Nýi tíminn


Nýi tíminn - 09.09.1954, Page 3

Nýi tíminn - 09.09.1954, Page 3
Fimmtudagur 9. september 1954 — NÝI TÍMINN — (3 Fimmtm § ur 1. sept. sd. Guðmundur Böðvursson shitld á Mirhfubóli DFT koma nú þær stundir að maður situr dapur í skuggan- um og spyr sjálfan sig: hvað verður um mín föðurtún? hvað verður um mínar hundr- að og fimmtíu þúsundir? Sú hliðin er að okkur snýr á heimi þeim hinum stóra sem nú blasir opinn við sýnist svo váleg að við fyllumst ugg. Okkur dámar ekki að þeim hervirkjum sem framin eru á landi og lýð, eigi einungis hið ytra, heldur og hið innra, eigi einungis af ókunnugum vopnaþrælum, heldur og heimagerðu málaliði. Og okk- nr þykir sem eigin kynslóð sé í senn gírug og sljó, en hin sem við á að taka upp- skafin og kærulaus. CEn allt í einu kveður í runni, kvakar í mó. Og sam- stundis verður okkur ljóst að þrátt fyrir allt er hin sanna rödd hólmans enn sjálfri sér lík: fögur og mild og ósigr- andi. Við verðum þá þess full- viss að þegar skothvellirnir á Suðurnesjum eru löngu þagnaðir heldur kvak þjóðar- brjóstsins áfram að óma uppi í Hvítársíðu. Og við neitum því algerlega að Guðmundur skáld og bóndi á Kirkjubóli sé orðinn hálföldungur. Við segjum hann sama óskabarn tungu okkar og sögu og þeg- ar, hann kvaddi sér hljóðs í fyrsta sinn. Við skynjum hann í sveit hinna ótíma- bundnu snillinga — og hvergi nema þar. Einhverntíma festi vinur vor og frændi þá meginreglu á bók að sveitamaðurinn væri ævinlega aumt skáld — hins- vegar væri hann það sem öll- iim skáldum er meira: yrkis- efnið par excellence. Síðast skal því neitað að Guðmundur Böðvarsson sé hið dýrðlegasta yrkisefni. En er hann þá aumt skáld? Eða er hann kannski ekki sveita- maður eftir allt saman? Nú veit maður ekki betur en að hann hafi alið allan sinn ald- ur heima í sveitinni sinni, að stórborg þroskaára hans hafi verið Gilsbakki, auk þess sem einhverjar hulduborgir kynnu að hafa dulizt í nágrenninu. Eigi að síður getur vart þann kvæðamann á okkar tíð er skynji umhverfi sitt, landið, náttúruna, af öllu dýpri \>g frjósamari víðskyggni en hann. Fáir standa sjálfstæð- ari gagnvart hinni elskuðu fegurð heimahaganna. Fáir fjær pukrinu, ofar asklokinu. Sannast þá hér sem oftar að engin regla er án undantekn- inga — og mætti margt um þessa undantekninguna segja. En að ræða skáldskap Kirkjubólsbóndans í fárra lína afmæliskveðju tekur ekki tali. Allt frá því er sólin kyssti hann í augsýn alþjóð- ar fyrir nær tveim áratugum, stokkinn því nær alskapaðan út úr höfði guðsins, hefur liann verið yndi og eftirlæti allra þeirra er ljóðum unna á íslandi — og mun þó enn betur verða ef allt skeikar að sköpuðu. Og enda þótt list hans sé hefðlæg bæði að eðli og gerð, þá er hún jafnframt svo sönn bg hrein og persónu- leg að hún mun jafnan geym- ast ný meðan mold og manni er unnað af falslausu hjarta, hvort heldur í sveit eða borg. Einu gildir hvort Guðmund- ur Böðvarsson stillir lýru sína til samleiks við hinn fyrsta þyt vordaganna ellegar angur og fölva síðsumarsins: við hittum okkur sjálf í spili hans — finnum að þetta er tónninn sem alltaf bjargaði þegar annað þraut. Við vitum að hvað sem á dynur muni þetta skáld lifa og stríða í sínu föðurtúni, sínum hundr- að og fimmtíu þúsundum. Og það veitir okkur nýtt þrek til að standa upp og ganga út í sólskinið. Þegar við því í dag biðjum skáldbóndanum bless- unar og langrar starfsævi, þá erum við raunar að biðja fyr- ir okkur sjálfum. Jóhannes úr Kötlum. Það byrjar með endurminn- ingu. Síðan eru nú liðin sex- tán ár. Við vorum í vegavinnu þá um vorið, og um tíma stóðu tjöld okkar rétt hjá Hvannár- bænum. Eitt kvöldið sem oft- ar fórum við hestastrákarnir heim í Hvanná til að hlusta á útvarpið og huga að les- efni. Þá var þar komið nýtt hefti Dvalar. Þar voru jafnan skemmtilegar sögur og fyndn- ar skrýtlur, og ég fékk heft- ið lánað út í tjaldið það kvöld. En svo fór þó að það urðu hvorki sögurnar né skrýtlurnar sem bundu hug minn þar í tjaldinu, heldur ljóð eftir skáld sem ég minnt- ist ekki að hafa heyrt getið áður. Ljóðið mun hafa nefnzt Brot úr kvæði um Þyrnirós, og ég hef ekki getað gleymt lokaerindinu í sextán ár: Og þeir heyra £ hafsins niði hrópað, þegar sólin slun, þegar hrannir þeyta löðri, þeg:ar reiður stormur hvin: Þymirós í sali sínum sefur enn, — og bíður þín. Hreimur þessa ljóðs stakk mjög í stúf við kvæði þess skálds er ég hafði þá um tíma legið flatari fyrir en nokkru öðru skáldi fyrr og síðar (ef manni leyfist að blanda sinni eigin persónu frekar í upphaf þessa máls). Það kvað við ný rödd, og þurfti hún að vera þeim mun skærari sem hún var ólíkari þeim er mað- ur hafði einkum lagt hlustir við til þess dags. En það var þó ekki síður boðskapur þessa ljóðs sem fann hljómgrunn i ungu hjarta þar á Jökulsár- bökkum: Þyrnirós í sali sín- um / sefur enn, — og bíður þín. Það vár fyrirheit karls- syni að hann æ'tti allskostar við lífið, . honum kynni að falla í skaut hin æðsta ham- ingja. Síðan eru liðin sextán ár, og höfundur þessa ljóðs hefur fylgt manni síðan. Hann heitir Guðmundur Böðvarsson. Fimmtugsafmælið hans er í dag. Nú liggja bækurnar hans fimm hér á borðinu: Kyssti mig sól, 1936; Hin hvítu skip, 1939; Álfar kvöldsins, 1941; Undir óttunnar himni, 1944; Kristallinn í hylnum, 1952. Það er orðin allmikil upp- skera, og segir þó magnið lít- ið til um gæði hennar. Þessi óskólagengni bóndi í Hvítár- síðunni hefur í átján ár stað- ið iafnfætis hverju hálærðu skáldi á íslandi, og hvorki látið listrænan hlut né mann- legan sannleik fyrir neinum. Þó hefur vissulega ekki verið við aukvisa eina að jafnast. Raddir eru uppi um það að íslenzkir ljóðhöfundar þess- ara ára séu ekki jafnokar þeirra er hæst risu á fyrri tíð. Um slíkt er fánýtt að deila; og á það verða naum- ast bornar brigður, að síð- ustu áratugina tvo hafa fleiri menn ort fögur kvæði á ís- landi en fyrr. Landamæri ljóð- málsins hafa færzt út. Is- lenzk ljóðhefð er svo heima- rík og orðin svo kröfuhörð að það er aðeins á fárra færi með hverri kynslóð að sækja fram í sjálfa brjóstfylking- una á vegum hennar, hvað þá standa þar jafnlengi og Guðmundur Böðvarsson. Hann hefur leyst hvern þann vanda, um form og efni, sem önnur samtímaskáld hans hafa leyst. En hann hefur forðazt þær gildrur sem ýms þeirra hafa fallið í. Hér hafa verið á baugi kenningar um listina fyrir listina, og sum skáld okkar spillt verkum sínum með of einhliða listdýrkun sem hefur fengið hinztu rétt- lætingu í myrku hjali eins og því að kvæði skuli ekki merkja, heldur vera. Guð- mundur Böðvarsson hefur ekki í eitt skipti hrasað um þann stein. Honum hefur allt- af verið mest í mun að segja hug sinn allan. Árangurinn er sá að hann er alveg sér- staklega það skáld sem manni finnst alltaf segja satt. Ein- lægnin og hreinskilnin er ó- brigðult aðal kvæða hans. Og ég held hann hafi aldrei orð- ið andvaka yfir ,,listrænum“ vandamálum. Þó er hann meiri listamaður en flestir aðrir. Fegurðarþrá hans hef- ur kristallazt í verki hans, fegurðarskyn hans hefur hvarvetna hönd í bagga. Þess- ar fimm bækur á borðinu eru vitni einhverju bezta hjarta sém á íslandi slær nú um stundir. Guðmundur Böðvarsson hef- ur oft saknað hins liðna I kvæðum sínum, horft upp á það dapur hvernig tíminn fer án þess hans sjái stað. Draumur og þrá eru einhver algengustu orð í ljóðum hans, og tregi er tíðum höfuðefn- ið í andrúmslofti þeirra. Mað- ur kemst ekki hjá því að hugsa sem svo að skáldinu hefði verið í lófa lagið að fá bólstað í íílabeinsturninum, þar sem sorglegar kenndir ' 1 ' fi * > C1 j ■ • eru dýrkaðár ófar öllum hlut- um og ekki bórið við að koma gleðilegum efnum fram — hryggðin er svo þægileg. En hér er komið að meginmáli í skáldþróun Guðmundar Böðv- arssonar: hann hefur orðið æ opinskárri um tíðindi aldar- innar, látið heimsviðburðina bæði á Islandi og annarstaðar æ meira til sín taka. Þetta skáld hins milda trega býr líka yfir geðríki til að kveða yfir hausamótum þeirra sem vítt um álfur fara með stríði á hendur friðsömu fólki, þeirra sem hér á landi hafa gert sér atvinnu úr því að „tengja vor örlög við eyðing og dauða, / þau óhæfuverk sem lögðu oss í hlekkina forð- um“. Og er það ekki einmitt fyrir þennan þátt verksins sem Gucmundur Böðvarsson. er okkur dýrstur drengur eins og sakir standa? Það finnst oft á að Guð- mundi Böðvarssyni þykir lít- ið til afreka sinna koma: „Svo vinnist þér á morgun / það sem vannst ei mér í dag“. Fyrir sömu sakir hefur hann stundum velt fyrir sér þeirri spurningu, hvort honum hefði ekki orðið meira úr sjálfum sér ef útþrá hans ung hefði fengið svölun. I staðinn hef- ur hann dvalizt í sveitinni sinni alla ævi — í nánu sam- lífi við landið, náttúruna. Og það er eðlilegt að hér sé spurt af hvaða lindum hann hefur einkum drukkið í list sinni, hverjar eru þær bæjar- dyr þaðan sem hann hefur skoðað heiminn. Og svarið liggur í augum uppi: náttúr- an er höfuðaflvaki ljóða hans, frá bæjardyrum landsins sér hann fólkið. Ég man til dæm- is í svipinn eftir einu sögu- legu kvæði: Tvær hæðir — og það er nær samfelld náttúru- lýsing. Aðrir Ijóðhöfundar gista náttúruna öðru hvoru, hverfa síðan á braut, sakna hennar í borginni og yrkja til hennar sorgarljóð í hryggð- inni. En Guðmundur Böðvars- son stendur í sjálfu ríki hennar, með fjall að baki og elfu frammi — hollvinur sólar- innar, enda á hann gras sitt undir geislum hennar. Um landið liggur leið hans til þjóðarinnar, utan úr náttúr- unni kemur hann til fólksins á jörðinni. Og þess ber að minnast að vegur hans er þeim mun meiri en margra annarra sem hann liefur jafn- an haft færri ráðgjafa þar í dalnum en hinir sem í fjöl- menni búa. Hann hefur fyrst og fremst orðið að ráðgast við samvizku sína, þar sem aðrir hafa notið fjölvísra vina að auki. Hvergi hefur það orðið ljós- ara en í Fylgd, því kvæði er síðustu árin hefur verið ann- ar þjóðsöngur íslendinga, hvernig landið er guðspjall og texti Guðmundar Böðvarsson- ar. Skáldið leiðir við hönd sér lítinn dreng „upp með ánni“. Útsýnin smávíkkar, og sér að lokum jafnt til hafs og há- fjalla. Og leiðsögumaðurinn telur drengnum þær dásemdir náttúrunnar, sem þaðan getur að líta; og þó er ekki ætlunin að kenna honum landafræði, heldur minna hann á að „þetta land átt þú“. Skáldið víkur í einu erindi að stríði þeirra sem horfnir eru af vettvangi — til að minna á að „þetta land á þig“, eins og það helgaði sér starf afa og ömmu og pabba og mömmu. Framhald á 11. síðu. Guðmundur Böðvarsson

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.