Nýi tíminn - 11.01.1962, Blaðsíða 3
A. LUNDKVIST SKRIFAR
UM THOR VILHIÁLMSS.
Síikamo sýnt banatilræði
Eins og kunnugt er a£ frétt-
um kom bók Thors Vilhjálms-
sonar „Andlit í spegli dropans"
íit í Svíþjóð í luiust. Nýja tím-
anum hefur borizt ritdómur
um bókina sem ljóðskáldið
Artur Lundkvist. einn kunn-
asti gagnrýnandi Svía, birti í
Stockholmstidningen 2. nóv. sl.
undir fyrirsögninni „íslenzkur
frumherji", og fer hann hér á
cftir í heild:
Laxness er hin mikla eik,
sem varpar skugga sínum yfir
íslenzkar nútímabókmenntir.
Svo hlaut að fara, að hann
hefði ekki aðeins örvandi held-
ur einnig letjandi áhrif á ný-
græðinginn. Það er fyrst á síð-
ustu. árum. að maður, sem boð-
ar kynslóðaskipti. brýtur sér
leið: Thor Vilhjálmsson. Hann
er fæddur 1925 og leiðtogi nýrr-
ar nútímahreyfingar. sem tek-
ur við þar sem Laxness nam
staðar.
Vitað er. að Laxness hefur
hvatt Thor Vilhjálmsson til
ritstarfa, án þess að hann geti
þess vegna talið hann feta í
fótspor sín. Yngri höfundurinn
fer eigin leiðir með óbifandi
festu. er sjálfstæður frumherji
módernismans á Islandi. Hann
er enn eitt dæmi íslenzkrar
alþjóðahyggju, evrópsk tengsl
eru honum sjálfsögð og sam-
tímis ofurlítið kappsmál. lífs-
nauðsyn í hinum íslenzku
þrengslum.
Evrópuhyggja hans dregur þó
ekki úr íslenzkum einkennum,
fremur hið gagnstæða. Vegna
hins suðræna baksviðs og evr-
ópskrar stílvitundar, verða
norðurhafseinkenni hans enn
skýrari, birtast sem greinilegar
afleiðingar átaka. Fjöll og vind-
ur af hafi, dimm náttúra og
sörguð er ávallt nálæg í hug-
arheimi hans og einnig íshafs-
köld tog forneskjuleg fjarlægð
milli manna, sem verður til
þess að hann notar sjaldan
nöfn, en talar í þess stað í
tóni, sem ekki verður stældur
um „manninn", ,.konuna“.
Bók hans frá 1957 „Andlit í
snefrli dropans," sem Peter
Hallberg hefu.r nú þýtt (Rabén
och Sjögren, 17:50) veitir les-
endanum sérstæða reynsiu.
Þessir óbundnu káflar segja
ekki frá mikiu. atburðirnir
geta ekki færri verið. Þeir
koma til móts við lesandann
eins og þrunginn hugbiær,
ODnast líkt og málverk mikiila
fiarvídda. Þeir marka atvik
skörpu.m línum, umlvkia magn-
þrungnu ástandi. Áhrifum ná
þeir með markvissum stílbrögð-
um, stílfærðum tjáningarþrótti,
föstu formi sínu.
Lesandinn er sífellt minntur
á . nútímamálverk. Þarna bregð-
ur fyrir myrkum, æstum ex-
pressionisma, sem tjáir óljósa
lífsþjáningu millistríðsára. Það
örlar á súrrealisma með hausa-
víxlum og hálfvegis óhlut-
kenndum myndum af hlutum
og vistarverum, efnistrúum og
sönnum í furöufpika fl'vnum
eins og nærgöngul kvikmynda-
vél hefði tekið þær. Lengri
þætti eins og „Þeir“ er einnig
skipt í sérstakar myndir eða
kyrrstæða kafla, þar sem at-
burðarásinni vindur fram líkt
og skuggamyndum sé brugðið
á tjald.
Þessi þáttur mun óhrifa-
mestur í bókinni sem frásögn,
með andlit sín, skapgerðir og
vandamál, sem stíga fram hvert
af öðru.- Þetta er saga með ein-
kennum exístensíalismans um
gróflegar þjóðfélagsandstæður,
•• V ■ • :• ■•••
Artur Lundkvist
um fáeina fanga sem leysa á úr
haldi, um flokkseitil sem ryður
röngum manni úr vegi. Á köfl-
um er hún hörkuspennandi,
eins og glæpamynd, en glatar
þó hvergi inntaki sínu sem
grandskoðun hugsjóna og raun-
verulegur, mannlegur harmleik-
ur. Jafnframt er hún gædd á-
hrifaþunga gnýjandi tónlistar,
dimmrar hiYnjandi ljóðlistar.
„Þau“ er líkari skurðmynd-
um að gerð, dálítið ýktur
prímitívismi í lýsingu á brák-
uðu hjónabandi, dýrslegri og
þrúgaðri þorps-Messalínu og af-
burða elskhuga, sem er drep-
inn. Hin ógæfusömu hjón
sökkva í tímann eins og í lind,
í kyrrstöðu og grámóskulega
uppgjöf.
Flestir þáttanna eru ekki ann-
að en tilfinningamettaðar mynd-
ir, kyrrstæðar en samt drama-
tískt margbrotnar, fullar af
bældum ofsa. Þetta eru myndir
í skarpvökulu auga, þar sem
þær hafa staðnæmzt með ó-
sögðu, en eigi að síður sérlega
auðskynjuðu inntaki sínu. Hér
hafa sýn og reynsla kristallazt
í mynd, sem geymir í áþreifan-
legu líki rök lífsins, er sífellt
víkja undan: þennan leyndar-
dóm líðandi stundar, sem hef-
úr þó eilífðargildi.
„Ekki má slaka á leitinni að
myndlegu gildi“, segir á einum
stað, í greiniJegu.m yfirlýsing-
artóni „.. . Ber ekkert nema
þau dýru myndlegu verðmæti
fyrir au.gu hinnar skapandi
konu þegar hún horfir á þenn-
an mann sit.ia svona öndvert
sér“. Eða á öðrum stað:
„... .hann hafði ekki enn
drukkið bjór sinn en horfði á
litina í glasi sínu eins og kín-
verskt skáld næmur fyrir
myndinni en byggði með hátt-
vísi traustan múr sem lokaði
útí hinn æsta mannskæða veð-
urofsa tilfinningalífsins sem
ólgaði í veröldinni kringum
hann“.
Stundum verður myndin að
lei.ftrandi sýn elns og í lýsing-
unni á lestinni: .......sem gat
ek.ki hætt að æða áfram í enda-
lausri nóttinni með hvítan
reykinn sem stundum fleygðist
eins og hjúpandi traf utan um
hana sjálfa eða kastaðist út í
loftið eins og kona að hlaupa
í stóimi í bniðarklæðum með
flaksandi slóða og týndist í
svörtu veðri næturinnar og
ömurleikinn hékk út um glugga
lestarinnar og lamdist við tein-
ana þar sem hún þaut um lönd
heimsins....“
Ef til vill er ekki íslenzkt
mótív að neinni þessara mynda.
Þær hafa almennt gildi, í þeim
bregður fyrir frönskum og suð-
urevrópskum dráttum, stundum
greinilegum ferðamyndum frá
fararstjórnarárum höfundar. En
samt sem áður er hið íslenzka
ævinlega vakandi í vitund skoð-
andans, í samlíkingum hans, í
rótarþráðum skynjananna. Það
er íslenzkt sérkenni harla ólíkt
hinu bjarta skaplyndi Laxness,
leikgleði hans mitt í allri þjóð-
félagsheiftinni. Thor er hrjúf-
ari, fergjaðri af myrkri, háð
hans úfnara, brosið dræmara.
Mér finnst hann minna mest
á Lagerkvist á yngri árum,
stálsleginn, fastbyggðan prósa
hans og viðleitni hans til að
skapa ákafaheit varanleikaverk.
Lagerkvist var að kljást við
sömu tilraunir og Thor til að
sameina háleitan norrænan
anda suðrænu litaflóði, hina
kyrrstæðu mynd og hin mann-
legu dramatísku umbrot.
Heil tylft af köflum bókar-
innar hefur verið felld niður (í
sænsku útgáfunni) án þess að
um það sé getið. Frumverkið
ber líka dirfskulegri titil: And-
lit í spegli dropans, en á sænsk-
unni: Speglat i en droppe. Hinn
ágæti þýðandi bókarinnar mun
ekki bera ábyrgð á því.
MACASSAR, CELEBES 8/1 —
í gær var Súkarnó forseta Indó-
nesíu sýnt banatilræði. Þrír
menn létu lífið og 28 særðust er
handsprérgja sprakk í mann-
þröng um 100 metra frá bíl for-
setans. Súkarnó liefur sagt að
allar líkur bendi til þess að
handbendi Hollendinga hafi ver-
ið að verki. Allmargir hafa verið
handteknir.
Sprengjan sprakk er Súkarnó
var að vígja nýja íþróttahöll í
Macassar á Celebes. Útvarpið í
Djakarta skýrði frá því í dag
að indónesískir hermenn á Mol-
ukku-eyjum og fleiri eyjum í
grennd við vesturhluta Nýju-
Gíneu séu þess albúnir að hefja
hernaðaraðgerðir hvenær sem
skipun berzt. Súkarnó sagði í
ræðu á fjöldafundi í Bontaen á
Celebes í gær, að Indónesar
myndu gera innrás á Nýu-Gíneu
á þúsundum innrásarbáta, ef
Hollendingar þrjózkuðust við að
viðurkenna tilkall Indónesa til
vesturhlutans. Hann sagði að
milljarðar mann.a í Asíu, Afríku
og í sósíalísku ríkjunum styddu
stefnu Indónesíu.
Landsstjóri Hollands á vestur-
hluta Nýju-Gíneu. P. J. Platteel*
sagði í dag að stjóm sín myndt
reyna að koma í veg fyrir vopn-
uð átök, og að innrás Indónesa
mvndi verða mjög hættulegli
ævintýri fyrir stjórnina í Djak-
arta. Kvaðst landsstjórnin al-
gjörlega treysta á her sinn oj?
lögreglu. Hollenzku yfirvöldirt
hafa kunngert áætlun um a&
flytja fólk burt frá strandhéruð-
unum. Tólf skólar hafa verið-
teknir í notkun sem bráðabirgða
sjúkrahús.
Sagt er að fáir Hollendingar
hafi flutzt á brott frá nýlend-
unni vegúa innrásarhættunnar,
en allmargir kínverskir kaup-
menn hafa horfið til Hong Kong.
Hollendingar eru í mikilli óvissn
um afstöðu frumbyggjanna, pap-
úa, til landakröfu Indónesa. Vit-
að er þó að flestir leiðtogar1
þeirra eru á móti nýlenduyfir-
ráðum, og Indónesíustjórn tel—
ur að papúarnir myndu fagna
því ef Indónesar rækju hot-
lenzku nýlenduherrana á brott.
Hræðilegt járnbrautarslys í
Hollandi
WOERDEN, Hollandi 8/1 —■
Rúmlega 100 manns fórust
og um 50 slösuðust þegar
þéttsetin farþegalest lenti í
árekstri í svartaþoku ná-
lægt bænum Harmelen í
Hollandi í morgun. Þetta
er mesta járnibrautarslys
sem orðið hefur 1 Hollandi.
Yflr 100 liafa farizt.
Hraðlestin frá Rotterdam óld
með 120 kílómetra hraða á far-
þegalest sem stóð kyrr á brautan-
mótum. Níu farþegavagnar voru
flæktir saman í einni brakhrúgu
eftir áreksturinn. Björgunarmenn
ui’ðu að nota logsuðutæki til að
ná særðu fólki og dauðu úr bralc-
inu. Áreksturinn var svo harður
Framhald á 10. síðu.
Prófessor Matthías Þórðarson fyrrverandi
þjóðminjavörður
\ r
i
1871 — 1961
Nýlega var prófessor Matt-
hías Þórðarson fyrrum þjóð-
minjavörður jarðsunginn frá
dómkirkjunni. Hann andaðist
aðfaranótt föstudagsins 29. des-
ember s.l. 84 ár.a að aldri.
Matthías var fæddur að
Fiskilæk í Borgarfirði 30. októ-
ber 1877, og voru foreldrar
hans hjónin Þórður Sigurðsson
og' Sigríður Runólfsdóttir. Stúd-
entspróf tók hann 1898. og
próf í norrænum fræðum við
Hafnarháskóla 1902.
Það atvikaðst svo að ég hafði
náin kynni af Matthíasi um
margra ára skeið, þar sem ég
aðstoðaði hann við sum af
þeim mörgu störfum sem hann
hafði með höndum. Ég mup í
þessum fáu línum ekki rekja
lífsferil hans, enda veit ég að
aðrir munu gera það sem
standa betur að verki. Hér
verður aðeins farið fáum orð-
um Um þau dagleg kynni sem
ég hafði af honum og fram-
göngu hans í orði og verki.
Matthías var fríður maður
sýnum, virðulegur í fram-
göngu og bar aldurínn vel.
Hann var mikill iðjumaður. og
hirti lítt úm þótt vinnudagur-
inn yrði stundum langur. Öll
framganga hans bar vott um
snyrtimennsku og næma feg-
urðartilfinningu. Hann var
mikill hagleiksmaður, enda
hafði hann á hendi smíða-
kennslu í skólum hér í bæ í
mörg ár. Þeir sem um kunna
að dæma telja að hin fjölmörgu
ritverk sem eftir hann liggja
séu unnin af slíkri vandvirkni,
að þar þurfi ekki um að bæta
þótt tímar líði. Hann gerði á-
kaflega strangar kröfur til
sjálfs sín, og orð hans voru
svo traust, að engum sem þekkti
hann kom í hug að hann gengi
þeirra á bak, aftur á móti voru
kröfur hans til annarra vægar,
og hann tók mjúkum höndum
á vanmætti þeirra.
I meðferð vandamála sem
hann átti um að fjalla með
öðrum mönnum, voru orð hans
jafnan þiung á metum. því all-
ir þekktu öfgaleysi hans, vits-
muni og sanngirni.
Matthías hafði næmt auga
fyrir fögrum listum, og fór þar
sínar götur. Hann átti lengi
sæti i stjórn Dómkirkjusafnað-
arins, og í hinum fagra búnaði
kirkjunnar mun hann eiga
drjúgan þátt. Þegar Kristján
konungur X. heimsótti Þjóð-
minjasafnið í gömlu húsakynn-
unum við Hverfisgötu, lét hann
sérstaklega í ljós undrun sína
og aðdáun á því hvað þar væri
miklu snyrtilega komið fvrir í
litlu húsrými, og hvgg ég að
flestir þeir, sem gengu þar um,
geti tekið undi-r það.
Ég held að enginn ha.fi getað-
kynnzt Matthíasi án þess að
bera fyrir honum djúpa virð-
inguyenda naut hann mjög al-
mennra vinsælda og virðing-
ar, verk hans voru lítt gagn-
rýnd, og margs konar virðing-
arvottur var honum sýndur.
Matthías Þórðarson er horf-
inn af sjónarsviðinu, og ég er
þess fullviss að mörgum Reyk-
víkingum finnist eins og mér,
að bærinn sé fátækari en áð-
ur, þegar þeir eiga ekki -leng-
ur von á að sjá hann gánga
um götur hans, og kveðja hann
með söknuði og djúpri samúð
til þeirra sem stóðu honum
næstir og horfa nú á stólinn
hans auðan.
B.K.
Fimmtudagur 11. janúar 1962 — NÝI TÍMINN — (3