Nýi tíminn


Nýi tíminn - 30.10.1958, Blaðsíða 10

Nýi tíminn - 30.10.1958, Blaðsíða 10
2) ÓSKASTUNDíN SEGÐU OKKUR SÖGU Framhald af 1. síðu. irinn gat ekki fyrir elli sakir stundað veiðina lengur, og varð þá son- urinn að taka allt á sín- ar herðar. En þá fór út- þráin að gera vart við sig að nýju, og einn góð- an veðurdag herti hann upp hugann og sagði: „Nú ætla ég að láta verða af því að fara að heiman og litast um annars staðar í veröld- inni“. Lengi beið hann eftir svari, en gamii maður- inn mælti ekki orð frá munni, svo hann reyndi enn á ný að kæfa niður í sér ferðalöngunina. En samt kom að því, þegar frá leið, að hann gat ekki við sig ráðið og ákvað að hætta ekki fyrr en faðir hans léti undan. Svo var það einn dag, þegar hann var kominn heim af veiðum og feðg- arnir sátu einir saman og bjðu kvöldsins, að sonuririn sagði: ,.Nú 'ætla ég að láta verða af því að fara héð- an og skoða mig um í fjarlægum landshlutum" En það fór eins og fyrri daginn, að gamli maðurinn svaraði ekki neinu, en þegar sonurinn endurtók orð sín, þá sá hann sitt óvænna og sagði, að þetta yrði þá svo að vera. ,.En þú verður þá að lofa því“, .bætti hann við, „að fara ekki irijög langt norður, og eins því að koma aftur hingað heim“. Nú glaðnaði yfir syn- inum, og hann fór í óða- önn að ganga frá bátn- um sínum og undirbúa allt til ferðarinnar. Svo einn fagran og bjartan sumarmorgun lögðu þeir af stað norður á bóginn. Langt, langt reiu þeir, og því lengra sem þeir komust, því fegurra þótli syninum um að litast. Og þeir reru og reru, og því meira sem þeir fjarlægðust átthagana, þeim mun skýrar stóðu þeir gamla manninum fyrir hugskotssjónum. Og hann varð svo gagn- tekinn af heimþrá, að hann hætti alveg að geta sofið. Um sólaruppkom- una var -hann alltaf á verði til að gá að því, hvort hún væri nokkuð svipuð og heima; enn allt- af fór það svo, að eitt- hvert fjall skyggði á fyrstu geislabrotjn, þeg- ar sólin gægðist upp úr hafinu. Lengi vel minntist gam’i maðurinn ekkert á þetta, en svo kom að því, að hann gat ekki borið kvölina einn, svo hann j íagði við son sinn: ,.Nú verðum við að halda heim, því annars dey ég“. Örðugt var það fyrir soninn að snúa við,. þeg- ar landið varð með degi hverjum fegurra og in- dælla, en samt sem áð- ur gat hann ekki ann- ar en látið að ósk föður síns, því orð hans hljóm- uðu honum sí og æ fyr- ir eyrum. En þrátt fyrjr það, Þótt þeir nálguðust óðum heimkynnin langþráðu, þá fór líðan gamla mannsins síversnandi; það gat varla heitið að honum kæmi dúr ó auga, og alla morgna var hann á stjái kringum tjaldið. Þeir héldu ófram að róa °g róa og loks komust þeir heim. Snemma um morgun- inn, næstan eftir heim- komuna, vaknaði ungi maðurinn við að hann heyrði rödd föður síns úti fyrir. Hann sagði: „Er það furða þó mig tæki sárt að yfirgefa Alúk? Líttu á hina miklu sól, hvemig hún lyftir sér úr hafinu og hellir geislaflóði yfir ísbreið- una!“ Og hann heyrði garnla manninn aftur og aftur hrópa hátt af fögnuði. ÓSKASTUNDIN — X3 — Hún er svona sól- brennd, svaraði móðir hennar. Við ána var' sprett af hestunum. Mæðgurnar settust fram í en faðir telpunnar hélt í taum- inn á báðum hestunum og það var ekki vanda- laust. Hann hafði gert einteyming á beislið og •þurfti alltaf að gæta þess að hestarnir syntu ekki oí nærri bátnum. Þetta var mikil á, breið og straumþung. Það var glaða sólskin og áin var glampandi hvít nema undir háu hömrunum, þar sýndist hún kolsvört. Þegar ferðafólkið kom í. hlaðjð á Árnesi varð telpan sem fúrðu ’ lostin, greip í pils móður sinn- ar og benti á gluggana, sem sneru fram á hlað- ið, og sólin glampaði á: ■— Ljós, hrópaði telp- an, af hverju er búið. að kveikja? En með sjálfr.i sér hugsaði hún: Voðalega er þessi amma rík að kveikja þegar bjart ér. En þegar inn var körn- ið sást hvergi ljós Þá fór hún aftur út á hlað og undarlegt var að þá sá hún aftur Ijósið í búrgluggunum. En inni í búrinu var ekkert nema tunnur, skyrgrindur, strokkur og margir gaml- ir og ljötir hlutir. Svo kom ríka amma inn og heilsaði öllum með kossi, horfði*'á telp- una og sagði svo: —1 Hún er lítil, hló stutt við og brá handar- bakinu upp að nefbrodd- inum. Þá varð telpan smeyk og hélt fast í móð- ur sína. Þessi amma vár bogin í baki, með lang- ar ljósgular fléttur, sem héngu í tveimur lykkjum niður bakið, en báðum endum var stungið un.d-- ir svarta, litla prjóra- húfu, sem hún bar á höfði og var silfurhólkur öðrum megin á henni og niður úr honum dinglaði þykkur, svartur skúfur ofan á öxlina. —' Og ólagleg, heyrði hún sagt rétt hjá sér, þar stóð einhver frænka hennar, sem var löng og mjóvaxin. — Hún er lík mér og ólagleg bætti þessi rödd við. — Viltu koma og sj4 kálfana? sagði þess* frænka og rétti frain báðar hendúr. Telpan kom strax til hennar og frænkan bar- hana út að glugganum. Þar voru tveir kálfar að skoppa eftir kúnum, sem verið var að reka inn í fjósið. — Eg heiti Jóþanna,. sagði stúlkan, en hvað heitir þú? — Eg heiti María og- er kölluð Marsa, Eg er ekkert lítil, ég er bara. Óla-Ieg, eins og hann Óli, á Hóli. Eg er ekkert lík þér. Og hún var hreykin af því að líkjast Óla, sem. var stór og duglegur og hafði líka gefið henni hest. En að vera lítil fannst henni skammar- legt. — Já, þú ert óla-Ieg,. sagði Jóhanna, hló við og lyfti telpunni betur að glugganum. En kanntu nokkra vísu? spurðj hún svo. « — Eg kann vísu um. kálfana, sagðj telpan og horfði á skveituganginn í. kálfaíiteipunum á tún- inu. Og ég kann margar vísur um krummana á skjánum og „Iö.mbin hoppa. . GULLKORN Munurinn á lofti og vatni er sá, að það er hægt að gera loft blaut- ara en vatn ekki. — All- ar skepnur eru ófull- komnar. Aðeins maður- inn er fullkomin áltepna. Sigríður Einars. frá Munaðarnesi: ★--------------- Fyrsta langferðin Fimmti dagur: 10) — NYI TÍMINN — Fimmtudagur 30. október 1958 mverskt lelkrit Kúó Mójó: OÐURINN UM GLÓALDINLUNDINN eða Sjú Júan. Leikrit í fimin þáirium. Hannes Sigfússan íslenzkaði. Heiniskringla. 107 bls. Það er ekki oft sem kínversk skáldrit koma út á íslandi. Mál og menning og systurfor- ‘riag þess eru einu útgefend- urnir sem gert hafa sér far um að kynna okkur skáldskap þessarar fjarlægu stórþjóðar. Fyrir skömmu kom út bókin Mannabörn eftir Lú Hsún brautryðjanda nútímabókm. í Kína Nú birtist kínverskt leik- rit í þýðingu Hannesar Sigfús- scnar skálds með formála eft- ir dr. Jakob Benediktsson. Höfundur Óðsins um glóald- inlundinn. Kúó Mójó, er með- al fremstu manna þjóðar sinn- ar. Að forúum, kánverskum hætti er hann í senn skáld, fræðimaður og stjórnmálamað- ur Hann hefur ort ljóð og sam- ið skáldverk í óbundnu máli, ritað um kínverska sögu og bókmenntir og tekið þátt í bar- áttu þjóðar sinnar gegn erlend- um óvinum og innlendum glæframönnum. Nú er Kúó Mó- jó einn af varaforsetum Kína- þings og forseti Vísindaaka- Kúó Mójó demíu Kína. Leikrit þetta samdi Kúó Mójó landflótta í Hongkong vetur- inn 1941 til 1942, þegar einna óvænlegast horfði um skjóta lausn mikils hluta Kína undan oki innrásarherjaL Aðalpers- ónan og ýmsar aukapersónur eru sannsögulegar. Skáldið og stjórnvitringurinn Sjú Júan ,var uppi fyrir 2300 árum, á þeirri öld kínverskrar sögu sem Kínverjar nefna tímabil stríð- um stor- andi ríkjanna. Sjö ríki börð- ust innbyrðis um hvert þeirra skyldi ráða Kína. Sjú Júan var af aðalsætt í stærsta rík- inu, Sjú. Það var þá a hnign-: unarskeiði. Konungur Sjú gerði Sjú Júan að „vinstri handar ráðherra" sínum, en bar ekki gæfu til að notfæra sér vitur- legar ráðleggingar hans, heldur lagði eyru að máli svikara í þjónustu konungs skæðasta ó- vinaríkisins. Samsærismönnum tókst að koma Sjú Júan í ónáð hjá konungi, og síðustu tvo áratugina sem hann hfði mátti hann horfa upp á stöðuga hnignun ríkisins, sem hann hafði reý^t að bjarga. Loks örvænti hann með öllu um framtíð þess og drekkti sér í ánni Míló 62 ára gamall. Stjórnmálaafakipti Sjú Jú- ans xomu engu til leiðar, en ljóðin, sem hann orti eftir að hann hafði dregið sig í hlé, lifa með kínversku ' þjóðinni enn þann dag í dag. Á dánar- dægri skáldsins, fimmta degi hins. fimmtá mánaðar tunglárs- ins, minh'ást Kínverjar háns með kaþpþsiglingum drekabáta. Hrísgrjónaböllum er '•'varþað í ár til að ala drekana og slöng- urnar, svo að þessi kvikindi rífi ekki lík Sjú Júans. Ástsæld Sjú Júans stafar af því að hann var mikið skáld, veita láu til Assúanstíflunnar 100 milljón dollara lán, verkíræðingar og eíni til íramkvæmdanna írá Sovétríkjtmum. Kiústjoff forsætisráoherra Sovétríkjanna tilk. ný- lega, að Sovétstjórnin hefði ákveðið að veita Sameinaða arabalýðvéldinu lán, sem næmi 100 milljónum dollara til þess að standa straum af byggingu Assúan-stíflunnar. Assúan-stiflan, sem er sunn- arlega í Níl, er híð mesta mann- virki og mun auka rafmagns- framleiðslu Egypta mjög mikjð auk þess sem hún gefur skilyrði alþýðlega sinnaður og orti á alþýðumáli. Ljóð hans marka tímamót í fornri ljóðlist Kín- verja. . Leikrit Kúó Mójó fjallar um það þegar Sjú Júan féll í ónað lijá Hvæ konungi. Djúphugsuð ráð hans tjl varnar landi sínu eru að engu höfð fyrir valda- græðgi drottningar og nokk- urra hirðgæðinga. Hann mætir aðeins skilningi hjá nokkrum einstaklingum, alþýðufólki sem skilur hvað í húfi er. Hannes Sigfússon hefur þýtt leikrjtið á þróttmjkið mál. Inn í það er skotið ljóðum eftir Sjú Júan. Hætt er við að ýmislegt í þeim hafi - farið forgörðum á krókóttri leið áf kínversku yfir ensku á íslenzkuj Hvernig sem því er varið, er þjóðvis- »an sú árna' ekki amaleg: Dvelui- á himnum drottinn vor með drukkna engla sér við hlið; frá heimi þar sem öld er ill augunum renna þeir á snið. M.T.Ó. til* að breyta gífurlegu flæmi. af eyðimerkurlandi i frjósamt rækt- unarland. í júlímánuði í fyrrq tjlkynnti Nasser að hafist yrði handa um byggingu mannvirkisins og myndi smíði fyrsta hluta þess ljúka eftir 5 ár og sá hluti verksins kosta 168 milJjónir dollara. Bygging Assúan-stíflunnar er annars nátengd Súez-deilunni fyrir tveim árum, því til þess að afla fjár til mannvirkisins á- kváðu Egyptar að þjóðnýtá Sú- ezskurðinn, eftir að stjórnir Bretlands og Bandaríkjanna höfðu svikið loforð sín um.lán- veitingu til stíflunnar. Krústjoff skýrði frá láninu í boði sem haldið var til heiðurs Abdul Hakim Amer varafcrrseta og landvarnaráðherra Samein- aða arabalýðveldisins, sem dval- ið hefur í Moskvu' að Uridan- förnu og leitað eftir lánum. Hann skýrði einnig frá því að Sovétstjórnin myndi serida verkfræðinga og ýmsa sérfræð- inga til þess að vinna að verkr inu og jafnframt margskonar vélar og efni til framkvæmd- anna.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.