Nýi tíminn - 24.03.1960, Blaðsíða 10

Nýi tíminn - 24.03.1960, Blaðsíða 10
i). — ÓSKASTUNDIN ÓSKASTUNDIN — [(3 KROSSSAUMSMYNSTUR Ingibjörg Norðdal 11 ára gömul, skrifar okk- ur mjög gott bréf. Hún sendir íáein krosssaums- mynstur, sem hún hefur teiknað sjálf. Mynztrin eru reglulega skemmti- leg og slæmt að við skulum ekki getað lit- prentað þau. Þessi mynd af kóngi er ein af mynd- unum í'rá henni, seinna birtum við eflaust hinar, þegar rúm er í blaðinu. Okkur þætti gaman að frá Ritu 13 ára 100. bréfið var . : 11 Oíi; i jj ,■ j Eskifirði 8. marz. Kæra Óskastund! Ég ætla að senda þér fáein'ar skrítlur í sam- keppnina. Ég sendi þér iíka í skriftarsamkeppn- ina og fáeinar myndir. Mér finnst gaman að framhaldssögunum og mér datt í hug hvort ekki væri hægt að taka kafla úr íslenzkum skáldsögum t. d. Fjalikirkjunni. Svo ætla ég að senda þér fyrripart. ef þú viit láta botna hann. Hann er svona: Öskastundin ýniislegt ágætlega birtir, Ég nota dulnefnið Rita. Hvernig finnst þér það? Blessuð. P.s. — Ég safna tíeyring- um og á 363 stykki með 10 ártölum. Svo safna ég líka myndunum „Láki og lífið“ úr Þjóðviljanum og lími þær inn í stílabók. Rita. Þetta var bréfið frá henni Ritu. Hún var svo heppin að skrifa hundr- aðasta bréíið. Við erum íá mynzturteikningar frá ,búin að velja handa henni fleirum. I íalleg bréfsefni með --------------------*--<$> Framhald á 4. síðu Mamma við pabba; Þú átt að fara með hann Jóa litla í dýragarðinn í dag. Pabbi: Ertu frá þér, ég fer ekki fet, ef þeir vilja fá hann geta þeir sótt hann sjálfir. SKRÍTLA 14 bréf í skriftarsamkeppnína ’Guðríður Ágústsdóttir, '14 ára, KÍeppjárnsstöð- urriv. Tunguhreppi. Gígja Garðarsdóttir, 15 ára, Hríshuli, Reykhólahreppi. Elín Þorsteinsdóttir Snæ- dal, 13 ára, Skjöldólfs- stöðum, Jökuldal. Guð- mundur Tegeder, 10 ára, Brekkustíg 35, Vest- mannaeyjum. Sigurborg Hiimarsdóttir, 13 ára, Eskifirði. Gunnar Þór Guðmundsson, 12 ára. Hlíðarbergi, Mýrum, A- Sk. Theódóra Ingvarsdótt- ir, 12 ára, Arnarholti, Biskupstungum. Hólm- fríður Ófeigsdóttir. 9 ára. Reykjaborg, Skagafirði. Páll Guðmundsson, 9 ára. Hlíðarbergi, Mýrum. Sig- ríður Karlsdóttir, 13 ára. Hvallátrum, Patreksfirði. Halldóra Helgadóttir, 9 ára, Hvallátrum, Patreks- firði. Bergur Jón Þórðar- son, 8 ára, Skagaströnd. Björk Sigurjónsdóttir. 10 ára, Hvammi, Vopna- SKRÍTLUR Raggi; Þetta er skrítinn hundur. sem þú ert með. Maggi: Það er lög- regluhundur. Raggi: Mér sýnist hann tæplega geta verið það. Maggi: Jú, hann er í leynilögreglunni. —000— Kona: Er móðir þin heima, drengur minn? Strákurinn; Heldurðu að ég væri að sópa stétt- ina, ef hún væri ekki heima? FANGINN Tunguhreppi. ára, Kleppjárnsstöðum, firði. Víðir Ágústsson, 12 Maður sat í fangelsi. Hann fékk heimsókn, og þegar gesturinn var far- inn frá honum, spurði fangavörðurinn: „Hvaða maður var þetta, sem var að heimsækja þig?“ Fanginn svaraði með þessari gátu: „Bræður eða systur á ég ekki, en fáðir mannsins er sonur íöður míns“. Hvernig var gesturinn skyldur fanganum? Svar í næsta blaði. SKRÍTLA Jói: Hvernig fékkst þú þessa hræðilegu kúlu á höfuðið? Maggi: Ég meiddi mig á tómötum. Jói: Á tómötum? Maggi: Já, þeir voru í dós. Dömulegar ömmur Við báðum ykkur að teikna mynd af ömmu gömlu í stað þess að teikna ailtaí ungar tízku- dömur. Eins og áður þurftum við ekki að bíða lengi eítir svari frá ykk- ur. Tvær stúlkur, sem ekki vilja láta nafns sins getið, sendu okkur strax ömmumyndir. Teiknar- arnir kalla sig S K. og K.S. 10) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 24. marz 1960 Söluskatturinn veldur floðöldu Framhald af 9. síðu. mörgum tilfellum tvíheimtur af sömu vörunni, Þannig leiða ákvæði 3. málsgreinar 3. gr. frumvarpsins og fleiri frum- varpsákvæði af sér að veru- legur hluti af andvirði allra innlendra iðnaðarvara, þ.á.m. allra unninna landbúnaðar- vara og flestrar eða allrar þjónustu sem fram’kvæmd er, er tvískattaður. Hverskonar framleiðslufyrirtækjum er með þessum ákvæðum gert að greiða söluskatt af keyptri raforku, öllum tegundum hrá- efna til hitunar, öllum orku- gjöfum véla, hverskonar við- gerðum á framleiðslutækjum, öðrum en skipum, einnig af kaupum framleiðslutækjanna flestra, niðursetningu véla og ýmsum þáttum mannvirkja- gerða sem reksturinn til- heyra. Ennfremur af öllpm umbúðum um framleipsluvör- urnar og hjálparefnum hvers- konar. Þessir þættir framleiðslu- kostnaðarins mynda mjög verulegan hluta hins endanlega verðs til neytenda og skatt- lagning á þá kemur að fullu fram í því verði sem neyt- endur verða að greiða. Hér er því um svo augljósa tví- sköttun að ræða að ekki þarf um að deila. Það er því ein blekkingin ofan á aðra að hér sé um eitthvert algert eins- stigs álag að ræða að því er almenna skattinn snertir. Raunveruleg verðlagshækkun af hans völdum eins er því miklu meiri en 3%. Innlend matvara skat»t- lögð í fyrsta skipti I öllu því skattaflóði sem dunið hefur yfir á liðnum tí.mum hefur innlendri mat- vælaframleiðslu með öllu ver- ið hlift við beinni skattlagn- ingu. Jafnvel hinum hug- kvæmnustu valdamönnum í þéim efnum hefur aldrei dott- ið í hug að menn mundu una því að skattlögð væri neyzla nauðsynlegustu matvæla, sem þjóðin sjálf framleiðir svo sem kjöts, fisks,;.grænmetis og mjólkúrvara. Allir hafa talið jafn sjálfsagt að þessi undir- stöðufæða sem þjóðin sjálf aflar, að sumu leyti við erfið skilyrði, væri friðhelg fyrir oki skatta og tolla. Nú fær bóndinn og skyldulið hans einn að neyta kjöts og mjólk- urvara og grænmetis án þess að greiða af þe’:m vörum skatta til ríkissjóðs, en þetta leyfist honum aðeins af náð undantekningarákvæðis í Iög- um. Alljr aðrir verða að gjalda skatt af slíkri neyzlu annarri en mjólkurdrykkju í heimahúsum og ekki aðeins einu sinni heldur tvívegis að því er varðar unnar búvörur. Þessi nýi siður er áreiðan- lega í. fullri andstöðu við all- ar hugmyndir manna um vit- lega skattheimtu' — en ég fæ he’dur ekki betur séð en hann brjóti einnig algerlega i bága við 'gildandi reglur um verðlagningu búvara. Því hvers virði er samkomulag bænda og neytenda um bú- vöruverð ef stjórnarvöld leyfa sér strax og þessir að- ilar standa upp frá samninga- borðinu að stórhækka verðið til neytenda með margfaidri skattlagningu. Ég hef leyft mér að flytja breytingartil,- lögu um að allar landbúnað- arvörur verði söluskatts- frjálsar og þannig horfið frá því eindæma glapræði að skattleggja neyzlu þeirra mat- væla sem almenningi eru nauðsynlegust og liindrað að samkomulag bænda og neyt- enda um verðlagningu þeirra sé brotið. Refsað fyrir bætt vinnubrögð Þá flyt ég einnig breyting- artillögu um að öll veiðarfæri sjávarútvegsins verði skatt- frjá'.s. Sýnist ærið að gert er ýmsir stærstu kostnaðarliðir útvegs'ns svo sem allar olí- ur, viðgerðir vélaverkstæða og fæði skipverja eru reyrðir undir skattaokrið. Einnig flyt ég breytingar- tillögur við 3. ■ grein og a-lið 6. greinar sem miða að þvi að draga úr tvísköttun á inn- lendar framleiðsluvörur og skatt’agn'ngu á útflutnings- vörur. Samkvæmt 1. lið 7. greinar er öll vinna við húsa- og mannvirkjagerð — sem ekki er unnin á byggingarstað skattskyld en hins vegar undanþegin sú vinna sem unnin er á sjálfum bygging- arstaðnum. Með þessum ákvæðum tel ég að verst þokkuðu ákvæði eldri söluskattslaga um þessi efni séu látin ganga hér aft- ur. Þróun í húsabyggingum og mannvirkjagerð stefnir æ meira í þá átt að vinna og framleiðsla fari fram á verk- stæðum og í verksmiðjum, þar á meðal framleiðsla á heilum húshlutum. Virðist með öllu óeðlilegt að refsa þeim sérstaklega með skatt- lagningu umfram aðra, sem leitast við að innleiða ný og bætt vinnubrögð. Auk þess virðist að érfið- leikar þeirra sem koma þurfa þaki yfir höfuð sér séu þegar alveg nægilega miklir þótt þeim sé hlíft við freklegri skattlagningu á mikinn hluta bygg'ngarkostnaðarins- Breyt- ingartillaga min við a-i;ð 7. greinar miðar að því að frýja alla vinnu við húsabyggingar þessari skattlagningu. Refsivald lag*i ráðherra í hendur Loks flyt ég breytingartil- lögu v'ð 25- grein ■ frum- varpsins. Samkvæmt þeirri gre'n er f jármálaráðherra ve'tt vald til þess að meta sakir í brotamálum varðandi þessa lögg.jöf og ákveða refs- ingar samkvæmt þvi mati sínu. Pólitískum ráðherra er því ferigið í hendur vald sem dcmstólunum einum ber að hafa. Þetta atriði ræddu bæði ég og fleiri svo við 1. umræðu má'sins að ekki er þörf um að, fjö'yrða nú. Jatyþvel þíest; virtur fjármálaráðherra varð þá að viðurkenna að hér kynni að vera óþarflega langt gengið. Verður því að óreyndu ekki trúað að hann og aðrir hæstvirtir stjórnar- liðar fallist ekki á að þessi óhæfa verðL máð á brott úr frumvarpinu. Um aðrar breytingartillög- ur- mínar þarf ekki mörg orð að hafa. Þar er að því leyti, sem ég hef ekki þegar rakið um svo augljósar leiðrétting- ar að ræða að skýringa er þar vart þörf. Þessar leiðrétting- ar eru að sjálfsögðu aðeins örlítið brot af þeim sem gera ' þyrfti og fer því víðs fjarri að samþykkt þeirra mundi nægja mér til stuðnings frumvarpinu í heild. Þjngst byrði á þá fátækustu Þótt nokkrir agnúar yrðu sorfnir af þessu frumvarpi standa aða'atriðin óhögguð, en þau eru: 1. að með þessari nýju skatt- heimtu er nýrri flóðöldu verðhækkana og dýrtiðar skel'.t yfir almenning í skjóli þeirra kúgunarlaga, sem stjórnarflokkarnir hafa þvingað fram urn lög- bann við greiðslu verðlags- bóta á laun. 2. að skattheimtan kemur jafnt á. brýnustu nauð- þurftir sem óþarfa eyðslu og verður því þeim þvngst í skauti, sem áður hö’fðii aðeins til hnífs og skeiðar. 3. að skatthe’mtukerfið fel-*: , , ur í sér miktar hættur á-ij Framhald á 11. siðu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.