Nýi tíminn - 11.01.1962, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 11.01.1962, Blaðsíða 4
: 1 1 Annálsritarinn hélt upp á jólin, meðal annars með því að gefa sjálfum sér frí frá út- varpshlustun að nokkru eða öllu leyti suma daga vikunn- ar. Af þeim sökum verður annáll þessarar viku nokkuð í brotum. Bezt einnar tegundar Þess skal þá fyrst getið, að á annan í jólum var flutt hin 36 ára gamla revía Haustrign- ingar með bráðskemmtilegum formála og skýringum frá öðrum höfundi hennar, Páli Skúlasyni. Var sannarlega ekki van- þörf á slíku, bæði til að þeir hinir yngri fengju nokkra nasasjón af atburðum þeirra tíma sem við sögu koma í leiknum og einnig til hins, að hressa upp á minni okkar, sem að vísu mundum þessa atburði flesta, svona eftir að við höfðum verið á þá minnt- ir, svo sem eins og stóru síldarmálin á Hjalteyri, danska Mogga. fjólurnar, þar á meðal Dúdúfuglinn, krukk- urnar (útlegging. Moggans á danska orðinu krykke), um íbúana í Borgarnesi, sem lifðu hver á öðrum, og kjöt af ís- lenzkum bændum, og ótal margt annað, sem menn lærðu af Mogganum í þá daga og hentu milli sín, sér til dægra- dvalar. 1 stuttu máli, flutningur þess leiks var hin bezta skemmtun, og mér er nær að halda að þessi revia sé ein- hver hin bezta sinnar tegund- ar, eins og þer segja í út- varpinu, sem flutt hefur verið hér á landi. úlvarpsannáll íslenzka timatalíS Á fimmtudagskvöldið voru tveir guðfræðiprófessorar á ferð í útvarpinu. Annar þeirra, prófessor Jóhann Hannesson, talaði um sögu jólatrésins, og ef maður mætti orða það svo, þó var það frekar leiðinlegur lestur. Hinn prófessorinn, Magnús Már Lárusson, ræddi um sum- araukann og hið forna íslenzka tímatal. Var erindi hans að vísu nokkuð þurrt, en mjög fróðlegt og samið af vísinda- legri nákvæmni. Að lokum komst þó höf- undur að þeirri dapurlegu niðurstöðu, að hið forna tíma- tal myndi senn gleymast öll- um almenningi og engir myndu kunna á því skil aðr- ir en þeir menn er reiknuðu út almanakið. Mér er þó nær að halda.'að þetta ágæta þjóðlega tímatal muni enn lifa um nokkurn aldur út um sveitir landsins, enda þótt það verði í náinni framtíð alger hebreska fyrir bæjarbúa, og mun þegar vera orðið. Það er enn svo lifandi mál í sambandi við kvikfén- að og heyöflun, að óhugsandi er að það týnist í náinni framtíð, nema einhver sérstök óhöpp verði því að aldurtila. Við tölum ennþá um að kýr beri svo eða svo margar vikur af vetri ,eða þetta margar vik- ur af sumri. Sauðburður, rún- ing, sláttarbyrjun og göngur miðast undantekningarlítið við sumarvikur. Það er dálítið merkilegt, hvernig sumarvik- ur og vetrarvikur eru taldar með ólíkum hætti. Frá sum- armálum og allt fram í 22. viku sumars er talað um svo eða svo margar vikur af sumri. Þá er söðlað um og taiið að vetrar komu, — mán- uður til vetrar, vika til vetrar o.s.frv. Vetrarvikur eru svo taldar áfram til miðs vetrar. En með þorrakomu er vana- lega farið að tala um að svo eða svo margar viku séu til sumars. Það er engu líkara, en að bak við þetta málfar liggi einhver árátta um að skjóta vetrarkomunni á frest, svo lengi sem auðið er, en á hinn bóginn fer svo þráin eftir sumarkomu að segja til sín strax á miðjum vetri. RáðiS hans Gunnlaugs Eftir síðari kvöldfréttir flutti Vigdís Víglundsdóttir mjög at- hygli-svert erindi um Blindra- skólann í Boston og þá starf- semi, er þar hefur fram far- ið. Væri fróðlegt að heyra framhald þeirrar sögu og þá einkum og sér í lagi, hvað við tæki hjá nemendum skólans, VIKAN 24. TIL 30. DESEMBER er þeir halda þaðan út í líf- ið. Á föstudagskvöldið komu þeir Björgvin og Tómas með þáttinn sinn Efst á baugi og voru óvenjulega visamlegir í garð Rússa, sem þýðir að spennan hefur fallið, enda sögðu þeir sjálfir að svo væri. Hið athyglisverðasta í þætti þessum var þó það, að skýrt var frá hvernig þeir úti í Ameríku fara að því að búa sig undir dauðann. Það kom fram, sem raunar var áður vitað, að kjai’norkustyrjöld getur brotizt út svona rétt af sjálfu sér og án þess að nokk- ur hafi um slíkt beðið, eða eftir óskað. Það þarf ekki annað en að rafeindaheilarn- ir, sem eiga að vaka yfir hegð- an hins ímyndaða óvinar, reikni eitthvað skakkt, enda kváðu þeir ekki vera óskeikul- ir; þá er f.jandinn laus og allt komið í ból og brand. — Hp- En þeir góðu menn þama úti vilja vera við slíkum ó- höppum 'búnir. Þess vegna hafa þeir á prjónunum ráða- gerðir um að byggja geysi- mikil neðanjarðarbyrgi. Þang- að á svo að safna ungum undaneldishæfum hjónum og þetta fólk á svo að æxlast og uppfylla jörðina á ný, þeg- ar ósköpin eru yfir gengin. En til þess að allt sé undir- búið og æft, þegar ógæfan dynur yfir, á að senda vænt- anlega undaneldisgripi í þessi neðanjarðarhibýíi. og þar eiga þau að láta fyrirberast um hveitibrauðsdagana, allt að sex mánuði, sennilega til þess að vera öllum hnútum kunn- ug þegar kallið kemur. Gunnlaugur gamli á Tanna- stöðum braut róðrarkallana sína og henti þeim í sjóinn, þegar þeir ætluðu að róa hann í kaf. Við skulurn vona og verðum að vona, að þeir sem mestu ráða um gang veraldarmála reynist ekki óvitrari en Gunn- laugur, og brjóti róðrarkalla sína áður en þeir róa veröld- ina í kaf. JélaguSsorS Guðsorð jólavikunnar var eins og venja er til geysimikið að vöxtum og hefur vonandi verið gott að sama skapi. Annars fór það að mestu leyti fram hjá mér. Á aðfangadagskvöld heyrði ég álengdar sætlegan sálma- söng og lystilegt orgelspil, og eitthvað heyrði ég í presti, sem var að flytja jólahug- vekju. En einhvern veginn fannst mér sem hann væri ekki neitt jólalegur í andar- drættinum, en vel má það hafa verið misheyrn. Þar að auki mun ,ég hafa heyrt einhver slitur úr jóla- ræðum þriggja annarra presta. Einn heyrði ég hafa orð á því að rússneska kirkjan hefði fengið inngöngu í Alkirkju- ráðið og að líkneskjur Stalíns hefðu verið ofan teknar í Rússlandi. Taldi hann þetta hvorttveggja til góðra tíðinda, og myndi verða til eflingar guðs kristni, enkum þó hið síð- arnefnda, þ\d Stalín þessi hefði verið einna óþarfastur guðs kristni á jörðu hér. Von- andi verður klerki þessum að trú sinni. Annar kennimaður hafði orð á því, að menn hér á voru landi gerðu alltof mikið að því að hugsa um stríðsundir- búning og alþjóðapólitík og tækiu allt of alvarlega ýmsan áróður í því sambandi, og var þetta vel og viturlega mælt. Sami ræðumaður hafði einnig við orð, að þá sjaldan menn ræddu innanlandsmál. snerist talið nær eingöngu um fjár- mál. Einnig þetta taldi hann öðruvísi en vera ætti, því önnur mál hér heima væru miklu .mikilsverðari fyrir land og þjóð en fjármálin, og einn- ig þetta mætti til sanns veg- ar færa. T f «• i I rum a manninn Sá hinn þriðji kennimaður hafði orð á því, að mennirn- ir væru yfirleitt góðir, en það kæmi einna bezt í ljós' á jól- unum. Fyrir svo sem fjörutíu til fimmtíu árum var kenningin um, að mennirnir væru yfir- leitt góðir, næstum óumdeild. En síðustu tuttugu árin hefur hún mjög sett ofan, og meira að segja hefur henni verið andmælt kröftuglega, eink- um þó af kirkjunnar mönn- um, og er þeim óneitanlega nokkur vorkunn, því margt hefur gerzt í veröldinni á þessum tíma, er gerir það að verkum, að mennirnir hafa tekið að efast um gæzku .hvers annars. Og því var það, að þegar ég heyrði prestinn hafa orð á því, að mennirnir væru í raun og veru góðir — það var reyndar hið eina sem ég heyrði af ræðu hans — þá minntist ég hinnar gömlu trú- ar, sem var ríkjandi á fyrsta fjórðungi þessarar aldar, trú- arinnar á manninn og batn- andi heim hans á jörðinni. Jafnframt minntist ég þess, að á þriðja fjórðungi þessarar aldar hefi ég heyrt þessa trú lítilsvirta af ýmsum svartsýn- ismönnum sem reikna í árum en ekki öldum, og slíkir menn finnast ekki hvað sízt í hópi kirkjunnar þjóna. Ég skal hreinskilnislega játa, að ég er svo gamaldags í mínum hugsunai’hætti, að mér finnst það vel ómaksins vert að tilraunir yrðu hafnar í þá átt að endurvekja trúna á manninn, ekki einstaklinga eða ofurmenni, heldur hinn venjulega mann, homo sapi- ens, eins og lærðu mennirnir kalla það, og framtíð hans á jörðinni. Annað mál er svo hitt, hvort það tekst. Tamninga- menn drottins Hér áður fyrr fékkst ég dálítið við að temja dráttar- hesta. Ég komst þá að raun um, að það var vænlegra til árangurs, ef maður vildi fá þá til að leggja sig alla fram og koma þeim af því að hlaupa útund- an sér, að tala þægilega til þeirra og skjalla þá dálítið, en að viðhafa ljót orð og sýna þeim svipu. Væri nú ekki heppilegra og líklegra til góðs árangurs fyr- ir prestana, þessa tamninga- menn drottins, að lofa mönn- unum að heyra það, svona endrum og eins að minnsta kosti, að þeir væru agnar pínulítið góðir, einnig hinum trúlitlu, en að vera sí og æ að veifa svipu vandlætingar- innar yfir höfðum þeirra og hafa uppi tilburði í þá átt að húðstrýkja þá með sporðdrek- um heilagrar ritningar, eins og Kiljan orðar það einhvers- staðar? eftir SKÚLA GUÐJÓNSSON fró Uólunnorstögum Emtný sending hvífra máialiða fil Kafanga Island í hættu Framhald af 1. síðu við þá ekki farið úr því aftur? 240. gr. Rómarsáttmálans segir „Sáttmáli þessi er gjörður til ótakmarkaðs tíma“. E£ vjð honum aftur, yrði litið á það sem uppreisn útkjáíkahéraðs gegn miðstjórnarvaldi hinna upp- rennandi Bandaríkja V-Evrópu“. ★ Hér skal ekki farið út í efni ."þessarar merku greinar nánar, en öllum ráðlagt að kynna sér rækilega efni hennar og gera sér Ijósa þá miklu hættu, sem vof- ir yfir þjóðinni vegna ákvörðun- ar ofstækismanna í Sjálfstæðis- ílokknum og Alþýðuflokknum að þvæla íslandi í Efnahagsbanda- lagið, án þess að þjóðinni sé Ijóst hvað verið er að gera og hverjar afleiðingarnar verða. Grein hins unga hagfræðings er birt í nýútkomnu hefti tímarits- ins Réttar, 3. hefti árgangsins 1961. INNVEGIN MJOLK 'Framhald af 5. síðu. í verðlagsgrundvelJjnHljTi, yið þær tekjur einar, sem þeir afla með búrekstri. b) að vextir af því fjármagni, sem bundið er í búrekstrinum, séu reiknaðir að fullu, og einnig beri að taka fullt tillit til fyrn- ingar. Lánamál: Fundurinn óttast, ef svo fer fram sem horfir, að bændastéttin aukist ekki og end- umýist til jafns við aðrar stétt- ir svo sem þjóðarnauðsyn kref- ur. Telur fundurinn lánsfjár- skortinn eina höfuðorsök þess- arar öfugþróunar, þar sem ung bændaefni eiga engra kosta völ •um lánsfé, þó þeir vilji stofna til búrekstrar*. LEOPOLDVILLE 8/1 — Her- stjórn S.Þ. í Kongó hefur sann- anir fyrir því að 35 frönskiunæi- andi málaliðar hafi komið til Brazzaville í dg, og haldið það- an áfram flugleiðis til Ndoia í Norður-Rhodesíu. Herstjórnin segir að málaliðarnir hafi viður- kennt að þeir hefðu verið leigð- ir til að berjast í her Tshombes í Katanga. Flugvélin kom frá París til Brazzaville í franska Kongó, og voru óeinkennisklæddir menn með í förinni. Allir mæltu mála- liðarnir á írönsku, en vildu Þó ekki viðurkenna að þeir væru franskir rikisborgarar. Á það er minnzt í þessu sambandi, að fyr- ir. skömmu ha.fi verið auglýst í blaði í Marseilles eftir hermönn- um fyrir Katangaher, og var geysihátt kaup í boði. Þessi nýja liðssöfnun hvítra málaliða í Katangaher hefur vak- ið mikla reiði í Leopoldville. Herstjóm Sameinuðu þjóðanna vill að samtökin beiti pólitískum refsiaðgerðum gegn Frakklandi og Bretlandi, sem unnið hafa gegn stefnu S.Þ. í Kongómálinu og stutt Tshombe beint og óbeint. Mólótoff eftur tll Vínarborgar MOSKVA 8/1 — Móltoff, fyrrv. utanríkisráðherra Sovétríkjanna, er nú á leið aftur til Vínarborg- ar, og mun hann halda þar áfram stöðu sinni sem fulltrúi Sovét- ríkjanna í alþjóðleggu kjarnorku- málastofnuninni. Molotoff fór til Moskvu ásamt konu sinni seint á síðasta ári. Hvorki sovézka sendiráðið né kjarnorkumálastofnunin í Vín hafa staðfest fréttina um að Molotoff sé að koma aftur til Vínar. Kaupið ] NÝJA TlMANN 4) — NÝI TlMINN — Fimmtudagur 11. janúar 1962

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.