Nýi tíminn - 09.09.1954, Qupperneq 4
-AA* A'A £4 4 AA.
4) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 9. septembber 1954
Harm kaus frelsið
Á síðustu árum hefur það
verið næsta álitleg atvinnu-
grein fyrir vissa tegund
manna að kjósa frelsið. Ef
búlgarskur sjómaður fær sér
svo duglega í staupinu að
hann vaknar á annarlegum
stað, timbraður og auralaus
og skipið siglt frá honum,
þarf hann ekki annað en
fara til næsta yfirválds og
segjast vera að leita að frels-
inu, og það eru birtar stór-
ar myndir af hohúm ’í 'ftlöð-
um og hann fær ágætar,
fúlgur fyrir að leggja hafn
sitt við sem eftirminnilegast-
ar lýsingar frá föðurlandi
sínu. Ef þjófur í Austur-
Þýzkalandi veit lögreglu á
hælunum á sér þarf hann
ekki annað en smokra sér í
vesturátt, og hann er orðinn
frægur baráttumaður fyrir
friðhelgi eignarréttarins. it
Ekki alls fyrir löngu komu
nokkrir Tékkar til Vestur-
Þýzkalands, sögðust hafa
myrt tvo lögregluþjóna og
sloppið síðan nauðulega;
þótti þetta hið ágætasta af-
rek og voru þeir látnir lýsa
dáðum sínum í blöðum og út-
varpi en fengu verðuga umb-
un hjá Bandaríkjamönnum
fyrir afrek sín í þágu mann-
helgi. Um líkt leyti varð
pólskur maður að vestrænni
hetju fyrir að láta múta sér
til að stela flugvél og koma
henni til bandarískra sérfræð
inga; var þetta talið hið
frækilegastá verk og mjög
't'il fyrirmyndar —þó tvísýnt
væri fyrir hérlenda menn að
vinna til sömu launa með því
að stela Gullfaxa.
□
Þótt við íslendingar fylgj-
umst vel með erlendum frétt-
um er okkur stundum ósýnt
um að bregðast við atburðum
á nýtízkulegan hátt. 13.
nóvember 1950 gaf erlendur
maður sig fram við lögregl-
una í Hafnarfirði, sagðist
heita Petro Horycz og vera
komin til landsins sem laumu
farþegi og hafa farið huldu
höfði hingað alla leið frá
Ukraínu. Talaði hann rúss-
nesku, pólsku, þýzku og
ensku, og þegar yfirheyrslur
hófust varð hann brátt marg-
saga og lauk því svo að lög-
regían kvaðst ekki trúa einu
einasta orði sem hann segði
og voru þau ummæii birt í
blöðum. Var þessi erlendi
rnaður síðan látinn dúsa í
Steininum við Skólavörðustíg
nokkra mánuði en bví næst
fluttur austur að>': Uitia
Hrauni, og vissu . yfiíýáJÖin _
ekki hvað þau ættu áð gera
við þessa kyniegu sendingu.
Og það var ekki fyrr en hálfu
ári síöar 'ao loks rann Ijós
upp fyrir nokkrum vitrum
mönnum: auðvitað var þessi
dularfulli laumufarþegi að
kjósa frelsið eins og frægir
menn í útlöndum. Var þessi
kenning síðan borin undir
Petro Horycz og féllst hann
á hana umsvifalaust. Og þá
fyrst áttuðu blöðin sig, tóku
að birta stórar fréttir og
myndir af þessum ágæta
manni, en hann virtist kunna
hin beztu skil á þrælabúðum
austur í Rússlandi og öðru
frásagnarverðu efni og var
dögum saman mikið sann-
leiksvitni og óvéfengjanleg
heimild.
■ / ■; □
Einn kunnasti rithöfundur
þjóðarinnar, Guðmundur
Daníelsson, skráði eina þess-
ara greina og birtist liún í
Vísi 20. ágúst 1951. Skýrði
hann svo frá að Petro Horycz
væri grískur Pólverji, heim-
ilisfastur í Sovétríkjunum.
Hefði hann barizt í þýzka
nazistahernum á austurvig-
stöðvunum en síðan var hon-
um faiið það sérstaka hlut-
verk að ráðá niS'uriögum föð-
urlandsvina í Austhrríki og
ítalíu. I stríðsiok hefðu Bret-
ar tekið hami höndurn og
afhent hann Sovétríkjunum,
en‘ þar hefði honum verið
haidið í herfangabúðum og
síðan í þrælabúðum. Petro
Horycz slapp úr þrælahald-
inu með þvj cinfaida ráði að
kááta „þurrum' sáhdi“ í áug-
un á varðmanni sínum, en
síðan ferðaðist hánn huldu
höfði um Sovétríkin, Tékkó-
slóvakíu, Pólland, Tékkósló-
vakíu aftur, Austurríki,
Þýzkaland, Danmörku og Is-
land, og gekk allt eins og í
sogu — þó ekki lygasögu.
Hvergi varð þéssi ágæti mað-
ur var við frelsi fyrr en hann
kom til íslands, enda segir
svo í fyrirsögn: „Nú er ég
loks farinn að kenna mig sem
frjálsan mann í frjálsu
landi“. Og finnist einhverj-
um þetta kyníeg kenning hjá
manni sem einvörðungu
þekkir Steininn og Litla
Hraun, er náaari skýringu
að finna í undirfyrirsögn:
„Heldur vil ég sitja ár á
Litla Hrauni en mánuð í
rússnesku fangelsi".
□
Þegar ljóst var orðið að
þarna var kominn í leitirnar
einn af frelsisunnendum
vorra tíma þótti sjálfsagt að
sýna honum verðugan sóma.
Tók séra ÁrelíusýNielsson að
sér forustu i því máli.
Skýrði hann éinnig frá bar-
áttu sinni í Vísi og kveðst
hai'a leitað víða fyrir sér þar
til hann fann skilning:
„Snemma í^júní tókst mér
ao vinna Bjarna Benedikts-
son dómsmálaráðherra, sém
er drenglundaður gáíumaður
með hjartað á réttum stað; á
mitt mál viðvíkjandi, þyí að
þessi Pólverji ætti að _fá;
frelsi til að vinna sér álit
meðal. fólks“. Var mjög.á-
nægjulegt að fá þessár frétt-
ir af lijarta dómsmálaráð-
lierrans, enda lét hann
laumufarþegarin þegar íaus-
an, og séra Árelíus tók harih
inn á heimili sitt, eins og
miskunnsömum Samverja
sæmir. Kvaðst hann þegar
hafa fengið þau kynni af
Petro Horycz að hann væri
„stórt, viðkvæmt barn ....
greindur pg duglegur maður.
Fáir eru dugiegri, enginn
verkhyggnari, ötulli, áhuga-
samari“. Næstæðsta hugsjón
hans er sú að komast ■ til
A.meríku þar sem „ríkir frélsi
friður,'það tvennt, sém hánn
:dáir *mest> aíls í heimi. Guð
og- heilög María hlutu fyrr
eða síð&r -að hjaipa honum
til þess fyrirheitna lands“
svo að hann þurfi ekki lengur
að vera „fullur ótta við hina
grimmu fjendur" eins og
presturinn komst að orði. En
æðstu ósk sína orðaði hann
svo, þegar hann dró íslenzka
fánann að hún í garði séra
Árelíusar 17. júní 1951:
„Bráðum fær Pólland að sjá
sinn eigin fána blakta við
hún. Guð og María hljóta að
gefa þá stund. En hve verð-
ur þá dásamlegt að vera
kominn heim.“ — Þetta er
fögur og fróm ósk, þótt hún
sé næsta síðborin. Guði og
Maríu hefur þóknazt að láta
pólskan fána blakta yfir
frjálsu landi alla tíð síðan
sigur var unninn á nazista-
herjum þeim sem Petro
Horycz þjónaði af fullri trú-
mennsku, að eigin sögn, bæði
á austurvígstöðvunum og í
baráttu við föðurlandsvini í
Austurríki og Italíu.
□
Nú líða tímar fram og það
fyrnist yfir frásagnir laumu-
farþegans af rússneskum
þrælabúðum og frelsisleit í
sjö löndum. Og þeir sem
hugsa til þessa stóra, við-
kvæma, duglega, verk-
hyggna, ötula og áhugasama
rnanns telja víst að hann
sé „að vinna sér álit meðal
fólks“. Svo gerist það að-
faranótt þess 26. ágúst s.l.
að lögregluþjónar veita því
athygli að brotizt hefur ver-
ið inn í húsgagnavinnustófu
Friðriks T'orsteinssonar.
Skólavörðustíg 12. Þegar inn
kemur er þar engiiin annar
fyrir en sá ganili og góðife
gistivinur !ögreglunnar,|
Petro Horycz. Urðu þetta þó
ekki beinlínis fagnaðarfund-
ir, því þegar þessum aðdá-
arida Litla Hrauns yar boðin
vist á fornum slóðum, mót-
mælti ha'nn harðlega, kvaðst
kjósa frelsið og spurði hvort
hér væri búið að taka upp
rússneskt þrælahald. Næstu
daga fóru síðan fram rétt-,
arhöld og komu fram grun-
semdir um að Petro Horycz
hefði unnið fleiri afreksverk
á sviði frelsisins, enda hefði
hann haft furðu mikil pen-
ingaráð um skeið. En hann
hefur þverneitað öllu af mik-
il!i leikni og gefið þá skýr-
ingu á vist sinni í liúsgagna-
vinnustofunni að hann hafi
leitað þar skjóls af ótta vio
drukkna menn sem hann sá á
götunni. Ber auðvitað ekki
að efa sanníeiksást hans nú
fremur en fyrr.
□
Réttarrannsókninni . mun
nú vera. ícr/n^/'Petro. Körycz
hefur veri80sí^þpt úr g.%zlu-
varðhaldi" í"annað sinn og
málskjölin seud dómsmála-
ráðherra til fi’ekari ákvörð-
unar. Er ánægjulegt tií þess
að vita að þá lendir málið
á nýjan leik hjá „drenglund-
uðum gáfumanni með hjart-
að á réttum stað“. Og þess
er að vænta að hann sjái til
þess að hinn ágæti gestur vor
fái óáreittur. að njóta hér
frelsis þess sem honum er
neitað um austantjalds, þótt
ástæða sé til þess að kenna
honum betur þær aðferðir í
því efni sem
löggiltar eru
í vestrænum
heimi.
Blýxiám með fullum
krafti á Grænlandi
innan tveggja ára
Stjórn námufélagsins, spm myndaS var til aö kanna blý-
lögin sem fundust á Austur-Grænlandi fyrir nokkrum ár-
um, hefur tekið endanlega ákvörðun um að hefja þar
námugröft í stórum stíl.
Umsvifalaust verður farið að
undirbúa framkvsemdaáætlun,
sem verður við það miðuð að
námugröfturinn geti hafizt vorið
1956.
200 metra djúpir gangar
í tilkynningu, sem námufélagið
lét frá sér fara fyrir nokkrum
dögum, segir að búið sé að grafa
allt að 200 metra langa ganga
inn í Blýfjallið og jarðboranir
sem alls eru 5000 metrar á lengd
hafa verið gerðar.
Rannsóknir á því efni, sem
fengizt hefur á þennan hátt, hafa
sannfært menn um að þama sé
að finna vinnanlegt zink og blý,
sem með núverandi verðlagi á
málmum sé hundrað milljóna
danskra króna virði.
Rannsóknirnar hafa að nokkru
verið gerðar í tilraunastofu fé-
lagsins á Grænlandi en að
nokkru í Svíþjóð og Kanada.
6 tii 7 ára vinnsla
Með hæfilegri ársframleiðslu
ætti að vera hægt að vinna þetta
magn á sex til sjö árum,. segir fé-
lagsstjórnin. Hún bætir. því við
að fengin reynsla og- útreikning-
am-bendi til þess áð -með pú-
•verandi verðlagi muni blývinnsl-
' an, þarna 'gefa viðunanlegan arð.
Dýr undirheimur
Hluthafar í námufélaginu, sem
eru danskir, sænskir og kana-
diskir, hafa þegar varið um 20
milljóna danskra króna hlutafé
til undirbúningsrannsóknanna.
Þar að auki hefur danska ríkið
veitt 12Vo milljón til rannsókn-
anna og veitt 10 milljóna tapsá-
byrgð.
Námurekstur þarna vex-ður
feikna dýr. Samgöngur á sjó eru
útilokaðar vegna ísalaga nema
tvo mánuði á ári hverju að með-
altali. Flugvélar eru því helztu
flutningatækin og hafa flugvélar
Flugfélags íslands farið fjölda
ferða til Meistaravíkur á vegum
námufélagsins. En dýrt er að
halda þar við lendingarskilyrð-
um fyrir flugvélar. Útgjöld við
að ýta snjó af flugbrautunum
voru 30.000 danskar krónur einn
einasta mánuð í fyrra.
Fékk •'
við tvö áföll
Áttræður maður í Dartington
á Englandi fékk allt í einu sjón-
ina aftur í síðustu viku eftir að
hafa verið blindur í 14 ár. „Eg
sé“, hrópaði hann til konu sinn-
ar, þegar hann vaknaði að
morgni dags.
Maður þessi, William Pass-
more að nafni, heldur því fram
að tvö áföll sem hann vai’ð fyrir
daginn áður hafi orðið til þess
að hanp fékk sjónina. Annað
var að hann rak höfuðið í við
að moka kolum. Hitt var sú
frétt, að bíll hefði ekið yfir hund
nágrannans
Sjón Passmore hélt áfram að
batna smáit og smátt fyrsta
daginn. Hann réði sér ekki fyrir
gleði þegar hann leit fjögur
barnabörn sín augum í fyrsta
skipti. Þegar Passmore varð
blindur sögðu læknar honum að
blindan stafaði af vagli á auga.
Engin aðgerð var reynd.
»0 .■«( i SMO '» rui [VH/tY'
FítrftS oo»«£o OJ’ Slftli. t nvl e nrcs
mí/ss vov. mcs Hmunuae i h*vi
ttt tOYC t «H’ *H0 *U tH| UjVS t HE£0
rou m ’h! couxt ssmr cs ro uvt wrn
áu.vr ejrc.
OHICM l> iUÍTi’ TME wav £'0 uorso IV cout.0 ®e<Mt
our «m£m é$Hor o/.osr rnt ritoureco.sax
IT/UDOíV «|TM rmJ ivu i r\£v »•** in tns u/et/T
TA9LS a«o ccnv oocMS’sins atto *ut '«S ou» ■»
, uowtrvs H*U0 6H0 íTitOTCO TMt.CRYIWC AC’
■4
'rvjAAa
Hér að ofan sésí kafli úr einu þeirra hasarblaða, sem gefin eru
úí í fnilljónaupplögum í Bandaríkjunum og eiga ríkan þátt í að
spilla bandarískum æskulýð. „Myndasagan“, sem þessar inýnd-
ir eru úr segir frá lítilli telpu, sem myrðir föður sínn með
sliammbyssuskoti og kemur móður sinni í rafmagnsstóliim fyrir
morðið. 1 lok sögunnar segir telpan brosandi: Það fór ei.ns.og
ég hafði ætlað.