Nýi tíminn


Nýi tíminn - 19.11.1959, Page 5

Nýi tíminn - 19.11.1959, Page 5
Fimmtudagur 19 nóvember 1959 — NÝI TÍMINN — (5 er mm Tíu konur, sem lifðu svaðilförina af, eru komnar til byggða heilar á hiifi . Tíu fjaligöngukonur, sem háð hafa langa baráttu við' ís og hríðarveður í Himalajafjöllum eru komnar aftur til byggða ásamt 60 burðarmönnum. Tvær kunnar fjall- göngukonur fórust í leiðangrinum. Kvennaleiðangurinn hugðist ldífa hinn himingnæfandi tind Cho Oyu, sem er 8153 metrar á hæð. Leiðangurskonur höfðu haft langa og harða útivist, er þær komu aftur til Katmandu í Nepal. í októberbyrjun lenti leiðangurinn í hinum illræmdu monsún-vindum. Tvær lcvenn- anna fórust í snjó og ís. Konurnar, sem lifðu svaðil- förina af, eru frá Frakklandi, Svfss og Englandi. Hörund þeirra var dökkbrúnt vegna hinna sterku sólargeisla, en andlit þeirra varin bruna með þykku kremlagi er þær komu til Katmar.du. Svissneska kon- an Loulou Boulaz studdi sig við skíðastafi því að hún hafði brákazt á fæti. Að öðru leyti voru fjallgöngukonurnar hraustar eftir ferðina. Tvær komust hæst, en . . . Fjallgöngukonurnar reistu aðalstöðvar sínar i 5700 metra hæð og hófu þaðan tilraunir til þess að sigra tindinn. Hinn 1. október komst foringi leið- angursins, liin fræga fjall- göngukona Claude Kogan og belgíska stúlkan Claudine van der Stratten til áfangabúða númer 4, sem voru í 6900 m hæð. Gerðu þær sér vonir um að komast þaðan á tindinn á nokkrum dögum. Þær sendu síðan sérpa, sem var í fylgd með þeim með þau boð til aðalhópsins að þær hefðu komið sér örugglega fyr- ir og allur aðbúnaður væri í lagi. Veðrið versnar Næsta dag tók veður að versna. Frá aðalstöðvunum voru þá sérparnir Wangdi og Tusand sendir með bréf til á- fanga IV. I bréfinu var áskor- un til kvennanna tveggja um að koma sem skjótast aftur niður til aðalstöðvanna og bíða betra veðurs. Hvorugur sérpanna komst nokkumtíma til áfanga IV. Þeir lentu í hættulegu snjó- flóði. Tusand grófst lifandi í snjó og ís. Wangdi gat grafið sig upp úr skaflinum og var það mikið þrekvirki. Hann komst við illan leik aftur til aðalstöðvanna, kalinn á báðum höndum. Hinn 3. október skall á iðu- laus stórliríð og rofaði ekki til, hvorki dag né nótt. Konurnar í aðalbúðunum bjuggu sig und- ir að fara hinum tveimur til hjálpar þegar er veðrið myndi Íægja. En það liðu margir eól- arhringar án þess að hríðinni slotaði. Hinir hættulegu mon- súnvindar gnauðuðu og fjallið var hulið skýjum og hríðar- byljum. Með hverjum deginum sem leið, óx óttinn um afdrif hinna tveggja rösku kvenna. I>ær fórust í snjó og ís Hinn 10. október komust loks tvær kvennanna úr aðal- búðunum ásamt þrem sérpum til búða IV. En þar var ekkert að sjá. Fárviðrið hafði afmáð sérhvert spor hinna tveggja ó- gæfusömu kvenna, sem urðu snjó og ís að bráð. Áður en leitarkonurnar héldu til byggða, tíndu þær saman nokkra steina og hlóðu litla vörðu á Cho Oyu-fjallinu. Á hana settu þær blikkdós með nöfnunum Claude Kogan og Claudine van der Stratten. Það er minnismerki þeirra. Fyrsta mannaða geimskipið fer á loít fyrr en búizt var við Segir sovézkt flugmálatímarit, sem einnig birti mynd af slíku farartæki Fyrsti sovézki geimfarinn mun aö líkindum fara út í geiminn í eldflaug „fyrr en búizt hefur veriö! viö“, segir sovézka tímaritiö' „Grazhdanskaya Aviatsiya" í nýjasta hefti sínu. Tímaritiö birti teikningu af flugvél, knúðvi eldflaug, sem notuö yröi í slíka ferð. Teikninguna gerði N. Romanoff, sem segist búast við að þetta veröi fyrsta farartækiö, sem flytji menn út í geiminn. Teikningin af fyrsta mann- aða geimfarinu sýnir að far- artækið líkist óhemjustórum þríhyrndum væng, sem hefur tvo þríhyrnda lóðrétta jafn- vægisvængi. Á miðjum væng þessum er kúlulaga klefi fyrir flugmann- inn. Þetta farartæki á að vera byggt þannig að það geti þol- að gífurlegan hita, þar sem hitinn á yfirborði þess mun geta numið 1000—1100 gráð- um, að sögn Romanoffs, verk- fræðings. Hann sagði ennfrem- ur að sambræðsla úr nikkel og molyfcden gæti þolað þennan hita, en nef geimfarsins og enda vængjanna á að klæða með leirefnum. Skermar og sérstakt kælikerfi á að vernda flugmanninn fyrir hitanum. Lendingarvandamálið Fyrstu 7—8 sekúndurnar eftir að geimfarið losnar frá jörðu fer það með 100 kíló- metra hraða á klst., en síðan eykst hraðinn ört og verður 7 sinnum meiri en hraði hljóðs- ins. Niður til jarðarinnar mun geimfarið komast, en um nokkrar aðferðir er að ræða í þessum tilgangi, seg'r verk- fræðingurinn. T. d. getur geim- farið farið aftur inn í and- rúmsloft jarðar með hjálp eld- flaugamótoranna, en ekki er enn búið að ganga frá öllum atriðum í sambandi við jafn- vægisleysið í geimnum. Talið er að geimfarið muni lenda á sjó, og þá helzt á Kyrrahafinu. Hvítblæðidanðmn lylgir helrykinu í Bretlandi Dánarfalan hœkkar helmingi örar i fjallahéruSunum en annarsstaSar Rafelndalungcsð ber af stállunganu Tekizt hefur aö smíöa rafeindalunga sem talið er taka stállungum fram í hvívetna við aö bjarga lífi fólks meö lamaða þind. Brezka fyrirtækið PYE skýrði í gær í Cambridge frá þessu nýja tæki. Rafeindalung- að mun kosta 400 sterlings- pund, en stáliungu kosta 900 pund. Þá er rafeindalungað miklu léttara en stállungað, vegur að- eins 28 kíló, svo að auðvelt verður að flytja sjúklinga milli sjúkrahúsa. Rafgeymar í rafeindalung- anu endast í 20 klukkutíma. Slöngur liggja frá því til sjúk- lingsins, svo að hann þarf ekki að vera innilokaður einsog í stállunganu. Farið verður að framleiða nýja tækið i stórum stíl í janúar. Enskur læknir hefur komizt að raun um aö dánatala úr hvítblæði hækkar helmingi örar í fjallahéruöum Eng- lands og Wales en í öörum landshlutum. Þetta þykir styrkja þá skoöun, aö beint samband sé milli þessa ó- læknandi sjúkdóms og geislavirks helryks frá kjarnorku- sprengingum. I læknablaðinu Lancet hefur dr. Alun Phillips birt niður- stöður af rannsóknum sínum á hvítblæðidauða í Englandi og Wales á tímabilunum 1950-’53 og 1954—1957. Heildarauluiing 13% Hvítblæði, sem. eimiig hefur verið nefnt blóðkrabbi, er fólgið í því að hvítu blóðkorn- in breytast og þeim fjölgar ó- stjórnlega,. en rauðu blóðkorn- unum fækkar að sama skapi. Sjúklingurinn veslast u’pp á lengri eða skemmri tíma. Dr. Phillips, sem er heil- brigðismálastjóri í suðurhluta Caernarvonshire, hefur komizt að raun um að dauðsföllum af völdum hvítblæðis hefur fjölgað sem nemur 13% um allt England og Wales frá fyrra tímabilinu til hins síðara. 1 fimm helztu fjallahéruðun- um, Cumberland, Westmore- land, Caernarvonshire, Montgo- meryshire og Monmouthshire, er aukningin hinsvegar hvorki meira né minna en 50%. í Montgomeryshire er dánartala af vöLdum hvítblæðis tíu af 100.000 íbúum, en um allt landið 5,3 af 100.000. Rigningabæli I grein sinni bendir læknir- inn á svipmótið með staðhátt- um í héruðunum þar sem mest er um hvítblæði. Allt eru þetta rigningasöm fjallahéruð nærri vesturströndinni. Fyrir ári síðan tilkynnti Rannsóknarráð landbúnaðarins í Bretlandi, að rannsóknir hefðu sýnt, að mest væri um strontium 90 í gróðri á fjöll- um uppi og í beinum sauðfjár sem þar er á beit. Strontium 90 er talið háskalegasta efnið í helrykinu sem dreifist um allan hnöttinn frá kjarnorku- sprengingum, en komið hefur á daginn að mest af því fellur til jarðar í tempraða beltinu nyrðra. Hættan vex „Fari strontium 90 vaxandi, mun tala dauðsfalla af völd- j um hvítblæðis halda áfram að hækka“, segir dr. Phillips í grein sinni. „Þörf er á frekari rannsóknum, einkum á magni geislavirks strontium í líköm- um hvítblæðissjúklinga úr fjallahéruðunum á vestur- ströndinni“. Nefnd sem SÞ skipuðu komst að þeirri niðurstöðu 1958, að helryk frá kjarnorku- sprengingum myndi valda ekki minna en 1000 dauðsföllum af hvítblæði á ári. Aðrir vísinda- menn telja þessa tölu of lága. Bandaríski prófessorinh Linus Pauling álítur að 8000 dauðs- föll á ári muni vera nær lagi. Nú eru liðnir 13 mánuðir síðan kjarnorkusprengja hefur verið sprengd, en helryk mun halda áfram að falla til jarð- ar úr háloftunum lengi enn, enda þótt sprengingar verði ekki hafnar á ný. Dýragarðurinn í Kaupmannaliöfn átti merkisafmæli fyrir skemmstu og fékk j því tilefni margar gjafir. Þessi sæfíll er ein afmælisgjöfin, og enda þótt liann sé ekki sérlega snoppu- fríður, liefur liann vakið mikla athygli dýragarðsgesta, því flijög fgj5adýif»gaffÍM .geta„at4ta* af þessari dýrategund. Sæ- fíllinn var settur í tjörnina hjá rostungnum ,,Jóhanhi“, en lítil vinátta hefur tekizt með þeim frændum enn sem komið er.

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.