Nýi tíminn


Nýi tíminn - 12.05.1955, Síða 3

Nýi tíminn - 12.05.1955, Síða 3
Fimxntudagur 12. maí 1955 — NÝI TÍMINN—(3 • Hernámsdeild Sjálfstaeðis- flokksins á Heflavíkurflugvelli gefur sem kunnugt er út blað — Flugvallarbiaðið. • Tilgangur þess er að túlka stefnu Sjálf- stæðisflokksins í hernámsmál- 'unum; og í annan stað birtir -það málstað hins erlenda liðs af sama þýlyndi og tíðkaðist í blöðum nazista í hernumdu löndum Evrópu fyrir rúmum áratug. Enda eru stjórnendur blaðsins nazistaleiðtoginn Helgi S. Jónsson,-fréttaritari Morgun- biaðsins, og Hilmar Biering sem verið hefur starfsmaður í ' njþsnadeiíd hérsins um all- langt skeið. Einn helzti tilgangur blaðsins er að: berjast gegn því að 'nokkrar hömlur séu lagðar á ' uppivöðslu hemámsliðsins. í ámsliðið rekur upp sársaukavein: — það er farið með okkur eins og við værum líkþráir því skyni birtist í síðasta tölu- blaði grein sem á að sýna hversu grátt verndararnir séu nú leiknir og vekja meðaumkv- un allra „sannra íslendinga“ með þeim. En í staðinn sannar greinin á einstaklega skemmti- legan hátt hvemig hinir erlendu dátar. finna leika um sig and- rúmsloft reiði og fyrirlitningar; þeim .finnst þeir vera „tukt- húslimir ... lif í óvinalandi gæti ekki verið verra. Við er- um ; ofsóttir, hæddir, svívirtir, það er farið með okkur eins og við værúm likþráir“! Grein þessi er þýdd úr bandarísku blaði, Top Secret, og fyrirsögnin er þessi: ,,f>ús- undir hermanna fórnardýr á herstöð á íslandi“. Greininni fylgir svohljóðandi áskorun til bandarískra lesenda frá höf- undinum Malcolm Morgan: ..Klippið þessa grein út og sendið hana til þingmannsins ykkar. Hún leiðir í ljós hvem- ig bandarískir flugliðar í her- stöð hjá svokölluðum banda- mönnum verða að þjást úr hófi fram.“ Þjóðviljanum þykir rétt að birta þessa ánægjulegu sjálfs- lýsingu hemámsmanna í heild. Þeir segjast „telja dagana þar til frelsisstundin nálgast og þeir losna úr þessari Síberíu, þess- um fangabúðum.“ Á því er til einföld lausn: að hunzkast burt án tafar. Greinin úr Top Secret er á þessa íeið: „Ef þessir bölvaðir íslend- ingar halda að þeir geti farið með okkur eins og andskotans tugthúslimi og ætlast til, ef stríð kemur, að við berjumst fyrir fangaverði okkar, þá eru þeir sjóðandi vitlausir.“ Bálreiður eftir leiðinlega fárra stunda dvöl í Reykjavík, hinni auðnarlegu höfuðborg ís- lands, lét ungur amerískur flugliði í ljós hina vaxandi ó- ánægju hermannanna, sem eru í fangelsi á þessari bölvaðri eyju. „Við erum hér", sagði hann, „til þess að verja hinn frjálsa 'heirrí gegn ásælni Kommúnista. Okkur er sagt að við séum meðal vina- — bandamanna. En líf í óvinalandi'gæti ekki verið verra. Við erum ofsóttir, hæddir, svívirtir, það er farið með okkur eins og við værum líkþráir. Hefur þingið (Gon- gress) ekki frétt af þessu? Hvað ætla þeir að þola þessa móðgun lengi". - Hinn greindi, ungi flugliði, sem.spurði þessara spurninga, drap á hneyksli, sem verið hef- ur í gerjun síðan á árinu 1951, og getur þá og þegar spmngið í loft upp, eins og ofkyntur kolaofn. Enda þótt þúsundir amerískra drengja séu við málið riðnir, þá kýs Washington að þegja, nema foreldrar hermannanna reiðist og fari að spyrja þing- menn sína óþægilegra spum- inga. í dag eru meira en 300.000 hermenn staðsettir erlendis. Yf- irstjóm hermálanna gerir allt sem á valdi hennar er til að draga úr leiðindum hermanna, sem dvelja erlendis og reyna að láta þá gleyma að þeir eru þúsundír. mílna frá AðalstrætL En and-amerískra áhrifa gæt- ir allsstaðar meira og meira, enda róa rauðliðar þar stöðugt undir. Þéssi andúð er einkum áber- andi á fslandi. Hermenn, sem eru staðsettir þar, verða fyrir árásum og móðgunum og þeir em skotspænir illgimislegra brandara og ragmannlegra á- rása. Bandaríkjamenn eru ekki á íslandi vegna þess að þeir dái loftslagið eða náttúrúfegurð þessarar hrúgu af hraungrjóti. Það er ekkert á eynni, sem dregur að ferðamenn. Dverg- birki og krækiberjalyng. Her- mennirnir em á íslandi ein- göngu vegna hemaðarlegs mik- ilvægis landsins og þess, að hinn frjálsi heimur krefst veru þeirra þar. Hín stóra eyja í Atlanzhafínu er í þjóðbraut hverrar heims- styrjaldar. Herlið bandamanna, sem staðsett var á fslandi, barðist við kafbáta og vikinga- skip i síðari heimsstyrjöldinni og hélt sjóleiðum opnum. Ef til styrjaldar drægi milli Sovét- ríkjanna og vesturveldanna, mundi ísland verða bækistöð fyrir omstuflugvélar til að mæta árásarflugvélum, er kæmu yfir pólinn. Erfiðleikar hermannanna á þessari eyju byrjuðu 5. maí 1951, þegar ísland undirritaði samning, sem heimilaði að bandarískt herlið yrði staðsett á íslandi, í samræmi við Atlanzhafsbandalagið. Herlið okkar lenti 7. maí og byrjaði strax á stækkun hinnar miklu flugstöðvar í Keflavík og birgðastöðvar í Hvalfirði, 36 mílur suðvestur af höfuðborg- inni. Vandræði í vikulok. Hin 20 fermílna herstöð í Keflavík er ekki staður sem hitar hermönnum um hjartað. Það er ömurleg moldarhola, sem núnnir á Klondike á gull- æðistimanum, að frádregnum gildaskálum, fjölleikahúsum og spilavítum. Eini staðurinn, sem hermaður í helgarleyfi getur farið til, er Reykjavík, sem er 36 mílur í burtu, og eftir mjó- um vegi, sem í samanburði mundi láta Burmabrautina líta út eins og rennislétta akbraut. Hermennimir komust fljótt að raun um, að þessi þröngi vegur lá aðeins til vandræða. Þegar þeir fóru að birtast í Reykjavík, hópast um göturnar, f jölmenna í hin fáu kvikmynda- hús eða setjast inn á veitinga- hús borgarinnar — eyjan hefur takmarkað vínbann — létu fs- lendingar þá skjótlega vita, að þeir væru ekki velkomnir. Ung- ar bullur stríddu hermönnun- um, móðguðu þá, gerðu þeim lífið súrt. Engir hermenn búa i Reykjavík, og þar búa aðeins tuttugu og sjö bandarískar fjöl- skyldur, sem allar tilheyra sendiráðinu, upplýsingaskrif- stofunni eða FOA. Það er skylda borgarinnar sem höfuðborgar, að sjá þessu fólki fyrir húsnæði, alveg eins og starfsliði rússneska sendi- ráðsins. Fífl í bandalagi við kommúnista. Eftir áróðursherferðina gripu rauðliðamir til ofbeldisaðgerða. Af ástæðum, sem þeir einir vita, þá létu þeir hermennina af- skiptalausa. Hópur af ungum bullum réðust á óbreyttu, bandarísku borgarana, er þeir komu til höfuðborgarinnar í frítímum sínum. Afleiðingarnar urðu nokkur óskemmtileg slags- mál, sem síðan voru aukin og útblásin í öllum dagblöðunum. Bandamenn kommúnísta í hinni and-bandarisku herferð voru jafnaðarmenn og pólitísk- ur flokkur, sem kallar sig Þjóð- vamarflokk. Mikið auglýst rúss- nesk tilboð um að kaupa fisk, og hörð barátta kommúnista í því skyni að vinna íslenzka menntamenn með lævlslegum „menningar“-áróðri, bar þann Q j> lliis arlidc a«<3 nwi} il lo y«tr Coo- lt rcrcjils iiow ti. S. íirtni n. mcnttin" a »tr&t«gic Í)>m* in the connlrv «f #n allcgcil allj, urc eulfcring iicyuml cull ol ilitl)! tr MAICOLM MCaOAN 'líir .b'viiitl Híttúo* tfr»y -v' árangur, að margir samferða- menn fengust, og sumir þeirra þjóðkunnir menn. Enda þótt íslenzka ríkis- stjómin sé hlynnt Bandaríkj- unum, hefur hún orðið að beygja sig fyrir þessum hern- aðaraðgerðum. Þessi uppgjöf var viðurkennd í yfirlýsingu dr. Kristins Guðmundssonar, utan- ríkisráðherra, sem er einlægur vinur Bandaríkjanna, en samt sagðí: „Svo margt fólk, einkum af yngri kynslóðinni, er mótfallið veru Bandaríkjamanna hér, ekki vegna þess að þeir eru Bandaríkjamenn heldur af því að þeir eru einkennisklæddir útlendingar. Maður heyrir því einnig fleygt, að Bandaríkjamenn séu hér ekki til að verja ísland heldur til að verja sitt eigið land. Um þetta er rætt og það er gagnslaust að kannast ekki við það.“ Hin rauða slúðurherferð bar þann árangur, að Alþingi hlð íorna íslenzka löggjafarþing, ræddi reglur um að loka her- mennina inni á Keflavíkur- flugvelli, setja þá í sóttkví, banna þeim að koma til Reykjavíkur og banna banda- rískum verkamönnum að starfa á Keflavíkurflugvelli. Á meðan reglur þessar voru til umræðu á Alþingi, náði óvildin í garð Bandaríkjamanna hámarki; al- þingismenn voru ósínkir á að móðga gesti sína og úthúða hin- um saklausu hermönnum. Sumt af þessum illmælum fi'éttist til Keflavíkur, og var það sízt til að gera útlegð her- mannanna skemmtilegri né heldur til að gera íslendinga hjartfólgnari þessum nauðugu gestum þeirra. Tillagan um að inniloka her- mennina, var borin fram af Jafnaðarmönnum, sem þykjasfc vera and-kommúnistar. Tillagan hlaut ákafan stuðning Þjóð- varnarflokksins, sem á íslandi er and-ameríski flokkurinn. Þrátt fyrir hinn taumlausa rauða áróður, var tillagan felld á Alþingi. Ríkisstjórnin fylgdi samt ekki sigrinum eftir, heldur „viðurkenndi hún það ástand, sem væri orsök kvartananna" og setti sjálf reglur til að tak- marka ferðir hermannanna. Reykjavík bannsvæði. Ríkisstjórnin ákvað einnig að hindra Bandaríkjamenn í að leggja góðan veg milli Kefla- víkur og Reykjavíkur. Öll um- ferð milli höfuðborgarinnar verður að fara eftir þröngum götuslóða, þrjátíu og sex mílna löngum. Fyrir nokkrum árum bauðst Ralph O. Browr.- field, hershöfðingi bandaríska flughersins, til að leggja veg- inn, en ríkisstjómin neitaði. Hermennirnir komu vonglað- ir, með hinu vingjarnlega fasi, sem einkennir hinn ameríska hermann, hvert sem loftslagið er. Vasar þeirra voru úttroðnir af sigarettum, súkkulaði og tyggigúmmí, þeir vonuðust eftir að geta unnið vináttu smápatt- anna og geta sjálfir samlagazt íbúunum. Þeir voru rólyndir, kátir og vingjarnlegir, en þeir mættu ískaldri gestrisni, sem blés eins og vindurinn frá Faxaflóa. Menningarfrömuðumir gerðu enga tilraun til að skapa vin- gjarnlegt samband milli íbú- anna og gestanna. Það var tek- ið á móti Bandaríkjamönnum með dauðaþögn og síðar með opinberum fjandskap. Það kom skjótlega í ljós að áróðurspostular rauðliða blésu að kolunum. Þeir gerðu litið úr þeirri staðreynd, að ísland þarfnaðist gjaldeyrisins, sem hið ameríska varnarlið flutti tii eyjunnar. Þeir neituðu ekki eingöngu að þakka hiná skyndilegu velsæld, sem ame- ríkanarnir fluttu inn í landið, heldur notuðu þeir velsældina sem vopn gegn hermönnunum Rauðliðar í launsátri. Kommúnistar á íslandi eru að vísu ' ekki mjög f jölmennir, en hávaðasamir og áhrifamikil! flokkur og þeir eiga fábjáha- lega bandamenn innan annarra pólitískra flokka. Fyrir nokkr- Framhald á 11. síðu.

x

Nýi tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.