Nýi tíminn


Nýi tíminn - 27.06.1957, Blaðsíða 5

Nýi tíminn - 27.06.1957, Blaðsíða 5
' Finimtudagur 27. júní 1957 — NÝI TlMINN — (3 Tvö þúsund hcmdarískir vísindamenn krefjasi stöðvunar kjornasprenginga ErfSafrœSingar aSvara Bandarikjaþing: Milljón- um hefur þegar veriS búiS tjón á lifi og heilsu i ✓ i . / . i i / i um Tvö þúsund bandarískir vísindamenn haía skor- að á ríkisstjörn lands síns( að láta ai andstöðu gegn alþjóðlegu samkomulagi um bann við frekari íiiraunum með kjarnorkuvopn. Vísindamennirnir segja, að svo órækar sannanir séu nú fyrir skaðsamlegum áhrifum geislavirkra efna, sem dreifast um allan hnöttinn frá kjam- ©rkusprengingunum, að brýna nauðsyn beri til að banna frek- ari tilraunasprengingar með al- jþjóðasamningi. Nóbelsverðlaunamaður Kjarnorkumálanefnd Banda- ríkjaþings hlýðir um þessar mundir á vitnisburði sérfræð- inga um áhrif geislunar frá kjamorkusprengingum. í gær komu fyrir nefndina þrir af fremstu erfðafræðingum Banda ríkjanna, og voru allir sam- mála um að stöðva bæri sprengingamar þegar í stað. Prófessor Hermann J. Muller frá Indinanaháskóla var eitt vitnið. Hann fékk Nóbelsverð- laun 1946 fyrir að sýna fyrst- ur manna fram á áhrif kjama- geislunar á erfðaeiginleika. Reynt að leyna hættunni Prófessor Muller sagði, að sér þætti kynlegt, að kjarn- orkuyfirvöld Bandaríkjanna þegðu um það, að hversu lítil geislun sem væri drægi úr mót- stöðuafli manna gagnvart hverskonar sjúkdómum. Hann kvað allar líkur benda til, að geislunin frá þeirn til- raunurn, sem þegar hafa verið gerðar, myndi valda hundruð- mn þúsunda eða milljónum manna heilsutjóni og stytta líf- daga þeirra, bæði þeirra sem nú eru uppi og komandi kyn- slóða. Kvað prófessor Muller kjamorkuyfirvöldin vera und- arlega treg til að birta niður- stöður af vísindarannsóknum, sem sýndu fram á geislunar- hættuna. Vansköpuð og vitskert böra Dr. Crowe frá Wisconsin- háskóla sagði, að menn yrðu að gera sér ljóst að hættulaus geishinarskammtur væri ekki Etn af vetnlssprenginguiíi BandarUtjamaima á Kyrrahafi. til. Hversu lítil geislun sem er veldur tjóni, einkum á kyn- frumunum. Ákveðin hundraðs- tala foreldra, sem orðið hafa og eiga eftir að verða fyrir geislunaráhrifum af kjarnorku- sprengingum, sem þegar hafa farið fram, munu eignast van- sköpuð börn, fávita og and- vana böra sökum geislunarinn- ar. Doktorinn sagði, að skað- leg áhrif geislunarinnar ykjust í réttu hlutfalli við geislunar- magnið, og því væri aðkallandi að stöðva kjarnorkuspreng- ingar þegar í stað. Dr. Glass, þriðji erfðafræð- ingurinn, kvaðst ekki hika við að fullyrða, að geislunin sem þegar hefði verið leyst úr læð- ingi með tilraumun með kjarn- orkuvopn, ætti eftir að verða þess valdandi, að milljónir van- skapaðra barna, fávita og barna með skertan líkamsþrótt kæmu í heiminn. Heilsa mannkynsins í veði. Prófessor Oliphant, kunnasti kjarneðlisfræðingar Ástralíu, birti í gær yfirlýsingu, þar sem hann styður áskorun banda- risku vísindamannanna um stöðvun kjarnorkusprenginga. Hann segir, að sumir vísinda- menn, einkum eðlisfræðingar, telji hættuna ekki mikla, vegna þess að geislunin frá kjarn- orkutilraununum sé ekki ýkja mikil viðbót við náttúr- lega geislun. Hins vegar áliti líffræðingar og erfðafræðingar, að mikil hætta sé samfara hva lítilli geislunaraukningu sem’ vera skal. Þegar sérfræðinga greinir á verða menn að hafa vaðið fyr- ir neðan sig, sagði prófessoc* Oliphant. Alþjóðlegur samning- ur um stöðvun tilrauna með kjarnorkuvopn er ómissandi, ef tryggja á heilsu mannkyns- ins. Situr við sinn keip. Á fundi brezka þingsins í gær benti Gaitskell, foringi Verkamannaflokksins, Mac- millan forsætisráðherra á ummæli vísindamannanna, og spurði, hvort hann vildi ekki beita sér fyrir banni við frek- ari tilraunum með kjamorku- vopn. Macmillan kvaðst ekki geta sætt sig við, að Bretar væra eftirbátar annarra, til- raunum með vetnissprengjur við Jólaeyju yrði haldið áframí ef þess gerðist þörf. Allt komsfc í 'uppnám í deildinni, þegar* Aneurin Bevan sagði, að for:- sætisráðherrann kæmi fram afl vítaverðu ábyrgðarleysi. Gre/ð/ð Nýja timann r Laugardagur 15. júní 1957 — 3. árgangur — 23. tölublað Spurningar Framhald af 3. síðu. Ingu D. Ármannsdóttír, 9 ára, Teigaveg 6, Smá- löndum. — Skrifar eft- irfarandi: — Kæra Óskastund! Komdu sæl og bless- uð! Mér finnst gaman að safna þér. Eg á þó bara Nýja Tímann. Mig langar til að svara Épurningunum er komu í 14. tölublaði. | 1. Eg mundi vera þar, Bem mér dytti í hug að ,Vera. 2. Eg mundi óska þess að ég gæti alltaf óskað. 3. Að vera flug- freyja. — Ef ég óskaði þess að ég gæti alltaf öskað, rnyndi ég óska Blls góðs. Eg vil vera fiugfreyja af því að þá jget ég ferðast út um öll lönd, og skoðað mig vel Um og reynt að læra Svolítið kannski í út- *mzku. Mig langar mjög mikið að f* framhalds- 6ögu og ég tek það fram að það vildi ég að þær Verði alvgg eins fyrir ökkur yngri eins og þau eldri. Hvernig finnst þér akriftin mín? Svo þakka ég þér fyr- ir allt gott. — Vertu Bæl, — þín Inga. Þetta voru svör við Bpurningunum okkar og Við þökkum kærlega fyr- *r þau. Það er mjög gaman að kynnast ósk- um ykkar og áformum, jtil þess á blaðið okkar ®ð vera. í næsta blaði Ibirtum við svo nýjar jspurningar og þá verð- Skrítlur „Mamma, mamma," hrópaði Sigga litla. — „Líttu á þennan mann þarna, það er ekkert einasta hár á höfðinu á honum.“ „Uss, uss hafðu ekki svona hátt góða mín hsnn getur heyrt til þin,“ sagði mamma. „Nú, ég hélt hann vissi það sjálfur," sagði Sigga. Kennarinn: Hvaða gagn gerir hryggurinn? Bamið: Á efri endanum situr höfuðið, en á neðri endanum situr maður. ★ Hans: Eg get setið þar, sem þér er ómögulegt að sitja.“ Pétur: „Hvar er það?“ Hans: Á hnénu á þér.“ Hvað var hann gamall? „Hvað ertu gamall, litli maður?“ „Eg veit það ekki“. „Á, veiztu ekki, hvað þú ert gamall?“ „Mamma segir, að ég sé of lítill til að borða af öllu, sem borið er á borð, en of stór til að gráta, þegar ég fæ það ekki.“ 1 « Wí/á ÍP wm s 1 s £ y/m WM m X / * LITLA KROSSGÁTAN um við líka búin að á- kveða hver fær verð- laun fyrir svörin sín. Lárétt: 1. kvenmanns- nafn, 3. játun, 5. sínk, 7. matur, 8. tveir eins, 9. alifugl (þf.). Lóðrétt: 1. slæpingjar, 2. bí, 4. spilana, 6. hús- dýrið (þf.). Ráðningar á gátum í síðasta blaði: 1. Spöng. 2. Og. 3. Könguló. 4. Jafningi. GULLKORN Ekkert sannt skáld mun nokkru sinni gera á hluta biblíunnar. W. Whitman. Smjaður er ekki eins hættulegt og menn halda. í staðinn fyrir að auka á hégómaskapinn, kemur það þeim, sem fær óverðskuldað hrós oft til að reyna að gera sig verðan þess. Kristín Svíadrottning. ★ Stórmennið hikar ekki við að umgangast lítil- magnann. Miðlungsmað- urinn potar sér. R. Tagore. Ritstjóri: Vilbors Dagbjartsdóttlr — Útgofandi: ÞjóBviljinn Glettur álfanna 'y.rrx.'r.T^jT' Fram úr Eyjafirði ganga margir dalir. Vestastur þeirra er Ðjúpidalur, fram af honum ganga Hraunár- dalur og Hvassafells- dalur, og renna eftir þcim Hrauná og Djúpa- dalsá, og er háls á milli dalanna. 'hte Litlu fyrir 1850 tojuggu tveir bændur í Hvassafelli, Þorsteinn Hallgrímsson, albróðir Jónasar skálds, og Kristján nokkur Bene- diktsson. Hann átti tvo toræður, Jóhannes er bjó í Núpufelli, og Benedikt. Þessir þrír bræður voru aimennt nefndir Hvassa- fellsbræður og voru al- kunnir að hagmælsku og gáfum, einkum Bene- dikt. Þessir bændur höfðu í seli frammi á Hvassafellsdal; þar eru engir bæir; þangað er Itörð tveggja tíma reið frá Hvassafelli. Selið stóð á sléttum grundum undir hárri hlíð; hún heitir Brattahlíð. Þar er hið bezta málnytuland, allt gróið víði og fjall- drapa. Þessi dalur er emkennilega fagur, með fjöllin geysihá og tign- arleg og grundirnar grænar og sléttar. Ein- kennilegir hólar eru niðri við ána, austan við grundirnar, sem selið stendur á. Þar hefur oft| sézt huldufólk. [ Hvassafellsbændur áttuf fjölda sauðfjár, og vaij það allt rekið saman og| fært frá fram við sel* Nú var skipt niður verk- um milli fólksins þann- ig, að smalar sátu æicl Framhald á 3. síðu* Þetta er mynd af Austurvelli teiknuð af 13 ára dreng. Nú eftír tvo daga munu Reykvíkingar koma þar saman og minnast stofnunar lýðveldis- ins 17. júní 1944, en eins og þið vitíð var 17. júní valinn vegna þess að þann dag fæddist Jóa Sigurðsson. /

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.