Nýi tíminn - 27.06.1957, Page 4
I) — NÝI TÍMINN — Föstudagur .27. júni 1957
Ntl TÍMINN
Öf.»«fandl: Sótfalistaflokkurinn. Rltstian ot aoyreBarmaBur: /ismundur
SigurSsson. - ÁskrlftaraJald kr. 50 4 árl. PientsmlSJa í>Jó3vUlans h.t.
Nóttlaus voraldar veröld
|^ó ekki séu liðin nema
þrettán ár frá þeim seytj-
ánda júní þá íslendingar
fögnuðu um land allt lýð-
,veldi sínu endurreistu, er þeg-
ar sem leiki hillingaljómi um
etundina og dagana og það
góða ár 1944. Þjóðareining-
in í lýðveldiskosningunum,
þjóðarvakningin júnídagana,
imannhafið á Þingvöllum 17.
jfmí og í Reykjavík 18. júní,
ihver man það án þess að
Bterk tilfinning gleði og metn-
aðar fari eldi um hug hans?
L ■
í Qvo bjartan ljóma ber frá
^ dögunum, sumrinu, ár-
inu 1944, að það er nú þegar
1 eins og hálffyrnt í huga að
einnig á síðasta skeiði barátt-
1 unnar er hlaut lausn sína og
eigur 1944 varð að berjast,
berjast djarft, af snilli og
harðfengi, einnig á vettvangi
innanlandsstjórnmálanna. Um
það var barizt, hvort sú leið
yrði valin sem farin var, svo
nást mætti sú þjóðareining
! Bem hæst reis í lýðveldiskosn-
ingunum og þjóðarvakningin,
1 Bem knúði fram síðar á árinu
■ Bamtök um þingmeirihluta og
* Btjómarmyndun. Það var ný-
1 eköpunarstjórnin sem hóf með
1 Etórkostlegu átaki það við-
■ reisnarstarf í efnahagslífi
’ landsins, er þjóðin hefur bú-
| ið að og á að þakka þau
^ lifskjör sem hún býr við nú.
' 17'remst í þeirri örlagaríku
baráttu og það aflið sem
yrslitum réð ,var hin róttæka
| Verkalýðshreyfing íslands,
ÍAlþýðusambandið með rót-
tækri stjórn og Sameining-
arflokkur alþýðu—Sósíalista-
flokkurinn. Þáttur hinnar
róttæku verkalýðshreyfingar
að mótun stefnunnar síðasta
éfangann að lýðveldisstofnun-
inni mun metinn að verðleik-
um þegar saga þeirrar bar-
áttu verður sögð til fulls,
og um hitt verður ekki deilt,
að nýsköpunarstefnan var
framlag hinnar róttæku
verkalýðshreyfingar landsins
' til þjóðfélagsbaráttunnar
| fyrstu ár lýðveldisins, og
gæddi þau ár stórhug og
bjartsýni.
Formaður Sameiningarflokks
alþýðu — Sósíalistaflokks-
ins, Einar Olgeirsson, var
einn áhrifamesti íslenzki
Btjórnmálamaðurinn i baráttu
þessara örlagaríku ára, og
mun ekki annar þeirra hafa
átt meiri þátt að mótun stefn-
unnar sem tekin var. Daginn
eftir lýðveldisstofnunina, við
ihátíðahöldin í Reykjavík,
íflutti Einar ásamt öðrum
flokksleiðtogum ræðu til
snannfjöldans, frá Stjórnar-
ráðshúsinu. Þar sagði hann
sn.a. þessi orð:
Gamla lýðveldið okkar var
skapað af höfðingjunum,
og voldugustu höfðingjarn-
ir tortímdu því. Það eruð þið,
fólkið sjálft, sem hefur skap-
að nýja lýðveldið okkar. Frá
fólldnu er það komið, fólkinu
& það að þjóna og fólkið verð-
’ ur að stjórna því, vakandi
! Og virkt, ef hvoru tveggja.
lýðveldinu og fólkinu, á að
vegna vel. Það er ósk mín í
dag, að fólkið sjálft, fjöldinn
sem skapaði íslenzka lýðveld-
ið, svo samtaka og sterkur,
megi aldrei sleppa af því
hendinni, heldur taka með
hverjum deginum sem líður
fastar og ákveðnar um stjðrn-
völ þess. Þá er langlífi lýð-
veldisins og farsæld fólksins
tryggð“.
Hvað gerðist næsta áratug?
Þeir sem fólkið treysti
brugðust trausti þess, sviku
lýðveldið unga á vald striðs-
óðs herveldis, reyndu að kæfa
eldinn, lama stórhuginn, eyða
bjartsýni þjóðarinnar með
barlómsvæli og betlistefnu.
Og fólkið var ekki nógu
„vakandi og virkt“ eins og
Einar hafði óskað lýðveldinu,
það lét ókjör áratugsins 1946
—1956 yfir sig ganga án þess
að sópa til hliðar þeim stjórn-
málamönnum er svo gífurlega
höfðu brugðizt vonum manna
hin fyrstu lýðveldisár.
Og enn er það hin róttæka
alþýðuhreyfing Islands, sem
vísar veginn út úr þungbæru
svartnætti þessa áratugs.
Sameiningarflokki alþýðu —
Sósíalistaflokknum og Al-
þýðusambandi Islands, með
róttækri forystu, tekst að
vekja nýja öldu vonar og
skilnings á mætti þjóðarinnar,
að hún sé megnug þess að
sækja fram til velmegunar í
landi sínu, að hún geti losað
sig við smán og hættuna
af bandarískri hersetu á Is-
landi. Stofnun Alþýðubanda-
lagsins og kosningasigur þess
knýr fram myndun vinstri
stjórnar, sem hefur brott-
flutning hins erlenda hers og
alhliða nýsköpun atvinnulífs-
ins, í nánu samstarfi við al-
þýðusamtökin, að yfirlýstri
stefnu. Framkvæmd þeirrar
stefnu getur fólkið tryggt sé
það „vakandi og virkt“ og
vinni að því dag hvern og
hverja stund að sameina
krafta alþýðunnar í samtök-
um sínum, í verkalýðsfélög-
unum og ekki sfzt að sam-
stilla átak og afl alþýðuflokk-
anna.
Seytjánda júní ríkir á ís-
landi nóttlaus voraldar
veröld. Ferskur ilmur og lífs-
máttur hins unga sumars vek-
ur íslendingi þrótt og unað
og eftirvæntingu. Það er á
valdi íslenzkrar alþýðu að láta
rætast fyrirheit og vonir
beztu sona og dætra þjóðar-
innar, um velmegun og gró-
andi þjóðlif, um lausn frá
smán hersetunnar, um lýðveld-
ið Island sem griðastað mann-
göfgi og mannhelgi, um út-
rýming fátæktar, um mennt-
unarfæri og þroska fyrir
hvert íslenzkt ungmenni.
Töfraorðin eru eining og sam-
taka afl alþýðunnar. Megi þau
töfraorð öðlast fyllingu og
þrótt svo þau nái að móta
örlög þjóðarinnar. Þá rætist
sýn Stefáns G. Þá verður Is-
land og íslenzkt þjóðlíf nótt-
laus voraldar veröld, þar sem
víðsýnið .skín.
Heiðursvörður bandarískra sjóliða hellsar Sjnng Kaisék, er liann gengur á skipsfjöl á flaggskipi banda.
riska flotans við Taivan.
„Ör því þeir kæra sig ekki m okkur er
bezt við flytjum drenpa okkar heim”
Bandarískir þingmenn krefiasf brottfarar
úr herstöSvum Bandarik]anna erlendis
Árás almennings á Taivan á bandaríska sendiráðið í
höfuðborginni Taipeh hefur vakið umræður í Bandaríkj-
uniun um hersetu Bandaríkjamanna í löndum annarra
þjóða.
Tilefni árásarinnar var reiði kallaðar úr herstöðvum í öðr-
Taivanbúa yfir sýknudómi, sem um löndum.
bandarískur herréttur hafði t öldungadeildinni sagði Will-
kveðið upp yfir bandariskum is Robertson, demókrati frá
hermanni, sem hafði skotið Virgima, að atburðirnir í Taip-
innborinn mann til bana. eh sýndu, að hersetan skapaði
Bandarílcjunum óvild hlutað-
Þrumu lostnir eigandi þjóða. Herstjórninni
Fréttaritari United Press í bæri að fækka sem mest her-
Washington kemst svo að orði, stöðvum erlendis og liði, sem
að bandarískir ráðamenn hafi Þar hefði dvöl.
verið sem þrumu lostnir yfir Ýfingar milli þjóða i banda-
heiftinni i árásunum á Banda- lagi við Bandaríkin og banda-
ríkjamenn i Taipeh og hversu rískra hermanna sem dvelja
þátttaka í þeim var almenn. | meðal þeirra fara sívaxandi,
Bandaríkjamenn höfðu talið sagði Robertson.
sér trú um, að herseta þeirra Utaiiríkisinálanefndarmaður
á Taivan væri í þökk alls þorra J I fulltrúadeildinni var repú-
eyjarskeggja, þar sem hún blikaninn John M. Vorys frá
væri ómissandi ef hindra ætti Ohio skorinorðastur. Kvað
að eyjan kæmist undir yfiiTáð (
stjórnarinnar í Peking.
hann það löngu sannrejmt, að
Bandaríkin gætu ekki keypt
sér vináttu og velvild annarra
þjóða með fégjöfum né hera-
aðaraðstoð.
„Úr þvi að þeir kæra sig
ekki um okkur, er bezt að við
flytjum drengina okkar heim,“
sagði Vorys, sem á sæti í ut-
anríkismálanefnd deildarinnar.
Snorri Hallgríms-
son formaður
Vísindasjóðs
Menntamálaráðherra hefur skip-
að dr. med. Snorra Hallgríms-
son, prófessor, formann stjórn-
ar Vísindasjóðs. Þá hefur Þor-
björn Sigurgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Rannsóknarráðs
ríkiisins, verið skipaður vara-
formaður sjóðsstjómar.
Lögreglan hafðist ekki að
Atburðirnir á föstudaginn í
síðustu viku kollvörpuðu þess-
um hugmyndum. Tugir þús-
unda óbreyttra borgara tóku
þátt í árásunum á bandaríska
sendiráðið og bandarísku upp-
lýsingaskrifstofuna, þar sem
allt var brotið og bramlað og
bandarísku starfsfólki mis-
þyrmt. Bandarískir hermenn
urðu fyrir árásum víða um
borgina og liermenn* úr liði
Sjang Kaiséks urðu að halda
vörð um herbúðir Bandaríkja-
manna til að koma í veg fyrir
árásir á þær.
Karl Rankin, sendiherra
Bandaríkjanna 1 Taipeh, kvart-
aði sérstaklega yfir því við
Sjang Kaisék, að lögregla
hans hefði látið greinilega íljós
samúð með árásarmönnum.
Lögreglusveitir hefðu staðið
álengdar og ekki hafzt að með-
an mannfjöldinn var að brjót-
ast inn í sendiráðið.
Vaxandi ýfingar
I báðum deildum Bandaríkja-
þings komu fram kröfur um að
bandarískar hersveitir yrðu
Menningar- og íriðarsamtök ísl. kvenna:
Víg&unaðarkapplilaupinu sé
tafarlaust hætt
ÞjóSirnar krefjast friSar
Á fundi, sem haldinn var í Menningar- og frið-
arsamtökum íslenzkra kvenna var samþykkt að
senda Heimsfriöarráðinu eftirfarandi álitsgerð:
„Kapphlaupið um vígbúnað hlýtur að hafa i för
með sér síaukna hœttu á styrjöld. Eina raunhœfa
leiðin til að forðast heimsstríð er að stórveldin
komi sér saman um afvopnun stig af stigi. Þess-
vegna tökum við heils hugar undir álitsgerðir
þeirra dr. Alberts Schweitzer og dr. Joliot Curie
og þá kröfu heimsfriðarhreyfingarinnar, þá kröfu
almennings í heiminum, að afvopnunarnefnd
Sameinuðu þjóðanna gangi til samkomulags og
stórveldin stigi nú þegar fyrstu sporin til af-
vopnunar. Við krefjumst af þeim að vígbúnaðar-
kapphlaupinu sé tafarlaust hætt, að samkomulag
sé gert um að hœtta tUraúnum með vetnisspi'engj-
ur og að þau geri nú þegar samninga um afvopn-
un.
Þjóðimar fordœma styrjáldarundirbúning. Þjóð-
imar krefjast friðar.“