Nýi tíminn - 12.02.1959, Síða 7
Fimmtndagur 12. febrúar 1959 — Nýl TÍMINN — (7
Hjörleifur Guttormseon, sem
nú stundar riám í Leipzig í
Þýzka lýðveldinu, hefur sent
Þjóðviljanum þessa grein um
stóratburði þá sem urðu í
Þýzkalandi fyrir 40 árum.
Niðurlag greinarinnar kemur
í naæta blaði:
Það var ekki tíðindalaust á
Þýzkalandi um það leyti sem
vopnahlé var samið 1918, svo
sem verið hafði á stundum á
Vesturvigstöðvunum í þeim
hildarleik, sem á undan var
genginn. Verkamanna- og her-
mannaunnreisnin, sem hófst
og sigraði um stundarsakir í
nóvembermánuði 1918, hefur
verið nefnd Nóvemberbylting-
in til aðgreiningar frá Októ-
berbyltingunni í Rússlandi frá
árinu áður. Það er hugmyndin
með þessu greinarkorni að
rifja Iítillega upp þá atburði,
sem þarna gerðust, og drepa
á aðrdraganda þeirra og afleið-
ingar, sem ekki höfðu svo
litla þýðingu fyrir þróun mála
á Þýzkalandi og sögu allrar
Evrópu næstu áratugina á
eftir.
Keisaradæmið
Þýzfealand
Þýzkaland hafði á síðari
helmingi 19. aldar orðið iðn-
aðaretórveldi, sem í vaxandi
mæli varð skæður keppinautur
eldrí iðnaðarstórvelda (Eng-
land, Frakkland) á heims-
markaðinum. Um aldamótin
síðustu risu upp einokunar-
hringar, sem söfnuðu æ meiri
ítökum. Þýzku heimsvalda-
sinnarnir, sem orðið höfðu á
eftir í nýlendukapphlaupinu.
ráku æ herskárri utanrikis-
pólitík, hervæddust af kappi,
og bjuggu. sig undir stríð við
keppmauta sína. I. heimsstyrj-
öldin var imperialískt stríð
um endurskiptingu heimsins
miilí stórveldanna. Stórjarð-
eigendur, junkaramir, máttu
síri éirinig mikils, og mynduðu
enn sém fyrr kjarna þýzka
heráitis óg mótuðu venjur
lrans.' ítéisarinn, Vilhjálmur
. II., (1888-1918), var hand-
bendi beggja þessara aðila,
junkara og iðjuhölda. Hann
. átnefndi stjómarformann, rik-
iskanfdara. Þingið (Reichstag)
hafði takmarkað framkvæmda-
vald. Konur höfðu ekki kosn-
ingarétt. Landinu var skipt
niður í mörg fylki (,,lönd“)
með nokkra sjálfstjórn. —
Stjómir þeirra mynduðu sam-
bandsráð (Bundesrat).
Vei'kalýðshrevfingin
Þýzka verkalýðshreyfingin
var óklofin fram að I. heims-
styrjöldinni og flokkur henn-
ar, Sósíalistaflokkur Þýzka-
laiBcfa (SPD), var fram að
þeim tíma i broddi fylkingar
annarra. verkalýðsflokka Evr-
, ópu óg. ein höfuðmáttarstoð
H. Alþjóðasambandsins. Það
var þvi mikið áfall, er forustu-
menn (þinglið) sósíaldemó-
kratá greiddu atkvæði með
■ stríðsálögum keisarastjómar-
. innar (4. ágúst 1914) og
bratu þar með gefin.heit frá
ráðstefnum í . Stuttgart og
Basel nokkrum árum áður.
Þar með sviku þeir þýzkan
verkalýð og gáfu nafn sitt
undir ræningjastrið þýzku
heimsvaldasinnanna, sem lengi
hafði verið í undirbúningi,
< sviku ékki aðeins þjóð sína,
í heldur og verkalýð allra landa.
, n. Alþjóðasambandinu var þar
Myndin er teldn á dögum nóvemberbyltingarinnar í Þýzkalandi 1918 og sýnir f jöldafund á
Belle-alliance-torgi í Berlín.
með greitt banahögg. Þeir
voru aðeins fáir, sem ekki
létu bugast fyrir hrópum
þýzku yfirstéttarinnar um „að
verja föðurlandið" og velta
byrðum styrjaldarinnar yfir á
almenning. Einn þessara fáu
var Kárl Liebknecht. Hann
greiddi atkvæði á móti og
átti eftir að segja fleiri orð
í. baráttunni gegn styrjoldinni.
Frá þessum degi var: þýzka
verkalýðshreyfingin klofin. —
Hægri forasta sósíaldemó-
krata studdi stríðsrekstur
keisarastjómarinnar með ráð-
um og dáð næstu árin. Gekk
bræðralag þessara aðila undir
nafninu „kastalafriðunin" —
(Burgfrieden). Vilhjálmur
keisari var greinilega hinn á-
næðasti með bömin sín: „Eg
kannast ekki við neina flokka
lengur, ég kannast aðeins við
Þjóðverja", var eitt af slag-
orðum hans á þessum tíma.
En hvað sem leið slagorð-
um keisarans og hægri kröt-
um, skósveinum hans, voru
þegar frá byrjun styrjaldar-
innar öfl að verki, sem þótti
lítið til um handleiðslu keisar-
ans og bandamanna hans.
Þegar eftir aldamót hafði far-
ið að gæta mismunandi
strauma innan verkalýðshreyf-
ingarinnar og Sósíaldemó-
krataflokksins. Var deilt um
leiðir og aðferðir í barátt-
unni við heimsvaldastefnu
keisarastjómarinnar, sem með
hverju ári sem leið sýndi Ijós-
ar á sér klæmar. Um það leyti
sem styrjöldin hófst mátti
greina einskonar þrískiptingu
í flokknum: hægri menn (die
Rechten), miðmenn (Zentrist-
ar) og vinstri menn (die Link-
en). Síðast taldi hópurinn var
sá eini, sem taldi hina marx-
ísku byltingarkenningu Um
alræði öreiganna .í fullu gildi.
Vinstri menn tóku þegar
upp baráttu gegn stríðsstefnu
stjómarinnar, en þeir voru
skipulagslegá sundraðir og
veikti það nijög allar aðgerðir
þeirra, Langþýðingarmestu
hópamir voru „Interaation-
ale“, sem frá 1916 nefndi sig
Spartakussambandið eftir ó-
löglegu málgagni sínú, og
Vinstriradikalar i Bremen
(Bremer Linksradikalen). Síð-
amefndi hópurinn stárfaði á
Norður-Þýzkalandi, einkum í
Bremen og Hámborg. A meðal
forustumanna Spartakus voru
Karl Liebknecht, Rosa Luxem-
burg og Franz Mehring. Wil-
Hjörleiíur Guttormsson:
örlagvetur
á Þýzkalandi
fyir 40 árum
helm Pieck, núverandi forseti
Austur-Þýzkalands var einnig
framarlega í þessum félags-
skap frá upphafi.
Þegar áhrifa striðsins fór
að gæta verulega innanlands,
og matvælaskortur gerði vart
við sig hjá almenningi, óx
þessum róttæku hreyfingum
ásmegin. Verkföll í hergagna-
verksmiðjum og kröfugöngur
urðu æ tíðari, þrátt fyrir
bann og barsmíð lögreglunn-
ar. Fregnir af Febrúarbylting-
unni í Rússlandi urðu og til
að ýta undir hin róttæku öfl.
1 apríl 1917 klofnaði Sósial-
demókrataflokkurinn, og
stofnuðu klofningsmenn óháð-
an sósíaldemókrataflokk (Un-
abhángige Sozialdemokrat-
ische Partei Deutschlands: —
USPD). Foringjar þess flokks
vora miðmenn (Zentristar),
sem ekki sáu sér lengur fært
að styðja ,kastalafriðarstefnu‘
hægri manna, sem stór hluti
af verkalýðnum var andvígur.
Spartakusmenn gengu í þenn-
an flokk, en héldu samtökum
sínum skipulagslega óháðum
eftir sem áður.
Árið 1917 færðust pólitísk
vérkföll mjög í aukana. I Ber-
lín og Leipzig voru fyrstu
verkamannaráðin stofnuð, en
taia þeirra óx óðfluga allt til
striðslöka. 1 ágústmánuði
þetta ár náðu átökin hámarki
sínu með uppreisnartilraun
innan flotans, en hún var bar-
in niður með engri vægð.
Janúarverkföllin 1918
Byltingin hafði sigrað í
Rússlandi. Sovétstjómin hafði
óskað eftir vopnaliléi og samn-
ingum um frið við Þýzkaland.
Samningaviðræður fóru fram i
Brest-Litowsk í ársbyrjun
1918. Róttæk öfl á Þýzka-
landi eygðu í þessu möguleika
til að binda endi á stríðið.
Spartakusmenn undirstrikuðu
þó, að slíkt væri aðeins hugs-
an’egt, ef keisarastjórninni
væri steypt af stóli og lýðveldi
stofnað. Vöruðu þeir við fyr-
irætlunum með friðarsamning-
unum í Brest-Litowsk, og
bentu á, að tpkmark keisara-
stjórnarinnar væri að ná eér
þar í auðunna bráð á kostnað
hins unga Sovétlýðveldis, til
þess síðan að geta haldið
leiknum áfram af auknum
krafti á Vesturvígstöðvunum.
Þetta kom og á daginn.
Boðað var til verkfalla í
hergagnaiðnaðinum í lok jan-
úar. Forusta sósíaldemókrata
studdi verkfa'lsboðunina í orði
kveðnu, en það átti eftir að
koma í ljós síðar, hvaða hug-
ur fylgdi þar máli. Ætlunin
með verkföllunum var að
knvja stjórnina til að semja
frið á öllum vigstöðvum og
gera breytingar í lýðræðisátt
innaníands. Verkfallið hófst
28. janúar og náði til a'lra
helztu iðnaðarborga. I Berlín
einni lagði yfir y2 milljón
verkamanna niður vinnu. —
Keisarastjórnin sá, hvað í
húfi var, og greip til sinna
ráða. Fjöldi verkfallsmanna
var handtekinn, fundir þeirra
og verkfallsforastunnar bann-
aðir, hernaðarástanrjið hert
og verksmiðjur settar undir.
herstjóra. Þeir, sem mótþróa
sýndu, vora fyrirvaralaust
kal’aðir i herinn og sendir til
vígstöðvanna. Að sjálfsögðu
var svo áróðurstækjum beitt
til að rægja og sundra verka-
mönnum, sem sakaðir voru
im landráð.
Þrátt fyrir viðvaranir Sparta-
kusmanna, höfðu nokkrir
foringjar sósíaldemókrata ver-
ið kjörnir í verkfallsstjóm-
!na, þ.á.m. Ebert (formaður
flokksins eftir August Bebel
1913—19) og Soheidemann,
en báðir höfðu verið aðalfor-
sprakkar „kastalafriðarstefnu"
flokksins. Nu beittu þeir sér
fyrir því í verkfallsstjórninni
'samt reikandi fulltrúum mið-
manna, að látið var undan
hótunum stjómarinnar, og
hindruðu jafnframt, að verk-
fallið breyttist í almenna upp-
reisn. Löngu seinna, í árs-
byrjun 1925, ásökuðu ýmis
borgarablöð Ebert, sem þá var
forseti Weimarslýðveldísins,
fyrir landráðapólitnk með
þátttöku sinni í þessum verk-
föllum. Urðu útaf þvi 'máli
réttarhöld, þar sem báðir
þessir herrar þógu hendur
sínar, Ebert sagði m.a. sem
vitni i þessum réttarhöldum:
„Eg fór í verkfallsstjómina í
þeim ákveðna tilgangi að
binda skjótan endi á verkfall-
ið, og koma þannig i vég fyr-
ir að landið biði tjón 'a|f.“
Scheidemann sagði sem Vitni
i sömu réttarhöldum: „Ef við
hefðum ekki gengið í verk-
fallsnefndina, þá myndu þessi
réttarhöld ekki eiga sér stað
nú, og þá er ég alveg sann-
færður um, að stríðinu hefði
lokið þegar í janúar“. Þann-
ig höfðu þessir krataleiðtog-
ar komið því fram sem þeir
vildu. Öflugustu tilraun til
að binda endi á stríð;ð var
lokið með ósigri verkalýðsins.
í 9 mánuði ! viðbót gafst her-
mönnum keisarans tækifæri
til „að verja ættjörðina“ og
deyja fyrir hana. Þýzka
stjómin samdi sinn „réttláta“
frið í Brest Litowsk i marz-
byrjun. Vesturhéruð Rúss-
lands og Pclland komu í hlut
Þýzkalands, Úkraína varð
þýzkt lepnriki, byltingin .var
barin niður í Eystrasaltslönd-
um og Finnlandi. Hluta þýzku
herjanna frá Austurvígstöðv-
unum var snúið í vesturátt,
þar sem gerð var úrslitatil-
raun til að snúa stríðsgæf-
unni Þjóðverjum vil. En sú
tilraun bar ekki áranj*ur.
Veidi iunkara og iðjuhölda
var komið i þrot hemaðar-
lega og efnahagslega. Upp-
skeran á Vesturvígstöðvu num
/frá þvi í marz þar til í rióy-
ember var nær 1 1/2 miPjóit
fallinna, særðra og týndra.
Heima fyrir sva’t alþýða
manna hálfu og heilu hungri
Feitmetisskammturinn var t.d.
kominn niður í 62 g á viku að
meðaltali. Ökyrrðin óx innan-
lands og ekki síður í hern,-
um. Fjölmörg verkamaunaráð
og hermannaráð voru nr'mduð
vorið og sumarið 1918, ;og
tóku þau að safna að sér
vopnum. Mörg þeirra voru
undir forustu Spartakus-
manna, sem gáfu út fjöldan
allan af flugritum, þar sem
hermehn og verkamenn voru
hvattir til að búa sig undir
átök. Eina ráðið til að binda
endi á stríðið væri að gera
byltingu, steypa keisaranum
af stóli og stofna sós’aliskt
lýðveldi. En það var aðeins
nokkur hluti verkalýðsins,
sem fylgdi Spartakusmönnum
Framhald á 5. síðu.