Nýi tíminn


Nýi tíminn - 08.03.1956, Qupperneq 3

Nýi tíminn - 08.03.1956, Qupperneq 3
FimTntudagur 8. marz 1956 — NÝI TÍMINN —- (3 Hóskólaráð Alab- ama hótar Lucy bana Dæmt til að veita hezmi skólavist en neifar nm vernd gegn óþjóðalýð Einn af stjórnendum Alabamaháskóla í Bandaríkjunum hefur hótaö svertingjastúlkunni Autherine Lucy bráöum bana, ef hún reyndi aö neyta réttar síns til aö stunda nám í skólanum. ílr Húsafellsskógi, málverk ertlr Ásgrím Jónsson ( Asgrím ur Jónsson listmálari áttræður Fýrir skömmu kvað alríkisdóm- stóll í Birmingham, stærstu borg Alabama, upp dóm í máli, sem Lucy höfðaði gegn rektor og skólastjórnarnefnd Alabamahá- skóla. Dæmd skólavist í annað skipti Dómarinn úrskurðaði, að rekt- or og háskólastjórn hefðu sýnt dómstólnum fyrirlitningu með því að reka Lucy úr skóla. Hún ætti lögum samkvæmt ótvíræð- Það gæti verið fróðlegt að athuga viðhorf manns sem fæddur er á fyrri helmingi þessarar aldar til manns sem J>á- þegar var farinn að ganga óstuddur á þeirri braut sem íhann hafði valið sér sem listamaður. I fljótu bragði virðist svo að segja með öllu ókleift fyrir hinn unga mann að. geta skilið eða sett sig inn í það stríð, sem liinn eldri hefur orðið að heyja fyrir list sinni. Það er siður fólks að tala um slæma tíma, erf- iða lífsbaráttu, fátækt. Að sjálfsögðu er þetta böl þjóðfélagsins hvar sem það finnst, en það tilheyr- ir ekki aðeins fortíðinni ennþá, því miður. Eins og fátæktin sem slík er sú sama í dag og í gamla daga, er stríð listamanns- ins við verk sitt hið sama og það he ur alltaf verið á öllum tímum. Þegar listamaðurinn hefur agað sjálfan sig með látlausu striti og starfi, fundið til með því verki sem hann vinnur og er þó aldrei ánægður, er ef til vill hægt að tala um sigra og þá fyrst verður mannsins getið. S'íkur maður er Ásgrím- ur Jónsson. Ásgrímur er fæddur í Rúts- staðahjáleigu í Gaulverjabæj- arhreppi í Flóa 4. mars 1876 og ólst þar upp til 14 ára ald- urs. Stundaði síðan ýmis stör' til lands og sjávar, þar til !hann ákvað rúmlega tvítug- ur að aldri að hefja listnám og sigldi til Kaupmannahafn- ar. Þar vann hann fyrir sér sem húsamálari samhliða því sem hann stundaði nám í teikniskóla og síðar við lista- íhásköla á Charlottenborg. 1 listasafni ríkisins í Kaup- mannahöfn kynntist hann málverkum ýmissa gamalla me’stara. Að dönskum mál- verkum undanskildum var þar mest um málverk hollenzkra má’ara og urðu þeir Ruisdael og Rembrandt eftirlæti hans. Lítið mun hafa verið um franska list í safninu. Eina mynd sá hann sem varð hon um opinberun. Höfundurinn var Vincent van Gogh. Van Gogh sem var Hollendingur (1853-1890) hafði verið Frakklandi um nokkurra ára skeið fyrir dauða sinn og fyllt flokk málara sem að- hylltust að nokkru leyti stefnu hinna svokölluðu impression- ista. Dir'ska og litkraftur myndarinnar fyllti Ásgrím eldmóði og hrifningu og hann ÁSGRÍMUR JÓNSSON Höggmynd eftir Sigurjón Ólafsson ákvað að komast lengra suður á bóginn og sjá meira af hinni nýju list. Árið 1903 hélt Ásgrímur sína fyrstu málverkasýningu hér heima og aðra sýningu 1907. Það ár fékk hann styrk til ítalíuferðar og var tæp tvö ár í þeirri ferð. Á ítalíu sá hann og kynnti sér lista- söfn Rómaborgar, Flórenz, Napólí og Feneyja og hreifst af verkum Renæssancins og Siennamálaranna. Afdrifarík- ust mun þó sú ferð hafa ver- ið fyrir Ásgrím fyrir það að hann á heimleið fór um Þýzkaland og sá á söfnum í Berlín og Weimar verk im- pressionistanna frönsku. Þess- ar nýju myndir höfðu djúp nhrif á viðhorf hans til mynd listar og hafa markað þá leið Framhald á 10. síðu Kveðja frá forseta r Islands Mér er það bæði ljúft og skylt. að senda Ásgrími Jónssyni kveðju og þökk á áttræðisaf- mælinu. í dag minnist öll þjóð in hans með þakklæti og virð- ingu. Áttatíu ár er löng mannsævi en stutt listasaga. Ég minnisi hans fyrstu sýninga í Vinaminni fyrir fimmtíu árum. Það var viðburður í þá daga. Við unglingar gátum tekið und- ir með gamla manninum skaftfellska, sem sagði, að „kortin“ hjá Ásgrími væru betri en hjá dönsku land- mælingamönnunum. Þjóðin var auðug að náttúrufeg- urð og snilldarlegum lýs- ingum í ljóði og nú steig , Ásgrímur fram, fullþroska 1 á ungum aldri, og leysti landvættir fossanna, fjall- anna og jöklanna úr álög- um. Skilningur hans jók oss skilning, og það sem Bakkabræðrum tókst ekki, að bera ljósið inn í húsið í skjólum, varð nú kleift með nýrri tækni Ljós og litir og línur landsins var fest á dúk og borið inn í hús og á heimili til yndis og ununar í skammdeginu. Það er ótrúleg breyting sem orðin er á þessum fimmtíu árum, og Ásgrím- ur er brautryðjandinn. Listaverk skreyta nú ís- lenzk heimili í ríkara mæli en þekkist með öðrum þjóðum. Málaralistin er almenn- ingseign eins og bókmenning- in áður. Nafn Ásgríms stendur sjálfstætt, án nokkurs titils, föstum fótum í íslenzkri lista- sögu, og minnir á hið mikla nafn Hallgríms. Ásgrímur er einn af stórmeisturum sinnar samtíðar. Og vel hefur hann skilið, að það er eitthvað í íslenzkri náttúru á sólbjörtum sumardegi, sem næst bezt með vatnslitum, hið tæra loft, hin léttu fjöll og skæru litir. Mikinn yndisarí skilur hann þjóð sinni eftir. Og slcylt er að þakka sérstaklega hina miklu gjöf, sem hann hefur ánafnað ríkinu sjálfu. Vér íslendingar erum fámenn þjóð, og því stoltari af hverjum samlanda, sem reynist hlutgeng- ur á heimsmælikvarða. Miklar gáfur og óþreytandi elja gefa list Ásgríms það „Langalíf“, sem eru þessa heims beztu laun. í dag hyllum vér einn af beztu sonum íslands, Ásgrím Jónsson! Ásgeir Ásgeirsson Autherine Lucy, an rétt á að fá inngöngu í Alabamaháskóla, sem fylkis- stjómin rekur. Sami dómari hafði áður dæmt Lucy skólavist og var hún fyrsti svertingjastúdent sem fékk inn- göngu i háskólann í Alabama þau 125 ár sem hann hefur starf- að. Ekki hélzt hún þó þar við nema í þrjá daga, skríll hvítra stúdenta og borgarbúa i há- skólaborginni Tuscaloosa gerði aðsúg að henni, háskólastjórnin lét uppþotið afskiptalaust en vék Lucy úr skóla. Uppþotsmenn viidu með engu móti una því að sækja sama skóla og stúdent af „lægri kynþætti". 500 af 7500 Nokkrir hvítu stúdentanna voru andvígir aðförunum gagn- vart Lucy og hófu söfriun und- irskrifta undir áskorun á há- skólastjórnina um að taka stúlk- una aftur í skólann. Ekki feng- ust þó nema 500 af 7500 stúdent- um við Alabamaháskóla til að rita nöfn sín undir áskorun- ina. Nýlega barst sú frétt frá Tusca- loosa að háskólastjómin hefði á fundi sínum kvöldið áður ákveðið að hafa úrskurð alríkisdómstóls- ins að engu og víkja Autherine Lucy aftur úr skólanum. Háskólastjórnin, sem hefur æðsta vald í málum Alabama- háskóla, er kjörin af fylkisþing- inu. Einn af þeim mönnum sem sæti eiga í háskólastjórninni hefur sagt að Lucy yrði í bráðri lífshættu ef hún reyndi að neyta réttar síns og stunda nám við háskólann. Háskólinn mim ekki gera neinar ráðstafan- ir til að vernda hana, sagði nefndarmaður þessi. Hveltiríkin reið Bretumf eir hafna verðfestinp ■ Allt komst á ringulreið í síðustu viku á alþjóða hveiti- ráðstefnu í Genf. Ástæðan var að brezku fulltrúarnir lýstu yfir að brezka stjórnin myndi ekki gerast aðili að nýjum alþjóöasamningi um hveitiverð. Þessi ákvörðun Breta hefur vakið mikla gremju í samveld- islöndunum Kanada og Ástralíu, sem selja mikið af hveiti til Bretlands. Offramleiðslubirgðir þrefalt meiri en í kreppunni Afstaða Bretlands getur haft afdrifarík áhrif á hveitiverðið á alþjóðamarkaði. Hveitiútflutn- ingsríkin eru lengi búin að vera með lífið í lúkunum vegna þess að óseljanlegar hveitibirgðir eru nú meiri en nokkru sinni fyrr í sögunni. Kunnugustu menn fullyrða að hveitibirgðirnar í heiminum séu þrisvar sinnum Tneiri nú en þær voru árið 1929 til 1933, þegar hveiti var brennt í tonnatali og hveitiverðið hrapaði niður úr öllu valdi. í birgðaskemmum fjögurra helztu hveitiræktarland- anna, Bandaríkjanna, Kanada Ástralíu og Argentínu, eru nú 2377 milljónir skeppa af hveiti, en ársneyzlan er ekki nema 850 milljónir skeppa. Rennur út í ágúst Hveitisamningurinn, sem Bret- land sagði upp 1953, rennur út í ágúst í sumar. Þar var kveðið á um hámarksverð og lágmarks- verð á hveiti. Bretland flytur inn miklu meira hveiti en nokkurt ann-, að ríki, svo að hveitisamningur án þátttöku þess er gagnslaus. Eftir að Bretar tilkynntu ráð- stefnunni í Genf ákvörðun sína var fundi frestað, svo að fulltrú- arnir gætu ráðgazt við ríkis- stjórnir sínar. KaupiiS Nýja tiniauu

x

Nýi tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.