Nýi tíminn - 19.11.1959, Síða 12
íhaldsmaSur spáir á þingfundi i Loridon:
íslenzka landhelgin
verðnr almenn regla
Þriggja mílna landhelgin er dauður hókstafur. Þegar
íslendingar eru búnir að hafa það fram að fiskveiðiland-
helgi þeirra skuli vera tólf mílur, verður það almenn
regla.
Þetta sagði brezki íhalds-
þingmaðurinn sir William
Duthie í umræðum um. sjávar-
útvegsmál á þingi í London í
siðustu viku.
VUl 12 mílur við Brctlaml
Sir William, sem er þing-
maður fyrir kjördæmið Banff,
var ekkert hryggur yfir því að
honum skyldu þykja horfur á
að íslendingar myndu vinna
fiskveiðideiluna við Bretland.
Þvert á móti taldi hann það
framför, ef sömu reglur yrðu
allstaðar látnar gilda, bæði um
víðáttu landhelginnar og
grunnlínur.
Loks eagði þessi íhalds-
þingmaður, að hann teldi að
Bretum væri brýn nauðsyn
að fara að dæmi íslendinga
og taka upp 12 mílna fisk-
veiðilandhelgi við eigin
strendur.
Samúð með íslendingum
Jo Grimmond, þingmaður
Orkneyja og Hjaltlands og
foringi Frjálslynda flokksins,
sagði í umræðunum:
„Ég hef samúð með íslenzku
þjóðinni, en ég held að það
verði ákaflega erfitt að fiska
á þann hátt að hver þjóð um
sig eigi að sitja að einhverju
ákveðnu hafsvæði og halda öll-
um öðrum burtu“.
Grimmond sagði, að sér lit-
ist betur á þá tillögu að banna
veiðar á uppeldisstöðvum
nytjafiska. Vera mætti að
setja þyrfti ákvæði um hve
mikið fiskmagn hver þjóð
mætti veiða.
Mikojan hefur stutta viðdvöl á íslandi
Framhald af 1. síðu.
ísiendingar komið sér hér upp
Irábærri kappakstursbraut,
skautahöll, já heilli íþróttamið-
stöð.
Áður höfðu Alexandroff og
Gylfi skýrt Mikojan frá að ís-
lenzka nefndin á þingi SÞ hefði
lýst ánægju íslendinga yfir af-
vopnunartillögum Krústjoffs.
Kjötát þar og hér
Eftir stutta dvöl innivið var
farið út og ekið niður í Keflavík.
Gylfi var í bíl með Mikojan.
Ekið var fram og aftur um
bæinn, en ekki farið út.
Þegar komið var upp á flug-
völl aftur, gengu menn um úti
og ræddust við. Mikojan spurði
um Hfskjör íslendinga. Gylfi
kvað þau ein hin beztu í heimi
og nefndi sem dæmi, að íslend-
ingar borðuðu meira kjöt á nef
hvert en Bandaríkjamenn. Mik-
ojan sagði þá, að úr því að fs-
landi hefði tekizt að fara fram
úr Bandaríkjunum á þessu sviði,
ætti Sovétríkjunum, sem væru
þó nokkuð stærra ríki, ekki að
verða skotaskuld úr að ná því
marki að fara fram úr Banda-
ríkjunum á öllum sviðum.
Kortér fyrir tólf kvöddu Mik-
ojan og förunautar hans og silf-
urgljáandi flugvél þeirra hóf sig
á loft á ný á leið til Gander.
Gömul byltingarhetja
Anastas Mikojan er 65 ára
gamall og af armenskum ættum.
Hann var settur í prestaskóla á
unga aldri, en sneri sér fljótt að
sjórnmálastarfsemi í Bolsévika-
flokknum. Á árum borgarastyrj-
aldar og íhlutunarstyrjaldanna
eftir byltinguna stóð hann fram-
arlega í baráttunni í Kákasus
og slapp nauðulega þegar brezkur
innrásarher tók af lífi 25 aðra
forustumenn bolsévika í Bakú.
Mikojan hefur átt sæti í sovét-
stjórninni síðan 1926, í miðstjórn
Kommúnistaflokks Sovétríkjanna
síðan 1925 og í forsætisnefnd
miðstjórnarinnar síðan 1935.
Mikojan er maður lágvaxinn
og samsvarar sér vel, hvatlegur
og beinn í baki. Hár hans er ekki
mjög farið að grána, augun eru
smá og fjörleg. Andlitsfallið er
mjög armenskt, hörundsliturinn
dökkur, nefið þunnt og íbjúgt.
Honum liggur lágt rómur. Hann
er mjög yfirlætislaus og vingjarn.
legur en þó ákveðinn í fram-
göngu.
Svíar ætla sér ekki að
framleiða kjarnavopn
Niðurstaða álitsgerðar sem nefnd undir for-
sæti Tage Erlanders skilaði nýlega
Mikojan brá oft fyrir sig gam-
ansemi í viðræðum við íslend-
ingana sem tóku á móti honum.
(Ljóem. Sig. Guðm.)
Nefnd sem Sósíaldemókrata-
flokkur Svíþjóðar skipaði fyrir
ári til að athuga hvort ástæða
væri til þess að Svíar hæfu
undirbúning að smíði kjarna-
vopna skilaði áliti nýlega. Hún
komst að þerri niðurstöðu að
engin ástæða væri til þess.
Formaður nefndarinnar var
Tage Erlander forsætisráð-
herra og gerði hann grein fyrir
niðurstöðum hennar í sænska
útvarpinu.
Hann sagði að sú þróun sem
nú ætti sér stað í smíði tor-
tímingartækja væri slík að hún
ógnaði allri tilveru mannkyns-
ins. Allar þjóðir óttuðust ör-
lög sín ef til stórstyrjaldar
kæmi.
Erlander sagði að nefndin
hefði kynnt sér álit fremstu
vísindamanna og herfræðinga
Svíþjóðar á því hver hætta
þjóðum heime stafaði af
kjarnavopnum. Síðan sagði
hann:
— Þessari hættu verður því
aðéins bægt' frá að stórveldin
komi sér saman um afvopnun.
Til þessa hefur lítið miðað á-
fram í átt til afvopnunar, en
viðræðurnar í Genf um stöðv-
un tilrauna með kjarnavopn og
afvopnunarviðræðurnar á alls-
herjarþingi SÞ gefa vonir um
að úr rætist. Lítið land sem
Svíþjóð getur ekki haft áhrif
á stórveldin en við verðum að
haga stefnu okkar þannig að
hún torveldi ekki afvopnunar-
viðleitnina.
Það hefur verið mjög mikill
ágreiningur milli manna í Sví-
þjóð um þetta mál, en alger
einhugur ríkir þó um ýms
meginatriði, sagði Erlander og
taldi þar fyrst að Svíar myndu
aldrei hvika frá hefðbundinni
hlutleysisstefnu sinni.
Fjögur ný
Norska fiskveiðaráðuneytið
hefur lagt til að smíðuð verði
fjögur ný varðskip til að gæta
Iandhelginnar við Noreg. Verði
landhelgin færð út í tólf mílur,
þarf tvö skip í viðbót til að
annast gæzluna, segir ráðu-
neytið.
Skipin fjögur mu”ii kosta
55 til 60 milljónir ís’enzkra
króna.
NÝI TÍMINN
Fimmtudagur 19. nóvember — 18. árgangur — 37. tölublað.
Norræn bronsaldartízka sýnd í París
Úrvál úr gripum á þjóð-
minjasarni Danmerkur fram
til loka vlKingaaldar er nú
sýnt í París við mikla að-
sókn. Viðkvæmir og óbæt-
anlegir gripir eru þar í eft-
irlíkingum, þar á meðal
kvenfatnaðir tveir fundnir
í gröfum frá bronsöld. Það
bætir úr skák að eftirlík-
ingarnar eru sýndar á
dönskum blómarósum, sem
hér standa sín hvoru megin
við Christian Fouchet,
sendiherra Frakklands í
Kaupmannahöfn, og sýna
honum eftirmyndir gull-
hornanna frægu. Sú til
vinstri ber fatnað sem
fannst í gröf við Borum
Eshöj nærri Árósum. Fatn-
aður á einu konulíki og
tveim karlsmannalíkum
hafði varðveitzt vel í 2000!
ár í kistum höggnum úr
eikarbolum. Hin stúlkan
ber klæðnað Egtved-stúlk-
unnar, sem fannst í eikar-
kistu við þorpið Egtved
nærri Vejle. Þetta var
stúlka um tvítugt, og hún
hefur gengið í ermastuttri
treyju og snærispilsi eins
stuttu og myndin sýnir.
Þegar danskir fræðimenn
skýrðu frá klæðaburði Egt-
ved-stúlknanna, urðu sumir
starfsbræður þeirra í
Þýzkalandi ókvæða við, og
sögðu það ekki ná nokkurri
átt, að formæður hins siða-
vanda, germanska kyn-
stofns hefðu gengið svo ó-
siðlega til fara. Vonandi
hneykslar bronsaldartízkan
frá Danmörku engan í
París.
Samþykkt að skora á Frakka að
hætta við kjarnsprengingar
Meirihluti stjórnmálaneíndar Sameinuðu
þjóðanna andvígur tilraunum Frakka
í Sahara-eyðimörkinni
22 Afríku- og Asíuríki hafa
borið fram tillö.gu í stjórn-
málanefnd alsherjarþings Sam-
einuðu þjóðanna, þess efnis
að nefndin leggi til, að alls-
herjarþingið lýsi yfir áhyggj-
um sínum vegna fyrirhugaðra
kjarnorkusprenginga Frakka í
Sahara-eyðimörkinni.
Einnig er í tillögunni lagt
til að allsherjarþingið skori
á frönsku stjórnina að hætta
algjörlega við fyrirhugaðar til-
raunir með kjarnorkuvopn.
Tillaga þessi var samþykkt
í stjórnmálanefndinni með yf-
irgnæfandi meirihluta, 46 atkv.
gegn 26. Auk Afríku- og
Asíurikjanna greiddu öll sósí-
lögunni og auk þeirra Kanada,
alísku ríkin atkvæði með til-
Nýja-Sjáland og Irland. Á móti
voru Frakkland, Bretland og
Bandarikin og auk þess flest
Suður- og Mið-Ameríkuríkin.
Fulltrúar 10 þjóða sátu hjá
við atkvæðagreiðsluna.
Tillagan verður tekin fyrir
á sjálfu allsherjarþinginu í
næstu viku. Ef sama hlutfall
helzt við atkvæðagreiðslu þar,
nær tillagan ekki tilskildum
2/3 hluta meirihluta, en flytj-
endur tillögunnar gera sér von-
ir um liðsstyrk • frá þeim sem
sátu hjá í gær.