Nýi tíminn - 03.03.1960, Blaðsíða 8
3) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 3. marz 1960
Vigfús GuSmundsson gesfgjafi
Nýj'asta skála sinn reisti hann um „þjóðbraut þvera" þar sem
björkin ilmar á sumrum í skjóli eldgígsins.
íslandi allt, var kjörorð hans í æsku, meðan þau orð áttu enn inni-
hald í hugum ungra manna. Ungur og lágur í lofti gerðist hann
hjarðsveinn á íslenzkum heiðum oq bjó í tjaldi. Síðar gætti hann hjarc-
ar með skammbyssu við belti og riffil um ö)tl en fjallaljón, birni cg
ræningja á næsta leiti. Fyrr en varði hafði hann þó fleygt rifflinum,
sagt skilið við villinaut og slöngur, var aftur kominn heim og farinn að
efla flokk sem hann ætlaðist til að ynni fyrst og fremst fyrir ísland.
Undanfarin 40 ár hefur hann hresst fleiri ferðamenn í skála sínum en
nokkur annar stéttarbróðir hans. Vetrarfríin er hann hefur tekið frá
því að þræla fyrir flokk sinn hafa nægt honum til þess að verða einn
mestur heimsfari í hópi samlanda sinna.
Iligfús Guðmundsson gestgjaii
varð nýlega sjötugur. Fæddur
á Eyri í Flókadal 25. febrúar
1890. Foreldrar hans voru Krist-
ín Kláusdóttir og Guðmundur
Eggertsson hjón á Eyri. — Eft-
irfarandi er hripað upp eftir
rabb dagstund eina er ég
rændi frá honum.
— Þú ert Borgfirðingur, Vig-
fús, segðu mér eitthvað frá
æsku þinni.
— Já, ég er Borgfirðingur,
en 16 ára gamall fór ég til sjó-
róðra í Keflavík og eftir það
var ég nokkrar vertíðir við
sjóróðra á Suðurnesjum og
skútuskaki fyrir Vesturlandi.
Á vorin fór ég heim, var í hey-
skap á sumrin, leitum og haust-
önnum og gætti síðan fjár og
stundaði rjúpnaveiðar fram til
þess að ég iór aftur á vertíð.
Þannig leið æska mín, svarar
Vigfús. Nokkur vor var ég ■
hjarðmaður.
— Hjarðmaður?
— Já. ég gætti Hvanneyrar-
fjárins fyrir Halldór skóla-
stjóra. Ég flýtti mér heim í
lokin til þess að geta verið
kominn sem fyrst upp á heið-
ar með hjörðina því um miðj-
an maí fóru ærnar að bera.
— Var þetta stór hjörð, og
lástu við á heiðunum?
— Það var um 500. Ég var
með féð á heiðunum suður af
Okinu og lá í tjaldi.
— Var þetta ekki þræla-
vinna?
_l Þetta var bæöi gott og
vont. Þær eru ákaflega yndis-
legar heiðarnar í góðu veðri.
Heiðarnar eru draumur, en
það vaj oft ákaflega erfitt.
stundum raunar ógurlegt verk;
,oft varð ég að vinnia 20 tíma
’ f 'sólarhring. En ég var fátæk-
ur,, og fyrir þetta fékk ég kaup
tveggja þriggja manna niðri
í byggðinni. Jafnframt var ég
grenjaskytta — og veiddi í
Reyðarvatni. Já, það voru oft
tófúr þegar leið á vor Ég lá
léngst, á greni í 6 sólarhringa
sýðst í Langásnum. Þá var ég
kominn heim frá fjárgæzlunni
ep var sóttur á grenið. — Ég
yar .seinn að vaxa og því lítill
þá og frétti síðar að í sveit-
inni stungu menn saman nefj-
um um að ég hlyti að vera
M
• •
SJ0TUGUR
V0RMAÐUR
j,skritinn“að : velr» • -
svona uppi á heiðum!
— Þú segist hafa verið fá-
tækur.
— Já, foreldrar mínir voru
bjargálna, en urðu fyrir skell
af kaupmanni. Það var kaup-
maður sem narraði pabba í
ábyrgð, varð svo gjaldþrota
og ábyrgðin féll á pabba, og
fleiri bændur í Borgarfirði.
Pabbi glataði háifu búinu við
þetta. Það hafði siæmar af-
leiðingar fyrir okkur fimm ung
börnin. — Þangað er líklega
að rekja óbeit mína á kaup-
mannalýðnum.
— Þú ert einn hinna ham-
ingjusömu manna sem kynntu
eld ungmennafélaganna meðan
hann brann heitast.
— Já, Ungmennafélag Reyk-
dæla mun vera .fyrsta ung--
mennafélagið í Borgarfirðin-
um, stofnað á sumardaginn
fyrsta 1908. Þá var ég/ við sjó
en gekk í það strax og ég kom
heim um vorið. Já, við vorum
margir elskir að ungmennafé-
lagsskaþnum ungir menn þá.
— Og takmark ykkar?
— Það var eiginlega nýtt ís-
land; reisa allt úr rústum með
félagsstarfsemi, að hinir mörgu
smáu gætu orðið stórir með
því að vera sameinaðir og
vinna með sameiginlegum átök-
um að framförum og velferð.
Við vorum mjög þjóðrækn-
ir líka. Fáninn glæddi þjóð-
erniskennd okkar, Hvítbláinn
var okkar ' fáni. íhald þess
tíma, Danasleikjurnar, hötuðu
fánann. Níutíu og fimm af
hundraði kaupmannalýðsins
voru móti fánanum; Danne-
brog var þeirra fáni. Þeim
fannst það landráð að nota
hvítbláinn, þetta væri danskt
land, sögðu Danasleikjurnar.
Ég . var eirui af fyretu ungu
mönnunum et • voru algerir
skilnaðarmenn.
Þá sungum við oft brag Jóns
Ólafssonar;
f
En þeir fólar sem frelsi vort
svikja
og flýja í lið með niðingafans,
sem af útlendum upphefð sér
■ snikja
eru svívirða og pcst föðurlands.
Bölvi þeim ættjörð á deyjanda
degi,
daprasta formæling ýli þeim
strá,
en brimrót, fossar, fjöllin há
vciti frið stundarlangan þeim
eigi,
því frjáls að íslands þjóð
hún þekkir heims um slóð
ei djöfullegra dáðlaust þing
en danskan íslending!
Það var heitt í kosningunum
1908. Ég hef ekki verið í heit-
ari kosningum á íslandi, —
og hafa þær þó oft verið heit-
ar. Hannes Hafstein, sá ágæti
maður, lét sig henda það að
slá af. Skúli gamli kom ein-
samall heim, af sjö manna
nefndinni sem átti að semja
við Dani, án þess að hafa slak-
að til frá málstað íslendinga.
Hann var eini þingmaðurinn
sem varð sjálfkjörinn, þeir
gáfust upp á að stilla á móti
honum.
— Segðu mér fleira. af fyrstu
árum ungmennafélaganna.
— Þegar ungmennafélögin
voru stofnuð voru öll félags-
samtök í sveitum óþekkt. Við
fundum því svo vel að ung-
mennafélögin voru okkar fé-
lagsskapur. Og verkefnin voru
hvarvetna. Við byrjuðum á
því að byggja sundlaugar. Þeg-
ar við byrjuðum voru aðeins
örfáir menn syndir í Borgar-
firði, en á nokkrum árum kom-
um við borgfirzku æskunni á
flot.'
Ungmennafélag Revkdæla
stofnaði einnig bókasafn. Það
hafði aldrei verið bókasafn
þar áður. Við höfðum fundina
okkar til að lána út bækur og
skila bókum. Framfaralöngun-
in kviknaði við bókalesturinn.
Við fundum þá svo vel hvað
við vorum á eftir öðrum þjóð-
um. Það voru skáldin sem
kveiktu eldinn; Þorsteinn Er-
lingsson og Stephan G. Steph-
ansson voru eftirlætisskáldin
okkar þar sem ég ólst upp, og
Einar Benediktsson með fána-
sönginn.
Við byrjuðum einnig á skóg-
rækt af miklum áhuga, en
minni þekkingu, en enn munu
þó vaxa í Borgarfirði tré sem
við gróðursettum 1910.
Við í Reykholtsdalnum mun-
um einnig hafa byggt fyrsta
ungmennafélagshúsið; Það er
nú kallað Logaland. Já, við
byggðum það í sjálfboðavinnu
á aðfaranóttum sunnudaganna
og fram á sunnudagskvöld. það
var svo lítill frítími þá því
það var almennt unnið 12
stundir á bæjunum.
Ungmennafélögin vorú ópóli-
tísk, og þó voru þau einmitt
hápólitísk í sjálfstæðismálinu.
En framan af öðrum tug' aldar-
innar kom lægð í sjálfstæðis-
baráttuna, og birtist það í svo-
kölluðum ,,grút“ og „bræðingi“,
en neistinn var vakandi undir
niðri og blossaði upp þegar
kom fram á áratuginn, og
heimsástandið í lok stríðsins
gerði okkur kleift að stíga úr-
slitaskrefið og ná fullveldinu
1918.
. — En hvað er af sjálfum þér
að segja á þessum árum?
— Ég fór á Hvanneyrarskól-
ann —• hafði víst verið 5 vik-
ur hjá farkennara fyrir ferm-
inguna. Árið 1913, að loknu
námi á Ilvanneyri, fór; ég til
Noregs og var á landbúnaðar-
skólanum á Stend og verka-
maður á Jaðri. Frá Noregi fór
ég til Ameríku og alla leið
vestur í Klettafjöll. Þar var ég
hjarðmaðúr fyrstu 2 arin —
án þess að koma undir hús-
,þak. Var stundum í 40 stiga
hita í skugganum á sumrin og
40 stiga frosti á móti sól á
vetrum. Fvrstu 2 árin gætti ég
sauðfjár í fjöllunum og bjó
í tjaldi.
— Hvernig vinna var sú
hjarðmennska?
— Ég vann 365 daga á árf
í 2 ár, — ég var að reyna að
verða sjálfstæður maður. Ell-
efu mánaða kaup lagði ég inn
í sparisjóð í árslok. Vegna
villidýra í fjöllunum varð mað-
ur alltaf að fylgja hjörðinni.
Það voru fjallaljón (puma) og
skógarbirnir. Það var líka
mikið um hreysikött, gulgrátti
kvikindi af kattarættinni, hann'
drap aðeins til að drepa. Það
gerði fjallaljónið líka. Það
drap einu sinni 90 kindur á
einni nóttu í hjörð eins ná-
granna mins. Skógarbjörninn
drap hins vegar aðeins til að
éta. Þetta var rétt suður undir
Yellowstone Park, en þar erU
öll dýr friðuð og villidýrin'
komu mest þaðan.
— En svo varstu líka á'slétt-
unni?
— Já, ég gerðist kúasmalf
(cowboy) á sléttunni. Þar voru'
úlfarnir, það voru ógeðsleg
dýr og gráðug, Þar var líka
mikið af slöngum, skröltorm-
um (rattlesnakes).
— Urðuð þið þá ekki að'
vera vopnaðir?
— Jú, maður skildi 'byssuná
aldrei við sig, svaf með skamm-
byssu undir koddanum ö'g riífil
við hliðina. Mér var alltaf illa
við villidýrin, en verst þó við
þau tvífættu.
— Þau tvífættu?
— Já, það voru oft bófar semj
sátu um að ræna hjörðunum.
— Hvort var . skemmtilegra
að vera sauðahirðir eða kúa-
smali?
— Við kýrnar var maðui!
alltaf ríðandi á góðum hest-
um, og það þótti meira sport.
En ég kunni alltaf betur við
sauðféð, þótt maður væri þá
. Framhaíd á Q. 'síCúl