Nýi tíminn


Nýi tíminn - 30.07.1959, Síða 8

Nýi tíminn - 30.07.1959, Síða 8
Yiðskipti Ltíðvíh Jósepsson: og blaðaskrif NÝI TÍMINN Fiimmtudagur 30. júlí 1959 — 24. tölublað — 18. árgangur Hvað skyldi hann vera að segja? Að undanförnu hafa ýms af folöðum bæjarins skrifað furðu- lega heimskulega um viðskipti fojóðarinnar við tiltekin lönd. í blaðaskrifum þessum hefur því beinlínis verið haldið fram, að viðskipti íslands við Austur- Evrópulöndin séu háskaleg fyr- ir sjálfstæði landsins og ein- göngu byggð á pólitískri henti- stefnu Rússa og annarra Aust- ur-Evrópu þjóða. Það sem mesta undrun vek- ur í sambandi við þessi skrif er það, að blöð ríkisstjórnarinn- ar hafa sérstakiega haldið uppi þessum áróðri. / ----★--------------------s— . •---★ Viðskiptin við '---★ Sovétríkin ----★---------------------- Allir landsmenn vita, að við- skipti fslands við Sovétríkin hafa verið mjög mikil um nokk- urra ára skeið, miðað við heild- arviðskipti okkar. Þessi viðskipti hafa byggzt á því, að Sovétríkin hafa keypt af okkur mjög mikið magn af frosnum fiski, eða um og yfir heiminginn af ársfram- leiðslunni. En auk þess hafa þau verið stærsti kaupandi ís- lenzkrar saltsíldar. Þannig keyptu Sovétríkin af okkur 28 þúsund tonn af frosn- um fiski 1956 af heildarfram- leiðslu sem nam 55 þúsund tonnum og 200 þúsund tunnur af saltsíld af heildarsöltun sem nam 350 þús. tunnum. Árið 1957 keyptu Sovétrikin af okkur 32 þúsund tonn af fisk- flökum af ársframleiðslu sem nam 55 þúsund tonnum og rúm- lega 100 þúsund tunnur af salt- síld af heildarafla sem nam 190 þúsund tunnum. Allir kunnugir menn vita, að hinir hagstæðu samningar okk- ar við Sovétríkin um kaup á sjávarafurðum okkar, hafa beinlínis gert okkur kleift að reka framleiðsluna af fullum krafti. Hefði markaðanna þar ekki notið • við, hefði óhjá- kvæmilega orðið að stór- minnka framleiðsluna. Samningar okkar við Sovét- ríkin hafa verið hagstæðari en flestir aðrir samningar fj'rir það, að þeir hafa nú um skeið verið til 3 ára í einu og því veitt okkur meira iiryggi en aðrir samningar. Hvað eftir annað hefur til þess komið að við höfum blátt áfram beðið Sovétríkin um að auka kaup sín vegna mikillar framleiðslu okkar eða minnk- andi sölu á öðrum mörkuðum. Enginn vafi getur leikið á því. að fiskmarkaður okkar í Sovétríkjunum hefur revnzt okkur betri og öruggari en nokkur annar markaður. í flest- um öðrum löndum hefur mark- aðurinn reynzt okkur miklu á- hættumeiri en þar. Þannig hafa orðið stórsveiflur milli ára á Amerikumarkaði okkar. Enski markaðurinn, sem eitt sinn var mjög stór, féll algerlega niður um skeið. Saltfiskmarkaðir okkar hafa allir verið mjög háðir sveiflum og er nýjasta dæmið þar Brasilía. Við verðum hins vegar að játa, að við höfum á margan hátt verið óábyggilegir í af- greiðslu upp í gerða viðskipta- samninga t.d. við Sovétríkin, á það einkum við um saltsíldina. Nú fara bráðlega að hefjast nýir viðskiptasamningar milli íslands og Sovétrikjanna, því síðasti þriggja ára samningur rennur út um næstu áramót. Augljóst er hve gífurlcga mikilvægt það er fyrir alla af- komu íslendinga á næstu ár- um að nú takist að gera ennþá milli landanna en áður liefur stærri og meiri samninga á verið. ----★ Er stefnt að því að ----★ eyðileggja dýrmæt- ----★ ustu markaðina? ----★------------------- En einmitt þegar svo stendur á, að nýir samningar standa fyrir dyrum, þá byrja pólitísk æsiskrif í sjálfum stjórnar- blöðunum með svívirðilegum dylgjum um pólitískan ágang Rússa við okkur. Vita þeir, sem þessum skrifum stjórna, ekki hvað í húfi er fyrir okkur ís- lendinga í sambandi við fisk- markaði okkar þar eystra? Eða stefna þeir vísvitandi að þvi að eyðileggja fiskiðnaðinn á ís- landi? Einmitt þessa daga erum vlð að biðja Sovétríkin að kaupa af okkur meira af karfaflök- um á þessu ári en við höfðum upphaflega viljað seija þeim, Viðbótarkaup þeirra á karfan- uin ráða úrslitum um það livort hægt verður að halda áfram karfaveiðum og karfafrystingu, Lagarfoss í árekstri Engin slys. Siglir áíram Lagárfoss lenti í árekstri sl. láugardagsmorgun kl. 7.20 e. ísl. tíina. Engin slys urðu á mönnum og skemmdir ekki meiri en það að skipið heldur áfram leiðar sinnar. Árekstur þessi varð sunnan við Nova Scotia. Var Lag- arfoss á leið hingað frá Banda- ríkjunum. Áreksturinn varð við þýzkt skip Ludolf Oldendorff, sem er um 4 þús. d. w. (Lag- arfoss 2 þús. 200 1. Id. w. Þýzka skipið virðist hafa skemmzt meira en Lagarfoss, því það beið ef-tir dráttarbát til ’ að draga sig til hafnar. Lagarfoss lónaði um hríð hjá þýzka skip- inu, en hélt svo áfram ferð- inni til Islands og er væntanleg- ur heim í vikulokin. eða hvort aftur á að taka upp framleiðslubann og stöðvun á vinnu í frystihúsunum. Og einmitt þessa dagana er- um við að leggja að Sovét- ríkjunum að auka við saltsíld- arkaupin þar sem annars er fyrirsjáanlegt að söltun verður stöðvuð. En hugsið ykkur þá menn, sem skrifa í opinber blöð órök- studdar dylgjur um okkar stærsta viðskiptaaðila, þegar svona stendur á, og halda því fram að viðskipti okkar við Sovétríkin séu sjálfstæði fs- lands stórhættuleg. -★ Hvað vill ríkis- -★ stjórnin? Það má furðulegt telja, að ríkisstjórnin skuii ekki hafa mótmælt þessum órökstuddu blaðaskrifum sem tilræði við hagsmuni íslands, því vissulega væri það tilræði við hagsmuni landsins að eyðileggja beztu markaði þess með slíkri fram- komu. Þessi mynd var tekin af hvíta Ólafsvíkurhrafninum rétt eftir að hann kom í bæinn í fyrra- kvöld og fékk herbergi á 4. hæð á City hotel. Eins og þið sjáið ávarpaði hann Reykvíkinga við komuna — er. hvað hann hefur lesið yfir þeim er svo önnur saga. — Hvíti hrafninn er til sýnis í Miðbæjarbarnaskólanum, Margir ræddu um hvíta hrafn- inn í gær og voru nær undan- tekningarlaust á einu máli um að krummi ætti að iifa sem lengst og eiga góða lífdaga, vit- anlega hér á íslandi. Tómas Árnason Sameinað þing samþykkti ný- lega einróma að taka gilda kosningu og kjörbréf Tómasar Árnasonar, 1. varamanns Norð- nr-Múlasýslu, en Framsóknar- flokkurinn óskaði eftir að hann tæki sæti Halldórs Ásgrímsson- ar, sem er fjarverandi vegna veikinda. í • i Eisenhower íorseti hyllir þjóðir Sovétríkjanna ,,Ekkerí sem gerzi hefur eftir striðiS hefur skyggt á aSdáun mina á þeim" „Ekkert sem gerzt hefur síðan árið 1945 þegar ég var síðast í Sovétrikjunum hefur varpað skugga á aðdáun mína á þjóðum þeirra“, segir Eisenhower Bandaríkjaforseti í boðskap sem Nixon varaforseti færði Krústjoff, forsætis- ráöherra Sovétríkjanna, í Moskvu. Nixon flutti Krústjoff þenn- an boðskap nýlega þegar hann gekk á fund hans í Kreml. ,,Ég vil fullvissa yður um það“ hélt Eisenhc.wer áfram, „að ég tala fyrir hönd allra Banda- ríkjamanna þegar ég segi yður að við sækjumst aðeins eftir vin- áttu við þessar þróttmiklu þjóð- ir. Það hefur lengi verið ósk mín að heimsækja Sovétríkin, ekki aðeins til þess að hitta vini mína frá stríðsárunum, heldur einnig til að kynnast af eigin raun hinni miklu uppbyggingu og endurreisn borga úr ösku styrjaldarinnar. Ef til vill mun sú _ ósk ræt- ast einhvern tíma. En ég vil ljúka máli mínu með þessum orð- um: Það er aldrei of seint að byggja upp friðinn á grundvelli heiðarleika og réttlætis". Fyrr i boðskap sínum hafði Eisenhower sagt að hann hefði skoðað sovézku sýninguna sem nú er haidin t New York og hefði hann hrifizt al þeim miklu fram- förum á sviði vísinda sem sýn- ingin bæri vitni um að hefðu orðið í Sovétrikjunum. Hann hefði farið heim til Washington með meiri skilningi á Sovétrikj- unum eri hann hefði áður haft. Ilann kvaðst vona að bandaríska sýningin í Moskvu myndi einn- ig glæða skilning fólks í Sovét- ríkjunum á lífi og starfi Banda- ríkjamanna. Hins vegar væri þess ekki að dyljast, sagði forsetinn, að ó- líkt stjórnarfar í löndunum tveimur hefði torveldað sambúð þeirra. Þetta bæri að harma ekki sízt vegna þess að svo þyrfti ekki að vera. Báðir yrðu að gera allt sem þeir gætu til að jafna ágreining 'og ryðja úr vegi öllu því sem stæði vináttu þeirra fyr- ir þrifum. Viðræður Krústjoffs og Nixons Síðar um daginn var banda- ríska sýningin opnuð og gerði Nixon varaforseti það. Þeir i . sýningarsvæðið og ræddust við á göngu sinni Mikill mannfjöldi hópaðist um þá, blaðamenn og ljósmyndara., en einnig rússnesk- ir verkamenn sem unnið hafa að þvi að koma sýningunni upp. Var þeim vel fagnað. Fréttaritarar segja að þeir hafi deilt um kosti og galla kapítal- ismans og sósíalismans og rætt um ýms alþjóðamál. Hvorugur setti ljós sitt undir mæliker né var myrkur í máli, en allt fór fram í góðu. Fréttaritari brezka útvarpsins sagði þó að svo hefði virzt sem Krústjoff hefði eitt sínn misskilið einhver ummæli Nixons um Berlínarmálið og tekið þau fyrir hótun. Hann svaraði að Sovétríkin væru ekki hrædd við neinn, styrkur þeirra heíði aldrei verið meiri og vopn þeirra betri en nokkurs annars. Nixon sagði þá að í styrjöld sem nú væri háð skipti ekki máli hver hefði öflugri vopn, því að enginn mundi hrósa sigri. Eiseníiower er velkominn Þegar Nixon hafði lesið boð- skap Eisenhowers í Kreml um morguninn sagði Krústjoff að Eisenhower væri velkominn til Framhald á 7. síðu

x

Nýi tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.