Alþýðublaðið - 11.01.1924, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.01.1924, Blaðsíða 4
4 ALK»¥ÐfcgLAÐI£» Hveitl ® Strausykur Molasykur N ý k o m i ð í Kauptélagið. Sími 728* i BmmmmmBmmmmmmmmmmmmmmm i m m m m m m m m (Framhald frá 1. síðu.) Norðmanna ojf kaupavinnumál bænda. Þá kemur spurningin: Hvernig reynast þessir raenn í atvinnu- málum bæjarins? Á líðandi vetri mun Edinborg hafa haft yfir að ráða mestu at þeirri litlu vinnu, sem á boðstólum hefir verið, og er óefað Flygenring þar aðal- ráðamaður yfir, en hvar á vo^u landi hefir verið iögð eins þung pressa á að kúga niður kaup verkamanna og þar um langa tið? Munum Istökuna á tjörninui í fyrra, nfðingsaðferðina á niður- færslu hásetakaupsins á >Ými< 1 sumar og síðast, hvernig þeir hafa notað sér hungur og klæða- leysi konu og barna heimilis- feðra tll að pína niður á allar lundir >akkorðs<-vinnu viðfstöku, kola- og salt-vinnu á síðustu dögum. Þarna er ekki stefnt að böii! Maðurinn, sem að þessu vlnnur fk svo settur efstur á b!að >borgar * flokksins<. Þá kemur Ólafur D^víðsson, sá nafnfrægi toppur síns flokks. Kjósendur muna vfst eftir at- vinnubóta-hugsjóninni á fundin- um f >Gúttó<. Nú er hann að mestu hrapaður af himni fram- leiðslunnar; þó mun hann enn haida í einn mótorbát tii umráða, náttúrlega til að >skaffa< bæjar- mönnum atvinnu, en hverjir skyldu svo vera ráðnir á þennan bát? Eða er það satt, að allir séu þeir sóttir vestur áísafjörð?' Ef þetta skyldi verá, hvað verð- ur þá úr öliu hafnfirzka bjarg- ráðagasprinu úr Óia? Mér er spurn. Hér er að leggja út til fiskjar iínubátur, >Kakalinn<, sem mun vera eign Proppé-bræðra, og heyri ég sagt, að Þórarinn Eg- iison sé framkvæmdarstjóri. Einn- Íg á honum eru hásetar sóttir vestur á Dýrafjörð. Þetta finst mér því leiðara, sem Þórarinn raun hafa haft alment álit verka- manna, að hann myndi gera alt til að efh hag þeirra f atvinnu- máiunum. En hann ræður kann- ske ekki að öllu í þessu vegna elgendanna. Eins mun vera með skipstjórann Guðmund Magnús- son, sem mun hafa fullan hug á, að skipshötn væri úr firðinum. Þá er það mótorbáturinn >ísa- fpldinr, sem er eign Böðvars- bræðra. Mun skipshöfnin öll eða meiri hlutinn sótt upp á Akra- nes. Er hér bent á alla þá fram- íeiðslu, sem vitanleg er í bæn- um að undanskildum þeim tveim togurum, sem héðan ganga, hvað lengi sem það verður. Hvað sýnir svo Ijósara en framantaidar lýsingár, hverjar eru bölstefnurnar, sem borgara- flokkurinn ætlár að vinna á móti í bænum ocr við kosningar, sem í hönd fara? Ég sé ekkl með mfnum bezta vilja, að þær séu aðrar en þær, að fulltrúar verkamanna eru að berjast fyrir atvinnubótum verka- manna, aukinni framleiðslu tii að fyrlrbyggja, að hér dynji yfir hungursneyð og dauði. Eða hvað melnar meirl hluti bæjarstjórnar með bæjarstjóra á sinu bandi að draga að halda fund um togara- lelgumálið, sem Davfð Kristjáns- son flutti á sfðasta fundi. Ætla þeir kannske að staðfesta þessa umsögn míoa, að bætt líðan fjö'dans sé böl í augum >borg- aranna<, og draga þvf mállð, þar til alt er um seinan, og má má hér einnig sjá afstöðu bæjar- stjórá í þessu máli? Nei. Bölstefnur í augum >borg- ara< er ekkert anuað en hræðsla fyrir að missa vald, sem nota ,á til að kúga niður kaup alþýðu. En tll hvers þá að þykjast berj- ast fyrir bættum hag verka- manna? Mér sýnist svarið auð- fundið, enda hefir þeim ekki brugðlst það. Það er að fá auð- trúa lýð til að kjósa sig tií þings og bæjarstjórnar til þess að eiga því h egara með að beita hinu lagalega vaidi. 1 einu blaði borgaranna hafn- firzku stóð mjög gleiðgosaleg spurning þess efnis, hver skyldi i hafa gott af neýð annara manna, og mun þeim sjálíum finnast, að það geti ekki átt sér stað. Mikil er sú nærsýni og þröngt um hugargeimion! Hvað ætli Flygen- rings->kompaníið< sé búið að græða á neyð og samtakaleysi verkamanna nú á annað ár, þar sem menn ékki hafa haft í sum- um >akkorðum< melra en 40— 50 aura um tímann? Sú upphæð mun nema þúsundum króna, enda er það eitt af stefoumálum >borgara< að eyða og rjúfa allan hagsmunaféiagsskap yerkamanua. Eða hafa >borgarar< ekki heyrt, að á neyðarárum fyrri tíma keyptu menn heilar jarðir fyrir 2—3 málsverði? Það er von, að þeir spyrji, hvort menn haldi, að nokkur hafi gott af neyð annara mann»(!) HafnfirzJcur verkamaður. Ummæli Mac-Donalds, Khöfn, 10. jan. Frá Lundúnum er símað: Á sigurhróssfundi miklum, er verka- mannaflokkurinn hélt í gær, sagði Ramsay Mac Douald- >Yið erum nú að því komnir að taka við stióininni, og vér færumst ekki undan ábyrgðinni, því að vér er- um engir heiglar. Ég hygg, að koma verkamannaflokksins í Dow- ning Street (þar sem utanríkis- ráðuneytið hefir aðsetui) sé það, sem þarf til þess að ljá megin ölium forvígismönnum friðar og siðgæðis hvarvetna í Norðurálfu.< Annars viðurkenna öll blöðin hóf- legan anda ræðunnar; fá ein jafna ræðumanni við Kerenski, er komið hafi Rús3landi á kaldan klaka. Ritstjöri og ábyrgðarmaður: Hallbjörn Halldórsson. Prentsm. Hallgrims Benediktssonar Bergstaðastræti 19,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.