Nýi tíminn - 24.03.1960, Qupperneq 6

Nýi tíminn - 24.03.1960, Qupperneq 6
<>) — NÝI TÍMINN -- Fimmtudagur 24n marz 1960 NYI TIMINN CTtgpfs»i)ál: Sósíalhtaflokkui'nn. * Ritstjóri og á bgðannaður • A,sinur.diir Sigurðsson. Áskriftargjald kr. 50 á ári. ar er „varnar Stjórnarstefna til ófarnaðar Ijegar Gunnar Thoroddsen f jármálaráðherra lýsti því yfir í þingræðu fyrir nokkrum dög- um að það væri stefna ríkisstjórnar Sjálfstæð- isflokksins og Alþýðuflokksins að koma íslandi á næstunni inn í fríverzlunarsamtök Vestur- Evrópu, fékkst staðfesting á því sem þingmenn Alþýðubandalagsins hafa hvað eftir annað bent á að væri einn megintilgangur hinna nýju efna- hagsráðstafana. Áhugi erlendra stjórnmálamanna fyrir leiðum íslands í efnahagsmálum og þau beinu áhrif sem erlendar auðvaldsstofnanir og Atlanzhafsbandalagið hafa haft á stefnu núver- andi ríkisstjórnar beinist að því fyrst og fremst að eyðileggja hin miklu austurviðskipti sem Is- lendingar hafa haft undanfarin ár, gera með því Ísland ósjálfstætt efnahagslega og innlima það í kreppukerfi auðvaldsins í Vestur-Evrópu og Ameríku. Mpnn eins og Birgir Kjaran og Gunnir Thoroddsen fara ekki dult með þessar fyrirætl- anir, sem hlytu að þýða stórfelld markaðsvand- ræði, samdrátt framleiðslu og atvinnuleysi á ís- landi. Hins vegar er Gylfi Þ. Gíslason látinn < n.h gefa um það yfirlýsingar á Alþingi að ríkis- stjórnin sé öll af vilja gerð að viðhalda austur- viðskiptunum. Geta menn gert það upp við sig hver og einn hvor aðilinn muni fara nær því að túlka stefnu ríkisstjórnarinnar í þessu mikilvæga máli. í þessum umræðum á Alþingi bentu þeir Einar * Olgeirsson og Lúðvík Jósepsson á hve alvar- legar afleiðingar framkvæmd þessarar stefnu rík- isstjórnarinnar hlyti að verða fyrir atvinnlíf ís- lendinga og lífskjör allrar alþýðu á Islandi. Lúðvík spurði ráðherrann hvort hann hefði gert sér grein fyrir því, hvernig íslendingar ættu að selja afurðir sínar, þegar ríkisstjórnin væri búin áð innlima landið í þessi fríverzlunarbandalög Vestur-Evrópu. íslendingar hefðu reynt allt hvað þeir hefðu getað að selja útflutningsvörur sínar á svæðum þessara fríverzlunarbandalaga, meira að segja hefðu verið hafðar strangar hömlur á í því skyni að knýja íslenzkg framleiðendur til að selja á þessum svæðum allmikið af fram- leiðslu sinni fyrir miklum mun lægra verð en þeir gátu fengið fyrir það annars staðar. „Er það kannski pieining ráðherrans að við eigum að taka á okkur þann bagga,^ sel^J,gll§rr hraðfrysta fiskinn', sem 'við nú seljum utan þessara svæða, til fríverzhmarlandanna, fyrir miklu lægra verð en við höfum hingað til talið • okkur kleift?“ spurði Lúðvík. „Ríkisstj'órnin hef- ur gengið langt í þessu síðustu mánuðina með því að knýja íslenzk fyrirtæki til að selja afurð- ir inn á þessi fríverzlunarsvæði við svo lágu verði að fyrirsjáanlegt er að bau geta ekki með því móti borið reksturskostnað sinn og haldið eðlilegum rekstri áfram.“ Varaði Lúðvík ríkis- stjórnina við að rígbinda- ísland við fríverzlunar- svæðin, og stefna þjóðinni í það öngþveiti að eiga ekki í önnur hús að venda með afurðir sínar.. 'C’átt varð um svör, og mun samráðherrunum 1 hafa þótt Gunnar óþarflega lausmáll um þetta stefnumál ríkisstjórnarinnar. Mikill meiri- hluti þjóðarinnar skilur að með því að eyðileggja austurviðskiptin og innlima ísland í kreppukerfi Vestur-Evrópu er verið að stefna markaðsmálum, atvinnumálum og efnahagslegu sjálfstæði ís- lenzku þjóðarinnar í stórhættu. Gegn þeim fyrir- ætlunum ríkisstjórnarinnar verður þjóðin að rísa áður en það er um seinan. — s. Islendingur sem staríar á Keflavíkurflugvelii hefur sent þættinum „Djúpir eru íslands álarv‘ eftir- íarandi grein. Þar er hlutverki og háttum Banda- ríkjahers á íslandi lýst af miklum kunnugleik. Bent er á hin breyttu viðhorf bandarísku herstjórnarinn- ar sem koma fram í umskiptunum á Keflavíkur- ílugvelli, brottför landhersins og fyrirhugaðri komu. sjóliða í staðinn. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa leyft setu Bandaríkjaílug- hers á Keflavíkurflugvelli og víðar um landið hafa jafnan fullyrt við landsmenn, að brýn nauðsyn bseri til þess að hafa þetta svokallaða „varnarlið“ í landinu til þess að vernda eignir og líf fslendinga ef til styrjaldar kæmi milli austurs og vesturs. Hefur í því sam- bandi verið gert mikið úr ófrið- arhættunni í heiminum á hverj- um tima t.d. Kóreustyrjöldinni og uppreisninni í Ungverja- landi. Þessa hlið málsins er rétt að leiða hjá sér nú, þvi hún hefur verið margrædd. Hitt er svo aftur rétt að at- huga, hver er og hefur verið varnarmáttur hins svokallaða „varnarliðs" Bandaríkjamanna þau ár sem setulið þeirra hefur verið hér á landi og hvaða hlutverki þetta setulið gegnir í dag. Islendingar vita ekkert Áður en farið er útí þessa sálma er rétt að benda á að íslendingar hafa enga séríróða menn og ekki hafa heldur ís- lenzk stjórnarvöld notazt við er- lenda sérfræðinga til þess að fylgjast með því hvaða vörn- um setuliðið hefur komið upp hér á landi, né heldur því hvernig setuliðið hefur hugsað sér að verja land og fólk fyrir árásum ef til styrjaldar kæmi. Um þetta hefur setuliðið ver- ið algerlega einrátt og íslenzk stjórnarvöld í algerri barnatrú tekið það sem góða og gilda vöru hvað þessum „sérfræðing- um“ hefur dottið i hug að að- hafast eða réttara sagt að van- rækja á hverjum tíma. Allt hefur þetta verið gersamlega eftirlitslaust af íslenzkum stjórnarvöldum, sem þó hafa alltaf talið að hér væri um fjöregg þjóðarinnar að tefla. Rétt er að byrja á því að at- huga í grófum dráttum hvernig setuliðið er skipað og hvaða hlutverki þvi er ætlað að gegna. Hér eru nú og hafa verið stað- settar fjórar deildir Banda- ríkjahers eða floti, flugher, landher og verkfræðingadeild hersins. Með æðstu stjórn fara aðalstöðvar setuliðsins (Ice- land Defense Force) sem heyra undir Cinclant í Norfolk, Virgi- níu. Stjórn orustuflugvéla, radarstöðva, rekstur flugvallar- ins, viðhald tækja og mann- virkja og stjórn björgunarflug- véla (Air Sea Rescue) er í hönd- um flughersins (Iceland Air De- fence Force) sem lýtur stjórn yfirmanns setuliðsins og flutn- ingadeildar flughersins í Banda- ríkjunum (Military Air Trans- port Command). Flotinn stjórn- ar sinni flugsveit og landherinn á að hafa með höndum land- varnir Keflavíkurflugvallar og gæzlu olíubirgða setuliðsins í Hvalfirði. Milli þessara aðalstöðva setu- liðsins hafa alltaf verið slík- ar erjur og afbrýðisemi að hægri hendin hefur aldrei vit- að hvað sú vinstri gerði, enda ringulreiðin eftir þvi. Þetta sanna til dæmis s'felldar erjur og mistök setuliðsins í við- skiptum þess við íslendinga og íslenzk stjórnarvöld Þri&ja flokks menn Ekki er heldur að furða, þó að sífelldir árekstrar eigi sér stað, þegar þess er gætt hvers- konar manntegund það er, sem skipar setuliðið. Yfirleití eru þetta þriðja flokks menn. menn sem á friðartímum hafa ekki reynzt samkeppnisfærir við aðra í lífsbaráttunni og hafa því flúið á náðir herþjónust- unnar, sem veitir þeinv það Hfsöryggi sem þeir ella hefðu ekki getað skapað sér. Auk: þess eru svo nýliðar sem eru að gegna herskyldu og eru flestir óþroskaðir til þess að vera sendir. til starfa út í' heim. Allir þessir menn eru send- ir hingað til eins eða tveggja ára dvalar. Þeir eru vaidir til starfans á íslandi holt og bolt án þess' að minnsta tillit sé tekið til getu þeirra til þess að starfa á íslandi. Það heíur ekki ósjaldan kdmið fyrir þeg- ar snjó hefur sett niður á Keflavíkurflugvelli, að setu- liðið hefur lokað allri starf- semi og í útvarpi sinu skipað mönnum að halda^ sig innan dyra og fara alls ekki frá. húsum nema margir saman. Á sama tíma hafa börn á Suður- nesjum labbað í skólann eins' og venjulega. Ekki er hægt að búast við því að þessir menn væru neitt til stórræða ef á reyndi. Setuliðsmenn líta á dvöl sína hér sem útlegð sem nálgist fangelsisvist enda eru öll vinnu- brögð þeirra og íramkoma í samræmi við það. Ef gengið er um skrifstofur setuliðsins sit- ur þar aragrúi manna með fætur uppi á skriíborðum og drepur tímann með kaffisötri og við að segja klámsögur og eru kaffilögunartækin mest á- berandi skrifstofuáhalda. Alltaf hefur það verið svo að ráðamenn setuliðsins hafa lagt meiri áherzlu á það að nægar birgðir væru af Coc-acola, Kleenex og tyggigúmmi heldur en tækjum og varahlutum, Svona marséraði bandaríski landherinn á hersýningu á Keflavíkurflugvelli í sumar. Nú er liéi var, farið en í staðinn koma sjóliðar, þar á meðal skiptiáhafnir á kjarnorkukalbáta, hers^jórnin setur nú mest trausít á.

x

Nýi tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.