— og raunar lýtur Martin
Andersen Nexö og verk
hans sömu lögum og sólin
okkar í mánuðinum sem
hann fæddist og dó: þó
hún sé hnigin bakvið fjöll-
in heldur hún áfram aö
loga í skýjum himinsins.
Og kvöldroðinn og morg-
unroöinn eru sama bálió.
dær/ús 800 af 300 á kjörskrá
í Boudjcrba og 862 af 372 á
kjörskrá í Bibans. Frönsku
landnemar’iir eru hinir hreýkn
ustu og skýra hverjum sem
heyra vill frá því, hvernig
þessum frábæra árangri er
náð. Þeir ráða öllum kjör-
stjórnum og sjá um að englnn
trúnaðarmaður frambjóðenda
fær að fylgjast með kosning-
unni. Kosningin er ekki höfð
leynileg. Áður en kjörfundur
hófst var búið að fvlla kjör-
kassana af merktum kjörseðl-
um í Orléansville, Blida, Cher-
chel og Attaba. Skipt var um
kjörkássa eftir að kjörfundi
lauk í Sidi-bel-Abbés, Saida
og Ain-Bessen. Frá þessum
kosningafölsunum og grúa
annarra hefur verið skýrt í
frönskum blöðum en stjórnar-
völdin láta landnemana fara
sínu fram.
pssi reynsla hefur sann-
fært alla hugsar.di Mára
um að þelr geta ekki vænzt
neins af Frökkum. Þeir hafa
séð trúbræður sína í Lybíu,
■ sem langtum fmmstæðari
þjóð byggir, öðlast sjálfstæði.
Ósigrar Frakka í Indó Kína
í hafa sanafæ.r.t þá um að
franska nýlenduveldið er kom-
ið að fótum fram. Eftir upp-
gjcf franska setuliðains í Di-
enbienphu varð áberandi
aukning 4 skemmdarverkum
í Marokkó og Túnis. Nú er
farið að vopna frönsku land-
nemana og hlýtur það að
verða til þess að blóðsúthell-
ingarnar aukaat enn. Ekkert
nema gagngerð stefnubreyt-
ing Frakka gagnvart nýlendu
þjóðunum getur forðað því að
uppúr sjóði í Norður-Afríku.
Ymsir heztu synir Frakklands
hafá varað þjóðina við þeim
hörmungum sem skammsýn
stjórnarvöld og eigingjarnir
landnemar eru að kalla yfir
frönsku nýlendurnar í Norð-
ur-Afríku. Hver ríkisstjórnin
af annarri hefur virt orð
þeirra að vettugi. Núverandi
stjórnendur Frakklands ætla
að taka sér til fyrirmyndar
hinn gæfusnauða Frakkakon-
ung, sem gat ekkert lært og"
engu gleymt og var líka
steypt af stóli í byltingu.
M.T.Ó.
Baráttan fyrlr fríSi
Bjarni Benediktsson.
yerður N-Afríka nýtt Indó Kíua?