Litli Bergþór - 05.03.1980, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 05.03.1980, Blaðsíða 3
I GAMNI OG ALVÖRU Einu sinni var ritnefnd og afrek hannar eru elstu Tungnamönríum kunn, þvi hún gaf ut blað er hefnt var Bergþór, eftir karli miklum er bjó i Bláfelli, Nú er öldin önnur, Ritnefnd er aö visu til, en hver hún er og hv'ar hún er', vi’ta's jálfságt fáir, Það dettur engum i hug að vekja Bergþór i Bláfelli til lifsins, en ég er sannfœröur um að til eru þeir sem hafa hug á aö hef ja á ný útgáfu Bergjbórs. En hinir frómustu menn segja þaö jafnerfitt verk að vekja rit- nefnd til dáöa og að særa fram draug. Fleiri nefndir eru brenndar sama brennimerki og ritnefnd, Nálega eitt ár er frá því aö útgáfunefnd var komið á fót og má segja ^ið þetta sé hennar fyrsta skref, það er þvi hægara um aö ræða en i aö komast, en vonandi er tími kraftaverkanna eklci liðinn. Hér með hefur göngu sina Fréttablaðiö Litli - Bergjþór, Nafniö er komiö frá áður nefndu'blaði og er n^fngift útgáfustjóra, Markmiö pessa blaðs er að koma alls konar uppiýsingum, fréttnæmu efhi hóðan úr byggða,plaginu á framfæri við ykkur lesendur góðir. öllum er heimilt' aö senda inn efni til birtingar og mun útgáfunefndin sjá til pess aö sem flest komi i blaðiö. Foripenn starfandi nefnda eru hvattir til pess að koma öllum starfsárangri aL • blaðið, en það fylgir böggull skammrifi pvi þeir verða að koma efninu á stensla. Vonandi veröur þetta blaö til fróðleiks og skemmtunar. Grímur Bjarndal

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.