Nýi tíminn - 24.03.1960, Side 3

Nýi tíminn - 24.03.1960, Side 3
Eg get að verulegu leyti -látið nægja að vísa til þess, sem ég sagði hér í háttvirtri deild um meginatriði þessa máls við fyrstu umræðu þess. Um sum þessara meginatriða einkanlega þau sem um var þá deilt, liggja nú fyrir nán- ari upplýsingar frá þeim að- ilum, sem háttvirtir stjórnar- liðar a.m.k, hafa tæplega að- stöðu til að rengja. I þessu sambandi .leyfi ég mér að miniTa á að hæstvirtur fjár- málaráðherra fullyrti og margendurtók: 1. Að um engar nýjar álögur væri að ræða — þar sem jafnháir skattar væru lagð- • ir á og af væri létt. 2. Að ágizkanir okkar stjórn- arandstæðinga um skatt- þungann væru rángar 3. Að almenni söluskatturinn yrði aðeins lagður á einu sinni, á síðasta stig fram- leiðslu og sölu. Nú eftir að frumvarnið hefu'r verið athugað í fjár- hagsnefnd, svör hafa venð fengin við mikilvægum atrið- um hjá sjálfum sérfræðingum ríkisstjórnarinnar og nokkurt tóm hefur gefizt til frekari athugunar á frumvarpsbákn- inu liggur svo ljóst fyrir sem verða má að allt, sem ég og aðrir stjórnarandstæðingar sögðu um málið við 1. um- ræðu var rétt í einu og öllu. bæði hvað við 'kemur þeim atriðum, sem ég nú nefndi og öðrum. Sam'íals 507.6 milljónir Til þess að geta stutt full- yrðingu sína, um að engar uýjar álögur væru á lagðar, likum, varð hæstvirtur fjár- málaráðherra að grípa til þess í fyrsta lagi að vefengja það að söluskatturinn yrði 509 millj. kr. á ári eins og ég full- yrti-og í öðru lagi að hækka þær upphæðir sem til frádrátt- ar koma langt upp fyrir raun- veruleikann. A viðræðufundi fjárhags- nefndar með hagstofust.ióra spurði ég um skatthæðina ^ miðað við ár og svar hans var þetta: Söluskattur í tolli óbreytt- ur frá því sem nú er, er áæti- aður 154 millj. kr. Hækkun hans nemur 180,6 millj. og alménni söluskatturinn er á- ætlaður 173 millj. kr. Samtals verða þetta 507,6 millj. kr. eða nær því nákvæmlega sú upphæð,- sem ég nefndi hé'r sem lágmark, Nú kann því að verða haldið fram að villandi sé að miða skattþungann við heilt ár þar sem hækkunin á söluskatti í tolli eigi aðeins aö innheimtast í 9 mánuði. Eg hygg þó að hæstvirtur fjár- máláráðherra muni hika við að lýsa því hér yfir, svo ekki verði um villzt, að þessi hækk- un verði afnumin í árslokin án þess að nokkur annar skattur verði á lagður í stað- inn, énda er ekki í greinar- gerð frumvarpsins svo mikið sem gefið undir fótinn með slíkt, heldur aðeins sagt að Fimmtudagur 24. marz 1960 — NÝI TÍMINN — (3 f I endurskoðun laganna verði framkvæmd. Varanlegar álögur Og svo mikið er víst að embættismenn ríkisstjórnar- innar brosa að þeirri hug- mynd að hér sé um einhvern bráðabirgðaskatt að ræða en fara hinsvegar ekki dult með þá skoðun að söluskatturinn muni fara síhækkandi næstu árin og er það raunar svo augljóst sem verða má að það er hið eina rökrétta frám- hald þeirrar stefnu í skatta- málum. sem nú hefur verið upp tekin. Hér er því vafalaust um varanlegan skatt að ræða að óbreyttri stefnu og því óhugs- andi að ræða málið á öðrum grundvelli, þegar af þeirri ástæðu. Á hitt ber einnig að líta að þeir liðir sem til greina koma að metnir verði til frá- dráttar eru allir miðaðir við eitt ár og því algerlega vill- andi að reikna dæmið í öðru Ræða Björns Jónssonar við aðra umræðu frum- varnsins um söluskatt í efri deild Albingis mánudaginn 14. m<^rz. tilfellinu útfrá 9 mánaða skattheimtu en í hinu tilfell- inu útfrá heils árs innheimtu eins og hæstvirtur fjármála- ráðherra hefur leyft sér að gera. Hækkunin er 356.2 milljónir Á sl. ári var söluskattur til ríkissjóðs áætlaður 151,4 millj. kr. Óumdeilanleg hækk- un nemur því 356,2 millj. kr. Frá þessari upphæð vilja stjórnarliðar einnig draga 70 millj. kr. söluskatt, sem rann til útflutningssjóðs. Slíkt er auðvitað villandi þar sem gengisfellingin gerir miklu meira en svara til allra skatta og tolla sem til hans runnu, en jafnvel þótt þetta væri gert stæði eftir hæ'kkun uppá 286,2 millj. kr. Enn vilja þeir draga frá þær 56 millj. kr. sem bæjar- félögunum eru ætlaðar. Þetta fær heldur ekki staðizt þar sem útgjöld bæjarfélaganna aukast alveg vafalaust um hærri upphæð en þeirri nemur sem bein afleiðing gengisfeil- ingarinnar. Miðað við óbreytta þjónustu og framkvæmdir bæjarfélaganna er óhugsandi að unnt verði að lækka útsvör frá því sem áður hefur verið og er hér því ekki að neinu leyti um að ræða að verið sé að draga úr útsvarsálögum heldur þvert á móti. Eftir stendur þá það eitt að fella á niður 60-70 eða jafn- vel 75 mili. kr. af tekjuskatti á móti 356 millj. kr. aukinni skattheimtu til rí'kissjóðs eða á móti 286,2 millj. kr. hækk- un söluskattsins ef tillit er tekið til niðurfellingar innan- landssöluskattsins, sem þó er rangt að gera eins og ég hefi áður sýnt fram á. Það þarf því alveg furðulega ó- skammfeilni til að bera þá fullyrðingu blákalda fram fyr- ir Alþingi og þjóðina að hér sé einungis um tilflutning gjaldheimtu að ræða — en engar nýjar álögur Verðliækkun innfluttra vara 14% Þvert á móti er hverju barni auðskilið að hér er um að ræða nýja flóðöldu verð- hækkana og dýrtíðar, sem hlýtur að þrengja mjög kosti launamanna umfram það sem þegar er orðið með gengis- fellingunni, vaxtahækkuninni og margvíslegum hæk'kunum ýmissa gjalda og skatta, sem núverandi ríkisstjórn hefur staðið fyrir. Þannig verður verðhækkun af völdum hinnar nýju skatt- heimtu um eða yfir 14% miðað við tollverð allra skattskyldra erlendra vara, en það eru yfir- gnæfandi flestar innflutnings- vörur og þ.á.m. allar neyzlu- og nauðþurftarvörur almenn- ings og allur söluskatturinn eins og hann verður miðað við þetta frumvarp nemúr yfir 20% af tollverðj innflutts varnings. Það varpar nokkru ljósi á það hve hér er um gífurlega skattheimtu að ræða að sölu- skatturinn einn kemur til með að verða 48 millj. kr. hærri en 'f allir tollar og skattar ríkis- sjóðs árið 1956 og um 2/3 af öllum áætluðum tollum og sköttum samkvæmt fjárlaga- frumvarpi fyrrverandi fjár- málaráðherra, Guðmundar I. Guðmundssonar, sem lagt var fram hér á háttvirtu Alþingi 20. nóv sl. en skatthæðin öll 507,6 millj. kr. svarar til 14 þús. kr. árlegra álaga á hverja 5 manna fjölskyldu á móti 6 þús. kr. á sl. ári. Býður svikum heim Við þetta er þó því að bæta að allar þessar tölur eru byggðar á þeim áætlunum, sem starfsmenn hæstvirtrar ríkisstjórnar hafa gert um þeð hve miklu mætti ná í ríkissióð með þessum hætti og mun óhætt að fullyrða að þær áætlanir eru gerðar a? mik- illi várúð. Hinu hefi ég s^enpt, sem þó er 'með vissu vitað og rannar viðurkennt af skatt- heimtumönnum, að samfara 1 slme’ma söluskatti eru gifiirliggÍT möguieikcr til und-l andráttar og svika. Má þvi fullvrða að sú upphæð, sem almenningur kemur til með að verða að lát.a af hendi verður ótöldum milljónatugum hærr;. en sú sem til skila kemrst í ríkiss.ióð. Alkunn er revnslan, af þeim söluskatti, sem verið befur í gildi að und- anförnu að þes.su leyti, en auglióst er að sízt mun. verða breyting á til bóta með þessu frumvarpi enda þótt til komi gífurleg aukning eftir- lits og hverskyns skriffinnsku í sambandi við álagningu og innheimtu. 3% kjaraskerðing ofan á allt annað í greinargerð ríkisstjórnar- innar með frumvarpinu um efnahagsmál var fullyrt eins og flesta mun reka minni til að heildarkjaraskerðing vegna efnahagsaðgerðanna yrði sem næst 3% og 1% af öðrum ástæðum. Verðhæk'kanir yrðu sem svaraði 13 vísitölustigum vegna aðgerðanna en 1% af öðrum ástæðum — en gagn- ráðstafanir svöruðu til 10 vísitölustiga. í annan stað koma svo full- yrðingar hæstvirts fjármála- ráðherra um að með þessu frumvarpi sé ekki um neina kjaraskerðingu að ræða. I sambandi við þetta lagði ég þá spurningu fyrir hág- stofustjóra hvort kjaraskerð- ing af völdum söluskattsins hefði verið tekin með í reikn- ingin þegar fullyrt var að kjaraskerðing vegna efna- hagsaðgerðanna yrði aðeins 3%. Hann kvað svo ekki vera og skýrði jafnframt frá því að hann teldi beina kjara- skerðingu (nettó-kjaraskerð- ingu) vegna hækkunar sölu- skattsins 3%, til viðbótar þeirri sem áður væri komin eða jafnmikla og áður hafði verið fullyrt að öll kjara- skerðingin vegna efnahags- aðgerða ríkisstjórnar næmi Er nú hugsanlegt að hæst- virtum fjármálaráðherra hafi verið ókunnugt um þetta mat hagstofustjóra eða hefur hann vísvitandi haft frammi hér á háttvirtu Alþingi fulyrðingar sem jafngilda hreinum fölsun- um? Eg fæ ekki séð að hann eigi hér um að velja nema tvo kosti: annaðhvort að ómerkja orð hagstofustjóra eðá biðja afsökunar á ■' fyrri fullyrð- íngura smum. Hér er með öllu útilokað að skjóta sér á bak við það að tekjuskáttslækkunin komi ekki fram í læ'kkaðri vísitölu. þar sem allir mega sjá að skattlækkun, hvort heldur er uppá 60 eða 70 millj. kr., eða jafnvel 100 millj. getur aldrei vegið á móti hækkunum- uppá hartnær 300 millj. kr. a.m.k. eins og ég hef áður sýnt fram á. Margheimtur af sömu vöru Upplýst er að reiknað er með að hinn almenni sölu- skattur á vörum og þjónustu verði innheimtur af sölu og þjónustu að verðmæti 5767 millj. kr. Þessi upphæð, sem nemur því sem næst andviroi allrar þjóðarframleiðslunnax’ gefur strax vísbendingu urn að skatturinn muni ekki ávállt innheimtur aðeins einu sinni eins og látið er í veðri vaka heldur í ýmsum tilfellum oit- ar, ekki sízt þegar þess er gætt að sala og þjónusta uppá 2400 millj. kr. eru skattfrjáls- ar að sögn sérfræðinga ríkis- stjórnarinnar. Við athugua frumvarpsins verður þó ena Ijósara að skatturinn er í Framhald ó 10. siðu lllllllllllllllliHIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIit | Að gefa fuglumj E Bæjarbúar láta sér annt = E um fuglana á Tjörninni og jjj E það er ekki síður yngri = E kynslóðin, sem tekur þátt = E í að ala fuglana. Þessi s E ungi maður iiafði sýnilega = E mikla ánægju af að sjá = E fuglana slást uin brauðbit- E E ana. (Ljósm. Þjóðv.) 5

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.