Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.11.1959, Qupperneq 13

Skólablaðið - 01.11.1959, Qupperneq 13
- 41 - Á ég að segja ykkur, hvernig fegursta ástarævintýri heims var6 a6 lítilmétleg- ustu sakamálasögu, sem fær6 hefur veri6 í letur? Ég segi hiklaust fegursta ástar- ævintýri heims, því a6 ekkert ævintýri jarðneskt vissi ég fegurra eða hugleikn- ara en samlíf okkar Láru. Ég, sem segi frá, er 22 ára gamall rafvirkjanemi, og starfa hjá einum af kunnari rafmeisturum borgarinnar. Ég er maður einhleypur, upprunninn austan af landi, en leigi herbergi nálægt mið- bænum. Lára vinkona mín, ja, hún var nú kannski svolítið meira en venjuleg vinkona, er lokkaprúð, Ijóshærð yngismær, dóttir meistara míns. Hún var fyrsta konan, sem ég felldi hug til, og mér virt- isf hún dýrlegur engill í mannsmynd. Vinátta okkar, sem hófst vegna náinna afskipta minna af föður hennar og fjöl- skyldu, þróaðist smám saman í djúpa, einlæga ást, að því er ég hugði. Það var einmitt x miðri þróunarsögu þessarar ástar, að hin sagan gerðist. Það er að segja sú, sem hefst á nötur- legu haustkvöldi á því herrans ári 1959. Veður var eins og tíðkast er hér í Reykja- vík um þetta leyti árs, rigning og súld. Þetta bölvað ná-veður hleypti í mig slík- um leiða, að ég ákvað að hrista af mér hver sdags -drungann og skemmta mér á einhvern hátt. Ég hringdi því til Láru, og urðum við ásátt um að fara á dans - leik í einu af danshúsum borgarinnar. Við höfðurn stefnumót á Austurvelli, og arkaði ég þangað í úrkomunni á tilsettum tíma. Þar beið Lára mín undir styttu þjóðhetjunnar. Hún var hress og kát að vanda, greip undir arm mér eins og við værum kærustupar og síðan leiddumst við undir hinni geysistóru regnhlíf hennar til skemmtihússins. Mun ég þegja um nafn þess til að varpa ekki rýrð á það. Slangur af fólki var komið á staðinn til að gleyma áhyggjum daglegs lífs við dans og glasaglaum. Þetta var fólk af öllu tagi, siðprútt fólk, kátt fólk. V ið tókum af okkur yfirhafnirnar í fata- geymslunni og snyrtum okkur á salernun- um, eins og venja er. Síðan gengum við inn í salinn, sem var rökkvaður og róm- antískur og fengum borð framarlega. Hljómsveitin var tekin að stilla hljóð- færin, og íólkinu fjölgaði jafnt og þétt. Ég féll í leiðslu, eins og alltaf í sam- kvæmum. Líklega hafði Lára rétt fyrir sér, er hún sagði, að ég væri mannfælinn og gamaldags sveitamaður öðrum þræði. í þessum dapurlegu hugsunum heyrði ég hvíslandi rödd Láru gagnrýna klæðaburð kvennanna. Svo hófst dansinn. Brátt bauð rauð- birkinn náungi Láru í dans, og Lára leit afsakandi á mig, en ég flýtti mér að líta undan. Er þau voru komin út á dansgólí- ið, gekk ég að barnum og bað um snaps til að hafa úr mér molluna. Augu mín hvíldu á Láru, og ég fór að velta því fyr- ir mér, hvort línurnar í líkama hennar væru ekki fullkomið meistaraverk skapar- ans. Eftir nokkra dansa kom Lára til mín, þar sem ég sat að drykkju, og vildi hún draga mig út á gólfið að dansa. Ég reyndi að hreyfa mótmælum, en allt kom fyrir ekki. Hún var staðföst í ásetn- ingi sínum, og auðvitað gafst ég upp fyrir þessari ómótstæðilegu konu. Ég elti hana þögull en kvíðinn, eins og hundur, sem leiddur er í bandi á aftökustað. Ég var vægast sagt ófimur til fótanna og Frh.á bls. 44.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.