Nýi tíminn - 30.10.1958, Qupperneq 4
4) — NYI TÍMINN — Fimmtudagiir 30. október 1958
Ræða Björns Jónssonar —
Framhald af 2. síðu.
nokkur búsund tonn af frystri
síld. Þá hefur fiskileit, skipu-
lögð af s.iá.varútvegsmálaráðu-
neytinu, skilað tugmilljónum
í auknum afla.
Kjör sjómanna tvívegis
stórbœtt
í tíð núverandi ríkisstjórnar
hafa kjör sjómanna tvívegis
verið stórbætt með hækkuðu
fiskverði og launum. Tvennar
skattalækkanir til sjómanna
hafa verið framkvæmdar, báta-
sjómönnum verið tryggð full
greiðsla orlofs til jafns við
aðrar stéttir og lífeyrissjóður
stofnaður fyrir togarasjómenn.
Þetta hefur leitt til þess að sjó-
mannastéttin, sem flýði skipin í
tíð Ólafs Thors og ungir og
vaskir menn aðrir una nú bet-
ur á sjónum. í stað 1-2 þús.
Færeyinga sem áður mönnuðu
flotann eru nú komnir ungir
menn og einnig á öll þau skip,
sem til þéssa hafa bætzt í hóp-
inn.
Þetta haggar þó ekki því, að
nú verður á allra næstu vikum
að gera enn stórt átak til að
bæta kjör sjómannastéttarinn-
'ar. hækka fiskverð til þeirra
og laun að minnsta kosti til
samræmis við hækkað verðlag
og laun annarra stélta.
Tekjur af framleiðslunni
aldrei meiri
Þetta eru nokkur atriði sem
sýna ljóslega stórfellda efna-
hagslega ávinninga, sem náðzt
hafa siðustu tvö árin, í fullu
samræmi við stefnuyfirlýsingu
ríkisstjórnarfiokkanna frá 1956,
atriði sem varða mjklu um
sjálfan grundvöliinn, sem heil-
brigt efnahagslíf og framfarir
verða að byggjast á: Fram-
leiðslan hefur verið aukin
meira cn áður eru dærni til á
jafn stuttum tíma, og fullnægj-
ándi markaðir tryggðir fyrir
allar frarnlei'ðsluvörur. Hvert
atvinnutæki hefur verið knú-
ið til ý.trustu afkasta og stór-
feíld atvinnuuppbygging verið
framkvæmd víðsvegar um
landið. Fólksfióttinn til Suður-
nesja hefur vei’ið stöðvaður.
Nýjar framieiðsiugreinar hafa
verið efldar. Útgerðinni tryggð-
ur fullnægjandi rekstursgrund-
völlur. Kjör sjómanna hafa ver-
ið bætt svo að unnt hefur ver-
ið að manna allan fiotann ís-
lendingum. I stuttu' máli: Tekj-
ur þjóðarinnar af framleiðslu
hafa aidrei verið meiri en nú.
Við liöfum aldrei staðið nær
því mark.i ;.ð hver högd gæti
haft nýtiiegt verk að vinna.
Gjaideyi issaik hefur aldrei ver-
ið meiri og sp.arifé aldrei
meira. Á fyrstu 7 mánuðum
ársins 1957 varð iimstæðuaukn-
ing í bönkum og sparisjóðum
sámtals 141 milijón kr. en á
sáma tíma i ár varð iunstæðu-
aukniugin 310 millj. kr. eða
irieira. en, helmingi meiri. Að
sljkt sku’i gerast þrátt fyrir
dvínantíi trú á sparnað sann-
sr aðeins eitt: að atvinnutekj-
Ur hafa aimennt váxið gífur-
lega.
Eru þetta nú merki þess að
ailt sé að fara i kalda kol, að
afkoma almennings og þjóð-
arinnar sé á failandi fæti eins
og íhaidjð vill vera láta?
Skyldi þetta benda til þess að
„ríkisstjórnin hafi reynzt vinn-
andi stéttum versti böðull og
þeim mun meiri, sem lengra
hefur iiðið" eins og lesa mátti
nú í vikunni í ritstjórnargrein
annars aðalmálgagns stjómar-
andstöðunnar?
Ofar öllum öðrum efnahags-
iegum ávinningum, sem náðst
hafa rís landhelgismálið, sem
nú er að nálgast fullnaðarsig-
ur. Landheigismálið er okkar
stærsta efnahagsmál í nútíð og
framtíð. Fullnaðarsigur í því
leggur hinn eina hugsanlega
trausta grundvöll að tilveru
þjóðarinnar sem efnalega og
menningarlega sjálfstæðrar
heildar. Án sigurs í landhelg-
ismálínu verður allt annað í
efnahagsmálum, hversu vel,
sem þar er að unnið að ösku
og hjómi.
Ekki tekizt að tryggja
stöðugt verðlag
Eg hefi hér rætt sumt af því.
sem bezt hefur farið úr hendi
núverandi ríkisstjórnar og
flokka hennar varðandi eína-
hagsmálin, en ekki væri rétt
að draga fjöður yfir það, sem
miður hefur farið í þeim efn-
um. Sú staðreynd er öiium
ijós að það hefur ekki tekizt
að tryggja stöðugt verðlag í
landinu heldur hafa orðið stór-
felldar verðbreytingar til
hækkunar á öllum vörum, þjón-
ustu og kaupgjaidi,
Þegar ríkisstjórnin var mynd-
uð eða örskömmu síðar gerði
hún með fullu samþykki og i
fuliu samráði við verkaiýðs-
hreyfinguna djarfmannlegt á-
tak til þess að stöðva dýrtið-
arflóðið, sem hatursaðgerðir í-
haldstns eftir verkfallið 1955
hafði hleypt af stað. Verðfest-
ingarlögin, sem stöðvuðu ail-
ar verðhækkanir um 6 mánaða
skeið voru sett.
Á Alþýðusambandsþingi í
nóv. 1956 mótaði verkalýðs-
hreylingin stefnu sína í efna-
hágsmálum og lagði þar höf-
uðáherziu á stöðvun verðbóig-
unnar, uppbyggjngu atvinnu-
lífsins og óskertan kaupmátt
iaunanna. Við efnahagsaðgerð-
irnar, sem nauðsynlegt reynd-
ist að gera í des. þá um haust-
ið með setningu laga um Út-
flutningssjóð var í veigamestu
atriðum tekið fullt tillit til al-
þýðusamtakanna og vilja
þeirr.a.
Þessar aðgerðir voru að vísu
ekki með öllu sársaukalausar
fyrir launafólk, en þær tryggðu
framleiðsluatvinnuvegunum
starfsgrundvöll, án þess að
stofnað væri til nýrrar verð-
bólguþróunar eða stórfelidra
verðhækkana á 'almennum
neyEluvörum. Lækkun yerzl-
unarálagningar var ákveðin,
komið á ströngu verðlagseftir-
liti, lagður stóreignaskattur á
þá, sem riflegastan verð-
bólgugróða höfðu hrifsað til
sín og ýmsar aðrar ráðstafan-
ir gerðar jafnhliða tekjuöflun
til atvinnulífsins, sem voru til
hagsbóta vinnustéttunum,
Þessar ráðstafanir dugðu
ekki — andstætt því sem menn
höfðu ætiað og vonað — til
þess að halda atvinnulifinu i
gangi nema í rösklega eitt ár
En þá var augljóst að til nýrra
aðgerða þyrfti að grípa. Höf-
uðorsakimar voru án alls vafa
annarsvegar ófyrirsjáanlegur
aflabrestur, san varð þess
valdandi að útfiutningur
minnkaði þrátt fyrir fulla
nýtingu alira framleiðslutækja
og hinsvegar óhagstæð skipt-
ing innflutnings milli fjár-
festingarvara og neyzluvarn-
ings, að viðbættum þeim ár-
angri, sem stjórnarandstaðan,
íhaldið, óneitanlega náði í því
að rifa niður það, sem upp
hafði verið byggt.
Þegar núgildandi iög um Út-
fiutningssjóð voru sett á sl.
vori gegndi nokkuð öðru máli
um afsíöðu verkalýðshreyfing-
arinnar, en tii hinna fyrri að-
gerða núverandi ríkisstjgmar
í efnahagsmálunum. Að vísu
hefur þvi mjög verið haldið
á iofti að mikill ágreiningur
hafi verið um afstöðu samtak-
anna, bæði innan 19 manna
nefndarinnar og annars stað-
ar. En það er ekki rétt nema
að litlu leyti. Þær tiilögur sem
þar komu fram í málinu bera
þess ljósastan vott, að ágrein-
ingur var ekki um grundvallar-
atrjði. Allir voru sammála því,
að með þessum ráðstöfunum
væri í veigamiklum atriðum
horfið frá þeirri verðstöðvun-
arstefnu, sem þing A.S.Í. hafði
mótað og fylgt hafði verið í
meginatriðum af ríkisstjórn-
jnni í hartnær 2 ár með þeim
mikiisverða árangri að verð-
sveiflur urðu mjög litlar það
tímabil og mun minni vgrð-
hækkanir en í flestum eða öli-
um grannlöndum okkar. Al-
þýðusamtökin óttuðust einn-
ig, að þegar til reyndarinnar
kæmi, stæðust útreikningar
hagfræðinga ríkisstjórnarinnar
ekki og verðhækkanir yrðu
meiri og stórfelldari en þeir
sögðu til um.
Á hinn bóginn varð augum
ekki lokað fyrir hví að nýrra
aðgerða var þörf til þess að at-
vinnulífið gæti haldist í fullu
fjöri og þegar mál stóðu þann-
ig að lokum, að ertgir' pólitísk-
ir möguleikar vom á að ki»ýja
fram aðgeröir í fuliu sainræmi
við vilja alþýðusamtakanna
varð niðurstaðan sú sð Al-
þýðubandalagið féllst á þá
millilc-ið, sem farin var. Rétt
er og að muna það, að á sama
tíma og efnahagsaðgerðirnar
voru á döfinni voru stjórnar-
flokkarnir að ráða íil hlunns
því máli, sem meta varð öllu
ofar — landhelgismálinu — og
úrslitum þess á örlagastund
hefði verið í voða stefnt, ef til
friðslita hefði dregið út af
efnahagsaðgerðunum.
Nú er Ijóst, svo ekki verður
um villzt að aðvörunarorð al-
þýðusamtakanna ög Alþýðu-
bandalagsins voru ekki að ó-
fyrirsynju. Geysilegar verð-
hækkanir hafa orðið, sem aft-
ur hafa leitt af sér nauðvörn
kauphækkana, framleiðslu-
kostnaður útflutningsfram-
leiðslunnar vex hröðum skref-
um — sem fyrr eða síðar leiðir
tij þess að nýiar millifærslur
til hennar verða óhjákvæmi-
legar, eignaskipting í þjóðfé-
laginu raskast á óheilbrigðan
og skaðlegan hátt.. tilhneiging
skapast til óhóflegrar íjárfest-
ingar en sparnaðarviðleitni
minnkar að sama skapi, þjóð-
íélagslegar umbætur m.a. þær,
sem beztar hafa verið gerðar
í tíð núverandi ríkisstjórnar,
svo sem stofnun húsnæðis-
málasjóðs og lifeyrissjóða og
aðrar svo sem atvinnuleysis-
tryggingar eru settar i stór-
fellda hættu, því hvers virði
verða slíkar sjóðsmyndanir, ef
raunverulegt verðgildi þeirra
vex lítið eða ekkert þrátt fyrir
stöðuga greiðslu iðgjalda af
almennings íé. Með slíkri þró-
un breytist eðli þessara mik-
ilvægu félagslegu umbóta úr
þvi að vera trygging fyrir betri
lífskjörum í skattheimtu á al-
menning, en braskarar og
skuldakóngar hirða ávinning-
inn.
Þessa öfugþróun verður
að stöðva
Það kann að vísu að vera að„
unnt sé, um takmarkaðan tíma,
að ha’da uppi óskertum lífs-
kjörum almennings þrótt fyrir
vaxandi verðbólgu ef svo vel
er haldið á atvinnumólunum,
sem gert hefur verið nú um
skeið, en það gerist þá með
þeim hætti að verkalýðssam-
tökin knýja fram stöðugar
launahækkanir í kjölfar verð-
hækkana, síðan keniur ríkis-
valdið til skjalanna og ókveður
nýja gjaldheimtu til atvinnu-
veganna t>g svo koll af ko’li
— en niðurstaðan verður sú að
hinar efnahagslegu umtumanir
verða æ tíðari með hinum
alvarlegustu afleiðingum fyrir
þjóðfélagið.
Þessa öfugþroun verður að
síöðva og það verður að vera
sameiginlegt verkefni Alþing-
is, ríkisstjórnar og verkalýðs-
hrerfingarinnar á . íslandi að
vinna það verk og það verður
að hefjast nú þegar.
Á þessari stundu liggur fyrir
að kaupgreiðsluvúsitala er orð-
in 198 stig eða 15 stigum hærri
en reiknað er með í fjárlaga-
frúmvarpinu og ljóst er að ein-
hver hækkun því til viðbótar á
eftir að koma fram. Að fjór-
lagafrumvarpinu óbreyttu að
öðru lejdi er þvi auðsætt að
allháa upphæð skortir á tekju-
liljð þess til að standast út-
gjöld af þessum sökum. Síðan
koma aukin útgjöld Útflutn-
ingssjóðs, sem að vísu má
reikna með að náist að r.okkru
með aukinni framleiðslu og
þar af leiðandi \-axandi inn-
flutningi. Enn liggja engin
fullnægjandi gögn fyrir um
hina auknu fjárþörf Útflutn-
ingssjóðs en fullvíst má þó
telja að hún reynist óhjá-
kvæmileg að öðru óbreyttu.
Hvernig á að mæta þessum
vanda, án þess að efnt sé til
erm meiri almennra verðhækk-
ana en orðnar eru eða orðnar
verða um næstu áramót?
Þessu til svars liggur hendi
næst að athuga hv'ort öll þau
útgjöld sem hér er um að ræða
samtals að upphæð yfir 2000
niillj. kr. séu með öllu óhjá-
kvæmileg og hvort þar megi
ekkþ draga saman seglin s\ro
um muni. Það ber hiklaasl; aö
svara þeirri spurningu játandi.
Það er unnt að spara margra
tugmilljóna útgjö’d miðað við
það íjárlagafrumvarp, sem hér
liggur fyrir, bæði á rekstrarút-
gjöldum ríkisbáknsins og einn-
ig á fjárfestingarliðum. Það
nálgast hreina fásinnu að rik-
ið sjálft hlaupj í kapp við
framleiðsluatvinnugreinamar
um vinnuafl, sem skortur er á i
í landinu til þess að halda uppi
framkvæmdum, sem enga sér-
staka nauð liða og snerta ekk-
ert sjálft athafnalifið, Það er
alkunna að fjárfesting á íslandi
spennir efnahagsþol þjóðarinn-
ar til híns ýtrasta. Um einn
þriðji hluti allra þjóðartekn-
anna eða meira er festur í
framkvæmdum. Meðan ekki
hefur tekizt að auka enn meira
en orðið er framleiðslu og
þjóðartekjur svo að þær geti
hvort tveggja i senn staðið
undir viðlíka fjárfestingu og
nú á sér stað og jafnframt lagt
grundvöll að batnandi lifs-
kjörum — þá verður að tak-
marka hana, svo sem frekast
er unnt, við þa?r framkvæmd-
ir, sem mestum arði íjkila
í þjóðarbúið. En það er mikill
misbrestur ó að svo sé. Fjár-
festiug þjó§arinnar er að allt
of miklu leyti hahdahófs-
kennd, gerð án heildaryfirsýn-
ar, mótuð aí hreppapólitík og
stundum er hún beinlínis þjóð-
hagslega skaðleg. Mýmörg
dærni mætti nefna þessu tii
sönnunar, smá og stór. Hér í
höfuðborginni era t. d. þrjár
risaspítalabyggingar í smíðum
samtíinis og hafa verið um
áraskeið. Hver fyrir sig kost-
ar tugmilljónir króna og allar
standa þær hálfkaraðar vegna
fjárskorts og koma því engum
að gagni.
Hliðstæður þessa má finna á
mörgum sviðum, 1 hafnarmál-
um. vegamálum og víðar Þar
sem hálfkaraðar framkvæmdir
standa eins og háðsmerki á
skynsamlegri og þjóðnýtri upp-
byggingu meðan þjóðþrifa
framkvæmdir, sem gætu skil-
að tugum eða hundruðum
milljóna í þjóðarbúið verða út-
undan.
Léleg hagíræði
I leikmannsaugum verður það
að teljast léleg hagfræði að
nota ekki nú þegar fáanlegt
erlent lánsfé til kaupa á tog-
urum, t.d. þeim 15 sem ákveð-
ið var í stjórnarsáttmálanum
að kaupa, þar sem margsannað
er, að engin atvinnutæki kom-
ast nólægt. því að skapa þjóð-
félag'inu jaínmikil verðmæti
miðað við verð og vinnuafls-
þörf. Það er staðreynd að
hverjir 3 togarasjómenn draga
að landi aflamagn sem uunið
og útflutt gefur 1 milljón kr.
í gjaldeyri ó ári miðað við
skráð gengi eða 1.8 milljón
með gjaldeyrisuppbót.
Á sama tíma tíma og úr
hömlu dregst að ráðast í tog-
arakaup eru í uppsiglingu
verksmiðjubyggingar fyrir allt
að 100 millj. kr eða meira, sem
m.a. er ætlað að framleiða
til útflutíiing'S osta, sem gefa
kr. 4,50 i gjaldeyri á hvert kg.
eða ' minna en jafnþyngd í
hraðfrj'stum fiski og þar á
líka að framleiða smjör sem
gefur kr. 7.50 fyrir sömu
þyngdareiningu eða 1/10 af
innanlandsverði. Hvor íram-
kvæmdin mundj nú samræm-
ast betur þjóðarhagsmunum?
Það er fullvíst að það er
unnt að mæia a.m.k. að mjög
Framliald á 11. síðu.