Nýi tíminn - 27.06.1957, Síða 8
Hulda Jakobsdóttir fyrsta konan sem
tcosin er bæjarstjóri hér á landi _
j ,■ Verkefni Képaeogsbœjar éþr jétandi
f - Félkið ungt og duglegt
Á fundi bœjarstjórnar Kópavogs í fyrrakvöld var frú
Jlulda Jakobsdóttir kjörin meö samhljóða atkvceöum
lbœjarstjóri í Kópavogi.
Hidda er fyrsta konan sem kosin hefur verið til að
gegna bœjarstjórastarfi hér á landi. Kópavogur er ungt
og fátœkt bœjarfélag, og jafnframt sá bœr landsins sem
er í örustum vexti. Á sl. ári fjölgaði íbúum þar úr tœp-
Tim 4 þús. í 4500.
Á bæjarstjórnarfundinum í ; uppi á hálsinum og byggðar 6
Kópavogi í fyrrakvöld sagði
Finnbogi Rútur Valdimarsson
Jausu bæjarstjórastarfinu, þar
»em hann hefur nú verið ráð-
inn bankastjóri við Útvegs-
laankann. Auk forseta bæjar-
etjórnar, Eyjólfs Kristjánsson-
ar og Þormóðs Pálssonar
ikvöddu báðir fulltrúar Sjálf-
etæðisflokksins, þeir Jósafat
Líndal og Sveinn Einarsson,
®ér hljóðs og þökkuðu Finn-
fooga mikil og vel unnin störf
fyrir Kópavogsbúa.
Hulda Jakobsdóttir, fyrsti
Ibæjarstjóri landsins í hópi
Ikvenna, er fædd og uppalin við
Skólavörðustíginn i Reykjavík.
fffún varð stúdent 1931 og
gengdi síðan skrifstofustörfum
í nokkur ár. Hún er einn fyrsti
Jandneminn í Kópavogi, flutti
jþangað með manni sínum Finn-
tooga Rúti Valdimarssyni.
Kópavogur vex ört.
Hulda Jakobsdóttir, ný þæj-
arstjórinn í Kópavogi, hafði
meir en nóg að gera þegar
fréttamaður Þjóðviljans leit inn
til hennar í gær, en svo kom
röðin að honum að bera. upp
erindi sitt.
— Þú ert ein af elztu land-
nemunum í Kópavogi?
— Já, við fluttum hingað
1940. Þá var verið að úthluta
hér nýbýlalöndum. Þá var eng-
in Kársnesbraut til og við fór-
um fjöruna að húsinu. Við
byrjuðum á því að rækta tún,
bjuggum alveg eins og uppi i
sveit, töldum okkur komin út
úr skarkala borgarinnar, — ég
ikann aldrei við mig á mölinni,
hugga mig við það að hafa þó
túnblett ennþá.
— Og hvernig hyggur þú til
bæjarstjórastarfsins?
-— Eg hefði helzt viljað vera
laus við þetta, en ég hef tekið
iþátt í bæjarmálefnum Kópa-
vogs áður.
; — Kópavogur vex mjög ört,
hve mikið fjölgaði íbúum á síð-
asta ári?
;— 1 desember 1955 voru það
3783 sem áttu hér lögheimili
en alls bjuggu hér þá tæp 4
þús. manns. 1. des. sl. áttu 4301
lögheimili hér, en alls bjuggu
Jiér þá nær 4500 manns, svo
áukningin á árinu var nær 500,
■og kíðan hefur haldið áfram að
bætast við.
Skólamálin.
-— Á næsta hausti, heldur
Hulda áfram, bætast 180 til
200 sjö ára börn í skóla hér. Á
sl. vetri tók til starfa nýr skóli
í Kársnesi, í 4 kennslustofum,
og hann verður þegar of lít-
ill að hausti. Kópavogur varð
sjálfstætt sveitarfélag 1947 og
strax árið eftir var byrjað á
byggingu gamla barnaskólans
stofur og 4 bætt við síðar. Nú
er verið að byggja leikfimihús
við þann skóla, það var gert
ráð fyrir því í upphafi, en það
var ekki fyrr en á þessu ári að
við fengum leyfi fyrir því. Svo
vantar okkur gagnfræðaskóla,
við erum með unglingaskóla í
barnaskólanum. Honum hefur
verið ætlaður staður við Digra-
nesveginn og verður byrjað á
býggingu hans eins fljótt og á-
stæður leyfa.
Félagsheimili — Kvik-
myndahús.
— Þið munuð hafa fleiri
byggingar í huga?
— Já, það er ætlunin að
byrja á byggingu félagsheimil-
is í sumar. Um það mál hefur
verið rætt frá því Kópavogur
varð fyrst til sem hreppur, við
höfum t.d. orðið að nota skól-
ann fyrir alla fundi.
Að féiagsheimilinu standa
bærinn og 6 félög. Árið 1950
var kosin félagsheimilisnefnd er
sótti um leyfi til að byggja.
En það var ekki fyrr en á síð-
asta. ári að leyfi fékkst til að
byrja á byggingunni þegar
teikning lægi fyrir. Halldór
Halldórsson arkitekt hefur
unnið að teikningu félagsheim-
ilisins. Vonum við að geta r
byrjað byggingu á helmingi
þess flatarmáls sem bygging-,
in á að vera. Verður byrjað á
neðstu hæð þess hluta sem ætl-
aður er sérstaklega fyrir starf-
semi félaganna, ennfremur
bráðabyrgða bíó og litlum
samkomusal.
í byggingunni fullgerðri verð-
ur samkomusalur, bíósalur,
fundaherbergi fyrir félögin og
ennfremur bókasafnið, en það
höfum við orðið að hafa í
barnaskólanum, og er nú verið
að útbúa 2 herbergi í kjallara
nýja skólans fyrir útibú safns-
ins. — Félögin eru nú að
undirbúa happdrætti til að
safna fé til félagsheimilisins.
Hafnargerð og götur.
— Það hlýtur að hafa verið
mikið verkefni að leggja götur
og vatnsleiðslur um bæ þar
sem byggðin er jafn dreifð.
— Já. Það var byrjað á
vatnsveitunni 1948 og nú mun
hún orðin um 30 km löng.
Vegir eru orðnir um 40 km
og holræsi milli 10-20 km.
— Og svo eruð þið að byggja
höfn?
— Já það er komin bryggja
og dýpi við hana er álíka mik-
ið og í Reykjavíkurhöfn, þann-
ig að bátar og skip geta lagzt
við hana. Hafnarstæði þarna
inn af Skerjafirðinum er gott
Leikvellir — Skrúð-
garðar.
— Svo hefur Kópavogur
byrjað strætisvagnarekstur.
— Já, við byrjuðum í vor
Hulda Jakobsdóttir, hln- nýkjörni bæjarstjóri í Kópavogi. — Fyrsta
íslenzka konan sem kosin er bæjarstjóri. -------- (Ljósm. Sig. Guðm.).
með 2 nýja Volvo-vagna og
ætlunin er að fá fljótlega þann
þriðja.
— Hafið þið ekki fleiri
framkvæmdir á prjónunum?
— Það er flest enn á frum-
býlingastiginu hjá okkur, það
þarf svo margt að gera. Við
eigum ekkert ráðhús fremur en
Reykjavík og bærínn er hér í
alltof þröngu húsnæði. Aí
framkvæmdum sem unnið er
við mætti t. d. nefna að
veríð er að gera leikvelli og
skrúðgarða. í Hlíðahverfinu er
Aðalsteinn Hallsson að skipu-
leggja leikvöll, í samráði við
eálfræðing bæjarins og þar er
einnig verið að gera skrúð-
garð. Við Hlégerði er einnig
' verið að koma upp leikvelli og
j skrúðgarði. Gagnfræðaskólalóð-
in við Digranesveg er notuð
sem leikvöllur þar til byggt
iVérður á henni. Fótboltavöllur
hefur þegar verið gerður.
Óþrjótandi verkeíni — i
Ungt, duglegt íólk.
— Ykkur vantar sannarlega
ekki verkefni.
— Nei, verkefnin eru óþrjót-
Framhald á 6. siðu
Verkakonur í Hafnarlirði vinna
merkt starf í þágu barnanna
Verkakvennafélagið Framtíðin reisti dagheimili 1935« hefur
nú stækkað húsakynnin um þriðjung
Á Hörðuvöllum í Hafnarfirði hefur Verkakvennafélagið Fram-
tíðin rekið dagheimili í 22 ar. Undanfarið hefur verið unnið að
nauðsynlegri stækkun hússins og var hið nýja dvalarheimili
vígt um sl. helgi, að viðstöddum mörgum gestum.
Það var árið 1932 að Sigríð-
ur Eriendsdóttir, núverandi
’ |
formaður deigheimilisnefndar,
vakti máls á nauðsyn dvalar-
heimilis fyrir börn fátækra for-1
eldra í Hafnarfirði. Fékk málið 1
góðar undirtektir félagskvenna,!
og var fengið húsnæði í gamla !
barnaskólanum strax árið eftir, i
og voru þar 20 börn um sum-
arið 1935 er svo ráðizt í að
byggja dagheimilið að Hörðu-
völlum og það starfrækt fram
að stríðsbyrjun. Á stríðsárun-
um lá starfsemin niðri, en að
stríðinu loknu tók dagheimilið
til starfa aftur. Var þá sýni-
legt að daglieimilið var orðið
allt of lítið og gat ekki sinnt
lengur eftirspurninni. Hefur nú
verið bætt úr brýnni þörf, og
er þegar búið að biðja um vist
Fyrir iiokkru síöan kom.u 4 ú'r kvennasendinefndinni sem héðan fór 24. apríl til Sovétríkjanna. Myndin
hér að ofan er tekin á götu í Stalíngrad. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Valgerður Gísladóttir, þá
túlkur nefndarinnar, síðan Þórunn Magnúsdóttir for maður nefndariimar. Fimmta frá vinstri er Steinunn
Árnadóttir, þá llnnur Árnadóttir og Svandis Villijál msdóttir. Tvær nefndarkvenna eru ókomnar heim,
munu dvelja nokkra daga á Norðurlöndum á iieiinleiðinni.
fyrir 97 börn.
Öll byggingin er nú 236 ms
og 108 m: kjallari. Er húsinu
skipt í þrjár sjálfstæðar vistar-
verur með sér salerni og sér-
inngangi, ásamt skrifstofu og
eldhúsi. Herbergi eru búin nýj-
um húsgögnum og einnig hefur
leikvöllur verið stækkaður að
mun. Er allt þarna með mesta
myndarbrag.
Hlutur kvennanna. mestur
Margir aðiiar hafa staðið að
byggingu dvalarheimilisins og
rekstri þess, en rnest hefur þó
mætt á sjálfum konunum, er
hrundu verkinu í framkvæmd,
og má þar sérstaklega til nefna
Sigríði Erlendsdóttir, er unnið
hefur mikið og óeigingjarnt
starf í þágu þessa máls. Einnig
má nefna, að Eiríkur Björns-
son læknir hefur um mörg ár
annazt heilsugæzlu bárnánna
endurgjaldslaust.
Ræður og árnaðaróskir
Margar ræður voru fluttar
og árnaðaróskir. Sigríður Ér-
lendsdóttir bauð gesti vel-
komna. Ólafur Þ. Kristjánsson,
skólastjóri, rakti sögu dag-
heimilisins. Vigfús Sigurðsson,
framkvfémdastjóri Byggingar-
félagsins Þórs, lýsti hitmi nýju
byggingu. Auk þess töluðu:
Frú Sigurrós Sveinsdóttir, Stef-
án Gunnlaugsson, bæjarstjóri,
frú Ragnheiður Jónsdóttir,
skáldkona, Guðmundur Giss-
urarson, forseti bæjarstjórnar,
Emil Jónsson, alþm., Þuríð-
ur Guðjónsdóttir, fyrsta for-
stöðukona dagheimilisins, Krist-
ján Andrésson, bæjarfulltrúi og
Stefán Jónsson, bæjarfulltrúi.