Nýi tíminn - 12.02.1959, Page 6
6) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 12. febrúar 1959
NYi TIMINN
*
Útgefandi: Sósía 1 KtafIolíku r'vi11.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson.
Áskriftargjakl kr. 50 á ári.
T>að eru mikil tíðindi að nú
hefur fyrsti brezki land-
helgisþjófurinn verið færður
iil hafnar og bíður dóms fyrir
brot á reglugcrðinni um 12
irnílna fiskveiðilandhelgi við
jsland. Um fimm mánaða
íkeið hafa Islendingar háð
árangurslausa baráttu við
brezlku veiðiþjófana, þeim
Laafa verið birtar kærur svo
hundruðum skiptir, en brezk
iierskip hafa með vopnavaldi
komið í veg fyrir að unnt
væri að fuilnægja íslenzkum
Dögum. En nú er loksins kom-
iið að þvi að brezkt skip verði
áæmt samkvæmt reglugerö •
inni nýiu og styrkir það að-
gerðir íslendinga í landhelgis-
málinu að sjálfsögðu til mik-
illa muna.
Jafnframt ber íslendingum að
veita þvi athygli hvernig
’áessa fyrstu handtöku ber að:
Eftir langt þóf saniþykkir
Prezíka útgerðarfélagið, sem á
•iogarann, að hann skuli h’ita
r'yrirmælum ísienzku land-
ifelgisgæzlunnar og halda til
’.iafnar og dóms. Og brezki
fundurspillirinn, semnokkra
'iaga kom í veg fyrir að Þór
hirti togarann, beitti sér nú
fyrir því rið togarinn lilýddi
lándhelgisgæzhinri og rak
hann að lokum beinlínis til
Seyðisfjarðar. Eru þessar að-
ifarir býsna ólíkar því sem
líðkaðist alit fram til síðustu
áramóta og sýna að brezka
stjórnin hyggur nú á breytt-
ar baráttuaðferðir í átökum
sf/num við Islendinga. Hver
Lainn raunverulegi tilgangur
er kemur glöggt í ljós í Skeyti
:-em Reutersfréttasto.fan sendi
írá sér í fyrradag, en þar
segir svo m. a.:
Sir Farndale Phillips hers-
höfðingi forseti sambands
þrezkra togaraeigenda sagði
■úýlega: „Eg fagna þv> að
eigendur Valafells liafa tekið
irumkvæðið því að reynia
uð leysa á friðsamlegan hátt
það mál sem togari þeirra
hefur lent í við íslenzk yfir-
völd“ .... Talsmaðu’r brezka
utanrikisráðuneytisins lagði í
iag áherzlu á það að ákvörð-
unin um að láta Valafel] sigla
-il hafnar væri tákn góðvilja
l»rezkra togaraeigenda og
sýndi að þeir væru reiðubún-
ir að leita vinsamlegrar lausn-
ar á núverandi vandainálum.“
Undanhaldið í sambandi við
Va’afell er þannig af
hálfu brezlcia útgerðarmanna
jg stjómarvailda tilraun til
þess a.ð koma á hinum lang-
þráðu samningum við ís’end-
:nga irn landliclgina, samn-
;ngum um r.ð íslcndingar sætti
sig við eitthvað minna en 12
"iílur. Ýms fleiri atriði hafá
’acnt ti] þess að undanförnu
að Bretar telji möguleika á
sllkum samningum; þannig
Liaftv bæði tpguracigendur og
og stjórnarvöld í Bretlandi
beitt sér gegn kröfunum um
löndunarbann með þeim rök-
um að nú þurfi umfram allt
að fara vel að Islendingum-
Er augljóst að þetta nýja
mat Breta á rætur að rekja
til stjórnarskiptanna; þar-
lendir ráðamenn ímynda sér
að með brottför Alþýðubanda-
lagsins úr ríkisstjórn hafi
opnazt möguleikar á samn-
ingum um eftirgjafir af ls-
lendinga hálfu. Hér skal eng-
um getum að því leitt á
'hverju Bretar byggja slíkt
mat en vafalaust er það runn-
ið undan rifjum brezka sendi-
ráðsins hér í Reykjavík og
annarra aðila sem þykjast
eitthvað vita um það sem
gerist að tjaldabaki í íslenzk-
um stjórnmálum.
Oinn sérstaki tilgangur með
* undanháldinu i sambandi
við Valafell virðist vera sá
að gefa tii kynna að bnezkir
togaraeigendur séu reiðubún-
ir til að viðurkenna „fjögurra
mílna landhelgi“ — þar sé
samningsgrundvöllurinn af
þeirra hálfu! Sú afstaða
þeirra markast m.a. af því
að hér á landi hafa sumir tal-
að um það sern eitthvað sér-
stakt brot að togarinn Vala-
fell skyldi staðinn að veiðum
innan fjögurra mílna marka,
en auðvitað eru öll brot innan
12 mílna markanna jafn al-
varleg, og skipta línur sem
innar kunna að verða dregn-
ar engu máli í því sambandi.
Toga.rinn Valafell verður þá
að sjálfsögðu aðeins dæmdur
fyrir brot á reglugerðinni um
12 mílur en ekki fyrir að
brjóta einhverjar eldri reglu-
gerðir, sem fallnar eru úr
gildi.
T|að er nauðsynlegt fyrir Is-
* ilendinga að gera sér ljóst
thver er tilgangur Breta með
þvi að taka nú upp „mildari“
framkomu og svara öllum
brögðum þeirra á réttan hátt.
Einnig er nauðsynlegt að
Bretum verði sagt það skýrt
og skorinort að af íslendinga
íhálfu verði aldrei samið um
neina tilslökun frá 12 mílna
landhelginni, hvaða baráttu-
aðferðum og brögðum sem
IBretar kunna að beita, hvort
sem þeir viðhafa skefjalaust
ofbeldi eða svokalLaðan „góð-
vilja.“ Hvað svo sem Bretar
telja sig kunna að vita um
hugrenningar sumra íslenzíkra
stjórnmálamanna, ber ]>eim að
horfast i augu við þá stað-
reynd að llslenzka þjóðin mun
aldrei láta nokkrum manni
haldast það uppi að skerða í
neinu 12 mílna landhelgina.
Þeim mun fyrr sem Bretar
átta sig á þeirri staðrejmd,
iþeim mun fyrr munu þeir
láta af íhinni vonlausu og lög-
lausu og siðlausu styrjöld
sinni, við íslendinga.
Brezkur forsætisráðherrcE fer
í kosnmgdferðcslag til Moskva
Harold Macmillan isv
egar hinn framgjami öld-
ungadeildarmaður Hubert
Humphrey tryggði sér í vetur
dögum saman rúm á forsíðum
bandarískra blaða og í sjón-
varpsdagskrám með maraþon-
viðtali við Nikita Krústjoff,
varð einhverjum keppinaut
hans í Demókrataflokknum að
orði. að þetta væri í fyrsta
skipti sem bandarískt forseta-
efni byrjaði kosningabaráttu
sína á bæjarhellunni í Kreml.
Nú er komið á daginn að fleiri
vestrænir stjórnmálamenn en
Humphrey telja sigurvænlegt
að skréppa til Moskva þegar
kosningar fai'a í hönd. í tæp
þrjú ár eru forsætisráðherrar
brezku íhaldsstjórnarinnar bún-
ir að eiga heimboð í Kreml.
Þir.gmenn Verkamannaflokks-
ins eru mar'gbúnir að reka eftir
Harold Macmilian að nota sér
boðið, en hann hefur farið und-
an í flæmingi þangað til nú.
Nýlega tilkynnti brezki for-
sætisráðherrann þingheimi, að
hann hefði fyrir nokkru látið
sovétstjórnina vita að sig fýsti
að endurgjalda komu Búlganíns
og Krústjoffs til Bretlands vor- '
ið 1956. Kremlverjar töldu sér
ekkeil; að vanbúnaði ,að taka
á móti honum, og nú hefur
verið ákveðið að forsætisráð-
heirann og Lloyd utanríkisráð-
herra leggi af stað í austurveg
21. febrúar.
¥>rezkur forsætisráðherra hef-
ur aldrei áður heimsótt
Sovétríkin á friðartímum, og
sú var tíðin að það hefði verið
pólitískt sjálfsmorð fyrir brezk-
an íhaldsforingja að sækjast
eftir gistivináttu bolsévika. Nú
er svo komið áð Harold Mac-
William 'Fulbright
millan hyggst hressa við sigur-
hörfur flokks síns í þingkosn-
ingunum sem í hörid fara með
því að skreppa austur á Volgu-
þakka og skáia við Krústjoff.
íhaldsstjórnin stefnir að Þing-
kosningum í Bretlandi í maí í
vor. Unanfarið hefur gætt frá-
hvarfs kjósenda frá íhalds-
flokknum vegna vaxandi at-
vinnuleysis, nýlenduerja og
annars mótgangs. Þegar þannig
stendur á telur Macmillan
snjallasta ráðið tii að vinna
traust þrezkra kjósenda að
faia til Moskva og taka þar
,upp viðræður við sovézka
stjórnmálamenn um heims-
vandamálin.
|7ramtíð Þýzkalands verður
■*■ efst á blaði í viðræðum
brezku og sovézku ráðherranna.
Allt frá því Anthony Eden bar
frarn tillögu um afvopnaAbelti
í miðju Þýzkalandi hefur
brtzka íhaldsstjómin haft
nokkra sérstöðu meðal Vestur-
veldanna í því máli. Innan I-
haldsflokksins eru öfl, sem
telja að brezk utanríkisstefna
eigi að miða að þvi að hindra
að Þýzkaland verði öflugt her-
veldi á ný. Þessa skoðun að-
hyllist hópur íhaldsþingmanna
undir forustu Hinchingbrooke
lávarðar, og hún er túlkuð í
blöðum Beaverbrooks lávarð-
ar. Verkamannaflokkurinn hef-
ur lýst sig andvígan kjamorku-
hervæðingu Vestur-Þýzkalands
og borið fram tillögu um tak-
mörkun vopnabúnaðar í Mið-
Evrópu, sem í mörgu svipar til
Rapackiáætlunarinnar, sem
kerrtd er við utanríkisráðherra
Póilands. í þessari viku báru
44 Verkamannaflokksþingmenn
fram þingsályktunartillögu,
þai sem skorað er á brezku
stjórnina að viðurkenna Þýzka
alþýðuríkið og beita sér fyrir
því að myndað verði ríkja-
bandalag beggja þýzku ríkj-
anna. Times hgfur í forustu-
greinum deilt á ríkisstjórn
Adenauers, í Vestur-Þýzkalandi
íyr{r að hafa í frammi landa-
kröfur á hendur nágrannaríkj-
unt Þýzkalands og skorað á
Vesturveldin að athuga gaum-
gæfilega hugmyndina um
þýzkt ríkjabandalag.
illögár áövétstjómarinnar
unv /Berlínbog friðarsamn-
ing við Þýzkaland hafa komið
Vesturveldunum í vanda.
Stjómir Bandaríkjanna og
Bretlands geta ekkj sagt þvert
nei vegna almennjngsáiitsins
heima fyrir og erlendis, sem er
þreytt á kalda stríðinu og vill
að stórveldin gangi til samn-
inga Eigi samningar að bera
einhvern árangur verða vest-
urveldin að sýna lit á tilslök-
unum, koma i einhverju til
móts við sovézku tillögurnar,
en á slíkt má Adenauer ekki
heyra minnzt. Lífakkeri yfir-
ráða hans í Vesfur-Þýzkalandi
er valdstefnan, að V.esturveldin
eigi að hervæðast þangað . til
þau séu fær um að setja Sovét-
ríkjunum úrsIitakösti Nú við-
urkenna allir nema öljlungur-
inn í Bonn og nánustu sam-
starfsmenn hans að valdstefn-
an hefur beðið skipbrot..Dulles
og Macmillan hafa báðir horf-
ið frá þeirri kröfu Vesturveld-
anna að almennar kosnipgar
verði að vera upphaí samein-
ingar Þýzkalands. Engjnn veit
hve langt undanhaldið kann
að verða hjá Dulles, sem nú
verður að taka nokkurt tjllit
til vilja skæðasta andstæðings
sín.s á þingi, Wiliiams Fúlbr-
ights, sem er nýorðinn formað-
ur hinnar voldugu utanríkis-
málanefndar öldungadeildar-
innar. Fulbright hefur stungið
upp á því að Bandaríkin fallist
á að erlendir herir' hverfi frá
markalinunni miUi þýzku rikj-
anna Hann hefur einnjg hvatt
Bandaríkjastjóm til að athuga
austurþýzku tiUöguna um
þýzkt ríkjabandalag. Mans-
field, annar áhrifamesti demó-
kratinn í utanríkismálanefnd
öldungadeildarinn.ar,. sagði á
þingi fyrir noklcrum dögum:
„Það er ekkert á móti því að
bandarískar hersveitir yfirgefi
Berlín og siðan allt . Þýzká-
land“. Embættisrncnp j bandp-
ríska utanríkisráðuneytinu
hafa látið . hafa eftir sér, að
þeir telji sjálfsagt að V.estur-
veldin bjóðist til að hætta.víð
að kjarnorkuhervæða ,■ Yestur-
Þýzkaland.og kynni sér á. þann
hátt hve. langt Sovétríkin séu
• Framhald á_ll, sjðu. ’