Nýi tíminn - 12.05.1955, Qupperneq 4
4)' — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 12. maí 1955
1. maí er mikill dagur um
allan heim og viðurkenndur r
dagur verkalýðsins. Einu sinni
var menningu Útvarps Reykja-
víkur svo komið, að í tilefni af
þvá, að 1. maí er dagur verka-
lýðsins, lét Útvarpsráð verka-
lýðssamtökin annast kvölddag-
skri dagsins og gerði verka-
lýðssamtökunum þannig jafn-
hátt undir höfði og héraðasam-
tökum ýmiss konar, Búnaðar-
félagi íslands, slysavarnar-
deildum og f leiri samtökum
innan þjóðfélagsins. Nú eru
þeir timar liðnir og voldugasta
stétt landsins ,fær ekki Útvarp-
ið til umráða á alþjóðlegum
degi stéttarinnar. Fyrsta ræða
kvöldsins er nú alltaf gefin í
hendur opinberasta andstæð-
ingi vinnandi alþýðu, fulltrúa
ríkisvaldsins. Hefur Steingrím-
ur Steinþórsson félagsmálaráð-
herra tekið að sér það hlut-
verk undanfarin ár að vera
fulltrúi ríkisvalds auðstéttar-
innar, og hefur hann leyst það
af hendi með mikilli prýði.
Hefur hann hvergi dregið dul
á fjandsamlegar fyrirætlanir
ríkisvaldsins á "hendur alþýðu
manna og sýnt í skýru ljósi
það andleysi og þann gáfna-
skort sem dauðadæmd þjóðfé-
lagsstétt á við að búa. Það er
Útvarpsráði mikil háðung að
vera að svívirða verkalýðssam-
tökin og þeirra dag með því
að útvelja daginn til áróðurs
gegn samtökunum ng hagsmun-
•um þeirra. Útvarpsráði er það
engin afsökun, þótt í þeirri
sömu dagskrá ræði fulltrúi
launþegasamtaka af engu
minni fjandskap og hálfu meiri
heimsku í garð stéttarbaráttu
verkalýðsins. Krefja verðurþar
til ábyrgðar aðra en Útvarps-
ráð, og af félaga inr.an starfs-
mannafélags rikis og bæja
verðtir rétt að teljast að kæra
á öðrum vettvangi en í þessuqi
pistli. Hitt er rétt að þakka,
er hagfræðingur auðstéttarinn-
ar sagði við þetta tækifæri,
að stéttaátökin í þjóðfélaginu
væru átök milli launþega ann-
ars vegar og atvinnurekenda
og ríkisvaldsins hins vegar.
Það er alltaf nokkurs virði
að hagfræðingur auðvaldsins
lýsi því yfir, að ríkisvald auð-
atéttarinnar hljóti alltaf að
vera í andstöðu við verka-
mennina og aðra launþega. Þar
er þó nokkuð fyrir vinnandi
stéttir landsins til að læra af.
Undanfarin ár hefur Út-
varpsráð átt því láni að fagna
að gefa notað 1. maí til ein-
hliða áróðurs gegn verkalýðs-
stéttinni á þann einfalda hátt
að láta félagsmálaráðherra,
forseta BSRB og forseta Al-
þýðusambands íslands halda
ræður. Tilræði þetta brást að
þessu sinni, því að nú er
Helgi Hannesson ekki lengur
forseti Alþýðusambandsins. —
Ræða Hannibals Valdimarsson-
ar var með hreinustu ágætum,
og minnist ég ekki að hafa
öðru sinni hlýtt á áhrifa-
meiri ræðu eða sannari frá
fulltrúa verkalýðsins fyrir
hönd alþýðu manna á íslandi.
Setti hann baráttu fyrir friði
efst á blað í ræðu sinni, síð-
an baráttu gegn her í landi,
og síðan minntist hann kjara-
baráttu verkalýðsins á mjög
skýran og skipulegan hátt. —
Þá féll söngpr Söngfélags
verkalýðssamtakanna í Reykja-
3fík prýðilega við ,tilefn» dags-
síóuslu viku
ins, og á Sigursveinn Kristins-
son, söngstjóri kórsins miklar
þakkir skildar fyrir framlag
kórsins í menningarbaráttu
verkalýðsins. En þótt söngur
kórsins og ræða Hannibals og
jafnvel hin botnlausa vitleysa
hinna ræðumannanna gerði
kvöldið hið ánægjulegasta, þá
er það engin afsökun fyrir Út-
varpsráð, sem gerir sig sekt í
slíkri ósvinnu sem þeirri að
troða félagsmálaráðherra inn
í dagskrána, og því síður er
það afsökun fyrir BSRB, að
það skuli hafa þvílíkan full-
trúa á' þessum degi sem Ólaf
Björnsson.
Prýðilegt var erindi Friðriks
Einarssonar um hernámsárin
í Danmörku, og hafði það sitt
að segja um áhrif af frásögn
háns, þótt ekki væri fyrirlesar-
inn þess valdandi, að á 10 ára
afmæli frelsis Dana úr klóm
nazismans, þóknaðist auðvalds-
ríkjunum að leysa fjötrana, af
þýzka nazismanum á nýjan
leik. Má mikið vera, ef erindi
Friðriks læknis hefur ekki ýtt
við neinum til frekari skiln-
ings á eðli nazismans og hvert
muni vera viðhorf þeirrar
stefnu, sem þráir það heit-
ast að leggja nazismanum að
nýju vopn í hönd. — Þá var
niðurlag þáttanna af hafnfirzk-
um sjómanni, sem Stefán Júl-
íusson hefur saman tekið skýrt
og skipulega. Er hér um á-
hrifamikla frásögn að ræða,
sem verður enn áhrifameiri
fyrir það, að hún er tekin úr
sögu samtíðarinnar.
Húnavakan var fremur
bragðlítil, þegar undan er skil-
in hljómlistin, einkum píanó-
leikur Ragnars Bjönissonar,
sem var einstaklega yndislegur.
,,Ofdirfskuferð“ var bezt frá-
sagnanna, en yantaði þó alla
spennu, sem góðar frásagnir
verða að vera gæddar.. Fram-
burður flytjenda var yfirleitt
ekki góður, stundum þvoglu-
legur og hljóðvilltur. Þulur
var þó góður og einnig Páll
Kolka. — Spennu og stíganda
skorti einnig á frásögn Matthi
asar Helgasonar á fimmtudags
kvöldið, en flutningur var þar
í góðs höndum, þar sem And-
rés var Björnsson.
Það var vorblær yfir spum-
ingum og svörum um náttúru-
fræði hjá Ingólfi Davíðssyni.
— Aftur á móti var dagur og
vegur með afbrigðum þunnur
hjá Páli Þorsteinssyni alþm.
Var hann ekkert annað en ut-
anaðlærðar vitlausustu grein-
arnar, sem birzt hafa í Tím-
anum undanfarin ár. Hvergi
vottaði fyrir viðleitni til sjálf-
stæðrar og skynsamlegrar
hugsunar. — Bjarni Vilhjálms-
son talaði um íslenzkt mál með
sömu ágætum og ávallt áður,
og verður honum seint full-
þakkað vetrarstarfið á þessum
vettvangi. — Guðmundur Mar-
teinsson rafmagnseftirlitsstjóri
ræddi um hættur rafmagnsins
í fræðsluþætti á föstudaginn.
Var mál hans skýrt og skil-
merkilegt og mikill fróðleikur
fyrir alþýðu manna varðandi
umgengni við þennan merka,
ómetanlega og ægilega nátt-
úrukraft.
„Já eða nei“ var hin bezta
skemmtun, eins og löngum
fyrr, hagyrðingar listfengir og
hnittnir og stjórnandi glaður
og reifur. En svo virðist, sem
Sveinn megi ekki gefa sér of
lausan tauminn í spjalli sínu.
Það var anzi vafasamt, þegar
hann var að ræða við verð-
launahafa, sem reyndist gift-
ur maður, að segja, að ekki
væri nóg að eiga konu, heldur
yrði maður einnig að halda
henni, og segja honum síðan
að fara með konu sína í á-
kveðna verzlun, því að þar
gæti hún fengið á sig, hvað
sem hún vildi.
Barnatími þeirra Valtýs-
dætra á sunnudaginn var mjög
góður, náði hann til yngstu
kyrislóðar áheyrenda. — Tón-
list þakka ég aldi'ei að .verð-
leikum, en vil að þessu sinni
láta í ljós sérstaka þökk fyrir
Don-Kósakkakórinn á fimmtu-
dagskvöldið, lög Karls Run-
ólfssonar og þjóðlagastílsþætt-
ina eftir Schumann á föstu-
dagskvöldið.
Nýr fréftaþulur er með öllu
ómögulegur. Útvarpið má ekki
taka þul, sem ekki kann ein-
földustu atriði framsagnar, fyrr
en honum hafa verið kennd
þau.
G. Ben.
Sölufél. garðyrkjumanna seldi
180 tonn tómata á s.l. ári
Sölufélag garðyrkjumanna hélt aðalfund sinn í apríHok. Sl. ár
voru seld á vegum þess 180 tonn af tómötum og ein agúrka á
hvern íbúa landsins.
Á aðalfundinpm flutti Axel
Magnússon, garðyrkjufræðing-
ur, kennari hjá Garðyrkjuskóla
ríkisins, mjög fróðlegt erindi um
jarðvegsrannsóknir, en rann-
sóknir þessar, sem eru nýlega
byrjaðar hafa nú þegar gefið
mjög góða raun og vænta garð-
yrkjubændur sér mikils af þeim
í framtíðinni.
Tómatar og agúrkur voru
helztu söluvörur félagsins, enn-
fremur seldi það gulrætur, hvít-
kál, grænkál, salat og fleira. Alls
nam grænmetissala á vegum fé-
lagsins 4% milljón króna.
Félagið á nú í smiðum hús
fyrir starfsemi sína. Stendur það
við Reykjanesbraut, og standa
vonir til að hægt verði að taka
hluta þes i notkun á þessu
sumri. Húsið er 540 fermetrar að
stærð. f því verða kæliklefar,
búnir fullkomnustu kælitækj-
um.
Á aðalfundinum var minnzt 15
ára afmælis félagsins, en það
var stofnað 14. janúar 1940, og
yar aðaltilgangur þess að ann-
ast fyrir félagsmenn sölu garð-
ávaxta, ennfremur að útvega
þeim fræ, umbúðavörur og
varnarlyf gegn jurtasjúkdómum,
efla vöruvöndun og svo fram-
vegis.
í stjórn félagsins eru nú þess-
ir menn: Stefán Ámason Syðri-
Reykjum, Ólafur Steinsson
Hamrafelli. Helgi Kristjánsson
Hvammi, Sveinn Guðmundsson
Reykjum og Pétur Jónsson Hell-
um.
Herriot segir af sér
Hieiðursformanns-
embætti
Edouard Herriot, helzti leið-
togi Róttæka flokksins franska
í heilan mannsalduri sagði í
gær af sér heiðursformanns-
embætti, sem flokkurinn hafði
veitt honum til æviloka. Hann
segist ekki vilja þiggja þennan
heiður eftir þau úrslit mála
sem urðu á sérstöku þingi
flokksins, sem haldið var fyrir
skömmu. Bendir það til, að hon-
um þyki hægri armur flokksins,
sem hann hefur jafnan verið'
mótsnúinn, hafa borið sigur úr
býtum á þinginu.
Verdur hneykslismál Steln-
gríms og íhaldsins stöðvað?
Fékk FramsóknargœSingur greidda Nóbeis-
verSlaunaupphœS fyrir árásarrit
á Grœnmetisverzlun rikisins?
Svo virðist sem takast muni að stöðva eitt þeirra
hneykslismála, sem Framsókn og’ Sjálfstæðisflokkurinn
ætluöu að þröngva gegnum Alþingi, frumvarpið um aö
leggja niður Grænmetisverzlun ríkisins og afhenda stofn-
un, sem óljóst er hverjir yrðu eigendur að, einkasölu á
garöávöxtum og grænmeti og einokun á innflutningi þess.
Er þetta einn liður í þeirri viðleitni afturhaldsins að
ræna eignum ríkisins og afhenda þær gæðingum sínum,
eins og reynt er að gera með Áburöarverksmiðjuna, Skipa-'
útgerö ríkisins o. fl.
I þessu máli vekur það sér-
staka athygli að það er ráð-
herra Franisóknarflokksins,
Steingrímur Steinþórsson, sem
hefur mest beitt sér fyrir þessu
máli. Var spurt um það á
þingfundi nýlega, hvort hann
hefði látið greiða úr ríkissjóði
Framsóknargæðingi nokkrum
upphæð sem svaraði Nóbels-
verðlaunum fyrir samningu
bókar, sem átti að verða rök-
stuðningur fyrir frumvarpinu
um Grænmetisverzlunina. Bjarg-
aði forseti ráðherranum frá því
að þurfa að svara, með því
að taka málið snögglega af
dagskrá, og er mál manna, að
ríkisstjórnin muni ekki treysta
sér til að setja það oftar á dag-
skrá á þessu þingi.
Minnihluti landbúnaðarnefnd-
ar, Gunnar M. Magnúss og
Hanníbal Valdimarsson, er and
vígur frumvarpinu og leggur til
að því verði vísað frá. Lýsti
Gunnar þessu áhugamáli Fram-
sóknarráðherrans og félaga
hans .íhaldsrpanna í ýtarlegri
framsöguræðu. Vakti lýsing
hans á hinni mildu og dular-
fullu Nóbelsverðlaunabók sem
áður getur, almenna kátínu
þingmanna, nema þeirra sem
eiga mest skömmina skilið af
fyrirtækinu.
Ekki virtist þó Steingrímur
landbúnaðarráðherra með öllu
blygðunarlaus, því þegar Gunn-
ar spurði um hina miklu bók
í ráðuneytinu var því fyrst
svarað að hún væri ekki til!
Tilvera hennar var þó játuð
nokkru síðar, en óhugsandi tal-
ið að hún fengist til athugunar
alþingismanni i landbúnaðar-
nefnd, virtist upplagið hafa
gufað upp! Hafði Gunnar þó
upp á eintaki af bókinni og
nefndist hún „Álit um matjurt-
aræktina og drög að tillögum
um skipan matjurtasölunnar,
Jóhannes B. Helgason, M.B.A.,
Beykjavík 1954“. Þetta er doðr-
ant á við stærstu biblíu í broti,
mörg hundruð blaðsíður. (Voru
ýmsar getur leiddar að því
hvað hinir dularfullu bókstafir
aftan við nafn höfundar þýddu,
og varð ofan á, að þeir væru
skammstöfun einhvers banda-
rísks pungaprófstitils er út-
legðist: Master of Bureaucratic
Activities, eða eitthvað þvílíkt).
Gunnar las nokkur dæmi úr
þessari Nóbelsverðlaunabók, og
hlógu þingmenn óspart að speki
þeirri sem þar er flutt, í marg-
endurteknu máli. Benti Gunnar
á, að bókin mætti í heild telj-
ast árásarrit á það kerfi í af-
urðasölumálum á þessu sviði,
sem Framsóknarflokkurinn
hefði byggt upp og þótzt af.
Lauk hann ræðu sinni með því
að endurtaka spurninguna til
landbúnaðarráðherra:
Hvað borgaði landbúnaðar-
ráðuneytið ndldð fé í ritlaun og*
útgáfukostnað á árásarritinu
gegn stefnu Framsóknarfloklis-
ins í þessum málúm?
Viðrœður ó ný
í Þórshöfn
• «/*• -
I gær hófust á ný í Þórshöfn
í Færeyjum viðræður milli
danska ráðherrans Kampmanns,
fulltrúar landsstjómarinnar og
bæjarstjórnarinnar í Klakksvík
um læknisdeiluna þar. Stóð
fundurinn fram á kvöld og
hafði ekkert frétzt um árang-
ur.