Nýi tíminn


Nýi tíminn - 09.09.1954, Page 12

Nýi tíminn - 09.09.1954, Page 12
Merkasti fornieifafundur á íslandi ."V.'ses’i5S33HBsl E steinkístunni í Skálholti fannst beinagrind og biskupsstafur Páls hiskups Jónssonar, d. 121! Kista Páls* biskups Jónssonar var opnuo í Skálholti 30. ágúst s.l. í kistunni var beinagrind biskupsins, höíuðkúpa og leggir heilir, en hold- leifar eru eins og grófgerð möl hægra megin, því að kistan hefur hallazt til hægri í gröfinni. Öfan á fótum biskups er allmikið af brunnum beinum, en í hendi hefur hann haft bagal úr tönn, og er hann efiaust fegursti forngripur, sem fundizt hefur hér á landi. Óvíst er hvort fleiri listmunir eru í kistunni. ^ Viðstaddir voru: biskup íslands, þrír ráðherrar, rúmlega 20 prestar, pró- fessorar írá Háskóla íslands og allmikill annar mannsöfnuður. Skýíail varð um leið og kistan var opnuð, en prestarnir sungu hástöfum Te deum, hinn fcrna kaþólska sálm, sem sunginn var yíir moldum biskupa. Flýgur fiski saga Um hádegi 30. f. m. tók sú fregn að berast út um bæinn, að kista Páls biskups Jónsson- ar myndi verða opnuð um þrjú- leytið um daginn. Menn nösuðu uppi, að prófessorar við há- skólann bvggjust til Skálholts, einnig mjnidi biskup og ráð- herrar hyggja á ferðalag þang- að, og heföu mektarmenn pant- að góðviíri hjá veðurstofunni. Eftir hádegi fóru þvi ýmsir að tvgja sig til Skálholtsferðar til þess að horfa upp á, þegar menn skyggndust ofan í stein- þróna, sem Páll Jónsson Skál- holtsbiskup (1195-1211) lét gera sér. Eystra var margt manna saman komið, þegar kl. var um þrjú. Þó mun ekki hafa verið boðið þangað frétta- mönnum nema frá Morgunblað- inu og útvarpi. Ekki mun held- ur kaþólska biskupnum hafa verið boðið að vera viðstaddur þessa einstæðu athöfn. Fornleifafræðingarnir, sem virkjum af hálfu aðkomugesta, ef þeir tækju að þyrpast þang- að. En er þeir fundu steinkistu Páls biskups, gátu þeir ekki orða bundizt, og nú var tekið að sitja um hverja þeirra hreyfingu. Hvenær opnið þið kistuna? var sú spurning, sem allir lögS<u fyrir þá. „Ég kem hingað á hverjum degi, þangað j til kistan verður opnuð“, er; haft eftir þrákelknum náunga. Nú rumskuðu kirkjunnar menn einnig. Að vísu hefur fjöldi af kistum biskupa verið opnaður í sumar án yfirsöngs presta og blessunar biskups, en kaþólsk- ur biskup í steinkistu stendur lútherskum stéttarbræðrum sín- um nær en biskup í furukistu. 30. f.m. var all fjölm. presta- fundur í Skálholti, og bolla- lögðu þeir þar um framtíð stað- arins, en eins og okkur á að vera kunnugt, þá gaf Gissur Isleifsson staðinn til biskups- seturs og mælti svo fyrir, að þar skyldi biskupsstóll, meðan kristni héldist í landinu. þarna hafá unnið í sumar, hafa af eðlilegum ástæðum reynt að Út af þessum prestafundi fara dult með. störf sín eystra, ■ þótti sjálfsagt að lyfta lokinu af því að þeir bjuggust við töf- af hinni leyndardómsfullu stein- um og jafnvel óviljandi speli- þró. Höfðalagiö í kistunni. Höfðalagið er bratt ogyhefur höfuð- t-rúpan sigið niður. Holdsleifar sjást hér eins og leirkennd piojd. Húnn bagalsins sést við hœgra viðbeinið. Ekki verða &nn séð, hvort fleiri gripir eru í kistunni, t.d. fingurgull, eða gull- og silfurvírar úr kórónu og mítri. fi Kistan opnuð Klukkan 3:20 var fjöldi fólks saman kominn í hinum upp- grafna kirkjugrunni Skálholts- staðar. Þar stóðu ráðherrar, prófessorar, prestar og preiát- ar í sínum fínustu mundering- um og blankskóm, sem orc-nir voru brúnir af for og leðju. Menn litu áhyggjufullir til ^ himins, hvort ekki sæist ein- | hvers staðar rofa í skýjaþykkn- io, því hér rigndi án afláts. Og viti menn, a.llt í einu stvtti upp, og prestarnir, sem stóðu í hnapp í kirkjugarðinum, hófu upp raust sína og sungu „Te deum“ í þýðingu Matthíasar Jochumssonar, en sá sálmur er einn af helgustu útfarar- sálmum kaþólsku kirkjunnar og hefur eflaust verio sunginn yfir moldum Páls. En fornleifavörður og að- stoðarmenn hans höfðu ekki fyrr lagt hönd á lok steinkist- unnar, en allar flóðgáttir him- ins virtust opnast og regnið buldi á mannsöfnuðinum í kirkjugarðinxim í Rkálholti. Prestarnir sungu þó fullum hálsi holdvotir og herhöfðaðir, en biskup gekk að kistunni og mælti þessi orð úr Sólarljóð- um: „Drottinn gefi dauíum ró og hinum líkn, sem lifa“. Þ*að sem kom í Ijós Þegar loki háfði verið lyft of kistunni, kom í Ijós höfuðkúpa og leggir af manr.i, en til fóta í kistunni var hrúga af brunnum beinum og hægra megin all mikið af einhverju, sem líktist grófgerðri möl, og reyndist það holdsleifar. Upp með höfuðkúpunni hægra megin lá útskorinn bagall, gapandi dreki,. og lýsti Björn Th. Björnsson listfræðingur yfir því, er hann hafði horft á hann um stund, að þetta mundi mesti listgripur, sem fundizt hefði hér á landi. — I sögu Páls er þess getið, að hann lét prýða Skálholts- stað á margan hátt, reisa kirkjuturn, smíða skrín utan um helgan dóm Þorlálcs helga, og málara og myndskera hélt hann til þess að fegra og prýða staðinn. Af slíkum hagleiks- mönnum er getið um Ámunda Árnason, hagasta íslending á tré í þann tíð, Atla málara og Margréti liögu. Hún gróf og smíðaði biskupsstaf, er Páll sendi Þóri erkibiskupi, og þess hefur verið getið til, að hún hafi einnig smíðað bagal þann úr rostungstönn, er fannst í gröf Jóns smyrils biskups í Görðum á Grænlandi, en hann Féð niður í steinkistu Páls biskups. Höföalagið er bratt, og þess vegna hefur höfuðkúpan skekkzt og sigið. Hœgri handleggsbeinin sjást ekki sökum holdsleifa hœgra megin í kistunni, en hjá hœgra viðbeini sést biskupsstafurinn. Til fóta í kistunni sjást hinar undarlegu brunnu beinaleif- ar. Þœr minna mann á, að Magnús biskup Einarsson brann inni í Hítardal 1148. Er þetta askan úr honum? heimsótti Pál biskup í Skál- ’ holt. Sennilegt er, að Margrét hin haga hafi skorið bagalinn sem liggur í kistu Páls, og er hér birt mynd af baglinum úr gröf Jóns smyrils. Útlit Páls biskups. Páli biskupí er svo lýst í bisk- upasögum: „Páll var vænn að áliti, fag- ureygur og fasteygur, hrokkin- hár og fagurhár, limaður vel og lítt fættur, litbjartur og hörundsljós, meðalmaður að vexti og manna kurteisastur". Enn þá er ekki búið að mæla bein hans, en höfuðkúpa og leggir virðast vel varðveitt, svo að af þeim má nokkuð ráða, livort lýsing Pálssögu muni sannleikanum samkvæm. Kist- an, sem hann liggur í, er um 185 srn á lengd að innanmáli, og má því gera ráð fyrir, að hann hafi ekki verið mikið yf- ir 170 á hæð. Kistan er úr mó- bergi, um 10 sm á þykkt og á- gizkuð þyngd hennar um 600 kg. Frá dauða Páls biskups Þegar Páll biskup, eini Odda- verjinn á Skálholtsstól, andað- ist, þótti mönnum rnargir fyrir- burðir verða, m.a. æðilegt regn, og lá við borð, að fólki þætt.i nokkuð kynlega bregða við, er úrhellisrigningin biddi á því í kirkjugarðinum í Skálholti. Svo ségir í sögu Páls: Ari prestur hinn fréði, er rnörg dæmi spakleg hefur sam- an töld, segir, hve mjög land vort drjúpti eftir fráfall Giss- urar biskups, er menn virtiu mestar. skörung verið hafa á íslandi. En hér má sjá, hversu margur kvíðbjóður hefur farið fyrir fráfaili þessa hins dýr- lega höfðingja, Páls biskups: Jörðin skalf öll og pipraði af ótta, himinninn og slcýin grétu, svo að mikill hlutur spilitist jarðarávaxtarins, en himin- tunglin sýndu dauðatákn ber á sér, þá er nálega var komið að hinum efstu lífsstundum Páls biskups, en sjórinn brann og fyrir landinu þá. Þar sem hans biskupsdómur stóð yfir, sýndust nálega allar höfuð- skepnur nokkurt hryggðar- mark á sér sýna frá hans frá- falli. Uppgröfíur biskupa Það er ekkert einsdæmi. að Framhald a 8. síðu. ' ---------------------:----- • ! -‘‘V % NÝI TÍMINN Fimmtudagur 9. september 1954 — 14. árgangur — 29. tölubl.

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.