Nýi tíminn - 12.05.1955, Side 9
4
Laugardagur 7. inai 1955 — 1. árgangur — 11. tölublað
Heilabrot
Stafatígull
a a a a
b f f i
1 1 ó
ó r r u
Raða skal stöfum þess-
um í tíglunum svo að
fram komi, hvort sem
lesið er lárétt, svo sem
venja er, eða lóðrétt, nið-
ur: — 1. veiki. — 2. bönd.
•— 3. trjáblöð. — 4. gras.
(Hér birtist merkileg
frásaga eftir 10 ára telpu
í Mosfellssveit).
Kæra Öskastund.
Ég ætla að segja þér
af henni kisu minni. Hún
heitir Kittý. Þegar hún
eignast kettlinga eru þeir
venjulega 4. Svo þegar
þeim er fækkað, er einn
látinn lifa. En kisa virð-
ist vera óánægð með
þennan eina kettling, því
næsta dag, þegar ég kem
til hennar þá er hún búin
að taka í fóstur þrjá
músaryrðlinga. Hún ber
mat í kassann til þeirra.
Hún gerir þeim aldrei
mein. Það er eins og hún
þurfi að hafa 4 kettlinga
og verði að bæta upp
missinn. Kettlingurinn og
mýsnar leika sér saman
x kassanum og kisa horf-
ir á með mestu ánægju.
Gátur.
(Unnur K. Karlsdóttir,
Kjartansstöðum sendi).
1. Hvar bjóða hrafnam-
ir hver öðrum góða nótt?
2. Tvö höfuð og tveir
handleggir, 6 fætur og 10
tær, ekki nema 4 fætur á
gangi, hvernig á ég að
skilpa það?
3. Áður var það gras,
nú er það duft, það er
geymt í gulli, silfri, homi
eða tré eftir vild hvers
og efnum. Sumir vilja
ekki sjá það, en sumir
geta ekki verið án þess.
Ráðning í næsta blaði.
Bústaðurinn hennar kisu
er á hlöðuloftinu, því
mamma vill ekki fá þenn-
an ófögnuð í bæinn. — Af
því mér finnst þetta
skrítið, þá langaði mig að
segja frá þessu. Vertu
blessuð og sæl.
Skrítlur
Konan: Viltu ekki fara
að slökkva ljósið, góði
minn? Það er komið und-
ir morgun og dagsbirtan
er farin að gægjast inn
um gluggann.
Maðurinn litur upp úr
bókinni): — Ha? Hvað?
Hver er svo ósvífinn að
vera að gægjast inn um
gluggann?
Ráðningar á þraut-
um í síðasta blaði
Eldspýtnaþrautin.
Gátumar.
1. Þegar hann nær ekki
lengur niður með fæturn-
ar. — 2. Af því að dagur
er á milli. — 3. ís (frosið
vatn).
Finun kvenmannsnöfn
og finun karlmannsnöfn.
Þið voruð beðin að
finna 10 íslenzk nöfn
skrifuð með þremur stöf-
um hvert (5 kvenna og
5 karla). Hér eru okkar
nöfn, — allt nöfn, sem
núlifandi fólk ber: Ása,
Eva, Ósk, Rós, Sif, —
Ari, Jón, Már, Öli, Örn.
.— Nú getið þið borið
saman.
Að ,,óska
hamingju'' eða
„óska til hamingju"
Hvort skyldi nú vera
fallegri íslenzka að „óska
hamingju“ eða „óska til
hamingju". Hugleiðing til
næsta laugardags.
Ártölin 1241 og
1941
Hvaða minnisstæðir at-
burðir íslandssögunnar
eru bundnír við ártölin
1241 og 1941?
Otnilegt en satt!
Útgefandi: Þjóðviijinn — Ritstjórí: Gunnar M. Magnúss — Pósthólf 106).
Þykir liestum gaman
að tónlist?
(Höfundur þessararfrá-
sagnar sendi langa grein
um íslenzka hestinn.
Greinin er góð og ber
vitni þess, að dýravinur
skrifar. Hér birtist síð-
ari hluti greinarinnar).
Hér á bænum er bleik-
álóttur hestur, reiðhestur
góður og hinn mesti
stólpagripur, en hefur
þann afleita galla að vera
snarvitlaus, þegar verið
er að járna hann. Þegar
hann var járnaður í
fyrsta skipti, voru reynd
við hann öll ráð, svo
sem snarvöndull og haus-
poki, en ekkert dugði.
Oft hefur orðið að hætta
við hann vegna illsku.
Hefur þó ætíð verið farið
vel að honum. Einu sinni
var það ráð tekið, að
maður fór á bak hon-
um. Var klárinn þá fyrst
góður, en fann svo að
verið var að gabba hann,
og varð þá hálíu verri en
áður.
Svo var það í fyrra-
sumar, að við lásum i
blaði frásögn eftir mann,
sem taldi hesta mjög
músikalska og nefndi
mörg dæmi þess. T. d.
Nú hefst ný verðlauna-
samkeppni og stendur
hún til 1. júní. Þeir sem
taka þátt í henni eiga að
skrifa stökur Hannesar
Hafsteins, sem hér eru
birtar, á sérstakt blað,
en ekki setja neitt annað
á það, nema nafn sitt,
aldur og heimilisfang í
efstu línu. Nú er skól-
unum að verða lokið, svo
að gaman verður að sjá
árangurinn hjá ykkur eft-
ir veturinn. Allir sem eru
jmgri en 15 ára mega
taka þátt í skriftarkeppn-
sumar
inni. Verður veitt viður-
kenning fyrir beztu skrift-
ina í hverjum flokki. En
vísurnar sem þið eigið
að skrifa eru svona:
Blessuð sólin elskar allt.
allt með kossi vekur,
haginn grænn og hjarniö
kait
hcnnar ástum tekum.
Geislar hcnnar út um aUt.
eitt og sama skrifa,
á hagann grænan, hjarnið
kalt;
liinmeskt er að lifa.
Framhald á 3. síðu.
i\\
Þökk fyrir
skemmtiiega
samvinnu, kæru
lesendur, frá
því blaðið okkar
hóf göngu sína.
Skrrftarkeppni
KHPPIÐ HÉR! -
■■••■■■■■«■■■■■■
Fimmtudagur 12. maí 1955 — NÝl TÍMINN — (9
Látum þá jórtra í einrúmi
Þegar skráð verður saga
hernámsins verður eflaust oft
vitnað til greinar þeirrar sem
birtist fyrir nokkru í banda-
ríska tímaritinu Top Secret og
prentuð er upp hér í blað-
inu í dag. Hver gleymir t. d.
þessari mynd sem greinarhöf-
undur dregur upp af vonum
•bandarískra hermanna annars-
vegar og veruleikanum hins
vegar:
„Hermennirnir komu von-
glaðir með hinu vingjarnlega
fasi sem einkennir ameríska
hermenn, hvert sem loftslagið
er (!). .Vasar þeirrar voru út-
troðnir af sigarettum, súkku-
laði og tyggigúmmii; þeir von-
uðust eftir að geta unnið vin-
áttu smápattanna og geta sjálf-
ir samlagazt íbúunum. Þeir
voru rólyndir, kátir og vin-
gjamlegir, en þeir mættu ís-
kaldri gestrisni, sem blés eins
og vindurinn frá Faxaflóa.
Menningarfrömuðirnir gerðu
enga tilraun til að skapa vin-
gjarnlegt samband milli íbú-
anna og gestanna. Það var tek-
ið á móti Bandarikjamönnum
með dauðaþögn og síðar með
opinberum fjandskap.“
Vonsviknu verndararnir urðu
þannig yfirleitt að jórtra tugg-
una sína sjálfir.
Þessi frásögn bandarísku
hermannanna er mjög keimlík
lýsipgum þeim sem birtar hafa
verið um lærdóma þýzku naz-
istanna i Danmörku og Noregi
fyrstu hernámsárin. Einnig
þeim hafði verið sagt að þeir
færu sem „verndarar“ og það
yrði tekið á móti þeim með
ánægju og þakklæti. Einnig
þeir reyndu að troða vasana
fulla af góðgæti til þess að
fleka hrekklaus börn og kom-
ast þannig í tæri við íbúana.
En þeir fundu brátt að það
var nístingskalt í kringum
þá, engin sómakær maður vildi
hafa nokkurt samnejdi við þá
— þeir áttu aðeins aðgang að
rónum, skækjum og hliðstæðri
tegund stjómmálamanna. —
Bandarisku hermennirnir á
Keflavíkurflugvelli mega vita
það að þeir eru aðeins að fá
sömu kynni af sjálfsvörn her-
numinnar smáþjóðar.
Þau spaugilegu tíðindi gerð-
ust um helgina að Tíminn
komst að þeirri niðurstöðu að
vanlíðan vemdaranna væri af-
rek Kristins Guðmundssonar
utanríkisráðherra. Allir vita að
afrek þess manns hafa ein-
vörðungu verið j því fólgin
að reyna að hremma helming
hernámsgróðans og afhenda
hann Framsóknargæðingum.
Hinar margræddu girðingar
vekja aðeins hlátur íslendinga
og hemámsliðsins, Og ekki síð-
ur hinar alræmdu reglur sem
eru svo vesælar að ráðherrann
hefur ekki enn þorað að birta
þær, Enda skýrir bandaríska
blaðið Top Secret svo frá að
Kristinn Guðmundsson sé
„einlægur vinur Bandaríkj-
anna,“ enda þótt sú mannteg-'
und sé mjög torfundin á þess-
ari „hrúgu af hraungrjóti."
Enda þótt Bandaríkjamenn
hafi beðið mikinn andlegan ó-
sigur fyrir íslendingum eru
þeir engan veginn uppgefnir á
því að reyna að „samlagast í-
búunum“. Síðasta árið hafa
þeir gripið til þess ráðs að
rejma að nugga sér utan í
líknarstofnanir, sem þeir vita
að njóta almennra vinsælda,
í von um að eitthvað af vin-
sældunum lendi á þeim líka.
Bandarískar hemámshljóm-
sveitir hafa verið látnar leika
til ágóða fyrir bamaspítalasjóð
Hringsins, og á sama hátt hafa
hinir erlendu menn reynt að
troða sér inn í starfsemi
slysavamafélaganna. Nú siðast
voru þeir látnir taka þátt í
sýningu Slysavarnafélags ís-
lands í Nauthóls.vik s.l. sunnud.
Hafa þeir eflaust haft vasana
úttroðna af sígarettum, súkku-
laði og tyggigúmmíi, og
kannski hafa einhverjir þegið.
I sambandi við slysavarnar-
starfsemi minnist almenningur
hins vegar bezt „björgunarleið-
angursins“ fræga á Vatnajök-
ul, þegar slösuð þernan varð
að standa upp af sleðanum til
þess að hægt væri að draga
bandarísku „björgunarmenn-
ina“ til byggða.
Þess ber að krefjast að for-
ráðamenn Slysavarnafélagsins
og annarra hliðstæðra stofn-
ana hætti þegar í stað að láta
misnota sig í þágu hemáms-
ins. Þetta eru samtök sem
njóta stuðnings og styrktar
Áætlaður kostnaður við bygg-
inguna er um 4 milljónir króna,
en hún verður fimm hæðir auk
kjallara, og kostar hátt í tvær
milljónir að koma henni undir
þak Sú upphæð þarf að vera til-
tæk um leið og byrjað er á
framkvæmdum.
Eins og kunnugt er var hluta-
félagið Vegamót stofnað til þess
að hrinda þessu stórvirki af stað,
og var hlutafé þess ákveðin ein
milljón króna. Var Mál og menn-
ing skrifuð fyrir þriðjungi upp-
hæðarinnar en annað lögðu
stuðningsmenn og vinir félagsins
fram.
Mál og menning hefur nú
snúið sér til allra félagsmanna
sinna og skorar á þá að þeir
styrki húsbygginguna með ár-
legu framlagi, minnst 100 kr.
hver, árin 1955—1957, eða með
allrar þjóðarinnar — ekki sízt
þess mikla meirihluta sem ósk-
ar þess heitast af öllu að her-
námsliðið hypji sig héðan sem
allra fyrst. Og það flýtir fyrír
burtförinni ef hermennirnir
neyðast til að tyggja gúmmíið
sitt í einrúmi.
þrem hundruðum alls á þrem ár-
um.
Á móti niuii það koma frá
Máli og inenningti, að félagið hef-
ur ákvcðið útgáfu með sérstökum
hætti á skáldskap Jónasar Háll-
grímssonar 1957, en þá á hann
150 ára afmæli. Hefur Halldór
Kiljan Laxness tekið að sér að
sjá um útgáfuna og rita forspjall
að henni, en Hafsteinn Guð-
mundsson prentsmiðjustjóri hef-
ur tekið að sér að annast vand-
aðan frágang hcnnar frá prent-
listarsjónarmiði. Verður útgáfa
þessi cingöngu gerð handa þeim
sem styrkt hafa húsbygginguna.
og fá þeir bókina áritaða af
stjórn Máls og menningar.
Er ekki að efa að áskorun
Máls og menningar fær góðar
undirtektir, þannig að félaginu
takist að ljúka stórvirki sínu á
tilteknum tíma.
Hús Máls og meimingar komið
upp á 20 ára afmæli félagsins
Skorað á félagsmenn að leggja bygging-
unni lið með fjárframlögum
Mál og menning hefur sett sér það mark að nýbygging fyrir
starfsemi félagsxns verði komin upp á Langavegi 18 á tuttugu
ára afmæli félagsins 1957.