Nýi tíminn - 12.05.1955, Page 6
€)' — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 12. maí 1955
NYl TÍMINN
Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýSu — Sósíalistaflokkurlnn.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson
Greinar í blaðið sendist til ritstjórans. Adr.: Afgreiðsla
Nýja tímans, Skólavörðustíg 19, Reykjavík
Afgreiðsla og auglýsingaskrifstofa Skólav.st. 19. Síml 7600.
Áskriftargja’.d er 30 krónur á ári.
Prentsmlðja Þjóðviljans h.f.
-x*>
Hætta, sem þarf að afstýra
Eitt alvarlegasta siúkdómseinkenni sem gerir vart viS
sig í þjóðfélaginu um þessar mundir er áköf sókn forráða-
manna stjórnarflokkanna í að ná þýðingarmiklum fyrir-
tækjum úr eigu þjóðarinnar og afhenda þau braskara-
valdinu til eignar og umráða.
Öllum er í fersku minni hvernig stjórnarflokkarnir
hafa báðir gengið til verks gagnvart Áburðarverksmiðj-
unni. Þessu alþjóðarfyrirtæki hafa þeir beinlínis reynt að
að ræna frá þjóðarheildinni og afhent umráð þess í hend-
ur einkaaðila. Fer ekki milli mála hver sá aðili var sem
gerði kröfurnar um þessa breytingu á eignarumráðum
Áburðai-verksmiðjunnar. Sá voldugi aðili sem hér var að
verki var bandarískt auðvald. Það gerði þá kröfu til erind-
reka sinna á íslandi að þetta nýja iðnfyrirtæki mætti ekki
vera þjóðareign heldur skyldu yfirráðin í því tryggð í
höndum einkabrasksins. Og stjórnarflokkarnir hlýddu
hinum bandarísku húsbændum. Lánin og „gjafimar“ sem
íhaldið og Framsókn hafa aldrei þreytzt á að lofsyngja
revndust ekki alveg kvaðalausar þegar á hólminn kom,
þrátt fyrir margendurtekna svardaga erindrekanna um
hið gagnstæða.
Sama virðist vera uppi á teningnum með hina fyrirhug-
uðu Sementsverksmiðju. Fram að þessu hefur hvorki geng-
ið né rekið með útvegun lánsfjár til framkvæmdanna þeg-
ar þess hefur verið leitað vestan hafs. Hér eru sett fram
sömu skilyrðin og áður. Sementsverksmiðjan má ekki
verða þjóðareign, slíkt er eitur í beinum Bandaríkja-i
manna. Herrarnir vestra skipa svo fyrir að einkaauðvaldið
skuli eiga fyrirtækið og fleyta rjómann af rekstri þess.
Það er augljóst hvað fyrir bandarísku auðvaldi vakir
með þessum afskintum af eignarhaldi á íslenzkum stórfyr- [
tækjum. Fjandskapurinn við ríkisrekin fyrirtæki byggist á;
því að bandaríska auðvaldið vill skapa hér fámenna en
volduga auðmannastétt sem það hefur algert tangarhald j
á og getur sagt fyrir verkum. Fyrirætlun þessa harðsvír-i
aða og ósvífna auðvalds Bandaríkjanna er að koma sér
upp einskonar leppauðvaldi hér á fslandi sem hlvði fyrir-:
mælum þess í einu og öllu og hagi stjómarstefnunni á
hverjum tíma í samræmi við vilja og hagsmuni „móður“-
auðvaldsins vestra.
I
ú Tii þess aö koma þessum óskum bandarísks auðválds í
framkvæmd hafa umboðsmenn þess á íslandi ekki
hikað viö að ræna fyrii'tæki eins og Áburðarverksmiðjunni
frá þjóðinni, gera hana að hlutfélagseign í stað ríkiseignar
og brjóta þar með skýlaus ákvæði landslaga.
Samskonar verknaður er fyrirhugaður varðandi Sem-
entsverksmiðjuna nema þjóðin sé því betur á verði og,
láti valdhafana vita í tíma að til þess sé ætlazt að þeir
yirði landslög og taki íslenzka þjóðarhagsmuni fram yfir
þjónustuna viö ásælni bandarísks auðvalds.
Engin hætta er þjóðinni jafn geigvænleg og vaxandi
ítök erlends auðvalds í sjálfu atvinnulífinu. Þess vegna
er nú þjóðarnauðsyn að spyma við fótum og hindra þá
óheillaþróun sem fyrirsjáanleg er, takist bandaríska auð-
valdinu að festa rætur í atvinnulífi þjóðarinnar, koma upp
íslenzkri auðmannastétt á vegum sínum og ná öruggu og
endanlegu taki á öllu stjórnarkerfinu í krafti áhrifa sinna
og yfirráða yfir hinum íslenzku umboðsmönnum og þvi
fjármagni sem þeir hafa undir höndum fyrir tilverknað
erlends auðvalds.
Hættulegustu erindrekar þessarar erlendu ásælni em
Valdamenn í innstu klíku Sjálfstæöisflokksins. Þessir
valdamenn nota aöstöðu sína út í æsar til að greiða fyrir
hvers konar ásókn bandarísks auðvalds til yfirdrottn-
unar í íslenzku efnahagslífi. Gegn þessari hættu þarf þjóð-
in að vera á verði og öruggasta varöstaðan er fólgin í því j
að brjóta niður pólitískt vald auömannaklíkunnar sem
ræður Sjálfstæðisflokknum. í því efni þarf verkalýöurinn
að hafa forustuna og ná sem víðtækastri samfylkingu við
aðrar alþýðustéttir og önnur þjóðleg og heilbrigð öfi sem
skilja hættuna af hinni erlendu ásælni.
Bandcxríkjastjórn á undanhaldi
eftir ráðstefnuna í Bandung
Hefur i fyrsta skipti tekið i mál að set/'-
ast við samningaborð með Kina
Eftir ráðstefnu 29 Asíu- og
Afríkuríkja í borginni Band-
ung í Indónésíu um daginn,
spurði bandarískur fréttamaður
einn af æðstu mönnum Indó-
nesíu, eins af þeim Asíuríkjum
sem lagt hafa kapp á að gæta
hlutleysis í kalda stríðinu,
hvernig honum hefði litizt á
samkunduna. „Andkommúnist-
arnir hér létu eins og óðir menn
en Sjú Enlæ kom fram eins'Og
séntilmaður og það held ég að
hann sé“, svaraði Indónesíu-
maðurinn. Öllum sem fylgdust
með ráðstefnunni í Bandung
ber. saman um, að hafi nokk-
ur staðið með pálmann í hönd-
unum í fundarlok hafi það ver-
ið forsætis- og utanríkisráð-
herra Kína. Eins og kunnugt
er hefur Bandaríkjastjóm beitt
öllu áhrifavaldi sínu árum sam-
an til að setja Kína í nokkurs-
konar sóttkví. Viðskiptabann
hefur verið sett á landið, reiði
Bandaríkjanna hefur legið við
að taka upp stjórnmálasamband
við ríkisstjómina í Peking og
henni hefur verið meinað um
sæti í Sí> og á fundum hvers-
konar alþjóðasamtaka þar sem
Bandaríkin og fylgiríki þeirra
ráða yfir meirihluta atkvæða.
,17'yrst eftir að stjómir hlut-
lausu Colomborikjanna í
Asíu ákváðu að efna til ráð-
stefnunnar í Bandung hallaðist
bandaríska utanríkisréðuneyt-
ið að því að bregðá fæti fyrir
ráðstefnuna meö því að fá sem
flestar ríkisstjórair til að af-
þakka boð um að sitja hana.
Dyggustu fylgifiskar Bandaríkj-
anna, svo sem stjóm Thallands,
voru búnir að hafna boöínu
um að senda fulltrúa til Band-
ung þegar utanrikisráðuneytið
í Washington komst að raun
um að ekki væri hægt að eyði-
leggja ráðstefnuna með því að
hunza hana. Var þá breytt um
stefnu og vinir Bandarikjanna
hvattir til að fara til Bandung
og gera þar harða hríð að Kína
og kommúnistum yfirleitt.
Vesalings Thailandsstjóm varð
Strax í upphafi fundahaldanna
kom það á daginn, að
bandamenn Vesturveldanna
meðal ríkisstjórna Asiu og Af-
ríku voru staðráðnir í því að
r~
Erlend
tíðindi
reyna að flytja kalda stríðið
inn í fundarsalinn í Bandung.
Ráðherrar frá írak, Tyrklandi
og Filippseyjum héldu bullandí
skammaræður um Kominform,
Sovétríkin, heimskommúnism-
SJÚ ENLÆ
JOHN FOSTER DULLES
að sætta sig við það að verða
að gjalti, hún sendi fundarboð-
endum nýtt bréf þess efnis að
henni hefði snúizt hugur og
vildi nú fyrir hvem mun eiga
fulltrúa í Bandung.
ann og Kína. Fréttamenn vest-
rænna fréttastofnana básúnuðu
þessar tölur út um heiminn og
sögðu þær stórfellda sigurvinn-
inga fyrir Vesturveldin. En hafi
verið ætlunin að efna til nokk-
urskonar hanaats í Bandung
milli fulltrúa bandamanna
Vesturveldanna annarsvegar og
Kína hinsvegar fór það áform
gersamlega út um þúfur. Sjú
Enlæ lýsti yfir í fyrstu ræðu
sinni, að hann væri ekki kom-
inn á ráðstefnuna til að karpa
um stjómmálastefnur heldur
til þess að kanna, að hve miklu
leyti þjóðir Asíu og Afríku
gætu átt samstöðu. Þetta strik
hélt hann ráðstefnuna út, þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir tókst
engum að teyma hann út í ill-
deilur.
¥»egar að fundarlokum leið
■ kom árangurinn. af þessum
ólíku starfsaðferðum í ljós.
Framkomu Sjú Enlæ „bar ríku-
legan ávöxt“ að, dómi Roberts
Alden fréttaritara, New York
Times í Bandung. Þegar hann
-lýsti yfir að Kínastjórn væri
reiðubúin að ræða við Banda-
rikjastjórn um ráðstafanir til
að draga úr viðsjám í Austur-
Asíu og einkum á sundinu
milli Taivan og meginlands
Kína, lýstu nær allir fulltrú-
amir í Bandung yfir fögnuði
sínum vegna þess að svo merk
tillaga skyldi vera borin fram
á þessari ráðstefnu Asíu- og
Afríkuríkja. Tillman Durdin,
einum af fréttaiíturum New
Yorp Times í Bandung, fór-
ust orð á þessa leið: „Sú skoð-
un að Bandaríkjastjórn og þá
einkum stefna hennar varðandl
Taivan, valdi hættunni á
kjarnorkustyrjöld er undirrót
andúðar á Bandaríkjunum sem
er orðin hrein andstaða hjá
sumum þjóðunum á ráðstefn-
unni . . . Ótti við að Banda-
ríkin hefji stríð útaf Kvimoj
og Matsú og andstaða gegn
þeirri stefnu Bandaríkjastj. er
hefur skapað þann möguleika
er ekki aðeins sameiginleg
kommúnistaríkjunum og hlut-
lausu ríkjunum heldur einnig
öðrum ríkjum sem eru vinveitt
Bandaríkjunum á flestum svið-
um. Tengd þessu viðhorfi er
andúð á tilraunum Bandaríkj-
anna með kjamorkuvopn“.
17'yrsta viðbragð Bandaríkja-
■*■ stjórnar við boði Sjú Enlæ
um viðræður var sem kunnugt
er algert afsvar. Að sögn Dur-
dins (New York Times 25.
apríl) voru fulltrúarnir í
Bandung „undrandi og von-
sviknir“ yfir hinu bandaríska
svari. Meira að segja Múhameð
Alí, forsætisráðherra Pakistan,
eina ríkisins á meginlandi Asíu
sem verulegu máli skiptir og
er í bandalagi við Bandaríkin,
staðhæfði að Bandaríkjastjórn
bæri skylda til að taka boði
Sjú. Sömu afstöðu tóku U Nu,
forsætisráðherra Burma, John
Kótelawala, forsætisráðherra
Ceylon og fjöldi annarra á-
hrifamanna á ráðstefnunni.
Kötelawala komst svo að orði,
að Bandaríkjastjóm virtist
hafa svarað Sjú „án þess að
hugsa“. Sú skoðun var ræki-
lega staðfest í Washington
tveim dögum síðar. Þá lýsti
Dulles utanríkisráðherra nefni-
lega yfir, ,að Bandaríkjastjórn
hefði ekkert á mófi því að
setjast við samningaborð með
fulltrúum frá Kina.
Tlringsnúningur eins og þessi
■*■■*■ í afstöðu stórveldis til við-
kvæmasta deilumáls sem nú er
uppi í heiminum vekur að von-
um athygli og fréttamenn í
Washington hafa gert sér far
um að kynna sér hvað að baki
honum býr. Skýring þeirra er
sú, að þegar fregnin um boð
Sjú um samningaviðræður
barst hafi æðsti embættismað-
ur sem til náðist í Washington
verið Hoover aðstoðarutanrík-
isráðherra. Hann hafi samið
svarið sem birt var vegna
þess að honum hafi fundizt að
Bandaríkin yrðu að segja eitt-
hvað um málið þegar í stað.
Hoover bar handaverk sín und-
ir Eisenhower forseta, sem
dvaldi um helgina á sveita-
setri sínu, og samþykkti þau
tafarlaust. Meðan þessu fór
fram dvaldi Dulles utanríkis-
ráðherra í sumarbústað sínum
á eyju í Ontariovatni, en þang-
að er hvorki síma- né loft-
skeytasamband. Þegar hann
kom aftur til Washington var
Framhald á 10. síöu.