Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1959, Síða 19

Skólablaðið - 01.11.1959, Síða 19
- 47 Þá hitti ég einhverju sinni Brand á förnum vegi. Hann var óttalega urgin- tussulegur í klæðaburði, og skalf. Hann var að bíða eftir vagni og var at- vinnulaus sem stóð. Ég tók upp sígarettupakka og bauð Brandi að reykja. "Vantar þig ekki sígar- ettu?1' sagði ég og naut þess, því að mað- urinn var sýnilega tóbakslaus. Svo sá ég hann ekki í langan tíma, ekki fyrr en eftir ár. Ég var eiginlega búinn að gleyma hon- um aftur. Þá var það.að ég fór að vera við setningu skólans. Það var dálítið virðulegur skóli og erfiður inngöngu. Hvern sá ég þá nema manninn með þrjózku svipinn og framstæðu hökuna ? "Svo að hann er þá kominn hingað líka:í, hugsaði ég. "Hver er þessi náungi ? 11 spurði ég svo einhvern nærstaddan. "Hann, hanner eitthvað bölvað séní", var svarið. "Hann er þá ekki eins heimskur og ég hélt," hugsaði ég. Eiginlega gramdist mér, að helvítis maðurinn skyldi ekki vera heimskur. Ég bara þoldi manninn alls ekki. Ogalltíeinu langaði mig til að berja hann, sparka í hann, eða þá bara hrækja á hann. , , M. Mottó: Þeir, sem guðirnir elska Það kunngjörist hérmeð, að óskabarn okkar, Binc.indisfélag Menntaskól- ans hefur nú loks gefið upp öndina. Hinn látni hefur um langt skeið átt við mikla vanheilsu að stríða. Þegar sýnt þótti, að félaginu yrði ekki hugað líf, veitfci stjórnin því hinztu þjónustu með því að reka alla aðra félagsmenn úr því. Eins og kunnugt er, fæddist félagið eftir ólöglegar fæðingahríðir á útmánuðum 1957, og varð því aðeins 2ja ára lífdaga auðið. Það kom mörgum á sporið með göfugri aðstoð Bryndísar Schram og hefur auk þess starfað farsællega að ýmsum menningar- og framfaramálum. Reitum hins látna hefur stjórn félagsins þegar ráð- stafað. Jarðarförin fór fram í kyrrþey. Arni Bergur, sonur hins nýkjörna biskups, jarðsöng. Fyrir hönd vandamanna Þorsteinn Gylfason Ómar Ragnarsson

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.