Nýi tíminn


Nýi tíminn - 12.05.1955, Qupperneq 11

Nýi tíminn - 12.05.1955, Qupperneq 11
Fimmtudagur 12. maí 1955 — NÝI TÍMINN — (11 Við emm ofsóttir, hæddir.... Framhald af 3. síðu. um árum voru þeir í sam- steypustjórn með Sjálfstæðis- flokknum, og þó að þeir séu ekki í ríkisstjórninni núna, þá hafa völd þeirra ekki minnkað. Rauðliðar eru í mörgum á- byrgðarmiklum opinberum stöð- um, sem skapar þeim aðstöðu til að vega úr launsátri að Bandaríkj amönnum. Um leið og hermenn okkar stigu fæti á íslenzka grund, skipaði Moskva félögunum á staðnum að gera allt er þeir gætu til skammar og skapraun- ar Bandarikjamönnum og reyna að hrekja þá brott, brjóta skarð í varnarmúr hinna vestrænu þjóða, með áróðri frekar en valdi. Hinir íslenzku kommúnistar byrjuðu á hvíslunarherferð og sökuðu hermennina um alla þá lesti, sem maðurinn þek-kir. Síðar varð hvíslið að spreng- ingum. : Til að aoífæra sér öfund og j nfbrýðissemi ungra íslenzkra ■ kaHinániiá,- fullyrtu félagarnir, | að hermeiinirnir ráðgerðu að! steiá stúlkunum þeirra. Til að! nota óánægju innlendra verka- \ manna, bentu þeir á, að banda- I rískir verkamenn, sem unnu á ' Keflavíkurflugvelli hefðu hærra; kaup en þeir innlendu. Þeir gerðu mikið veður út af, húsnæðisvandræðunum í! : Reykjavík og sögðu að Banda- ríkjamenn bæru ábyrgð á því, j og einnig væru þeir ábyrgir j fyrir vaxandi verðbólgu. Mest af þessum ásökunum' var bláköld lygi. Jafnvel þeir íslendingar, sem eru andvígir veru bandarísks herliðs á eynni viðurkenna, að framkoma her- mannanna hafi verið hin prúð- mannlegasta. Það er satt að óbreyttir bandarískir borgarar sem starfa á flugveilinum hafa hátt kaup, en það gildir einnig um innlenda verkamenn. íslenzkir verkamenn við hinar ýmsu framkvæmdir .fá allt að 240 dollara kaup á viku. Sumir þeirra hafa sparað saman til að kaupa sér vörubíla og taka svo að sér verk í ákvæðisvinnu. Þessir einstaklingar vinna sér inn allt að 60 dali á dag og mynda nú sérstaka efnahags- deild í krafti hins bandaríska fjármagns. Ein svívirðilegasta kommún- istalýgin var að hermennirnir væru valdir að húsnæðisleys- inu. Nú eru miklar hömlur lagðar á hermennina í frístundum þeirra, stór hluti Reykjavíkur er þeim lokaður og ferðir þeirra til höfuðborgarinnar tak- markaðar. Raunverulega eru hermennirnir bundnir við hina einmanalegu herstöð. Það er lítill samgangur milli hermanna og íslendinga. Þetta er erfitt fyrir her- mennina því Keflavik er ekki svipuð því að vera heima. Þar eru tveir liðsforingja og liðs- mannaklúbbar með bar og fjárhættuspilakössum, íþrótta- hús og kvikmyndahús og síð- - an ekki meir. Einstöku sinnum eru dansleikir á föstudögum og laugardögum. En stúlkur eru fáar, þær eru hræddar frá her- mönnunum af fíflslegum ungum kommúnistabullum. Það- er -nógu -erfitt á sumr- in, þegar drengirnir geta klifið fjöll eða farið á fiskveiðar, en veturinn er reglulegur heim- skautavetur. Skíðaferðir karl- manna eru lítil raunabót fyrir það félágsííf, sem Reykjavík gæti boðið upp á. Náttúran og íslendingar sam- einast um að gera tilveruna gráa. Keflavíkurflugvöllur er oft sveipaður þoku, sem eykur hið kalda rökkur. Þokan fækk- ar einnig póstferðum og það eykur á einangrunarkenndina. Heimþrá er almenn og leið- indi sveipa hugann líkt og ó- sýnileg þoka. En hermennirnir taka þessu með stillingu og mórallinn er góður. Það er bezta sönnunin fyrir þeim þroska, er drengirnir sýna, hvernig þeir snúast gegn hinu snarvitlausa ástandi. Enginn virðist raunverulegá revna að -koma fsiendihgum i skilning 'um þettá. Á m.ecian vesajings hermennirnir bera hita og þunga dagsins og virð- ist enginn heima hafa hug- mynd um þetta. Þjónusta á íslandi er eitt ár og hermennirnir, drengirnir ykkar, telja dagana þar til frelsisstundin nálgast og þeir losna úr þessari Síberíu, þess- um fangabúðum, sem útbúnar hafa verið af geðstirðum banda- manni. Rœða Einars Olgeirssonar Framhald af 1. síðu. verkalýðshreyfingin sé látin skipa þann forustusess í þjóð- lífinu se'm henni ber. Eg segi ykkur það ráðherrar og þingm. stjórnarflokkanna: Það er ekki aðeins illt verk, að vera að strita við að stjórna þessu landi á móti verkalýðn- um. Það er líka vonlaust verk. Það þýðir að gera ísland að vettvangi eilífra Hjaðningavíga. Það þýðir að verkalýðurinn verður með eins til tveggja ára millibili að leggja út í dýr verk- föll, til þess að ná aftur því, sem þið rænið af honum, og setja lög með verkföllum, lög, sem þið árum saman þrjóskist við að setja hér á þingi,, en látið síðan undan að hætti Þorkels háks, þegar Rimmugýgja al- þýðusamtakanna er reidd að höfði auðvaldsins, sem þið þjónið. íslandi verður ekki stjórn- að á móti verkalýðnum. Án þeirrar samhjálpar hinna fá- tæku, án þess bræðraiags- anda hinna vinnandi stétta, sem í 6 vikna verkfalli sigraði ískalda viðurstyggð peninga- valdsins, er ekkert gróandi þjóðlíf framundan, aðeins Væri þsð víghreiSur ekki hér... Framhald af 5. síðu. og þátttakandi í kjamorku- styrjöld slíkri sem þeirri, sem nú tná sjá fram á — ef til styrjhldar kemur. Islendingar verða sem allar þjóðir heims að sætta sig við að búa undir ógnunum um útrýmingu alls mannkyns sem afleiðingu allsherjar kjarn- orkustyrjaldar. En þeir þurfa ekki, fremur en þeir vilja, að sætta sig við það hlutskipti, að eiga þá tortímingu vísari en allar aðr- ar þjóðir, vegna þess að þeir leyfi að viðhalda í landi sínu einni af aðalbækistöðv- Herseta fjögra óra Framhald af 7. síðu. af „bullum" og „kommúnista- fíflum“ sem gerðu nasistunum lífið brogað eins og „hinn greindi, ungi flugliði“ ber sig upp undan í amerísku grein- inni. „Við erum ofsottir, hæddir, svívirtir", segir þessi „greindi" piltur, „það er farið með okkur eins og við væmm líkþráir" — það er íslenzkt stolt sem þeir kalla ofsókn, það er íslenzkur manndómur sem þeir kalla háð, það er fá- lát reisn íslendings sem þeir kalla svívirðu. Það er ekki einu sinni kropið fyrir jórturgúm- inu þeirra. íslenzkir hernámsmenn hafa ekki gert sig seka um þá svívirðu. 1 skiptum þeirra við herinn og bandaríska stjórn- málamenn hafa kristallazt au- virðilegustu eigindir manna. Reisn þeirra markast af feigð þess skipulags sem þeir hafa tekizt á hendur að þjóna: þeim er nóg að fljóta — þangað til þeir sökkva. Draumur þeirra um Island er draumur um bandaríska hjá- leigu, draumur þeirra um sjálfa sig er að mega vera fjárhaldsmenn hjáleigunnar, gerast auðugir í þjónkuninni. Sósíalistaflokkurinn hefur einn frá öndverðu barizt gegn hernáminu og allri útlendri íhlutun um Sslenzk málefni. í þeirri baráttu stendur hann á grundvelli íslenzkrar arfleifð- ar í manndómi, menningu og frelsisvilja; og á þessum degi er gaman að geta vakið at- hygli á nýju dæmi þess hvern- ig íslenzkir sósíalistar hugsa sér framtið Islands og ís- lenzkrar þjóðar: „Og nú hvilir það.hlutverk á herðum flokks og hreyfing- ar alþýðunnar að .... magna svo alþýðuna, máttkva -hana og stækka að hún hefjist hið bráðasta handa að taka stjórn- völ íslands í sínar hendur til þess að umskapa ættjörð sína í það land allsnægtanna, sem það getur verið börnum sín- um og um leið sjálfa sig og þjóðina alla í þá stoltu þjóð, sem leyfir engum hermönnum land sitt til afnota, sem læt- ur enga yfirstétt kúga sig .. .. í þá göfugu þjóð, sem á grunni síns dýra þjóðararfs reisir þá menningu hins heiða hugar, sem engar grýlur þekk- ir og engar grýlur þarf, þá menningu hjartans, þar sem samvirk öfl starfandi stétta láta aldagamlan draum fólks- ins um mannfélag bræðra- lagsins rætast.“ Það er for- maður Sósíalistaflokksins er mælir svo í nýju hefti tíma- rits síns. En íslenzkir valda- menn standa trúan vörð um íslenzka niðurlægingu. Þessi framtíðarsýn um ís- land skal rætast. En í minn- ingu kynslóðanna hljóta um- boðsmenn íslenzkrar smánar á þessum árum örlög hliðstæð þeim sém meinsvörum eru fyr- irheitin í fornu kvæði. 6. B. íöIdaraiMsóknafélagið Framhald af 1. síðu. mund Jónasson (sími 1515 eða 5584) fyrir 21. þ. m. Mun hann sjá mÖnnum fyrír matarvist í ferðinni og tjöldum. Svefnpoka, skíði, hlifðarföt og mataráhöld verður hver og einn að hafa með sér. Þessi leiðangur til Vatnajök- uls er umfangsmikill og krefst mikils undirbúnings. Eg þakka öllum þeim mörgu aðilum, sagði Jón Eyþórsson, sem stutt hafa Jöklarannsóknafélagið með láð- um og dáð til að koma honum í framkyæmd. um þeirra tortímingartækja og afla, sem ógna mannkyn- inu. Væri það víghreiður ekki hér á landi hefðu Islendingar flestum þjóðum fremur nokkra möguleika og jafnvel líkindi til þess, vegna legu landsins, að lifa af þau ragna- rök vestrænnar menningar, sem ótakmörkuð kjarnorku- styrjöld hlýtur að verða. 2. Ég tel það bæði nauðsyn- legt og sjálfsagt. En eins og málin standa nú, virðist þurfa meira en lítið átak til þess að knýja fram viðhlítandi ráð- stafanir í því efni. Meðan kenningin um, að vígbúnaður og söfnun kjarnorkuvopna sé bezta tryggingin fyrir friði í heiminum, er uppistaðan í á- róðri voldugra ríkja og ríkja- bandalaga, er við ramman reip að draga. Það er að vísu nokkuð f jar- stæðukennt að tala um, að vekja þurfi vilja mannkynsins til að viðhalda lífi sínu. Sá vilji er til sem rík eðlishvöt með hverjum einstaklingi. En það verður að skapa rökstutt almenningsálit alls mannkyns, ef svo mætti að orði kveða. Það er eina aflið, sem stjórn- málamenn óttast. Heimsfriðaráðið hefur kom- izt nærri þvi, í fyrsta sinni í sögunni, að skapa slíkt al- menningsálit um alla heims- byggðina. 3. Ég mun hiklaust gera það. andleg eyðimörk auðvaldsins. Án þess siðgæðismáttar, sem gerði alla íslenzka alþýðu eina þjóðarsál í afstöðnum átökum, — án þess máttuga valds, sem 27.000 meðlimir Alþýðusambands íslands eru, — án þess stórliugs og fram- tíðarhugs jóna, sem Sósíal- istaflokkurinn mótar sögu þjóðarinnar með á úrslita- stundum hennar, — án verkalýðshreyfingarinnar verður ríkisstjórn á Islandi, þegar bezt lætur, hrossa- markaður, og þegar ver læíur ræningjabæli og þegar dýpst er sokkið leppsstjórn erlends hervalds á Fróni. íslenzk ríkisstjórn er óhugs- andi án verkalýðsins. Það er ekki eftir neinu að bíða með að skapa þá stjórn í þessu landi, sem réttir hlut al- þýðunnar eftir 7 ára ránsher- ferð auðvaldsins, stjórn, sem réttir hlut þjóðarinnar eftir 7 ár erlends yfirgangs. Myndun ríkisstjórnar, sem styðst við samtök verka- manna, bænda, fiskimánria, menntamanna og miliistéita, alls hins vinnandi lýðs. — er mikilvægasta lilutverkið, sem nú þarf að vinna í íslenzkum stjórnmálum. Það er á valdi ykkar, sem orð mín lieyrið, alþýðunnar um allt land, að vinna !>að verk. Ef þið takið saroan höndum og hef jið upp ykkár raust, þá verður ykkar éiri- ingarorð boðorð hér í sölrim Alþingis. Af liálfu Alþýðuflokksins töluðu Emil Jónsson og„ Egg- ert Þorsteinsson, fyrir Þjóð- varnarflokkinn Bergur Sigur- björnsson og Gils Guðmunds- son, en ráðherrarnir Ólafur Thors, Ingólfur Jónsson, Ey- steinn Jónsson og Steingrím- ur Steinþórsson fyrir stjórnar- flokkana. Var athyglisvert að Ólafur Thors og Eysteinn fluttu enn dulbúnar hótanir um að það sem verkalýðurinn hefði áunnið yrði aftur frá honum tekið. Síðari hluti eldhúsdagsum- ræðnanna fór fram næsta lcvöld og töluðu þá Lúðvík Jósefss. og Karl Guðjónsson af hálfu Sósí- alistaflokksins. ERLEND TlöINÐI Framhaid af;6< síðU: þar allt í uppnámi. Sendiherr- ar bandamanna Bandaríkjanna í Evrópu og Asíu gáfu honum engan frið fyrir fyrirspurnum og kröfum um skýringar á því hvað kæmi til að Bandaríkin neituðu með öllu að ræða við Kínastjórn. Bentú þeir á, að almenningur um allan heim myndi skilja þá afstöðu svo að Bandarikjastjórn væri stað- ráðin í að fara með ófriði á hendur Kínverjum. Dulles og Eisenhower báru ráð sín saman í skyndi og urðu ásáttir um að heppi- legra væri að gera Hoover vesalinginn ómerkan orða sinna en að fyrirgera því sem eftir er af virðihgu og áhrifum Bandaríkjanna í heiminum. Báðir lýstu því yfir á fundum sinum með blaðamönnum hvorn daginn eftir annan, að -Bandaríjcjastjórn. hefði ekkert á móti því að setjast við sampingaborð með fulltrúum Kína. Alls engin þörf væri á að Sjang Kaisék tæki þátt í slíkum viðræðum. Árangur ráðstefnunnar í Bandung hef- ur því nú þegar orðið sá, að Bandaríkjastjórn hefur séð þann kost vænstan að hætta að láta eins og stjórn Kína standi utan við mannlegt félag og við hana geti engin skipti átt sér stað. Ekkert bendir til annars en að stjórnendur Bandaríkjanna séu enn stað- ráðnir í að reyna að sölsa undit sig kínversku eyna Taivan, en almenningsálitið í heiminum hefur knúið þá til að fallast á að ræða við Kína. Ljóst er að stjórnir ýmissa Asíuríkja, eink- um Indlands,. Indónesíu, Burma og Pakistan, eru ákveðnar í að skiljast ekki við málið fyrr en þrautreynt hefur verið að finna . varanlega, friðsamlega Igusn. M. T. Ó.

x

Nýi tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.