Litli Bergþór - 05.03.1980, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 05.03.1980, Blaðsíða 5
Formaður HSKs Kristján Jónsson, setti þingið og bauð þingfulltrúa velkomna. Þvi næst fór fram kosning starfsmanna Fyrsti þingforseti var tilnefndur Diðrík Haraldsson Selfossi Fyrsti þingritari var tilnefnd Ardis Jónsdóttir, Gnúp. Skýrsla stjórnar lá frammi, mikil bók og eiguleg. Formaður rakti i framsögu sinni helstu atburði ársins 1979. Verða þei*>ekki gerö skil hér, heldur verða formáls- orð stjórnar HSK i ársskýrslu 1979 látin nægja: Arsskýrsla Héraðssambandsins Skarphéðins 1979 birtist hér.og ermeð svipuðu sniði og undanfarin ár. Þegar litið er aftur til siöasta árs, sést að margt starfið hefur verið vel af hendi leyst hjá ungmennafélögum á Suðurlandi. Margur góður sigur hefur unnist á liðnu ári. Einnig er ljóst að margt heföi betur mátt gera og betri árangur hefði getað náðst á mörguiTi sviðum, Nú þarf i.fullri alvöru að fara að hyggja að undirbúningi fyrir næsta landsmót á Akureyri 1931. Þarf nú á næsta misseri að mynda og þjálfa upp sterkan kjarna i sem flestum greinum og helda honum i þjálfun fram yfir landsmót. Stjórnin hefur á siðasta áris eins og áöur reynt aö vinna sem best fy-rir ungmennafélögin og hefa sem best - samband við stjórnir félaga. Nefndir sambandsins hafa á siðasta ári eins og undan- farið starfaö mjög misjafnlega. Sumar nefndir hafa starfað af festu og áhuga e.n aörar hafa jafnvel ekki starfað, Nú er ljóst aö i flestum félögum á svæðinu hafa orðið óvenjumiklar breytingar á stjórnum félaga. Stj.órn Héraös- sambandsins palckar þeim sem nú láta af störfum fyrir vel unnin störf og' væntir þess að þeir sem viö taka, láti ’ekki sitt éftir liggja til aö starf ungmennafélaganna megi verða öflugt og þróttmikið á komandi ári. Stjórn Skarphéöins sendir öllum þeim fjölda einstaklinga, félaga og stofnana- sem hún hefur haft samskipti við, sinar bestu þakkir fyrir þann skilning sem sýndur hefur verið á málefnum sambandsins. Islandi allt Stjórn HSK

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.